Tíminn - 22.04.1970, Síða 8

Tíminn - 22.04.1970, Síða 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 22. apríl 1970. ? Svo má brýna deigt járn að bíti Leikfélag Reykjavíkur: Það er kominn gestur eftir István Örkény Leikstjórn: Erlingur E. Halldórsson Leiktjöld: Iván Török ÞýSing: Bríet Héðinsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson í litlu fjallaþorpi býr slöklkvi- liðsmaSur aokfeur ásamt fjöl- sikyldu sinni. Tót slökkviliðs- maður er sáttur við guð og menn ,enda geðspektarmaður mesti, er þorpsbúar virða sak- ir mannkosta og mannkær- leiks. Á heimili þessa öðlings, sem hefur svo mannbætandi áhrif á granna sína, ríkir vit- anlega friður og ró þ.e.a.s. þangað til, ‘að majórinn, yfir- maður sonar hans, birtist á sjónarsviðinu og byltir öllu við. Stríðsmaðurinn kemur rafcleitt af vígstöðvunum, og fylgir honum vopnagnýr oig vit firring. Hann kemiur eins og æð- andi stortnsveipur eða iðulaus sandfoylur, sem eyðir lífsgróðri og hverju sálarblómi. Hann raskar gjörsamlega ró þiessa farsæla heimilis og brýtur frek- iega friðhelgi þess. Majórinn er valdníðslan sjálf, yfirgangurinn dœmigerð- ur, sboðanakúgunin holdtekin, skilgetið afkvæmi blindra ein- hugsuða, sem tröllriðið hafa milljónuim tuttugustu aldar manna ,svo að þeir geta aldrei á heilum sér tekið, eða er hann ef til vill handbendi valda- mamna heims og hagspekinga þeirra og annarra skriffinna, sem eitra lífsloftið með fjöi- miðlun* og menguðum áróðri og beina hugsun f jöldans inn á eina braut og vilja einstaklings viðhorf og hverja sjálfstæða skioðun feiga. Pögrum hugsjón- um og háleikum markmiðum er hampað í blekkingaskyni einu saman. Stefnt er marbvíst að því að steypa alia í sama mót, gera þá að samsinnungum eða að jafn skynlausum skepnum Og nashyrningum. Majórinn drottnar yfir Tót-fjöiskyldunni eins og harð- stjóri. Allt skal lúta hans vilja, enda veit hann, að gestgjafar hans eiga það undir högg að sækja hjá honum, hvort .Túlli, sonur þeirra, verður hækkaður um það bil um hálft þrepímet orðastiga hersins. Fyrr en var- ir tekst majórnum að fieka konu Tóts og dóttur til fyigis við sig. Fjölskyldufaðirinn sjálfur þrjóskast við, en eftir langa mæðu tefcst þó majórn- um að gera hann að hálfgerð- um sinnskiptingi, sem vejt hvorki í þennan heim né ann- an. Og nú sikiptast á miklar vökur og ljót og langvarandi martröð. Atvikin haga því svo, að Tót rumiskar aftur við sér, hristir af sér sinnuieysið, og vaknar til fullrar vitundar um þá sví- virðulegu meðferð, sem hann hefur orðið að þola. Nú er mælirinn fuilur. Mannvirðingu hans hefur verið stórlega mis- boðið. Það hefur verið þrengt bvo að honum o'g hann þjakað- ur af trylltu ofrfki, að hann r£s upp undir lokin og myrð- ir ófreskjuna með böidu blóði. Nú getur hann aftur gengið •giaður og uppréttur, enda hef- ur bann endurheimí mannlega neisn sína. Er ekki boðskapur veriksins einmitt í þessu fólg- inn? Er ekki Örkény að gefa í skyn, að það sé þrátt fyrir allt á okfcar valdi að kveða niður þá drauga og djöfla, sem sitja um sáiu náungans og vilja hneppa hana í andlega ánauð með öllum þeim ráðum, sem nútimatælkni ræður yfir? Eggj ar höfundur ofckur ekki lög- eggjan tál að brjóta af okkur ofcið og lifa eins og menn? Það er kominn gestur er sam ið í hefðfoundnum afkára- stíl sem naumast getur talizt torræður lengur. Þetta er ekki sagt til að kasta rýrð á list- sköpun Istváns Örkénys, öðru nær. Efni leilksins er ekki að- eins áhuga- og íhugunarvert, heldur eru tölk höfundar á því og úrvinnsla svo meistaraleg að aðdáuna sætir. Orðlist Örkénys er ótvíræð. Orðaskipti ieikpersóna eru knöpp, hnit- miðuð og hrollfyndin. Per- sónusköpun Ungverjans er og óaðfinnanleg. Óhugnaður og gráglettni haldast hér í hend- ur, enda er skopskyn höfundar með ólíkindum. Um nákvæmni þýðingarinn ar getur sá, sem þetta ritai efckert sagt, en um hitt getur engum blandazt hugur, að Bríet Héðinsdóttir og Þor- st-einn Þorsteinsson hafa ís- lenzk eyru. Miálfar þeirra ber þess órælkt vitni. Deiktjöld Iváns Törölks eru vel unnin og ljá sviðinu framandi töfrafolæ og leikendum traustan balk- hjall. Eftir vinnulbrögðum Erlings E. Hali'dórssonar að dæma, ber ekki á öðru en bann hafi stað- izt frumraun sína eem leik- stjóri L. R. með prýði og unn- ið sviðlsetningarlegan sigur Stjórn