Tíminn - 11.07.1970, Page 10
10
TIMINN
LAUGARDAGUR 11. júlí 1970.
FULLT TUNGL
Eftir P G Wodehouse
36
ursonur gamla vinar míns Chet
Tiptons. . .
— Það eruð þér búnir að seg.ia
mér. . .
— Og ég neita algerlegu að
hórfa aðgerðarlaus á frænda Chet
Tiptons eyðileggja framtíðina og
láta ónotuð gullin tækifæri til að
öðlast haming.iuna, af tómum
klaufaskap, þar sem ég get með
örfáum orðum komið öllu í lag,
hlustið nú á mig væni minn, pað
er óþarft að við séum að leika
skollaleik, þér elskið Veroniku
frænku mína. — Tipton hrökk við
eins og hann hefði allt í einu
fengið óþolandi kvalir, fyrst datt
honum í hug að ncita þessari
staðhæfingu eindregið, en um leið
og hann opnaði munninn varð
honum litið á myndina í tímarit-
inu og hann starði á hið fagra and-
lit sem blasti við sjónum, að vísu
var þetta bara ' tnynd. en honum
fannst sem hann sæi siálfa fyrir-
myndina méð rós j munninum.
svo hann gat ekki sagt eitt ein-
asta orð, þess í stað var eins og
honum svelgdist á, eins og bolabít,
sem brjósk stendur í, og Gally
klappaði föðurlega á herðar hans
og sagði:
— Auðvitað elskið þér hona,
bað þarf ekki að ræða þá hlið
málsins, þér elskið hana óskap-
lega, allt nágrennið talar um ást
yðar, en því í ósköpunum hagið
þér yður svona furðulega?
—Hvað meinið þér? hvernig
furðulegá? spurði Tipton, í veikri
sjálfsvörn.
— Þér vitið vel hvað ég á við,
margur mundi segja að þér væruð
að leika yður að stúlkunni, sagði
Gally og vildi engar vífilengjur. ,
hafa.
Leika mér að henni? sagði i
Tipton undrandi.
— Já, leika yður að henni, og
þér vitið vel hvernig heiðarlegir
menn líta á svoleiðis háttalag. oft
heyrði ég Chet frænda yðar fara
ómildum orðum um menn sem
fóru þannig að ráði sínu. sagði
Gally og var fastmæltur. ..Til
fjandans með Chet frænda“, var
næstum hrotið út úr Tipton. en
hann sá þann grænstan að halda
sig við efnið og sagði því:
— Jæja, ég held að megi alveg
eins segja að hún sé að leika sér
að mér, fyrst gefur hún mér und-
ir fótinn og svo byrjar hún gamla
herbragðið. eins og hver önnur
Jezebel, og fer að leika tveim j
skjöldum. |
— Meinið þér ekki Delíu?
-— Kannski, sagði Tipton. hann
var ekki viss. að vísu var Gally
það ekki heldur, en sagði þó:
— Ég held að það hafi verið
Jezebel sem hundarnir átu.
—En viðbjóðslegt. sagði Tip-
ton.
— Já, það heíur ekki verið
skemmtilegt og hlýtur að hafa ver-
ið fjári sárt, — samþykkt Galiy
og nú varð svipur hans strangleg-
i ur um leið og hann sagði: — En
I það sem máli skiptir er að þér
eruð að bera frænku mjna alvar-
! legum sökum, hvað meinið þér
j með þessu orðalagi. „gamla her-
! bragðið?'*
— Ég nieina að hún sé að láta
mig hlaupa f hringi.'
— Ég skil yður ekki.
— Jæja, hvað munduð þér
segja ef stúlka léti alla sjá að
hún teldi yður bláeygða dreng-
inn sinn, og þér kæmuð svo að
henni í keleríi á bekkjum, með
skíthæl eins og Fredtjie. — Nú
varð Gally alvarlega hneykslaður,
hann sagði:
— í faðmlögum á bekkjum
með Freddie?
— Já, ég sá þau, hann var að
kyssa hana og hún var að gráta.
hann meira að segja kyssti hana
meira en góðu hófi gegnir.
— Hvenær var þetta?
— í gær. — Nú skildi hinn
æruverði Galahad aiit, enda átti
hann gott með að leggja saman
tvo og tvo, hann spurði:
—Var þetta áður eða eftir að
þér svikust um að hitta hana á
bak við alparunnana?
