Tíminn - 27.06.1970, Qupperneq 9
lATGARDAGUR 27. jání 1970.
TIMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Pramtovæmdastiári: Knistján Benedikteson. Hitstj órar: Þórarinn
Þórairinfison (áb), Andrós Kristjánæoin, Jón Helgiason og Tómas
Kantsson. Aiuiglýsingastjóiri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnar-
skrifstofur í Edduhúsinn, símair 18300—18306. Skrifstofur
Banfcastræti 7 — Afigreiðslu®íimi 10323. Auglýsinigasími 19523.
Aðnar sikriifstofur simi 18300. Ásfcriftargjald kr. 165,00 á mánuði,
innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eimt. Prentsm. Edda hf.
Fundur norrænna
rithöfunda
Á ársfundi Norræna rithöfundaráðsins, seni haldinn
var 1 Reykjavík fyrir nokkrum dögum, kom fram stuðn-
ingur við þá hugmynd íslenzkra rithöfunda, að komið
verði á fót norrænni þýðingarmiðstöð, sem sjái um þýð-
ingar á fjórum bókum frá hverju Norðurlandanna ár
hvert. Hugmynd þessi kom fyrst fram á þingi rithöfunda
á s.l. hausti. Eysteinn Jónsson flutti síðan tillögu þar um
á síðasta fundi Norðurlandaráðs, en í henni felst, að
þýðingarmiðstöðin starfi í tengslum við norrænt bók-
menntaráð og hljóti styrk úr Norræna menningarsjóðn-
um. Ársfundurinn skoraði á Norðurlandaráð, að sam-
þykkja þessa tillögu og auðveldar slíkur samhugur nor-
rænna rithöfunda framgang málsins.
Á ársfundinum fóru fram umræður um afkomu rit-
höfunda, og koma enn í ljós, hversu kjör rithöfunda hér á
landi eru mun lakari en í Skandinavíu.
Það má ekki gleymast að ein af skyldum menningar-
þjóðfélags er að búa vel að listamönnum sínum, ekki
í orði heldur á borði. Halldór Laxness sagði í ræðu
sinni á Listahátíðinni, að svo mikið væri víða skrifað og
skrafað um list, að kjarni hlutanna — listsköpunin sjálf
— kynni jafnvel að gleymast.
Þess er hollt að minnast, ekki bara þegar haldin er
Listahátíð, heldur ávallt, að kjarni hlutanna — list-
sköpunin — má ekki gleymast, og að sá kjarni getur
aldrei verið sterkur, nema vel sé búið að listamönnum
þjóðarinnar, svo að þeir geti helgað sig list sinni.
Dubcek
Samkvæmt seinustu fregnum frá Tékkóslóvakíu, hef-
ur Dubcek, fyrrv. foringi kommúnista, verið sviptur
embætti sínu sem sendiherra í Ankara. Því er jafnframt
spáð, að hann verði rekinn úr kommúnistaflokknum.
Það vita allir, að hin nýja ófrelsisöld, sem nú er
hafin í Tékkóslóvakíu, er ekki runnin undan rótum
Tékka sjálfra. Það er rússneskt hervald, sem hefur
þvingað þá til þess. Með því hafa valdhafar Rússa fótum
troðið kenningar sínar um friðsamlega sambúð milli
þjóða, sem er m.a. fólgin í því, að ríki blandi sér ekki
í innanríkismál hvers annars. Ofbeldisverk Rússa í
Tékkóslóvakíu munu ekki gleymast, þótt Dubcek verði
alveg þokað til hliðar, og frelsishugur Tékka mun lifa,
þótt, hann hafi verið fjötraður af erlendu herveldi að
sinni.
Rangfærslur Mbl.
Mbl. heldur áfram þeirri ósannindaiðju sinni, að
Tíminn hafi krafizt þess, að ríkisstjórnin svipti verka-
lýðsfélögin og atvinnurekendur samningsrétti. Þetta er
algjör tilbúningur og sýnir glöggt hve óheiðarlegt og
ósannsögult Mbl. er í málflutningi sínum. Það, sem
Tíminn hefur gert, er að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir
að beita sér ekki fyrir sáttum, án verkfalla, eftir að
henni var orðið ljóst, samkvæmt frásögn forsætisráð-
herra, hver lausnin yrði. í stað þess virðist ríkisstjómin
þvert á móti hafa reynt að spilla fyrir samningum, sbr.
Hagráðsfundinn og seinustu útreikninga sérfræðinga
hennar um afkomu atvinnuveganna. Þetta er ný sönnun
þess, hve óhæf og óþolandi ríkisstjómin er orðin, því
að það er frumskylda hverrar stjórnar að vinna að
sáttum í kaupdeilum og stuðla þannig að vinnufriði- Þ.Þ.
