Tíminn - 22.04.1970, Qupperneq 2

Tíminn - 22.04.1970, Qupperneq 2
TIMINN MIÐtlKUDAGUR 22. apríl 1970. Rússnesku gestirnir f.v. Sergei Jakovenko, Natalla Khana djan, Alexei Krasilnikov og Tamara Guséva. (T.m. GE) 100 ÁRA AFMÆLIS LENINS MINNZT MED HÁTÍDAFUNDI OG SKEMMTISAMKOMUM Í'B—Reykjavík, þriðjudag. Á morgun, miðvikudag, er 100 ára afmæli Lenins. f tilefni af því eru hingað komnir fjórir Rússar, sem munu koma fram á hátíðafundi og skemmtun sem efnt verður til á vegum MÍR. Hér er um að ræða Alcxei Krasilnikov, sem var fyrsti sendifulltrúi So- vétríkjanna hér é, landi árið 1944, píanóleikarann Tamara Guséva sem hingað kom fyrst árið 1954 í hljómleikaferð, og barritonsöngv- arann Sergei Jakovenko og undir leikara hans Natalia Khanzadjan Árni Bergmann varaformaður MÍR skýrði blaðamönnum frá dag- skrá félagsinis í tilefnd af afmælla Lenins, og kynnti hina rússnesku gesti. Á morgun, miðvikudag, verð ur hátíðafundur í Háskólabíói, og hefst hann kl. 20:30. Þar verða fiutt fjögur stutt ávörp, og gera það Kristinn E. Andrésson forseti MÍR, ambassador Sovétrikjanna á íslandi, menntamiálaráðherra, Gylfj Þ. Gíslason og Krasilnikov, sem hér var fyrsti sendifulltrúi lands síns, eins og fyrr segir. Að ávörpunum loknum munu lista- mennirnir koma fram. Pétur Pét- ursson verður kynnir á skemmt- uninni. Þess má geta, að send hafa verið út boðskort til ýmissa aöila, en þar fyrir utan er öllum heimffl aðgangur á meðan húsrúm leyfir, og er aðgangur ókeypis. 25. apríl verður skemmtun í Dómus Medica og munu listamenn irnir koma fram á henni, en hún er m.a. í tilefni af því, að nú eru liðin 20 ár frá stofnun MÍR. Rússneska listafólkið mun að öllu forfallalausu koma fram í Keflavík og á Seifossi í samvinnu við tónlistarfélögin, sem starfandi eru á þessum stJöðum. Á föstudag- inn verða tónleikar í Keflavík og á sunnudaginn á Selfossi. Alexei Krasilnikov, sem nú er prófessor í sögu ailþjóðlegra sam- gkipta í diplómataskóla í Moskvu sagði frá veru sinni hér fyrir ald- arfjórðungi og minntist hennar með hlýjum orðum. Sagðist hann hafa fengið mörg tækifæri á und anförnum árum tii þess að segja löndum sínum frá Islandi og ís- lendingum, og hefði hann notað hvert tækifæri til hiins ítrasta. MENNINGARSJODUR SÚÐAVÍKURHREPPS Árið 1965 stofnuðu hjónin Þur- íður Magnúsdóttir og Grfmor Jóns son, fyrrum útgerðarmaður og bóndi í Súðavík sjóð til minningar um Jón Vatgeir Hermannsson bónda í Súðavík og konu hans Guð rúnu Jóhannesdóttur. Markmdð sjóðsins er að hlúa að menninigarmálum í Súðavíkur- hreppi, og má verja til þess ár- lega helmingi af vaxtatekjum sjóðs ins. Styrkþegar sjóðsins geta ver- ið einstaklingar, stofnanir og aðrir aðilar er stuðla að markmiði sjóðs- ins eins og segir í skipuilagsskrá hans. Sjóðurinn var stofnaður með myndarlegu fjárframlagi þeirra hjóna. Sjóðinn nefndu stofnendur Menningarsjóð Súðavikurhrepps. Hinn 5. apríl s.l. fór fram fyrsta úthlutun úr sjóðnum og verður svo framvegis árlega. Veitt var tii Barna- og ungtinga- skóla Súðavíkur kr. 17.000,00 til kaupa á