—Á efiir, — sagði Tipton og
gleymdi að loka munninum, hann
gapti eins og sæljón sem bíður
eftir öðrum fiski, svo sagði hann:
— Ó, haldið þér að hún hafi ver-
ið að gráta þess vegna?
— Auðvitað, góði minn, þér er
uð heimsmaður og vitið þvi full-
vel að þér gctið ckki gengib um
og beðið stúlkur að hitta yður a
bak við alparunna og svikizt svo
um að k.oma án þess að særa við-
kvæmar tilfinningar þeirra inn í
kviku, nú skilur maður samheng-
ið. þegar Veronika grípur í tómt
á bak við alparunnana. ba slagar
hún auðvitað að næsta bekk og
grætur biturlega, Freddie gengur
svo framhjá henni grátándi . oCT
kyssir hana eins og hver annar
frændi.
— Eins og frændi, haldið bér
að það hafi verið svoleiðis?
— Áreiðanlega. þetta hefur
hann gert af tómri frændsend
þau hafa þekkzt alla ævina.
— Já. fólk kallaði hana litlu
kærustuna hans, — sagði Tipton
þunglyndislega
—Hver sagði yður það?
—Emsworth jarl, — sagði Tip-
ton. Gally skellti í góm og sagði:
— En góði minn, eitt af því
fyrsta sem þér verðið að læra, ef
þér ætlið að halda vitinu hér í
Blandingskastala er að taka ekk-
ert alvarl&ga af því sem Clarence
bróðir minn segir, hann hefur
talað tómt rugl í næstum sextiu
ár. aldrei hef ég. heyrt nokkurn
mann kalla Veroniku litlu kærust
una hans Freddies.
.— Hann var þó einu sinni trú-
lofaður henni.
— Nú vorum við það ekki aii-
ir? ég meina náttúrulega ekki trú
lofaðir Veroniku, heldur ein-
hverri. voruð þér það ekki sjálf-
ur?
—Jú auðvitað, ég h^ verið trú
lofaður svona sex sinnum —
neyddist Tipton til að játa.
— Og þessi augnabliksskot
hafa enga þýðingu fvrir yður
núna, eða hvað?'
— Augnabliks hvað?
— Ó, sleppum því. ég meina
að yður er fjárans sama um þess-
ar stúlkur núna. — sagði Gally.
— Ég mundi nú kannski ekki
segja fjárans sama. . .Það var til
dæmis ein sem heitir Doris Jimp-
son . . jú ef til vill. . . jú mér
er fjárans sama um þær allar. —
sagði Tipfon íhugandi.
— Einmitt, jæja. barna sjáið
þér þér þurfið ekki að hafa
áhvggjur af Freddie. honum byk-
ir vænt um konuna sína. — Nú
kom vonarsvipur á andlitið á Tip
ton og hann spurði:
— Haldið þér það?
— Auðvitað. h.jónaband þeirra
er fullkomlega hamingjusamt,
þau eru alltaí að sýna hvort öðru
ástarhót.
— Hó, — sagði Tipton og var
hugsi um stund. svo sagði hann:
— Auðvitað, frændur eru alltaf
að kyssa frænkur sínar. eða er
bað ekki?
— Þeir eru einmitt alltaf að
bví.
— Og það er engin meiniag á
bak við það?
— Ekki hin minnsta, en segið
mér góði minn, hvers vegna mætt
uð þér ekki á alparunnamótið?
spurði Gally, sem fannst að því
fyrr sem það mál lægi Ijóst fyrir
því fyrr mundi þessi málfundur
bera árangur.
— Ja, það er nú löng saga, —
sagði Tipton.
Það kom ekki oft fyrir að hinn
æruverði Galahbad, varð að dást að
skarpskyggni og gáfum Freddies
bróðursonar síns, sem hann hafði
taiið hálfvita frá blautu barns-
beini, en það gerði hann á þess-
ari stundu og stöðugt i ríkari
mæli, eftir því sem á leið sögu
Tiptons. Freddie hafði áreiðan-
lega haft iög að mæla, er hann
taldi óráð að láta svínið inn í
svefnherbergi Tiptons Plimsoll,
svo vel þekkti Gally til manna
sem séð höfðu sýnir, hann hafði
kynnst mörgum slíkum á langri
og svallsamri ævi í höfuðborginni
og vissi því vel hvað þessir menn
voru viðkvæmir og fljótir að
grípa til flöskunnar til að slaka
á spennunni. Um það sem Tip-
ton var að l.júka við söguna var
Gally orðinn mjög álvarlegur á
svipinn, hann sagði:
— Ég skil, og andlitið gægðist
á yður út úr runnanum?