VADIM ARDATOVSKI, APN:
Hvað eiga forráðamenn Rússa
við með friðsamlegri sambúð?
Samkeppni hugmyndakerfanna þarf ekki að útiloka hana.
ÞAÐ ER EKKI langt síðan
að hugtakið „friðsamleg sam-
búð“ var nýjung í heimsblöðun-
um. Nú erum við öll orðin vön
þessu hugtaki í umræðu uim al-
þjóðamál. En hvað táknar það
— bæði í kenningu og fram-
kvæmd?
Vladimir Lenín, stofnandi
sovézka ríkisins setti fyrst
fram meginreglur um friðsam-
lega sambúð ríkja með mis-
munandi þjóðfélagsbyggingu.
Vegna hinnar mismunandi þró-
unar í kapítalistískum löndum
komst hann að þeirri niður-
stöðu, að sósíalismi mundi fyrst
sigra í einu landi, eða nokkr-
um löndum. Af þessu leiðir
hlublæg nauðsyn þess að mis-
munandi lífshættir og mismun-
andi kerfi eignaréttar séu sam-
tímis við 'lýði á jörðinni.
Á alþjóðaráðstefnu í Genúa
árið 1922 setti formaður
sovézku sendinefndarinnar, G.
Tsjitsjerin fram þessar megin-
reglur opinberlega af hálfu
sovézku ríkisstjórnarinnar.
(Hann talaði um nauðsyn þess
að samtímis væru uppi ríki með
mismunandi eignaréttarkeffi)
Þessar meginreglur hafa stöð-
ugt verið, og eru enn, grundvall
aratriði í utanríkisstefnu Sovét-
ríkjanna.
Samkvæmt meginreglum
friðsamlegrar sambúðar er
stríði afneitáð sem tæki til að
leysa úr deilumálum milli ríkja,
gert er ráð fyrir því að full-
veldi og landfræðileg heild
allra ríkja sé virt út í æsar,
ríki blandj sér ekki í innan-
landsmál hvers annars og viður-
kenndur er réttur hverrar
þjóðar til að leysa öll vandamál
sín sjálf. Öll lönd eiga að geta
þróazt á grundveMi fullkom-
ins jafnréttis og gagnkvæmra
hagsmuna á sviðum vísinda,
viðskipta og menningar.
EF VIÐ snúum okkur að sögu
Sovétríkjanna, sjáum við að al-
veg frá upphafi hins nýja þjóð-
félags átti það við að etja
hvers konar tilraunir — á sviði
hernaðar, stjórnmála og efna-
hagslífs, til þess að gera Rúss-
land aftur að „landi eins og hin
eru öll.“ En lífið hefur sýnt
fram á það að sögulegri þróun
verður ekki snúið aftur við og
sósíalismi sem þjóðfélagskerfi
hefur treystst í sessi. Viðurkenn
ing annarra ríkja á Sovétríkjun
um, sem kom smám saman, og
fyrstu viðskiptasamningarnir —
þetta voru fyrstu skrefin í fram
kvæmd friðsamlegrar sambúð-
ar.
Árás Þýzkalands á Sovétrikin
var tilraun til að snúa blaðir.u
við, strika út meginreglurnar
um friðsamlega sambúð. Þegar
við rifjum upp þau markmið
sem nazistar settu sér er þeir
hófu „drang naeh osten“ sjáum
við að fyrir utan landafýkn og
ákveðin verkefni í kynþáttamál-
um, leituðust þeir einnig við að
útrýma sósíalisma sean þjóð-
skipulagi. Öllum er kunnugt
hvernig það fór. Og ein af þeim
ályktunum er af þessu má draga
VADIM ARDATOVSKÍ, fæddist
árið 1926 i borginnl Kasan við
Volgu. Hann hefur starfað sem
blaðamaður frá árinu 1948, fyrst
við Moskvuútvarpið og dagblað-
ið „Sovétskaja Rossía". Síðastlið-
in tíu ár hefur hann starfað hjá
rússnesku fréttastofunni APN.
Vadím Ardatovskí hefur sér-
hæff sig í alþjóðamálum og ut-
anríkisstefnu Sovétríkjanna.
Hann hefur komið til rúmlega
tuttugu landa í Evrópu, Asíu,
Afríku og Ameriku, og verlð
fréttaritarl á nokkrum allsherj-
arþingum SÞ og öðrum mikilvæg.
um alþjóðafundum.
Greinar Ardatovskís eru birtar
f blöðum i 40 löndum og hefur
hann fasta þætti í mörgum blöð-
um. Tíminn mun öðru hvoru
birta greinar eftir hann til að
sýna, hvernig Rússar túlka málin
á alþjóðlegum vettvangi.
er sú, að eini vaOjkosturinn við
friðsamil. sambúð var og verður
heimsstyrjöld, sem engin heil-
brigður vill, en ef til vil ein-
hverjir geðbilaðir menn.