kennslutækjum (Ijósprent- unarvél og myndvarpa). Til Féiags heimilis Súðavíkur kr. 20.000,00. Til Guðmundar Jörundssonar, nem anda í íþróttakennaraskólla íslanis kr. 5,000,00. Til Hoiiu Friðberts- dóttur nemanda í Hjúkrunarskóla ísiands kr. 5.000,00. Samtals kr. 47.000,00. Þá er og veitt kr. 200,00 til hvers barns er fæðist í hreppn- um. Sjóðsstofnum þessi er mjög at- hyglisverð og sýnir þá mikla tryggð og umihyggju þeirra sæmdarhjóna Gníms Jónssonar og Þuríðar Magniúsdóttur, er þau bera til síns gamla byggðarlags og íbúa þess. Eins og kunnugt er var Grímur Jónsson umisvifamikiil atvinnurek- Framhald á bls. 14 OPINBERIR STARFSMENN FÁI SAMA SAMNINGSRÉTT OG AÐRAR STÉTTIR SKB—Reykjavík, þriðjudag. f gær var til annarrar umr. í efri deild Alþingis frumvarp til laga um afnám laga um verkfall opinberra starfsmanna. Allsherj- arnefud varð ekki sammála um af- greiðslu málsins og leggur meiri hlutinn til að því verði vísað til ríkisstjórnarinnar, en minni hlut- inn leggur til að það verði sam- þykkt og skuli öðlast gildi 1. jan- úar 1971. Jón Þorsteinsson mælti fyrir áliti meirí hllutans en Kristján Thoríacius fyrir mdnni Mutanum. Sagði Kristján m.a. að eins og nú væri komið málum, yrði það að teljast algert misrétti að leggja bann við verkföllum opinberra starfsmanna. Með vinnulöggjöfinni sem sett hafi verið á árinu 1938 hafi verið viðurkenndur verkfalls- réttur annarra launþega hér á landi. Þau lög sem frumvarpið geri ráð fyrir að feflld verði úr giildi, hafi verið sett við allt aðrar þjóðféilagsaðstæður en nú séu. Við nútímaaðstæður fari þýðing starfa fyrir þjóðfélagið ekki eftir því hvort starfdð sé unnið á veg- um ríkis eða bæjarfélaga eða á vegum einstaklinga. Sannleikurinn sé sá að ýmis störf f þjóðfélaginu bæði hjá hinu opinbera og einkaaðiOum séu þann- ig vaxin, að tjón geti af hlotizt, ef vinna sé tim lengri tdima. Þessd staðreynd hafí verið við- urkennd af þeim stéttarfélögum sem framlkvæmi verkfallsréttinn og séu sem óskráð lög sem gilt hafi um silík störf í verkföMum, en í vinnulöggjöfdnni gildi efeki nein- ar sérreglur um þau störf sem við kvæmust séu að þessu leyti. Þá sagði Kristján, aðtilaðgirða fyrir að tjón hlijótist af verkföll- Skemmtun til heiðurs Henný Hermannsd. Á sumardaginn fyrsta halda Modelsamtökin kvöidskemmtun að Hótel Sögu tiil heiðurs fyrir Henný Hermannsdóttur. M. a. verður tízku sýning og 15 mín kvikmynd frá lokakeppni og krýningu „Miss Young International Bauty 1970“, sem fór fra..i í Japan. I lok sýningarinnar kemur Henný fram. Kvöldverður er fram- reiddur frá M. 19,00 og dansað til kl. 1,00. EJ—Reykjavík, þriðjudag. Stúdentafélag Háskóla íslands hélt fjölmennan fund um borgarmálefnin í gærkvöldl, og sátu þar fyrir svörum fulltrúar allra þeirra stjórnmála- samtaka, sem lagt hafa fram framboðslista við kosningarnar I vor. Flutti hver fulltrúi í upphafi 5 mínútná framsöguræðu, en síðan svöruðu þeir spurningum fundarmanna. Stóð fundurinn fram til miðnættis. Á myndinni sjást fulltrúar framboðslistanna, en þeir eru f. v. Steingrí