Tíminn - 27.05.1970, Blaðsíða 10
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 27. maí 1970.
Álítur Geir borgarstjóri að hálft brunamat sé nægjanlegt verS fyrir þessi hús?
FÓLK SEM ER ALLTAF AÐ BYGGJA
Um og eftir stríðsárin síðari
flutti margt fólk utan af landi hing
að til Reyk.iavíkur. Bretagullið
heillaði margan manninn.
Fljótlega eftir stríð varð þvií
vart við mikinn húsnæðisskort f
hðfuðlborginni. Allmargir fiuttu
inn í herskála, sem voru á váð og
dreif um bæinn — það þótti skárra
esn að leigja, þar sem leiga var há
á þessum árum og þurfti auk þess
oftast að greiða hana fyrirfram.
Inn með Suðuriandsbraut var
stórt herskálahverfi, óg hafði her-
inn haft þar herskóla. Fyrir ofan
þetta hverfi var stórt, óbyggt svæði
í slakkanum undir Háaleitinu.
Nokkrir aðilar fengu að flytja
þangað sumarbústaði.
Ekki leið á löngu þar til einhver
bað leyfis að byggja þarna íbúðar-
hús. Upp úr því eða á árunum 1949
til 1953, fór að myndast þarna
íbúðarhverfi, og fékk það nafoið
Henskólahvenfið.
Fólkið, sem þarna byggði, var
yfirleitt fátækt barnafólk, sem
vildi freista þess að eignast eigið
húsnæði í stað þess a@ búa í dýrri
leigu. Þetta fólk var fádæma dug-
légt og áræðið.
Þegar húseigendur í Herskóla-
hverfinu fónu að leita til bæjar-
yfirvalda um lán, var ekki hægt
að veita þeim lánin sökum þess, að
húsin höfðu ekki lóðaréttindi. Var
þá gripið til þess ráðs að veita lóð-
aréttindi til 10 ára. Þegar þau rétt
indi höfuð verið veitt, áttu húseig-
endurnir rétt á svokölluðu smáí-
búðarláni, sem var kr. 20.000,00 og
veitt til 10 ára.
Erfitt að byggja á þessu
svæði
Á þessu svæðí var mjög erfitt
að byggja. Stórgrýti var mikið, og
ryðja þurfti úr vegi ýmisskonar
mannvirkum frá dögum hernáms-
ins. Þá var all erfitt að fá bygging-
arefni á þessum dögum og knía
þurfti út fjárfestingarleyfi fyxir
öllum sköpuðum hlut. Ekki
þurftu bæjaryfirvöld að kosta
miklu til hverfisbúum til handa,
þar sem vatns- og skólpleiðslur
voru þarna frá dögum hemámsins,
og það sem á vantaðí lagði fólkið
sjálft
„Þetta var mjög enfitt“, — sagði
einn húseigendanoa, þegar ég bað
hann, að segja mér eitthvað frá
þessum dögum. — „Ég þuxfti að
láta aka 75 bílförmum af mold í
lóðina hjá mér. Einnig þurfti að
grafa fyrir skólpleiðslu og vatni,
og það gerði maður með handafl-
inu einu saman.
Síðan þurfti maður að fara
fleiri tugi ferða niður í bæ til að
fá fjárfestingarleyfi, svo hægt
væri að kaupa efoi, og upp úr
krafsinu hafði maður kannski nokk
ur fet af timbri eða einn til tvo
poka af sementi.
Síðan var flutt inn — ekkert
frágengið nema elcfhúsið og eitt
svefnherbergi.
Langt var í verzlun og strjálar
ferðir í bæinin á þessum árum.
Það er fyrst nú á síðustu árum,
að maður hefur verið að klána hús-
ið og koma sér upp bílskúr, garði
og þvílíku. Og þá, þegar maður
telur sig vera að komast yfir erfið
asta hjallann, þá vaknar maður við
það, að við eigum ekki fyrir fyrstu
útborgun í sæmilegri blokkaríbúð".
Rífa á húsin og greiSa
eigendum hálft brunamat!
Með árunum myndaðist þarna
allgott hverfi, og er taUð að á
þessu svæði hafi verið reist um
100 hús. Það var því erfitt fyrir
fólkið að trúa því, að rifa ætti
húsin þeirna, húsin, sem búið var
að leggja svona mikla vinnu í að
reisa. Stór hópur íbúanna taidi, að
hverfið yrði endursMpulagt t. d.
er taUð að Kleppsholtið hafi mynd
azt á svipaðan hátt og Herskóla-
hverfið.
Þegar 10 ára samningurinn var
útrunninn, var farið að tala við
borgaayfirvöld um framtíð hús- ] ust í því, að borgin bauðst tii að
anna. Svar borgarstjóra var, að kaupa húsin á hálfu brunamati.
