Tíminn - 14.07.1970, Page 1

Tíminn - 14.07.1970, Page 1
 SAMVINNUBANKINH mmm 154. tbl. — ÞriSjudagur 14. júlí 1970. — 54. árg._ Ahranesí CrundamfirM Patrcksjirðl fyiuðúrkróhi E&íflUÍfc Kvpasherl Sr+ðvarjlrðf Kejlavík Hajnarjírdl Reykjavik SAMVIKN UBAMKfífN (Tímamynd—Gunnar) Ílll Hópreið á hestamannamótinu á Skógarhólum. Vel heppnaö mót í Skógarhðlum EB-Reykjavík, mánudag. ic Um áttaleytið í gærkvöldi lauk landsmóti hcstamanna að Skógarhólum, er hófst á miðviku dagsmorguninn. Alls munu um 10 þúsund manns hafa komið á mót- tð, en í gær voru þar yfir 6 þús- und manns. ic Fór mótið yfirleitt vel fram, þótt óveðrið aðfaranótt föstudags ylli töluverðum erfiðleikum og röskun á dagskrá mótsins. ic Nokkuð bar á ölvun á föstu- dagskvöldið og laugardaginn, og mikil ölvun var á mótinu aðfara- nótt sunnudags, en ekki mun það þó hafa valdið teljandi erfiðleik- um, og lítið um slagsmál og slys- farir. ---- Á laugardaginn var m.a. sölusýn ing hrossa. >á var sýning á kyn- bótahryssum,. stóðhestum oo klár- hestum með tölti. Þá voru kapp- reiðar síðdegis á laugardaginn, keppt var í milliriðlum og brokki. Kl. 9 á laugardagskvöldið var svo kvöldvaka fyrir þá gesti mótsins, sem ekki fóru á dansleiki, haldna í Minni-Borg í Grímsnesi og Aratungu. Margt var til skemmt- unar á kvöldvökunni, upplestur, söngur, hljóðfærasláttur o.s.frv. Var sæmilegt veður á laugardag- inn, þótt hann rigndi við og við. I sólskini á sunnudagsmorgun- inn hélt svo dagskrá mótsins áfram, og var fyrst sýnt úrval kynbótahrossa og verðlaun af- hent. Eftir hádegið voru hópreið- ar, riðu félagar úr hestamanna- félögunum á hestum sínum um völlinn i litríkum skikkjum og öðrum einkennisklæðnaði. >á var helgistund með séra Árna Pálssyni frá Söðúlsholti á Snæ- fellsnesi. Lúðrasveit Selfoss lék síðan og þá sýndi Ragnheiður Steingrímsdóttir og nemendur hennar listir sínar á hestum i úrhellisrigningu, sem þó stóð að- eins skamma stund. >ví næst var sýnt úrval gæðinga, og verð- laun afhent. Síðan hófst keppni í síðara hlaupi skeiðsins og þá var úrslitakeppnin í kappreiðunum. Að lokum sleit Sveinbjörn Dag- finnsson mótinu, og hafði þá dag- Framhaid a bls. 14 Þorsteinn a Vatnsleysu stjornar s óng Lán til námsmanna aukin næsta skólaár EJ—Reykjavík,- mánudag. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvarðanir um fjárveitingatil- lögur til Lánasjóðs ísl. náms manna 1971 og er ákvörðunin tekin nú til þess að lánsmönn um verði kunn væntanleg láns aðstoð sjóðsins tímanlega fyrir haustið og jafnframt þar sem ákveðið er að greiða hluta námslána og styrkja við upp- haf skólaárs í haust, en til þessa hafa lánin ekki verið afgreidd fyrr en eftir miðjan vetur. I frétt frá menntamálaráðu neytinu segir, að námslán séu verulega aukin auk þess sem nú sé enginn munur á því, hvort um nám heima eða er- lendis er að ræða. , Lánahlutfall af svonefndri „umframfjárþörf“ (mismun heildarnámskostnaðar og eigin tekjuöflunar námsmanna, bæði atvinnutekna og styrkja), hækk ar nú og verður 1971 sem hér segir: Á 1. og 2. ári 60%. á 3. og 4. ári 65%, á 5. ári 70%, á 6. ári 80% og á 7. ári 90%. Engin breytitíg er á hlutfallinu síðustu þrjú ár námsins- í fréttinni segir, að til að anna námslánum i samræmi við þetta þurfi fjárráðstöfun lánasjóðsins að vaxa úr 86 milljónum 1970 í 134,9 milljón ir á næsta ári. Hefut ríkisstjórn in ákveðið að beita sér fyrir því, að þessi fjárveiting fáist. Þá verður svoköiluðum „stór- um styrkjum“ <?> ára styrkjum) fjölgað á næstu fjárlögum úr 7 í 10 á næsta skó.aári. Margrét prinsessa hingað í dag KJ—Reykjavík, mánudag. Margrét krónprinsessa Dana og eiginmaður hennar Hin’rik, munu koma á Kefla- víkurflngvöll á morgun, en þau verða þá á leiðinni frá Kaup mannahöfn til Kulusuk. Þau hjónin koma svo aftur hingað til lands 17. júlí á leið sinni frá Grænlandi og munu þá stíga um borð í Skipið Thala Dan ,sem mun flytja þau frá Akureyri til Danmprkur Þetta mun vera í fyrsta sinn sem krónprinsessan kemur til íslands. er. hún ber sem kunnugt er. íslenzkt nafn líka, og ennfremur er þetta í fvrsta sinn sem hinn franski eigin maður hennar kemur til lands- ins. Ra 2 á leiðar- enda NTB—Bridgetown, mánudag. Papýrusbáturinn ,Jla 2“ kom að landi á Barbadoseyj- um í gærkvöldi, eftir 57 sól- arhringa siglingu yfir Atlants hafið. Með þessu telur Heyer dahl sig hafa fært sönnur á, að Forn-Egyptar hafi siglt á papýrusbátum þessa leið í fom öld. „Ra 1“ var sem kunnugt er kominn langleiðina tfl Barbados í fyrra, þegar hætta varð ferðinni. Heyer- dahl sagði, að þessi seinni för væri hreinasta sumarfrí f samanburði við hina. Fnamhald ð bte. 14. B0RTEN KEMUR FB—Reykjavfk, mánudag. Tilkynnt hefur verið, að Per Borten forsætisráðherra Noe- egs og kona hans muni koma til Reykjavíkur til þess að vera viðstödd útför dr. Bjama Benediktssonar, Sigríðar Björns dóttur konu hans og dóttur- sonar þeirra, sem gerð verð- ur á fimmtudaginn. Þá hafa einnig borizt fréttir um, að Thestrup dómsmálaráðherra Dana muni koma til þess að verða við jarðarförina. Vit- að er, að margir aðrir full- trúar erlendra ríkja eru vænt anlegir, þótt ekki hafi borizt staðfestar fréttir af komu þeirra. Magni á strandstað. MAGNI STRANDAÐI VIÐ ENGEY í GÆR OÓ—Reykjavík, mánudag. Dráttarbáturinn Magni strand aði í dag á rifi austur af Eng- ey. Var verið að setja niður bauju á þessum stað, þegar báturinn strandaði. Fjara var þegar Magni lenti á rifinu, og var ekki gerð tilraun til að draga hann á dýprs vatn, því skipverjar iðu einfaldlega eft ir að flæddi undir skipið og var búizt við að bað færi á flot seint i kvöld Þama er sandbotn og ekki var búizt við að ncinar skemmdir væra á Magna. I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.