Tíminn - 07.05.1970, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.05.1970, Blaðsíða 11
■ qflnBTUPfrCPR 7. maf 1970. TÍMINN u ÞÚSUNDIR AUSTUR í SVEITIR í GÆR KJ-Reykjavík, fiinmtudag. Gífurlegur fjöldi fólks fór af höfuðborgarsvæðinu og austur í sveitir, ta að sjá gosið í Heklu í gærkvöldL Var talið að um 30 stórir áætlunarbflar hefðu fari'ð, og með þeim a.m.k. 1500 manns. Þá taldi lögreglan á Selfossi 136 bíla, sem fóru þar um á hálftíma frá hálf tíu til tíu. Er búinn að vera stanzlaus straumur bíla á leið austur frá því síðari hluta dags í gær, og enn voru bflar á leið austur eftir miðnættið. Hefur fólk ýmist farið upp í Gnúpverja- hrepp eða austur í Rangárvalla- sýslu, en þar sézt gosi'ð einna bezt frá Gunnarsholti eða þar uni kring. Engin óhöpp hafa orðið í þessum ferðalögum svo vitað sé. Innrásin Framhald af bls. 7 1 þessu sinmi í giriðlandi óvin- i‘ anna í Kambodíu, — muni i knýja óvinina til friSar- samminga. Andsitæðingax hans í ‘ stjórnmálum og ýmsir samherj- air hans álíta, að hann hafi þama á röngu að standa. Þeir óttast, að óvinirnir leiti athvarfs á nýjum stöðum í Kamhodfu, Laos eða jafnvél Kína, ef þeir \ verða hraktir úr stöðvum sín- l um í Kambodíu. Þeir óttast enn fremur, aið þess meira far, sem i forsetinn gerir sér um að kné j setja kommúnista nærri yfir- ráðasvæðí þeirra, þess betur j leggi þeir sig fram í baráttunni | og þess meiri vopn muni vald- j hafarnir í Moskvu leggja af 1 mörkum til þesis að koma í j veg fyrir ósigur kommúnista, — ekki hvað sízt þegar Nixon ' hefir skuldbundið sig til þess ' að hverfa á burt frá Vietnam með her Bandaríkjamanna. | ÞETTA eru meginágreinings- efhin hér í Washington og ; flokkana greinir á um þau inn- byrðis, og jafnvel ráðgjafa for- setans- Hann gerir ráð fyrir, að hernaðarsigur í hæli óvinanna í Kambodíu neyði þá til að fall ast á réttláta samningsiausn. Andstæðingar hans trúa þessu ekki og hafna þeirri skoðun hans, að ef þeir fallist ekki á innrás hans í Kambodíu „hljóti aflar aðrar þjóðir að líta svo á, að Bandarflán láti á sér standa þegar alvarleg hætta steðji að, þrátt fyrir hinn mikla mátt þeirra og auð.“ ^ Yfirleitt kemur mönnum sam an um, að leiðtogar kommún- istaveldanna knýji mjög fast á í Suður-Asíu og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins og mik ilvægt sé að gera sér þetta Ijóst. Ágreiningurinn snýst um, hvernig eigi að bregðast við og hvar, — og það er grundvallar- ágreiningur. Nixon forseti heldur fram, að snúast eigj til varna í Vietnam og Kambodíu. Hann virðist ætla að sanna sitt mál með þvi að bregða á það gamla ráð að snú ast í senn gegn kommúmstum, menntamönnum, háskólum, dag blöðum og sjónvarpi. Þetta veld ur meiri ágreiningi manna á meðal hér í höfuðborg Banda- ríkjanna en dæmi eru um síð- an á dögum Josephs R. McCarth ys öldungadeildarþingmanns. (Grein þessi birtist í The New York Times 4. þ. m.). . Ósvaldur Knudsen á leiS til austaste og nyrzta gígsins. Myndin er tekin í Sölvalirauni nokkuð austan við Búr- fellið. Ófærð og gjallsteinar einkenna leiðina. (Tímamynd Gunnar). SOS-bauja Framhald af bls. 24. Baujan er gerð úr saltvörðu áli og þyn-gd hennar er 24 kg., en grindarinnar 13 kg. Þó að bauj- unni, með áföstu loftneti, sé hent úr allt að 9 m. hæð í sjóinn á hún að (koma rétt nið ur í vatnið oig er þá fullvirik, os liggi hún í kafi í sjó, hefur það emgin áhrif á bœfni henn- ar. Þá virkar baujan eðlilega í hitastigi frá 10 gráðu hita til 50 gráðu kulda. Umboð fyrir bauju þessari hefur O Johnson og Kaaber h.f. Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3. ræddar vörutegundir hefði ekki verið búandi. Að breyta Alþýðu- flokknum Þá eyddi ráðherrann löng- um tíma í að útskýra fyrir funtlarmönnum, hvernig hann hefði smám saman verið að breyta Alþýðuflokknum og taldi sig hafa náð ótrúlegum árangri. Það hefði enginn trú- að því fyrir 15 árum t. d. að Alþýðuflokkurinn myndi standa að þeim ráðstöfunum 5 árum síðar er hann beitti sér fyrir við upphaf viðreisnartímabils- ins. Aðeins þrír af þingmönn- um flokksins væru nú fylgj- andi verðlagsákvæðum og það væri vegna þess að verkalýðs- foringjarnir i Alþýðuflokknum væru á móti þeim. Þessu svar- aði Guðmundur Garðarsson á þann veg, að Gylfi þyrfti ekki að óttast um að þcssir svo- kölluðu verkalýðsforingjar í Alþýðuflokknum myndu lengi verða stefnu formannsins til trafala, vegna þess að innan ör fárra ára yrðu alls engir verkalýðsforingjar til í Al- þýðuflokknum, þeir yrðu í öðrum flokkum. I En að lokum er svo rétt að spyrja Gylfa að því, hvort menn eigi yfirleit* að taka há- tíðlegar yfirlýsingar manna, sem telja sér þa'ð til sérstaks gildis að skipta um skoðun um ákveðin málefni a.m.k. einu sinni á ári? TK SELTJARNARNES Skrifstofa H-listans í Seltjarn- ari.eshreppi er að Miðbraut 21. sími 25639. Stuðningsmenn eru hvattir til að koma á skrifstofuna. G0S 0G ÖSKUFALL Framhald af bls. ? Til marks um hversu dimmt var í gærkvöldi, má nefna að héð an fóru menn að leggja grásleppu net nokkru fyrir miðnaatti, en þeir sáu ekkert til og urðu að hætta við allt saman. Hestar una illa öskulaginu og reika fram og aftur. Gamlir menn hér um slóðir segj ast ekki muna eftir slíku ösku falli 'hér, jafnvel ekki 1918. Þá var þáð mesta sem þeir mundu eftir, en sögðu það smámuni mið að við það sem nú er. Fé leitar heim Jónas Jónsson á Melum í Hrúta firði sagði í dag, að þar væri verulegt öskufall og allt orðið svart. Öll fjöll væru svört að sjá, þar sem áður sá ekki á dökkan díl — t. d. Kerlingafjöfl og Trölladyngja. Öll bök og gluggar voru þakin ösku í morgun. Ilann sagðist hafa látið út fé í imorgun, en það tolldi ekkert á. og sama er að segja um hrossin — þau rása bara fram og aftur. Síðdegis fór að rigna og er því vonazt til að öskulagið verði hvorki til skaða fyrir dýr né gróð- ur. Öskufallið var það mikið, að sporáði. Fiöll svört í Vestur-Húnavatnssýslu Sigurður Líndal á Lækjamóti í V-Húnavatnssýslu sagði allt svart þar í kring af ösku, og fjöllin grásvört. Virtist verulegt ösku fall hafa átt sér stað I allri Húna vatnssýslu. Bændur hefðu haldið fé inni í dag, en hross væru úti. Hins vegar þyrfti öskufall ið ekki að valda skaða á gróðri, ef eiturefni fylgdu ekki öskunni og væri það von manna. Sigurður sagði, að mjög sjald- gæft væri að aska félli í Húna vatnssýslum og t. d. 1918 hefði ekkert fallið að ráði, þótt aðeins hefði fundizt fyrir ösku þó. Sigurður sagði að askan hefði aðallega fallið milli kl. 12 og eitt í nótt. Fréttaritari Tímans á Blöndu ósi sagði, að aska og vikur frá gossvæðinu syðra hefði borizt þangað í nótt og í morgun hafi verið sKuggalegt urn að litast, gráleit slikja yfir öllu, og fjöll, serii áður voru hvít, orðin grá leit. Á graslendi. þar sem þurrt er, gætti gosefnanna ekki mikið, [ en mun meira þar sem blautara var. í vesturihluta héraðsins var greinilega dekkra umhorfs, og j vestur á Vatnsfjall að líta var I ógerlegt að greina hvar var snjór oig hvar ekki. Jörð var þar öll grásvört. í Svínadalsfjalli sást greinilega, að askan hefur dreg izt í skafla. Á miðnætti varð fyrst vart> við öskufall á Blönduósi, en þáð jókst síðan. Þar var þá sunnangola og var erfitt að horfa til suðurs fyr ir öskurykinu. Gangstéttarhellur á Blönduósi voru þaktar þunnu lagi af ösku og snjór er orðinn mjög dökkur. Skagastrandarfjöll in einnig. Engin aska sást í Stykkishólmi, Borgarnesi eða á Akureyri. Öskufall í Fornahvammi Frá Fonnahvammi var þa@ að frétta um hádegið, að allt væri þakið þunnu öskulagi og dimmt í 'lofti. Þegar fólk kom þar á fætur um kl. 7 í morgun, var snjór svartur, en komin rigning og ekki var vart við meira ösku fall. Skepnur voru settar út, en þær voru fljótlega hýstar aftur og verða hafðar inni fyrst um sinn. Fólk í Fornahvammi vakti til 3 í nótt, en fór ekki út, svo ekki er vitað, hvenær öskufallið byrj