mur Aðalsteinsson, Sósíalistafélagi Reykjavikur, Geir Hallgrímsson, Sjálf- stæðisflokknum, Kristján Benediktsson, Framsóknarflokknum, Magnús Guðmundsson, fundarstjóri og formaður Stúdentafélagsins, Bjarnl Guðnason, Samtökum frjálslyndra, Björgvin Guðmundsson, Alþýðuflokknum, og Sigurjón Pétursson, Alþýðubandalaginu. cramsöguræða Kristjáns Benediktssonar birtlst í Tímanum á sunnudag inn. (Tímamynd—Gunnar) um þeirra opinberra starfsmamna sem vinni að öryggisþjónustu, sé gert í frumvarpinu ráð fyrir að lögfesta jafmframt sérstök ákvæði um samningsrétt þessara starfs- manna. Taldi Kristján að ef dregið yrði of lengi að setja löggjöf er heimili verkföll opinberra starfsmanna, gæti svo farið að einstakir hópar opdnberra starfsmanna taekju sér þennan rétt. Æskil. væri að setja heldur frjálslymda löggjöf um þetta efni á sama hátt og gert hefur verið hjá frændþjóðum okk- ar í Noregi og Sviþjóð. Sfðan vék Kristján að slæmum launakjörum opinberra starfs- manna og sagði að eins og nú værj ástatt væri mjög mikil óá- nægja ríkjandi hjá opiniberum starfsmönnum með íaunakjörin og það værj sannariega efcki að ástæðulausu. Framkvæmd kjara- samningaiaganna frá 1962 hafi vaOdið mdklum vonbrigðum hjá opdnberum starfsmönnum og því standi þeir nú fastar saman en nokkru sinnd fyrr um þá réttmætu kröfu að fá sama samningarétt og aðraO stéttir. Atkvæðagreiðslu um málið var frestað. Skátar fagna sumarkomu Skátar í Reykjavík munu fagna sumarkomunni samkvæmt venju. Ulm M. 9.30 safnast skátamir sam- an á bílastæðinu við Iðnskólan-n á Slfcólavörðuholti. Um kl. 10.00 leggur sOcrúðganga skátanna af stað, með lúðrasveit og fánaborg í broddi fylkingar. Ganga skátarn- ir, hver undir merkjum síns fél- ags, um Skólavörðustíg, Banka- stræti, Austurstræti. Aðalstræti, Túngötu, Hofsvallagötu, Nesveg og að Neskirfcju og Háskólabíöi. f Neskirkju verður guðsþjón- ústa fyrir ljósálfa og ylfinga, þ.e. 9—11 ára, ojr hefst hún kl. 11,00. Prestur verður sr. Jón Thoraren- sen, orgelleikari Jón ísleifsison og kirkjukórinn syngur. Skátarnir halda til messu í Há- skóOabíói og verður athöfninni, sem hefst M. 11.00, útvarpað. Prestur verður sr. Jón Bjarman, orgelleikari Jón G. Þórarinsson en kór sdcáta synigur. Þessi hátíðahöld eru skipulögð af Skátasambandi Reykjavíkur, en skátar í Reykjavík era nú um 1800 og starfa í 6 félögum víðs vegar um borgina. (Skátasamband Reykjavíkur). Skátadeildin Birkibeinar heldur skemmtanir fyrir skáta síðar um daginn að Brautarholti 6, kl. 16 -—19 fyrir yngri skáta og kl. 21— 01 fyrir eldri skáta. Þar mun m.a. hljómsveitin Júdas leika. Almennur fyrirlestur Þjóðfélagsfræðinefnd Háskóla íslands hefur í vetur efnt til kynn- ingarfyrirlestra um nokkrar greinar almennra þjóðfélagsfræða. Síðasti fyrirlesturinn í flokki þessum verður haldinn n.k. föstu- dag, 24. apríl, en þá talar Lára Björnsdóttir, félagsráðgjafi, um efnið: Félagsráðgjöf. Fyrirlestur- inn verður haldinn í Norræna húsinu, er öllum opinn, og hefe kl. 20.30.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.