Tíminn - 07.05.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.05.1970, Blaðsíða 7
FBIMTUDAGm 7. maí 1970. Útg«fandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdasf.jóil' Kristján Benediktsson. Rttstjórar: Þórartnn Þórarinsson (áb). Andés Krlstj ánsson, Jón Helgason og Tónaos Karlsson. Auglýslngastjóifc Stetngrtmor Gíslason. Rltstjórnar- skrlfstofur i Edduhúsinn, simar 18300—18306. SkrifBtcOut Bankastræti 7 — AfgreiOslusími: 12323 Anglýsingaaámi: 19623. Aðrar sfcrifstofur sfmi 18300. Áakrtfargjald kr. 165.00 á máo- uði, Innamiands — í lausasðta kr. 10.00 eint. • Prentsm. Bdda hf. Stjórnarblöðin deila Deilur þær, sem hafa risið milli stjórnarflokkanna um afgreiðslu húsnæðismálafrumvarpsins, bregða upp glöggri mynd af þreyttri, ráðviltri og sundurþykkri rík- isstjóm. Deilurnar eru sprottnar af því, að báðir stjóm- arflokkamir finna, að meðferðin á húsnæðismálinu var ríkisstjórninni til háborinnar skammar. Þess vegna reyn- ir nú hver þeirra um sig, að kenna hinum um það, sem miður hefur farið, en eigna sér það, sem helzt er tál bóta. Það er meira en rétt, sem hefur verið sagt í Mbl., að undirbúningur málsins var fullkomlega misheppnað- ur og glöggt dæmi um það stjómleysi, sem einkennir opinbera meðferð á húsnæðismálum. Þar á það vafalaust veigamestan þátt, hvemig Húsnæðismálastofnuninni er stjómað. Að réttu lagi hafði húsnæðismálafrumvarpið átt að koma fram í þingbyrjun, en það birtist fyrst í þinglokin, þegar ráðherrar, sem mest hafa um málið fjallað, vom á föram til útlanda. Slíkt hefði þó síður komið að sök, ef málið hefði verið vel undirbúið, eins og ætla hefði mátt eftir iafnlangan meðgöngutíma. Frum- varpið reyndist hins vegar vera hreint hrófatildur, en við það bættist svo, að aðallausnin, sem rfldsstjómin hafði orðið sammála um til fjáröflunar, var að þjóð- nýta lífeyrissjóðina að verulegu leytl Það var svo ætlun rfldsstjómarinnar að afgreiða frumvarpið umræðulítið og athugunarlaust í flaustrinu, sem alltaf einkennir þing- lokin. Þau hefðu líka endalokin orðið, ef stjómarandstaðan hefði ekki bmgðizt hart við. Hún fékk öflugan stuðning hjá forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna. Þingmenn stjóm- arflokikanna treystu sér því ekki til að faliast á Þjóð- nýtingartillögur rödsstjómarinnar. Málið var því tekið á ný til athugunar, þjóðnýtingarákvæðið fellt niður og ýmsar endurbætur gerðar. Stjómarandstæðingar vildu ganga lengra til endurbóta, en þeir höfðu engu að síður unnið mikilvægan sigur, þar sem var niðurfelling þjóð- nýtingarákvæðisins. Öll málsmeðferð rfldsstjómarinnar var með þeim hætti, sem sízt skyldi vera. Hún sýnir að stjórnin kastar orðið höndum til hinna stærstu mála, vanrækir undir- húning þeirra, dregur bráðahirgðalausnir til síðustu stundar og ætlar svo að knýia fram í flaustri þinglok- anna stórfellda þjóðnýtingu, án þess að hafa sennilega gert sér nokkra grein fjrrir því um hve alvarlegt mál var þar að ræða. Slík vinnubrögð sýna, að stjómin er orðin svo sinnu- laus, úrræðalítil og sundurþykk, að hún er alls ófær txl að fást við þann vanda, sem bíður framundan á flestum sviðum Þjóðlífsins. Hún hefur öll einkenni hinnar upp- gefnu ríkisstjómar, sem kjósendur í öðrum lýðræðisríkj- um láta víkja, og grípa tii þess fyrsta tækifæri. 50 ár eru meira en nóg Það em nú liðin rétt 50 ár síðan íhaldsmenn fengu stjórn borgarmála Reykjavíkur í sínar hendur. Þeir hafa stjómað borginni samfleytt síðan. Núverandi borgar- stjóri er búinn að vera borgarstjóri á annan áratug eða álíka lengi og þeir ráðherrar, sem lengst hafa setið í núv. ríkistjórn og sýna orðið mest þreytumerki. Það er áreiðanlegt, að samfleytt stjórn eins og sama flokks í 50 ár er meira en nóg. í skjóli svo langrar stjórnar skapast margvíslegar óheppilegar venjur og starfshættir. Þeim verður ekki breytt af manni, sem er búinn að vera borgarstjóri á annan áratug og er orðiim samrunninn kerfinu. Það þarf ekki síður að verða breyt- ing á borgarstjóminni en ríkisstjóminni. . Þ.