Tíminn - 27.05.1970, Qupperneq 11

Tíminn - 27.05.1970, Qupperneq 11
MH>VIKtn>AGUR 27. maí 1970. TIMINN 11 Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3. eru vantalin. Ég hef því þurft að vera á alls konar snöpum eftir alls konar íhlaupi og við vikum til að draga fram lífið. Þetta eru kjörin, sem eru að sliga þjóðfélagið og mennina með lágu útsvörin og skattana, sem búa í einhýlishúsunum, aka í lúxusbifreiðunum og sigla með fjölskylduna tvisvar á ári og stunda laxveiði og hvfla sig með fjölskyldum sínum í lúx- us-sumarhúsum um helgar. Get ur ekki verið að það séu ein- hverjir aSrir en ég sem eru að sliga þjóðfélagið? spurði þessi verkamaður. Og getur þú sagt mér, hvemig f jölskyldumaður á að lifa af kaupinu minu, þeg- ar mér einhleypum tekst það ekki? TK Laxár-málið Framhald af bls. 1. Ekki hafi verið hafnar enn sama- inagumleitanir við þá mörgu bændur sem hér eiga hlut að máli. Þá segir í bréfinu, að þær virkj anir, sem þegar hafa verið fram- kvæmdar við Laxá, hafi valdið miklu tjóni á lendum bænda, á fiskgengd í ánni, möguleikum bænda til fiskræktunar í ánni o. fl. Tjón þetta hafi verið lengi að koma fram, m. a. vegna mis- rennslis, sem virkjunarmenn hafa valdið í þessari á, sem í eðli sínu er jafnrennslisá. Að lokum leg'gur Félag land- eigenda á Laxársvæðinu áherzlu á það í bréfi sínu til Laxárvirkj- unarstjóranr að þessi mál verði p.kki leyst ngma með sáttfýsi og skilningi á, hver sé aðstaða og lagalegur og siðferðilegur réttur þeirra. Væntir félagið þess, að Laxárvirkjunarstjórn hefji samn- inagviðræður við alla þá, sem hagsmuna sína og íslenzk nátt- úruverðmæti hafa að verja í þessu máli. Verkfall Framhald af bls. 1. kemur röðin að félögunum í Málm- og sikipasmíðasambandinu, en þar fara eftirtalin félög í verkfall: Félag járniðnaðarmanna í Reykja- vík, Félag bifvélavirkia, Félag bif reiðásmiða, Félag blikksmiða, Sveinafélag skipasmiða, Sveinafé- lag skipasmiða á Alkranesi, Sveina félaig málmiðnaðarmanna á Akra- nesi, Járniðnaðarmannafélag Ár- nessýslu, Sveinafélag jámiðnaðar manna í Vestmannaeyjum, Málm- og skipasmíðadeild Iðnaðarmanna félagis Suðurnesja, Sveinafélag málmiðnaðarmanna á Akureyri, Sveinafélag járniðnaðarmanna á Húsavík og í S-Þingeyjarsýslu og Málm- og sKipasmíðafélagið á Nes kaupstað. • Eftir helgina, eða þriðju- daginn 2. júní, hefst síðan verk- fall hjá verkalýðsfélöigunum á Suðurnesjum, og hjá afgreiðslu- stúlkum í mjólkurl og brauða- búðum. Þeir aðilar, sem ekki höfðu boðað verkfall í dag, voru fyrst og fremst sambök verzlunarmanna og félögin í byggingariðnaðinum, og era þetta fjölmennir hópar launþega. OPID BRÉF Opið bréf til allra þeirra mörgu vina okkar aldraða fólksins, sem skrifað hafa í blöðin, flutt mál sitt í útvarpi og á Alþingi í vet- ur um að bæta líðan og aðstöðu aldraðra síðustu æviárin. Öllu þessu marga fólki er ég þakklát- ur fyrir góðan hug til okkar, enda þótt þetta mál sé enganveg in nein nýlunda, því vel man ég fyrir mörgum áratugum, að mál þessi voru mjög til umræðu og ýmislegt síðan gert til úrbóta frá því, sem áður var. Sannast þar sem víðar, að orð eru til alls fyrst. Enda þótt margt hafi verið ið gert til úrbóta um líðan aldr- aðra frá því, sem ^ar upp úr síðustu aldamótum, þá er því nú svo farið, að þessi mál fylgja kynslóðunum áfram engu að síð- ur. Mannsævin hefur lengst mildð síðustu áratugina, Kemur þar margt til: Bættir lifnaðarhættir þjóðarinnar, sem fylgdu eftir hlýn andi veðráttu frá 1920. Breyttir og bættir stjórnar- og verzlunar- hættir og í kjölfar þess stórbætt og aukið mataræði fólksins til