Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 6
6 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 27. maí 1970. FRÁ MERDI TIL MALCOLMS leiksvið innan þröngra veggja. Spennitreyja leiikformsins er Daivid Halliwell elcki of þröng- ur stalklkur eins og hún er Jó- hanni Sigarjónssyni. Höfundur Maleolms litla er vel veiiki farinn. Hvert orð, bver hlutar er á sínum stað. Hvert atvik og athöfn gerist á sínum tíma. Allt er í rökréttu samhengi. Svo frjór er huigur Halliwells og þjáll, að honum tekst næstum því að gæða dauða leikmuni lífi. Rúmið í vinnastofu Malcolms þjónar til að mynda þreföldam tilgangi. í fyrsta lagi er það auðvitað not- að sem hvíla, í öðru lagi sem grindverk og í þriðja lagi sem bíll. Úr blindrömmum er ekki aðeins búin til vitnastúka, held- ur lika stúka fyrir sakborning og svo mætti lengi telja. David Halliwell er fæddur leikhús- maður með óþrjótandi hug- myndaflug. Það sama verður ekki sagt um Jóhann Sigurjóns- son. Við nána íhugun gerist sá grunur nærgöngull, að persón- ur hans hafi aidrei staðið nægi- lega lifandd fyrir hugsteotssjón- um hans, er hann Skrifaði Mörð Valgarðsson. Og hér er komið að því meini, sem stendur flestum íslenzkum leilkhöfund- um sennilega mest fyrir þrif- um, þ. e. tilfinnanlegur skortur á framsýni eða með öðrum orð- um á þeim fágæta hæfileika að sjá fjrrir sér í anda leik- persónur sínar lifa lífi sínu eðlilega á leiksviði. Af þessu SviSsmynd Malcolm litli og barátta hans gegn geldingunum eftir David Halliwell Leikstjórn: Benedikt Árnason Þýðing: Ásthildur Egilson Leiktjöld: Birgir Engilberts Það liggja ekki gagnleiðir á milli Marðar Valgarðssonar og Maloolms litla. Það er hyldýpi staðfest á milli þessara tveggja sjónleikja, svo óskylt er efni þeiira, svo ólik úrvinnsla höfunda og tök þeirra á verk- efnum sínum. Annars vegar er glundroði en hins vegar hnít- miðun, annars vegar hálfgert fálm en hins vegar fagmennska, annars vegar þoka, hins vegar heiðríkja, annars vegar laus jarðvegur, hins vegar traustur grunnur, annars vegar hrófa- tildur, hins vegar rammgerð- bygging. JÓhann Sigurjónsson þekkir efcki takmarkanir sínar, enda berst hann fyrir veðrabrigðum skaps síns um víðan veg. David Halliwell haslar sér aftur á móti völl þegar í leitobyrjun. í stríðinu við geldingana eða í þessu sérkennilega manntafli sinu teflir enski höfundurinn við sjálfan sig af kunnáttu, hug kvæmni og „undirhyggju", ef svo gapalega má að orði kveða. Hann hefur augsýnilega hugsað sitt ráð og það rækilega áður en hann hófst handa. Það böggl ast ekki fyrir honum allar götur fram í miðjan leik hverj- um skuli falið aðalhlutverkið og hverjum aukahlutverkin. Það fer ekki á milli mála, að Malcolm litli er aðalpersónan og allar hinar persónur leiksins því aukapersónur, hversu veigamikil og stór sem hlutverk þeirra kunna annars að vera. Þessu til frek- ari áréttingar má t. d. benda á, að Hamlet í samnefndu leik- riti eftir Sihakespeare eða Jimmy Forter í Horfðu reiður um öxl eftir John Osborne eru jafn aðalpersónulega vaxnar og Maloolm litli í geldingastríðinu og það vitanlega með vilja og fullum ásetningi höfunda sinna. Er leikskáldið frá Laxamýri réðst í það stórræði að semja „harmleik“ upp úr Brennu- Njálssögu, var það áreiðanlega ætlun þess að vinna þar með sjálfstætt sköpunarverk. Árang