hans er örugg, skilning- ur hans á verkefninu réttur, slkipan hans í hlutverfc farsæl og árangurinn eftir því, þ.e.a.s. glæsilegur. Þótt mér væri kunnwgt um, að Erlingur hefði langa reynslu að baki, vissi ég samt ekki, að hann væri svo vel verki farinn og raun ber vitni. Steindór Hjörleifsson lffifcur majórinn af eldliegum djöful- móði og fer hér fráfoærlega fram úr sjálfum sér og þakka skal honum það. Jón Aðils, Guðrún Steplhensen, Þórunn Sigurðard'óttir og Pétur Einars- son fara lfka á hreinum kost- um og eiga því líka fullar þakkir skildar, svo og aðrir leikendur í þessari sýninga, sem virðist næstum engra hóta vant. Þetta ern stór orð, en ég stend við þaa. Halldór Þorsteinsson. Árnesingakórinn Það er ekki vanalegt að sjá konur standa á konsertpalii og stjórna kór. en það gerði Þuríð ur Pálsdóttir, er hún laugardag- inn 18. þjm. stjórnaði Árnes- ingakórnU'm í Reykjavík er hélt samsöng í GamLa Bíói. — Kór Þuríðar er eikki margmennur, er henni er sýnt um að nýta og notffœra sér allt er m'á verða söngnum til feigurðarauka í upp bytggingu og túlkun. — Kórmeð limir sem eru tæplega 30 tals- ins eiga í ríkum mæi.i söng- gleði, og mikinn vilija á að gera vel og aðlaga sig ósk- um söngstjóra síms. — Það var kórnum mifcii og góð stoð að fá söngkonurnar Guðrúnu Tómasdóttur og Margréti Egg- ertsdóttur til liðs við söngfólk- ið, því auk þess að fara með einsöng, voru þær kórnum rétt nefndar mittarstoðir. Efnis- skrá voru bæði innlend og er- lend þjóðlög — amerósk laga- syrpa auk nofckurra laga eftir Árnesinga. Það sem bezt ein- kennir stjórn Þuríðar grund- valiast af naemri smekfcvísi og skiiningi hennar á túlkun smá- laga, sem henni tókst að gera að persónulegium einstafcling- um, en elkM einungis að röð af smálögum. — Hraðaval og dyna mik“ sem Ihún byggir upp af mákvæmni og alúð sköpuðu ótrú lega fjöllbreytni, og margvísleg blæforigði í söng kórsins. Það var ánægjulegt að heyra þjóð- iögin, ásamt lögum — frænda — afa og föður Þuríðar í ein- faidri umgjörð, en með músifc- ölskum undirtón. Um einsöngv arana, má segja að aulk þess að styrkja kórinn, mótaðist söngur þeirra af sannri smekfc- visi. — Píanóleifcari var Jónína Gísladóttir og stóð hún vel fyr- ir sínu. — Kór, stjórnanda og einsöngvurum barst blómahaf og fengu hinar beztu undirtekt ir . Unnur Arnórsdóttir. Sinfóníutónleikar Árnosingakórinn í æfingu Á fimmtándu tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar, sem fram fóru undir stjórn Bohdan Wodiczko, voru flutt tvö heldur óvenjuieg tónverk, en það voru „Hljómsveitin kynnir sig“ eftir B. Britten (1913) og skopþáttur fyrir einsöngvara og hljómsveit eftir Gimarosa (1749—1801). VerM Brittens er fróðlegt að kynnast, þvi jafnframt a® vera ofið yfir stef eftdr H. Purcell, má segja að það tali einslega til hvers hijóðfæris sveitarinn- ar, þvi hvert þeirra fær svo eigið stef tii að vinna úr og kynna sig. — Auk þess að vera fróðiegt er vei'kdð bráðskemmti- legt, og þrátt fyrir miklar ann- ir í hverjum hljóðfæraflokki, veitti hljómsveit og stjórnandi, áheyranda glögga og ágæta heildarmynd af hljómsveitar- kynningu Brittens. Cimarosa hinn ítalski var samtímamaður Mozart’s og ham hleypa við tónsmíðar. Óperur hans veru í tugatali og annað eftir því. Skopþátturian „Hljóm sveitarstjórinn“ fyrir bassaein- söng er grín, eins og bezt gerð- ist fyrir nær 200 árum, þegar aðaláherzlan var lögð á aðra hluti en nú. Engu að síður er þetta græskulaust gaman, sem vei var borgið í höndum Guð- mundar Jónssonar. Hljómsveit- arstjórann söng og lék Guð- mundur með myndugleik. Sam- ræmdi hann hóflega ýktan stjórnanda hijómmikilli bassa- röddu, en þó léttum söngstíl og greinilegum textaframburði í eigin þýðingu. Björn Ólafsson konsertmeist- ari var ábyrgur fyrir, raun- verulegri stjórn hljómsveítar- innar og ekki brást hann, með vel æfðum og léttum stíl í ald- aranda Cimarosa — Mozart’s tímans. Mikið er um endurtekn ingar í verkinu, og er á mörk- um að það standi undir slíku. Tónleikunum lauk sð 1. sinfóníunni eftir Beethoven. Þetta yfirlætislausa verk verð- ur oftar afskift í flutningi en t. d. sú þriðja og fimmta, og var því ánægjulegt að heyra hana í lokin. — Bohdan Wodi- czko stjórnaði verkinu, og í Framhald á bis. 12

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.