þessi hús yrðu vel bætt Bráðlega fór að myndast þarna
I Ijés kom, að þær bætur fól-1 verksmiðjuhverfi og fari® var að
leggja nýjar götur. Já, það fór
ekki milli mála, að verið var að
hrekja fólkið burtu smátt og
smátt.
Þessi staður er kjörinn sem í-
bú'ðarhverfi. Þarna eru góð útsýn
og staðurinn orðinn miðsvæðis í
borginni.
En hvaða máli skiptir 500 manna
hópur alþýðufólks, þegar hinsveg-
ar er hópur ríkra iðnrekenda og
stórkaupmanna?
Eins og áður var sagt, bauð
borgarstjóri að greiða hálft bruna
mat fyrir húsin. Mundi borgar-
stjóri géra sig ánægðan með að
fá aðeins Vá hluta af heildarverð-
mæti eigna sinna við Suðuriands-
braut, ef þær hefðu verið teknar
eignarnámi?
Þarna eyddu menn beztu árum
æfi sinnar til að koma sér þaki
yfir höfuðið. Síðan, þegar menn
eru að verða nokkuð bjargálna,
byrjar allt upp á nýtt. Hefðu borg-
aryfirvöldin komið mannsæmandi
fram við þetta fólk, ætti það nú
fasteigmir upp á mörg hundruð
þúsund krónur.
Þetta sýnir vel gerðir íhaldsins
til alþýðunnar.
Sigmar B. Hauksson.
ÚR VERIKNIU
Fiskveiðiráðstefna
F.A.O.
Sunnudaginn 24. 5. 1970 var
sett í Háskólabíói ráðstefna F.
A.O. um tæknibúnað nútíma
fiskveiðiskipa.
Við setningu ráðstefnunnar
töluðu þeir Eggert G. Þorsteins
son og borgarstjórinn í Reykja
vík um mikilvægi sjávarútvegs
ins og þá ekki sízt hvað togara
útgerðin væri miikilvæg.
Meðal þess sem borgarstjór
inn sagði var hve mikinn
þátt togaraútgerðin hefði átt í
þvi að byggja Reykjavík. Taldi
hann að togaraútgerðin hefði í
rauninni gert það m'ögulegt að
búa því menningarlífi sem við
lifðum nú. Nú hvarflar það að
mamni hvort borgarstjórinn okk
ar hefur farið eftir þessari kenn
ingu sinni við rekstur borgar
innar. Árið 1958 voru í eigu
Bæjarútgerðar Reykjavíkur 8
togarar, en hvað eru þeir marg
ir nú? Togaraeign B.ÚiR. nú
eru 5 sMp, yngsta skipið 13
ára gamalt og ekki nein merki
þess að byggja eigi togara fyr
ir borgina á næstunni.
•
Hver hefur þáttur borgar-
stjórans verið í útgerðarmálum
í borginni? í stuttu máli er
hann sá, að skipin hafa yfír-
gefið Reykja ’k eins og sagt
er, að rottur yfirgefi sökkvandi
skip.
Einsdæmi mun það vera þar
sem byggja þarf á einni at-
vinnugrein, að ekki sé hugsað
um endurnýjun tækja svo ára
tugum skiptir.
SMp B. Ú. R. eru aú flest á
þrítugsaldrinum og sýnir það
gleggst hvað borgaryfirvöld
hugsa í samhandi við togaraút-
gerð, sem borgarstjórinn telur
þó svo mikinn aflgjafa í at-
vinnulífinu.
Nú fara kosningar brátt í
hönd, hvað hugsa menn að
gert verði eftir kosningarnar í
atvinnumálum Reykjavíkurborg
ar. EkM hafa þeir sem valizt
hafa í framboð hjá Sjálfstæðis
flokknum verið að lýsa því
yfir, að þeir ætli sér að stuðla
■ að togaraútgerð í Reykjavík,
heldur hafa verið fengnir menn
tU, sem ætla sér að gera stóra
hluti í íþróttamálum, í skóla-
málum, en fáir þeirra hafa rætt
af alvöru um það, hvaðan pen
ingar eigi að koma tíl að
standa undir íþróttahúsunum,
mér sýnist, að rétt væri, að
sjómenn sem vinna á tvær hend
ur hugsuðu sig vel um áður
en þeir gefa þeim meirihluta
í borgarstjórn, sem nú hefur
ríkt í háifa öld, atkvæði sitt.
Hvar eru sMpin hans Geirs?
Ingólfiu- Stefánsson
Vörubílstiórafélagið
Þróttur
tilkynnir
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiSsla
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmíður.
Bunkastræti 12.
Almennur félagsfundur verður haldinn í húsi fé-
lagsins, Borgartúni 33, fimmtudaginn 28. þ.m.
kl. 20,30 stundvíslega.
Fundarefni: I. Lagabreytingar
II. Önnur mál.
• Frumvarp af endurskoðun félagslaga liggur
frammi á skrifstofu félagsins.
Stjórnin.