urinn var reyndar ekki áreynslunnar verður, en það er önnur saga. Það sakar ekki að geta þess hér, leikmönnum til nauðsynlegrar glöggvunar, að það er gagnrýnandans m. a. að dæma um árangurinn af and- legri iðju höfunda, lifandi sem látinna. Það skiptir hann engu hvorum megin grænnar torfu þeir liggja. Þeim, sem hug hafa á að fjalla fræðilega um sjón- leikinn Mörð Valgarðsson er vinsamlega ráðlagt að dæma hann um fram allt af eigin verðleikum hans og forsendum en ekki að listgildi einihvers annars verks. Sjónleikurinn Mörður Valgarðsson og Brennu-Njálssaga er sitt hvað. Sjónleikur og skáldsaga er sitt hvað. Á þessu virðist aldrei nógsamlega hamrað. Eftir dómi gamals „fræðaþuls“, sem þykist kröftuglega til vamois segja, mætti ætla að Snorri Sturluson(!) væri ekki aðeins höfundur Njá-lssögu heldur ldka sjónlei'ksins, Marðar Valgarðs- sonar. Það væri mjög gagnlegt fyrir íslenzk leikskáld og leikhús- menn að bera saman Mörð og Malcolm, vegna þess að af þeim samaníburði mætti svo mifcinn lærdóm draga. Maloolm litli er ósvikið verk, sem lýtur sfcilyrðislaust öllum innri lög- málum leiksviðs og lagar sig fullkomlega eftir takmörk- um þess, en það gerir Mörður Valgarðsson efcki. Hann virðist í öllum sann- leika sagt vera miklu heldur saminn fyrir stóran leikvang undir beru lofti heldur en lítið leiðir,. að flest íslenzk ;.lpjkrit hafa fremur bóbmenntalegt gildi en leikbókmenntalegt. En snúum okkur aftur að Mal- oolm litla. David Halliwell kannar sjúka sál, se*n þjáist af „paranoia". Hvað er það eiginlega, kynni einhver að spyrja. Ég tek mér það bessaleyfi að láta aðalper- sónu leiksins, Scrawdyke, svara þeirri spurningu: „Para- noia, útskýrt á læknamáli sem sameiginlegt einkenni mikil- mennskubrjálæðis, ofsóknar- æðis, skorts ó hæfileikum til að endurgjalda jákvæðar til- finningar: ást, traust o.s.frv., óhæfni til að aðlagast um- hverfinu og allt, sem hvetur menn til að lifa í heimi ein- tómra hugaróra." En Halliwell einskorðar sig ekki aðeins við að rannsaka sjúkdóm Malcolms litla. heldur lýsir hann líka af vísindalegu vægðarleysi hversu auðveld- lega ósjálfstæðar, reikular og þrælslundaðar sálir ofurselja sio múgsefjun O'g heilaþvotti og vægja eða réttara sagt gefast upp fyrir þeim, sem vitið hafa skertara en viljann styrkari. Engum dylst, að fyrirmynd Mal- colms hlýtur að vera einræðis- herra nokkur, sem fyrir fáein- um áratugum vann mannkyni meira tjón en nokkur annar vitfirringur (yrr eða -íðar. Ölvaðir af veigum ímyndaðs valds vekja Malcolm litli og hundingjar hans ekki aðeins kaldan hroll heldur líka óstöðv andi hlátur, svo snilldarlega er óhugnaður og gamansemi sam- an slungin i þessu magn- þrungna meistaraverki Halli- wells, sem er þó ekki þrátt fyrir það að öllu leyti fuilkom- ið frekar en önnur mannanna verk. Á stöku stað eru t. d. ein- töl Maloolms fulllangdregin og staglsöm. Auk þess hefði boð- skapur verksins tvímælalaust getað haft almennari skírskot- un og víðtækari, hefði höfund- urinn ekki einbeitt sér að jafn einhliða lýsingu á einstöku sjúkdómstilfelli og raun er á. Þýðingin hefur bæði kosti og galla. Hún er bæði góð og slæm. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á handriti Ásthild- ar Egilson og eru þær fæstar til bóta og skulu hér tekin nokkur dæmi. Stöðva er t. d. breytt í stoppa, áformi í plan, höggva í „spæna“, hvað sem það merkir í þessu tilviii. (Höf undur ætlast reyndar til, að málveifcið sé eyðilagt með hamri en ekki með fótum eins og gert er á sýningu Þjóðleik- hússins og skiptir breytingin á eyðileggingaraðferðinni litlu máli, en lá þá ekki beint við að nota hér sagnorðið að sparka í stað „spæna“ og fara að ráðum Shakespeares og láta „athöfn samþýðast orð, og orð- ið athöfn" Sögnin að þora, sem stýrir réttu falli í handriti þýðandans, er látin stýra þágu- falli! Hvaða frambærilegum til gangi þjónar það? Og hvað í ósköpunum eru dúndrandi drellar? Spyr sá, sem ekki veit. Enska orðið „tom-tom“, sem látið er óþýtt, merkir indversk bumba. Þótt Þórhallur Sigurðsson sé ekki stórstigur maður, stígur hann satnt fyrstu stóru sporin sín á leiksviði Þjóðleikhússins eins og hann þekki þar hverja fjöl. Hlutverk hans er þess oðlis, að það gæti boðið heim ýkjum og hamsleysi, einkum þegar lítt reyndur leikari á hlua að máli, en það verður að segja Þórhalli til sjálfsagðs lofs, að hann hefur einlaegt á sér hemil og hóf og það meira að segja mitt í geðshrær inganna gráa leik. Auðsætt er, að Þórhallur Sigurðsson ber hita og þunga dagsins í þeim tryllta Hruna- dansi, sem stiginn er á svið- inu. Ætla mætti þvi, að sam- leikarar haas ættu fullt í fangi með að fylgja honum eftir í 'kastinu eða snúningnum, sem á honum er frá leiiksbyrjun til leiksloka, en þau ánægjulegu undur gerast, að Sigurður Sfcúlason, Gdsli Alfreðsson og . Hákon Waage standa aðalleik-' andanum fyllilega á sporið og , rata þannig á róttan mótleik, sem gerir allan snilldarmun-, inn. Hver þeirra á sdna glæsi- • stund, ef svo má að orði ikom- ast. Það er í sannleika sagt ógjörniagur að gera upp á milli þeirra og kveða á um ■ hvort kvennafarslýsing Gfeia sé listileigri heldiur en bostu- legur framburður Sigurðar í. vitnastúkunni eða þá brosleg eftiröpun Hákonar á Allard skólastjóra. Um frammistöðu Þórunnar Magnúsdóttur er þvd ' miður fátt lofsámlegt hægt að segja, enda er leikur hennar ■ allra tilþrifa og inniifunar' vant. 1 Leikstjórn Benedikts Árna-, sonar einkennist af smekkvísi Og hugkvæmni, naemu mati á : getu fjórmenninganna og síðast ' en ekki sízt af ást á viðfangs-' efninu. Mér segir svo hugur ' um, að yngstu leikendurnir hafi ekki farið erindisleysu í smiðju til hans. Það er misskilningur að á- lyfcta sem svo, að Mörður og; Malcolm eigi að sýna breiddina í leikritavali Þjóðleikihússins, ■ vegna þess að reynslan hefur margsannað, að tilviljunin er húsbóndinn á þvf mikla kær- leiksheimili. Um leið og ég hvet alla til ’ að sjá Malcolm litla, sfeora ég Idka á alla hvíta hrafna, sem álíta sig sjálfkjörna tll að flíka „gáfum“ sdnum fyrix al- menningi, að krunka nú einu sinni ærlega á menningarskjá þjóðarinnar. Halldór Þorsteinsson. óskast í eftirtaldar bifreiðir, er verða til sýnis föstudaginn 29. maí 1970, kl. 1—4, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7: Ford Galaxie fólksbifr., árg. 1966. Volvo Amazon, fólksbifr., árg. 1962 Volvo Duett, station, árg. 1963 Rambler American, árg. 1965. Ennfremur Skoda station, Willys jeppar, Land Rover, Chervolet sendiferðabifreiðir o.fl. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, sama dag kl. 5 e.h., að viðstöddum bjóð- endum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.