ÓHJÁKVÆMILEGT skilyrði
fyrir friðsamlegri sambúð er
að friður ríki milli austurs og
vesturs. Þess vegna leggja Sovét
ríkin sig fram um að binda
enda á vígbúnaðarkapphlaupið,
og ná samkomuiagi um afneit-
un á valdbeitingu í samskiptum
þjóða og koma smám saman á
kjarnorku afvopnun og allsherj
ar afvopnun og uppræta þannig
með rótum möguleika á nýjum
alheims átökum.
En friðsamleg sambúð er ekki
aðeins fráhvarf frá stríði. Hún
gerir ráð fyrir því — eins og
áður hefur verið getið — að
alhliða samvinna takist milli
íúkja, þó þau hafi valið sér mis-
munandi þróunarleiðir. Sið-
menning á vorum dögum er
komin á slíkt stig að ekkert
land, né hópur landa, getur
dregið sig í híði sitt. En hivern-
ig eru samskipti landa í reynd?
ÉG MINNIST fyrst á verzlun
arviðskipti. Efnahagssamskipti
Sovétrikjanna við lönd er búa
við annað þjóðskipulag fer vax-
andi me® hverju árinu. Fyrstu
sex viðskiptavinir þeirra í hópi
kapitalistískra ríkja eru ítalía,
Bretland, Finnland, Vestur-
Þýzkaland, Frakkland og Japan.
Það er tiltölulega stutt síðan
tilbúin bönn, sem sett voru
upp innan ramma Nato, töfðu
þróun viðskipta við nokkur af
þessum löndum. Við munum
öll eftir heldur leiðinlegu at-
viki, þegar Vestur-Þýzkaland
gekk — augsýnilega vegna
þrýstings frá Bandaríkjunum —
frá samningi sem gerður hafði
verið um sölu á stórum pípum
til Sovétríkjanna. En hver tap
aði á þessu? Aðeins iðnjöfrar
í Vestur-Þýzkalandi. Vegna þess
aið Japan var ekki seint á sér
að bjóða svona pipur, jó og
sjálf Sovétríkin neyddust til að
auka framleiðslu sína á þeim.
Þörfinni, sem þá var á þessum
pípum, var fullnægt. En núna
þegar Rússland vinnur að fram-
kvænid griðarmikilla áætlana
um vinnslu og flutning á olíu
og gasi, hafa verið gerðir stórir
samningar um sölu á pípum við
einmitt Vestur-Þýzkaland og
Ítalíu. í staðinn fá þessi lönd i
umsamið magn af gasi frá Sovét
ríkjunum.
Samningar hafa verið undir- i
ritaðir vi@ frönsk, ítölsk og
vestur-þýzk fyrirtæki um sölu
á hvers konar útbúnaði í verk-
smiðjur til Sovétríkjanna.
Dæmi um þessi viðskipti er
uppbygging ítalska fyrirtækis-
ins FIAT á bílaverksmiðju í
sovézku borginni Togliatti við
Volgu.
Finnland á mun meiri við- ||
skipti við Sovétríkin en ýmis H
stærri ríki í Vestur-Evrópu. a
Það yrði langur listi að telja !
upp allar vörur sem Finnland í
og Sovétríkin skiptast á. Pant-
anir Sovétríkjanna á finnskum
vörum hafa auk annars áhrif á
vandamál atvinnuleysisins. Það
eyðir áhrifum af bakfóilum á
vestrænum mörkuðum á finnskt
efnahagslíf hve þessir viðskipta
samningar eru gerðir til langs
tíma.
Við sjáum hvernig lífið sjálft
skapar traust efnahagstengsl
milli Austur- og Vestur-Evrópu.
Og það eru hugmyndir Leníns
um friðsamlega sambúð í fram-
kvæmd. jj
FRIÐSAMLEG sambúð eykst
einnig í vísindalegri samvinnu.
Þannig vinna til dæmis Sovét-
ríkin og Frakkland að lausn
margra vandamála varðandi
eðlis- og orkufræði og rannsókn
ir á himingeimnum. Sovézkar
rannsóknar- og menntastofnan-
ir skiptast á upplýsingum um
árangur sinn við samsvarandi
stofnanir á vesturlöndum og
einnig á vísindamönnum til sam
eiginlegra starfa vi@ rannsókn-
ir. Hvert raunverulegt dæmi
slíkra samskipta spara mann-
kyninu bæði vinnuafl og fé við
Pramhald á bts 14. '
m im niiiiiiii iMn nnf i|ij