Þ. TÍMINN JAMES RESTON: Innrásin í Kambodiu veldur undrun og ugg í Washington Menn spyrja einkum um það, hvað sé að gerast í Hvíta húsinu SÚ ákvörðum Nixons forsefca alS senda hersvcitir inn í Kaimb odíu hefir breytt viðhorfum og vakið ugg hér í Washington, einkum þó framkvœmd ákvörð Iunarinnar. Hér er Cambodíu- æfintýrið sýnilega taJið valda meiri eriiðleábum Ibæði í innan lands- og utamríkismálum en aHt annað, sem rítoisstjórin Nix ons hefiir tekið sér fyrir hend- ur, enda kom átovörðunin beint í kjölfar bednn'ar Þátttöku Rússa í lofthernaði I löndunum fyrir botni Mðjarðarhafsins og sí- aukinnar áreitnistefnu Peking- manna í Suð-austur Ajsíu. S Þjóðin hafði áhyggjur af Viet nam-styrjöldinni fyrir nokkrum ■i vikum og þeim klofningi, sem hún veldur heima fyrir- Nú eru |i^ viöhori manna beiskju og reiði j blandin. Ástæðan er ekki fyrst j og fremst sú, að heiðarlega menn greinir á um líMegar af- i Jeiðingar þessarar nýjustu árár ar. ÁhrifamiMir menn í þing inu og jafnveJ meðaJ nánustu samstarfsmanna forsetans Iíta ■ svo á, að ákvörðunin um iim- rásina í Kambodiu hafi verið tekin í of miklum flýti og blekkiagum beitt við fram- kvæmdájna. AUGLJÓST er, af hverju þetta viðhorf er sprottdð. Fyrstu fréttirnar um innrás Suður-Viet namhers í Kambodíu með a@- stoð bandarískra ráðgjafa, flug hers og flutnin'galiðs, bárust ekki frá embættismönnum rík- isstjórnarinanr í Washington, heldur í tilkynningu frá vam- armáJaráðuneyti Suður-Vietnam í Saigon. Forsetinn eða utanrík- isnáðherrann staðfestu etoki þessa frétt, heldur aðstoðar- varnamálaráðherrann og blaða- fulltrúi í Hvita húsinu. Hin skyndilega innrás í Cam- bodiu virðist hafa komilð öllum á óvart niema óvinunum, og af þessiu leifBr, að Bandarlikja- menn brjóta ekfci fyrst og fremst heilann um, hvað sé að gerast í Indókína, heldur hvað sé að gerast í Hvíta húsdnu. Breyting er sýnilega orðin á. Fyrir nokkrum mánuðum talaði forsetinn um eininigu heima fyr ir, viðræður og samvinnu við þingið, samkomulag við komm- únista um takmörkun vigbúnað- ar, átökin i löndunum fyrir botni Mðjarðarhafsins og ðnn- ur alvarleg viðfangsefni. Upp á síðkastdð hefir forset- inn dregið í efa vald þingsins í dieildimii um tilnefningu hæsta réttardómara, snuprað róttæka menn í háskólunum og kallað þá „slæpingja“, ráðizt á miMls metna republikana eins og George D. Aiken öldungadeild- arþingmann frá Vermont, lýst yfir fyrir tíu dögum, að hilla tæki undir frið í Vietnam, en svo lætur hann hefja loffcárásir á Norður-Vietnam og ráðast inn í Kambodín, án þess að ráðgast um það við þingið og jafnvel án tilmæla frá ribisstjórninni í Kambodíu. ÞETTA hefir allt reitt fbúa höfuðborgarinnar til reiði á yf- irborðdnu, en undir niðtri eru þeir undranrii og uggandi. Þedr botna ekki í atburðarás- inni síðustu ttu daga og koma efcki auga á neinar eðlilegar skýringar á henni. Fyrir rúmri vitou var þeim sagt, að loksins sæist hilla undir frið í Viet- nam, Suður-Vietnamar væru að ná hernaðarlegum yfirráðum í landi sinra, nokkur hætta steðj- aði að vísu að í Laos og Kam- bodíu, en forsetinn væri þó það bjartsýnn, að hanm treysti sér tíl að fiytja 150 þúsund ber- menn frá Vietnam næstu fcólf mánuðd. Svo er þetfca allt gjörbreytt eftir rúma viku. Wjlliam P. Rogers utanríkisráðherra, sem almennt er talinn einhver hrein sMlnasti og