—Ekki nóg með að það gægð-
ist, það gaf mér 'svona frekar
glettnisfullt hornauga og ég held
helzt að það hafi sagt „hí“ sagði
Tipton, sem vildi hafa allt á
hreinu.
— Höfðuð þér gefið andlitirm
tilefni til þessa athæfis?
— Ja, ég fékk mér smásopa úr
pelanum.
—Aha. hafið hér þennan pela
hérna hjá yður?
— Já, hann er þarna í skúff-
unni.
Hinn æruverði Galahad leit
efablandinn á skúffuna og sagði:
— Væri ekki bezt fyrir yður að
ég geymdi pelann fyrir yður?
Tipton b.eit á vörina. Honum
fannst þessi uppástunga eins og
drukknandi manni væri boðið
er laugardagur 11. júlí
— Nabor og Felix
Tungl í hásuðri kl. 19,14
Árdegisháflæöi í Rvík kl. 0,51
HEILSUGÆZIA
Slökkviliðií sjúkrabifretðir.
Sjúkrabifreið I Hafnarflrði
síma 51336.
fyr. “ ykjavík »g Kópavog
síml 11100
Slysavarðstofan I Borgarspitalanuin
er opin allan sólarhringinn. Að
eins móttaka slasaðra Slml
8181t.
Kópavogs-Apótek og Keflavfkur
Apótek erc optn vtrka daga kl
9—19 langardaga kL 9—14 helea
daga kl. 13—15
Almennar uppiýsingar um læfcn*
þjónustu 1 trorginiu ern getnai
símsvara læknafélags Reykjavtk
ur, simi 13888.
Fc garhe "ð i Kópavogl.
Hlfðarvegi 40, stml 42644.
Eópavogs-apótek og Keflavlkur
apótek eru opln vtrka daga fcl. >■
—19 laugardaga kt 9—14, helgl
daga tcL 13—10.
Apótek Hafnarfjarðar er opið alla
virka daga frá X. »—7 é taugar
dögutn fcl 9—2 og á sunnudögum
og öðrum helgidögum et rpið i.a
kl 't—-»
Tannlæknavakl er ' Hei.suvernd
arstöðinni Cþai sem slysavarð
stofan var) og er opim laugardag?
og sunnudaga Id 5—8 e. h. Sími
22411
Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka i
Reykjavík, vikuna 11.7—17.7. ann
ast Apótek Austurbæjar og Garðs
Apótek.
Næturvörzlu í Keflavík 11.7. og 12.
7 annast Guðjón Klemenzson.
Næturvörzlu í Keflavík 13. og 14.7.
annast Kjartan Ólafsson.
i
FLUGÁÆTLANIR ~
Loftleiðir h. f.
Þorfinnur karlsefni er væntanlegur
frá NY kl. 07.30. Fer til Luxem-
borgar kl. 08.15. Er væntanlegur
til baka frá Luxemborg kl. 1630.
Fer til NY kl. 19.00.
Eiríkur rauði er væntanlegur frá
NY kl. 0430. Fer til Luxemborgar
kl. 05.15. Er væntanlegur til baka
kl. 14.30. Fer til NY kl. 15.15.
Leifur Eiríksson er .væntanlec
ur frá NY kl. 08.30. Fer til Oslóa’
Gautaborgar og Kaupm.h. kl
09.30. Er væntanlegur til baka k:
00.30 Fer til NY kl 01.30.
Snorri Þorfinnsson er væntanleg
ur frá NY kl. 09.00. Fer til Lux-
emborgar kl. 0945. Er.væntanleg-
ur til baka frá Luxemborg kl. 18.
00. Fer til NY kl. 19-00.
SIGLINGAR
Skipaútgcrð ríkisins.
Hekla er á Austfjai'ðahöfnum á
suður leið- Herjólfur fer til Vest-
mannaeyja n. k. mánudag kl. 21.
