Tíminn - 31.07.1970, Blaðsíða 16
Föstudagur 31. |úlf 1970
,,0kkar vor kemur í febrúaru
fe -
I
Fré blaðamannafundinum í gær. GuSmundur Sæmundsson, blaðamaður, Ottó Björnsson, tölfræðingur, Þorvaldur Búason, eðlisfræðingur, Þorsteinn
Vísmdamenn mótmæla framkvæmd
stöðuveitinga innan Háskólans
Sjö stöður auglýstar með aðeins 12 daga umsóknarfresti
SJ—Reykjavík, fimmtudag.
í gær, 29. júlí voru auglýst-
ar tvær prófessorsstöður og
fimm dósentsstöður við Há-
skóla íslands oieð umsóknar-
fresti til 10. ágúst. „Félag vis
indalega menntaðra starfsm. við
Raunvísindastofnun Háskól-
ans“ samþykkti á félagsfundi
að mótmæla þeim hætti, sem
hafður er á við að ráða menn
í þessar stöður, og efndi í dag
til blaðamannafundar til að
kynna afstöðu 'sína.
Umræddar sjö stöður eru
tvö prófessorsembætti við
Verkfræði- og raunvísinda-
deild Háskólans, annað í al-
mennri líffræði en hitt í véla-
verkfræði, og fimm dósents-
ecnbætti; í eðlisfræði, stærð-
fræði, lífefnafræði, landa-
fræði og dýrafræði.
Vísindamennirnir telja stöð-
urnar auglýstar allt of seint
og umsóknarfrestinn of stutt-
an, þar sem • vísindamenn, sem
starfa erlendis og raunar
einnig hér heima, verði að
ráða sig áfram með verulegum
fyrirvara, og eigi þess því tæp
ast kost. að sækja um áður-
nefndar stöður. Þá skal fylgja
umsóknunum ítarleg greinar-
gerð um, fyrri störf og hafa
menn, eins og augljóst er, allt
of skamman tíma til að ganga
frá slíkri skýrslu. Telja þeir,
að þegar sé ákveðið hverjir
hljóta skuli stöðurnar sjö.
— Við eigum hæfa menn
erlendis til að gegna þessum
stöðum, — sagði Ottó Björns-
son, tölfræðingur á blaða-
mannafundinum í dag. — Menn
sem hafa lagt á sig margra ára
kostnaðarsamt sérnám. Og það
er lágmarkskrafa að beir
standi jafnfætis starfsbræðr-
um sínum hér heima hvað emb
ættaveitingar snertir. Auk þess
sem þessi málsmeðferð tryggir
alls ekki að hæfuktu mennirn
ir hljóti stöðurnar, og það get-
ur orðið þjóðfélaginu d.vrt.“
„Félag vísindalega mennt-
aðra starfsm. Raunvísindast. H.
í“ hefur áður sent yfirvöldum
Háskólans og Menntamálaráðu-
neytinu bréf, þar sem fram
kvæmd stöðuveitinga innan Há
skólans almennt, hefur verið
gagnrýnd, en engin svör hlotið.
Vísindamcnnirnir telja að
lengri aðdraganda eigi að hafa
að stöðuveitingum, en gert hef
ur verið, og í stöðurnar s.iö eigi
ekki að skipa fyrr en eftir
næstu áramót, úr því sem kom
ið er.
„Félag vísindalega mennt-
aðra starfsmanna við Raunvís-
indastofnun Háskólans var
stofnað fyrir tveimur árucn. í
lögum félagsins segir, að mark
fnið þess sé að efla vísindaiðk-
un og kennslu við Háskóla ís-
lands, fylgjast með og hafa
áhrif á stjóm og starfsemi
Raunvísindastofnunar Háskól-
ans og Reiknistofnunar Háskól
ans, og gæta hagsmuna félags-
manna. Þetta e.r fyrsti blaða-
Framhald á bls. 14.
Vilhjálmsson, eðlisfræðingur, Halldór Elíasson, eðlisfræðtngur og Haildór Guðjónsson, sfærðfræðingur.
7,6 millj. tíl rannsókna á
vegi yfír Skeiðarársand
inu þannig að ekki er hægt að aka | ast i fjögur meginvötn, Skeiðará
umhverfis landið. Er þetta ekki i Súlu, Núpsvötn og Sandeyjakvísl.
nema rúmlega 30. kni, leið. Á; Fyrir utan kort sem gerð
vegaáætlun eru veittar 7,6 millj-1 hafa verið af svæðinu, voru á s.l.
króna til athugana á hvort hægt! ári byggðir tveir varnargarðar,
sé, tæknilega og fjárhagslega að ] einn km. á lengd til að sjá hvort
brúa árnar. Er búið að gera miklar; þeir muni standast Skeiðarárhlaup
undirbúningsrannsóknir.
OÓ—Reykjavík, fmimtudag.
Vötnin á Skeiðarársandi hafa
löneum verið ferðamönnum erfið-
ur farartálmi og er svo enn. En
Skeiðarársandur Iokar vegakerf-
Austur-Skafta-
fellssýsla
Aðalfundur
Framsóknar-
félags Austur-
Skaftfellinga
verður haldinn
í Sindrabæ,
Höfn, 6. ágúst
n.k. og hefst kl.
21. Venjuleg
aðalfundar-
störf. Páll Þorsteinsson, alþingis-
maður, mætir á fundinum.
Stjórnin.