raunsæasti ráðherr- aen í • ríkisstjórninni, hlýddi fyrra mánudag á utanríMsmála nefnd öldungadeildar þdngsins vara við aðstoð við Kambodíu- menn, jafnvel þó ekki væri nema með verulegum vopna- sendingum. Gale W. McGee öld- tingadeildarmaður frá Wyomimg var einj nefndarmaðurinn, sem mælti með vopnasendingum tíl Kambodíu. Tvimur dögum síð- ar var tilkynnt, — án þess að Rogers utanríkisráðherra hefði á nokkurn hátt gefið það í skyn, — að bandarískir herioringjar ætluðu að taba þátt í innrás hers Suður-Vietnama inn í Kambodiu. DAGINN eftir tilkynnti for- setínn, — án þess að hafa ráðg- azt um það við öldungadeildiria, — að hann ætíaði að senda bandiarísbar hersveitir inn i Kambodíu. Degi siðar var til- kynnt í Hanoi, að rúmlega 100 bandariskar sprengjuflugvélar hefðu gert loftávásdr á Norður- Vietnam. Fréttaritarar hér í Washington reyndu að afla sér upplýsinga um loftárásirnar, en hátt settur embættismaður í Hvíta húsinu bað þá að gera rík- isstjórninni ekki þann óleik að segja opinberlega frá árásunum í smáatriðum- Eitt atriði enn hefir ruglað almenning. Melvin R. Laird varnarmálaráðherra sendd Nor®- ur-Vietnömum þá orðsiendingu í opinberri tilkynningu, að ef þeir svöruðu sendingu banda- rískra hersveita inn í Kamb- odíu með innrás í Suður-Viet- nam yfir hlutlausa beltið myndi hann mæla með loftánásum á Norður-Vietnam.. Hugh Scott frá Pennsylvaníu, leiðtogi repu Mikana I öldungadeild þingsins, svaraði varnamálaráðherranum nálega um hæl með yfirlýsingu um, að ráðherrann hiefði gert þetta á eigin spýtur, en ekki veríð að gefa stefnuyfirlýsingra fyrír hönd ríkisstjórnarinnar. RÍKISSTJÓRNIN fól þeim Agnew varaforseta og Rogers utanrífcisráðherra að koma fram í sjónvarpi á sunnudag- inn vax og reyna að skýra gang mála að undanförnu, en hann hefir nokkuð verið raMnn hér að framan. Þeir neituðu því, að Rogens utanríkisráðherra hefði villt vísvitandi um fyrir utan- rikisnefnd öldungadeildar þings ins, og þeir ræddu áhrif Viet- nam-málsins á stjórnmálin inn an lands, en ræddu ekki vanda heimsstjórmnálanna. Nixon fomseti á við mikla erf iðleika að stríða. Stjórnmálaerj ur og efnahagsvandi hefir herj- að bæðí í Sovétríkjunum og Kína kommúnista, og leiðtogar þessara rikja keppa af miViHi ákefð um forustuna í heims- hluta kommúnista. Svo er að sjá sem Leonid I. Brezhneff leiðtoga kommúnistaflokks Sov étríkjanna hafi teMzt nýverið, með aðstoð rússneiska hersins, að ná yfirhöndinni í viðureign sinni við Aleksei N. Koygin for sætisráðherra. Hann tekur nú ákveðnari afstöðu en áður í deilunum í iöndunum fyrir botni Miðjaxðarhafsins. Mao for maður virðist hafa orðið ofaná í átökunum heima í Kína, og nú er hann að reyna að treysta stöðu sína í Suðaustur-Asíu. Ráðgjafar Nixons forseta halda fram, að hann hafi verið að bregðast við þessari þróun með ráðstöfunum í Kambodíu. FYRRA þriðjudag sagði Nix- on forseti meðal annars: „Ráð- izt er á smáþjóðir víða um heim, bæðj innanfrá og erlend- is frá. Ef máttugasta ríM heims, Bandaríkí NorSur-Ameríku, hegða sér eins og aumkunarleg ur og máttvana risi, þegar til skarar skríður, hljóta einræðis- og stjórnleyisiisöflin að ógnia frjálsum þjóðum og frjálsum stofnunum hvarvetna um heim. Þafð er etoki máttur okkar, sem nú reynir á til þrautar, heldur vilji okkar og manndómur." Óánægja manna stafar ekM fyrst og fremst af því, að þeir telji Nixon forseta skýra vand- an ranglega, en marga uggir, að hann bunni að vera að reyna að leysa hann á röngum stað. Hann hefir sýnilega sannfærzt um, — eins og Lyndon B. Johnson fyrirrennari hans áður, — að enn einn hernaðarsigur, — að Framhald á 11. síðu 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.