Tíminn - 11.07.1970, Page 16
Tjaldið á miðrl myndinni var v«l hælað niður, auk þess sem steinar voru bundnir í stögin, og jafnvel beizlin voru notuð til að halda tjaldlnu á jörðinni. (Tímam. Gunnar)
Stórum og miklum dómpalli
hefur verið komið fyrir í Skóg
arhólum, og má segja að hann
hafi bjargað miklu, því þangað
var hægt að flýja undan veðr-
inu.
Mjög vel var búið í
haginn fyrir þetta Landsmót,
og er vonandi að sem flestir
geti notið þeirrar skipulagning-
ar og miklu vinnu, sem búið er
að leggja af mörkum í því sam
bandi. Er því ekki að efa að
margir munu leggja íeið sína í
Skógarhóla nú um helgina, enda
mun þar margur fagur gripur
tölta um völl, og vekja aðdáun
áhorfenda.
Salermshusið a Skogarholamótinu stóðst ekki hið mikla rok, sem varþar í fyrrinótt og lá á hliðinni í gærmorgun, eins og myndin sýnir.
Dagskrá mótsins er mjög fjö]
breytt, og margt þar um ný-
mæli.
Búizt við miklum mannfjölda
KJ-Reykjavík, föstudag.
Skógarhóiamótinu var frestað að miklum hluta í dag,
en á morgun er ráðgert að setja mótið, og láta það fara
fram samkvæmt áætlun, enda er veðurspá mun hag-
stæðari fyrir laugardaginn en hún var í gær. Ekki verð-
ur annað sagt, en ömurlegt hafi verið a ð koma austur
í Skógarhóla í morgun, þegar aðeins á að gizka einn
fjórði af tjöldunum, sem reist hafa verið þar undanfarna
daga, stóð uppi, og mikið af fólki var flúið af staðnum.
Birgðatjaldið var fokið ofan af gosdrykkjakössunum, þótt það hafi
verið ramlega hælað nlður.
Fréttamaöur Tímans hafði
tal af nokkrum mótsgesta,
sem voru á staðnum í morg-
un,' og báru sig allir vel, enda
ekki veðrið svo slæmt, að vel
gallaður maður í góðu tjaldi,
gæti hafzt við. Hafa líka
H '"" A- rt r
gangnamenn lent stundum í
öðru eins á haustin.
Mótsgestirnir sögðu að jörð
hefði gránað á tjaldstæðunum
í nótt, og um morguninn var
snjór niður undir tjöldin
á Skógarhólum. Þetta verður
sem þarna gerði, er ekki ósvip
að veðrinu sem varð eina nótt-
ina á Hólum í Hjaltadal, er
Landsmót hestamanna var hald
ið þar síðast. Töluðu mótsgest
ir um það að svo virtist
sem þetta væru einhver álög
á landsmótum hestamanna, aS
þar gerði vitlaust veður ein~
hverja nóttina. sem mótið
stæði yfir.
Hjalti Jósefsson frá Hrafna-
gili í Eyjafirði var að huga að
nýföllnu tjaldi sínu er Tíma-
menn bar þar að. Hjalti sagði
að hann hefði komið í hópi
hestamanna norðan úr Eyja-
firði, og hefiðu þeir verið með
30 hesta og farið Grímstungu-
heiði. Hjalti sagði að þeir hefðu
verið fimm daga á leiðinni, og
allt gengið vel. Hálf vont veð-
ur hefði gert strax á miðviku-
daginn, er þeir voru á leið suð
ur, og hámarki hefði veðrið svo
náð í nótt, en er við ræddum
við hann var farið að lægja og
rofa til.
Millilandaflug 25 ára -- sjá bls. 8