sjávar og sveita, þó einkum eftir 1930 að mjólkurframleiðslan marg faldaðist í Iandinu og neyzlan fylgdi auðvitað þar á eftir. Auk þessa bætt hreinlæti og klæðnað- ur og síðast en ekki sízt stórauk- in og bætt læknisþjónusta við almenning, þar sem til koma vel lærðir læknar og fjölgandi sjúkra hús, sem fólk getur leit- að til og fengið fót meina sinna í bráð og lengd í stað þess, að áð- ur fjyrr dó margt þetta fólk á miðjum aldri og losnaði þannig við að lifa sem gamalmenni. Enda þótt allt þetta hafi gerzt, er ennþá ógert sumt, sem væri öldruðum mikil nauðsyn. Bendi ég þar á hagkvæmt húsnæði á því tímabili frá því að það legg- ur niður aknenn störf aldurs vegna, upp úr 70 ára aldri og á meðan það getur séð um sig LOFTNET SLITNAR Á VATNS- ENDAHÆÐ KJ—Reykjanbík, þriðjudag. Skömmu eftir hádegið í dag, slitnaði loftnet við útvarpsstöð- ina á Vatnsendahæð, og vegna: mik illar veðurhæðar þar efra í dag, var ekkj hægt að gera við loftnet- ið. Var svo enn um kvöldmat- arleytið, en útvarpað var á örbylgj um eins og venjulega. sjálft. Margt af þessu fólki þráir að vera útaf fyrir sig í lítilli ibúð og hugsa um og hafa ofanaf fyr- ir sér meðan það getur. Ekkert er þessu aldraða fólki hollara og eðlilegra en að eyða timanum í að dútla við að hugsa um sitt litla aðsetur og halda því og sjálfu sér hreinu og án vöntunar á daglegum nauðsynjum. Þetta er líka aðstandendum ánægjulegra og stórum ódýrara en hælisrekst- ur þar, sem keypt vinnuafl er not- að til allra hluta, sem gera iþarf. Þarna er vinna gamla fólksins nokkurs virði á meðan það getur sjálft séð um sig og mun ég rök- styðja þáð með nokkrum tölum hér á eftir. Þegar ég var 73 ára og kona mín 71 Vz árs, drógum við okkur að mestu út af vettvangi starfsins enda vinnuþrekið á þrotum eftir nál. 60 ára erfiðisvinnu. Síðan höf um við dvalið í lítilli en góðrí íbúð og líður þar vel' eftir bví, sem um getur verið að ræða fyrir fólk á okkar aldri og með aðstoð okkar góðu lækna. Þessi ár hefi ég haldið glöggan kostnaðar- og reikning yfir heimilishaldið. Háfa þessir reikningar hækkað ár frá ári að krónutölu alveg í réttu hlutfalli _við lækkandi verðgildi peninga. Árið 1969 var reikningur heimilisins þannig: 1. Keypt efni í mat og drykk kr. 37.947.00. 2. Upphitun (hitaveita) kr. 3.100.00. 3. Rafmagn kr. 2.945.00. 4. Hreinlætitvörur kr. 2.418.00. 5. Fatnaður og skór kr. 10.846.00. 6. Méðöl og læknishjálp ,(sem sjúkrasaml. gr. ekki) kr. 5.173.00. 7. Viðhald á íbúð kr. 2.634.00. 8. Til félags- og styrktarmála kr. 2.409.00. 9. Blöð og ritföng kr. 3.138.00. 10. Skattar kr. 3.923.00. 11. Keyptar bækur kr. 4.870.00. 12. Keyptir hlutir til viðhalds innanstokks !kr. 3.247.00. 13. Útvarpsafnotagjald kr. 900,00 14. Skemmtanir kr. 260.00. Samtals kr. 83.815.00. Reiknuð húsaleiga 9% af kr. 600 þús. í íbúð kr. 54.000.00. Kostnaður við heimilishald sam- tals kr. 137.815.00. Til frádráttar ellilífeyrir 1969 kr. 77.484.00. Mismunur kr. 60.331.00. Ef við hefðum dvalið á 'hæli þetta ár, hefði það að lfkindum kostað 1.450.00 kr. á dag fyrir okkur bæði eða kr. 529.250.00 yf- ir árið. Mismunurinn á einu ári er því kr. 391,435,00. Sést þá glöggt hvers virði það er, að aldr- aðir hafi aðstöðu til þess að hugsa um sig sjálfir á meðan hægt er. Þessi mismunur fer m. ö. o. til þess að greiða starfsfólki elliheim- ilanna laun þess svo sem verðugt er og sjálfsagt þegar gamla fólk ið getur ekki lengur séð um sig sjálft. Kostnað þennan greiðir rikið og sveitarfélög. geri ein- staklingarnir það ekki beinlínis sjálfir. Það virðist því skynsam- leg fjárfesting að byggja