00 Herðubreið fer n. k þrið.iudag
vestur um land ti! Kópasker.s Bald
ur lestar á þriðjudag til Breiðafj.-
hafna
KIRKJAN
Laugarneskirkja.
Messa kl. 11. Séra Garðar Svavars-
son.
Dómkirkjan.
Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns.
Hallgrímskirkja.
Messa kl. 11. Dr. Jakob Jónsson
Grensásprestakall.
Messa í Safnaðarheimilinu jMiðbæ
kl. ll. Felix Ólafsson.
Bútsaðapreslakall.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju^kl.
10.30. Fermd verður Rósa Margret
Cerisano, Árhvammi, Rafstöð.
Séra Ólafur Skúlason.
Hafnarfjarðarkirkja.
Messa kl. 10.30. Séra Garðar Þor-
steinsson.
Háteigskirkja.
Messa kl. 11. Séra Arngrímur Jóns
son. Daglegar kvöldbænir eru í
kirkjunni kl. 6.30. Séra Arngrímur
Jónsson.
i.angholtsprestakall.
Guachiónustá kl 10.30. Séra Sig.
i Guðjónsson.
Vegaþjónusta FÍB, helginga
11. — 12. júlí 1970.
FÍB Þingvellir, Laugarvatn.
FÍB 2 Hellisheiði, Ölfus, Grímsnes
Flói.
FÍB 3 Akureyri og nágrenni
FÍB 4 Hvalfjörður-
FÍB 5 Út frá Akranesi (krana- og
viðgerðabifreið)
FIB 6 Út frá Reykjavík (krana-
og viðgerðabifreið)
FJB 8 Árnessýsla (upplýsinga- og
aðstoðarbifreið)
FÍB 11 Borgarfjörður.
Skyndiaðstoö verður veitt á
svæði Fáks við Skógarhóla.
Ef óskað er eftir aðstoð vega
þjónustubifreiða veitir Gufunes-
radíó, sími 22384, beiðnum um að
stoð viðtöku.
Orlof hafnfirzkra húsmæðra
verður að Laugum í Dalasýslu 31.
júií — 10. ágúst.
Tekið verður á móti umsóknum
á skrifstofu verkakvennafélagsins
Framtíðin, Alþýðuhúsinu .rnánu-
daginn 13. júlí kl. 8,30 — 10 e. h.
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS hf.
é laugardag 11. 7
1. Hreppar — Laxárgljúfur kl. 14.
2. Þórsmörk kl. 14.
Sumarleyfisferðir;
11—19. júlí Austurland
11.—23. júlí Suðausturland
14.—23. júlí Vesturland
14.—19. júli Kjfilur — Sprengis.
16,—23. júli Öræfi — Skaftafell
16.—29. júlí Hornstrandir.
Ferðafélag íslands, Öldugötu 3,
símar 19533 — 11798.
Tónabær — Tónabær — Tónabær
Félagsstarf eldri borgara.
Mánudaginn 13. júlí verður farið
í Sædýrasafnið í Hafnarfirði. Þátt
takendur eru vinsamlegast beðnir
um að hafa með sér nesti, því áætl
að er a@ hafa viðkomu í Hellis-
gerði og drekka þar kaffi, ef veð
ur leyfir.
Lagt verður af stað frá Austur-
velli kl. 2. — Þátttökugjald kr.
175. Aðgangur í Sædýrasafnið er
innifalið. '
Uppl. í síma 18800 frá kl. 10—
12 f. h.
7 Z 1 V 5
, ■
1 i 1 1 o
n ■ ■
n 1 1
É r m
.
Larétt: 1 Mánuður 5 Fugl 7
Eiturloft 9 Keyra 11 Burt 12
Keyrði 13 Óhreinka 15 Gróða 16
mann 18 Stöng.
Krossgáta
Nr. 578
Lóðrétt: 1 Dýr 2 Op 3
Klukka 4 Æða 6 Gljáber 8
Sigað 10 Drykkur 14 Dýr-
15 Rödd 17 Spil.
Ráðning á gátu no. 577:
Lárétt: 1 ísland 5 Ála 7
Fæð 9 Man 11 Ið 12 Me 13
Sal 15 Tif 16 Ýta 18 Óséður
Lóðrétt: 1 ísfisk 2 Láð i
A1 4 Nam 6 Hnefar 8 Æðs
10 Ami 14 Lýs 16 Tað 17
T*.
4