í rauninni er ekkert vandamál
að leggja veg yfir sandinn og brúa
árnar, þegar venju’egt vatnsmagn
er í þeim, en þegar hlaup verða í
Skeiðará vandast málið, þvi þá
mundu allar brýr og vegir sópast
burtu, en Skeiðarárhlaup verða á
fjögurra eða fimm ára fresti.
Jöklarannsóknarfélagið hefur
undanfarin ár fylgzt með vatns-
magninu í Grimsvötnum og eítir
öllum só’armerkjum að “æma verð
ur Skeiðarárhlaup i haust og verð
ur þá fylgzt nákvæmlega með
hvernig hlaupið hagar sér mcð til-
liti til varnargarða og brúagerðar
Þegar hlaupin kama, fara þau oft
og verja heimreiðina að Skafta-
felli. Þegar séð verður hvernig
þessir garðar standast verður auð-
veldara að sjá hvort mögulegt verð
ur að byggja varnargarða yfir sand
inn og brýr sem mundu standast
Skeiðarárhlaup, en vatnsmagnið í
hlaupunum er um 20 sinnum meira
en vatnsmagn Þjórsár þegar hún
er í vexti.
Ef unnt reynist að brúa vötnin á
Skeiðarársandi mun það stytta
.’eiðina frá Reykjavík til sunnan-
verðra Austfjarða að mun og einn-
ig fylgir sá kostur að þessi leið er
miklu =:njólóttari. á vetrum en þeg-
ar fara þarf norður fyrir eins og
nú er gert.
Umferðarútvafp
hefst í kvöld
KJ—Reykjavík, fimmtudag.
Á morgun, föstudag, má búast
við að margir leggi af stað í ferða
lög, og að venju hafa umferðar-
yfirvöld gert miklar ráðstafanir,
svo umferðin megi ganga sem bezt
fyrir sig.
Umferðaráð og lögreglan munu
starfrækja upplýsingamiðstöð í
nýju lögreglustöðinni, og mun
þangað verða safnað upplýsingum
um ástand vega, veður, fólks-
fjölda á útisamkomum o. fl. Þess-
um uppl. og umferðarábend-
ingum til vegfarenda verður síð-
an útvarpað yfir helgina. Verða
beinar útsendingar frá nýju 16g-
regiustöðinni, og hefjast þær
klukkan fimm á morgun, og verða
síðan með stuttu millibili yfir alla
helgina. Alls er gert ráð fyrir um
25 beinum útsendingum.
Fimmtán vegaeftirlitsbifreiðir
-,erða á þjóðvegum landsins, veg-
farendum til leiðbeiningar, auk
venjulegrar löggæzlu á hinum
ýmsu stöðuw á landinu Þá mun
þyrlan KIR verðp notuð við lög-
?æzlustörf eftir því sem ástæða
þykir til.
Yngsti
bæjar-
stjórinn
er á ísafirði
GS—-ísafirði, fimmtudag.
Á fundi bæjarstjórnar ísafjarð
ar í gærkvöldi var kjörinn nýr
bæjarstjóri. Heitir hann Jón
Guðlaugur Magnússon, fæddur 20.
aprfl 1947. Er hann því 23 ára
gamall og yngsti bæjarstjóri á
landinu. Foreldrar hans eru Magn
ús Guðlaugsson, úrsmiður í Hafn
arfirði og Lára Jónsdóttir. Jón
er kvæntur Bergljótu Böðvars-
dóttur, sem er héðan frá ísafirði
og eiga þau eitt barn.
Jón hefur verið fulltrúi bæjar
stjórans á ísafirði s. 1. ár. Hann
útskrifaðist úr Samvinnuskólan-
um árið 1968.
Aðalfundur
Framsóknarfélags
Borgarfjarðarsýslu
Aðalfundur
Framsóknarfé-
lags Borgarfjaið-
arsýslu verðar
haldinn að Brúu
í Bæjarsveitj
föstudaginn 7.
ágúst kl. 21.
Auk venju-
legra aðaifunda-
starfa mun Halldór E. Sigurðsson
alþingismaður, mæta á fundinum
og flytja ræðu. Þá verður einnig
á sama stað og tíma haldinn sam-
eigiiilegur fundur hjá félögum
eldri og yngri manna í sýsfttnni og
kosnir fjórir til fimm menn á kjör-
lista til skoðanakönnunar vegna
framboðs við næstu alþingiskosn-
ingar. Ennfremur fer fram kosn-
ing eins manns í uppstillingamefnd
og kjör fulltrúa á kjördæmisþing.
FYRSTA LEIKFÖRIN
Á STRANDIR
SJ—Reykjavík, fimmtudag.
í byrjun þessa mánaðar fór
flokkur áhugaleikara úr Dalasýslu
í leikför norður á Strandir með
sjónleikinn „Ævintýri á gönguför".
Ekkert leikhús eða ,’eikflokkur hef
ur áður efnt til leikferðar á þessar
slóðir og var þetta því sögulegur
viðburður. Aðsókn var mjög góð,
hátt á annað hundrað manns kom
á leiksýninguna, sem var í sam-
komuhúsinu í Árnesi á laugardags-
kvöldi, en síðan var slegið upp
dansleik, sem stóð fram undir
morgun. A’lir sem vsttlíngi gátu
F’-amhald á bls 14
Auglýsingaskrifstofa Tímans
verður lokuð á morgun laugardag
inn 1. ágúst. Eru auglýsendur
beðnir að athuga. að nauðsynlegt
er af skila auglýsingum, sem birt
ast- eiga ’ sunnudagsblaðinu fyrir
lokun í kvöld. föstudag. kl. 5.