litlar íbúðir fyrir aldraða fólkið þar sem það getur dvalið í eigin um- sjá á meðan getan endist. Síðan eigi þetta fólk kost á hælisvist og viðeigandi umönnun eftir því, sem hver og einn þarfnast. Þetta er það, sem ég vildi biðja ykkur mörgu vini okkar aldraða fólksins að athuga og úr að bæta, ef þið eigið áhuga og getu til þess. Gefið okkur kost á hentugu húsnæði þar, sem við getum hugs- að ttm okkur sjálf á meðan ellin er okkur ekki of þung til þess. Til gamans fylgir þessum lín- um riss af þess konar húsnæði, sem um er rætt. Á sumardaginn fyrsta 1970. S.t. Freyjugötu 26, Sauðárkróki. Hróbjartur Jónasson, Hamri. Félags- og menningarstarf fyrir atvinnulaust skólafólk Gjaldið Framhald af bls. 3. Þjóðleibhúsið hefur nú sýnt fimm leikrit eftir þennan öndveg- is höfund og auk þess hefur eitt leikrit eftir hann verið sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur. ÖIl hafa þessi leikrit orðið mjög vinsæl hjá leikhúsgestum. Leikendur í Gjaldinu eru að- eins fjórir, en þeir eru: Rúrik Haraldsson. Róbert Arnfinnsson, Valur Gíslason og Herdís Þor- valdsdóttir. Segja má að Þjóðleik húsið tefli þarna fram fjórum af sínum beztu og vinsælustu leikur- um. Leikstjóri er Gísli Halldórs- son og hefur hann hlotið frábæra dóma fyrir leikstjórn sína á þess- um leik. A aMsherjarfundi Hagsmunasam taka skólafótk s. 1. laugardag, 23. maí 1970, var ákveðið að hefja und irbúning að félags- og menningar starfssemi í sumar, og þá fyrst og fremst fyrir atviimulaust skóla fólk. Samþykkt var tillaga að bréfi til menntamálaráðuneytisins og annarra viðkomandi skólayfirvaldia, þar sem farið mun fram á, að þau leyfi skólafólki afnot af húsnæði Miðbæjarskólans eða öðru hentugu húsnæði eftir samkomulagi, er not að verði sem miðstöð slíkrar starf semi. Ljóst er ,að fjölmennur hópur framhaldsskólaneme'nda mun hafa lítið fyrir stafni að minnsta kosti framan af sumri. Fyrirsjáanlegt er töluvert atvinnuleysi meðal skóla- fólks, og verkföll eru yfirvofandi. Varla verður í efa dregið gildi þess fyrir atvinunlausa nemendur að þeir fái tækifæri til að byggja sjálfir upp sitt eigið félags- og menningarlif í sumar, og jafnvel einhverja iræðslustarfssemi I sam starfi vi® viðeigandi aðila. Hagsmunasamtök skólafólks eru eini sameigmlegi vettvangur allra framhaldsskólanemenda, og h-afa því ákveðið að hafa forgöngu að þessari starfssemi í samráði við fé- lög og Múbba í skólunum. Samtök in telja Miðbæjarskólann hentug asta húsnæðið, þótt annað komi til greina eftir samkomulagi, en það þarf að vera miðsvæðis og hafa bæði stóran sal og stofur til kvöldvöku- og fundahalda, tóm- stundastarfs o. s. frv. Samtökin hafá ennfremur í hyggju að hafa þarna miðstöð fyrir vinnumiðlun. I þeirri sannfæringu ,að yfirvöld verði jákvæð við þessari beiðni, munu samtökin þegar í stað hefja undirbúning að þessari starfssemi og_ að því flytjia inn í Miðbæjar skólann og hefja hana 1. júnf. Á fundinum á laugardaginn var ákveðið að boða til aðalfundar Hiagsmunaisamtakanna fjmmtudgs- kvöld 28. maí í Lindarbæ, Lindarg. 9 (uppi), en dagskrá hans verður auglýst á morgun með fréttatil- kynningu. (Fréttatilkymning). PIERPONT ÚR Fjölbreytt úrval Vatnsþétt — höggvarin — Póstsendum. Magnús Ásmundsson Úra- og skartgripaverzlun In®ólfsstræti 3. Síml 17884. MALVERK Gott úrval. Afborgunar- kjör. Vöruskipti. — Um- . boðssala. ; Gamlar bækur og antik- vörur. Önnumst innrömmun mál- verka. MÁLVERKASALAN mGÖTU 3. Simi 17602. Laugavegi 38 og Vestmannaeyjum Sundbolir og bikini f kven- og telpastærðum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.