aði. Frá Hreðavatni bárust þær frétt ir, að þó nokkuð öskufall hefði verið í morgun. í gærkvöldi var svo mikið öskufall að Brú í Hrútafirði, að helzt líktist skaf renningi, þegar mest var. Holtavörðu'heiði er svört yfir að líta, að sögn vegagerðarmanna. Á Hreðavatni töldu menn varla ráðlegit að 'hleypa út fé í morgun. Krjúl í Bolungarvík, sagði í dag að öskufailið hefði rétt komið við þar. Setti hsnn skál út í gærkvöldi og í morgun var þunnt öskulag á henni. í dag var þungt yfir og mistur í iofti. Ekki minna en 1947 Guðni Kristinsson, hreppstjóri í Skarði, sagði síðdegis í dag, að gosið hefð' ekki breytzt neitt að sínu viti síðan í i.ó 'X og morgun. „pað hefur að minnsta kosti ekki innkað þar sem það byrjaði, og það rýkur mikið úr Suð-austur- öxlinni, en við sjáum ekki eld tungurnar fyrr en dimmt er orð ið.“ Guðni sagði, að aska hefði fall ið fram undir hádegi, en nú væri stytt upp og fcomið sólelrin. „Ef svona veður verður í kvöld,; sést þetta allt mjög vel. Það er ekki gott að gera sér grein fyrir, \ hvað gígarnir eru margir, það eru; að minnsta kosti þrír inni ái Landmannaafrétti (milli Skjól-! kvíar og Rauðuskálar) og svo röð, frá Axlargígnum í suðvestur. ; Guðni sagði, að sér fýndist gos ið ekki minna, en 1947 „og það er áreiðanlegt, að hraunið renn ur ekki minna núna“, sagði hann.; Sigurður Þórarinsson var að koma innan af afrétti um hádegið og hann sagði, að þar rynni hraun straumurinn í norður yfir gróið land með 8 metra hraða á mínútu og væri hraunbrúnin um, 4—8 metrar á hæð. Hraunið úr suð- vestur gígunum rennur hins veg ar allt yfir gamalt hraun. Þar hcfur hraunrennslið minnkað síð an í gærkvöldi. „En þetta var nú þannig 1947, að það dró úr, en svo æsti Hekla gamla sig aftur“, sagði Guðni að endingu. Mikil umferð hefur verið fyr ir austan í allan dag og gert er róð fyrir, að hún aukist mikið með kvöldinu. 4 virkir gfgir á nyrzta svæSinu . Sigurður Þórarinsson jarðfræð ingur var staddur á Hólum á há- degi og sagði svo frá: Þegax við komum að Galtalæk, gátum við áttað ofckur i legu eldstöðvanna og ákváðum að hægt var að komast næst að á bfl þ. e. iþeirrar sém er norðan í Heklu. Við fórum sem leið liggur inn yfir Rangárbotna og Sölva hraun. Á eftir okkur vom bílar með blaðamenn og jarðfræði stdemta. Auðbeyrt var inn undir eldstöðvarnar rétt norður af gíg, sem nefnist Rauðaskál. skanmt inn af Skjólkvíum. Þar voru fjór ir gígar virfcir og þó oinn mest ur með mjög háum hraunstrók um. Verulegt hraunrennsli var þarna, rann allhratt, um 10 m á mín., rann yfir snjóskafla og urðu allmiklar sprengingar og gufustrókiar í jaðlrinum, stórir mórauðir lækir, næstum ár, mynd- uðust á rnjög skömmum tíma. Við vorum komnir þarna inn eftir; rétt fyrir kl. 6. Veður var bjart en allhvasst. Hægt var að kom ast mjög nærri hrauninu. Vestar í hraunlnu er mflrið af grófum vikri. Síðan er samfellt vikurlag vestar í hrauninu um 3 cm á þykkt, en þegar kemur vestur í Tröllkonuhlaup, er lagið orðið um 10 cm þykkt og 2 !fcm vestar er 17—18 cm lag, en síðan þynnist lagið vestur. Þetta er á engan hátt sambæri legt við gosið ‘47. Rétt er að undirstrika, að gosið er ekki í hinum eiginlega Hekluhrygg, held ur sprungugos, sem er miklu lík ara Öskjugosinu 1961 og kannske merkilegast að þetta er á svo mörgum stöðum, hverjum fjarri öðrum og stefna milli gíganna er allt önnur en Heklusprungunnar, þessi stefna er rniklu líkari sprungunni miklu, sem myndaðist 1912 í jarðskjálftunum. Vikurinn er dökkur og má ætla að hann sé allbasískur, það gæti verið hætta á, að skepnur, sem beitt er á þetta land, fengju flúoreitrun eða gaddi. Bruni Fr. mhald af bls. 2. inn, en Fjóla brenndist á hönd um og andldti við slökkvistarfið. í Laufási eru tvœr íbúðir. Húsið er með steyptum útveggj- um, en innveggir eru úr timbrl og sömul&iðds loft. Skemmdust báðar íbúðirnar töluvert af eldi reyk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.