Tíminn - 02.08.1970, Blaðsíða 7
ST7NNUDAGUR 2. ágiist 1970.
TIMINN
7
„HÉR SVÍFUR ANDI
SÉRA HALLGRÍMS
YFIR VOTNUM"
/
RÆTT VIÐ SÉRA JÓN
EINARSSON SÓKNAR-
Sandaþorp. „Atvinnuleg og fjárhagsleg lyftistöng fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp.
PREST í SAURBÆ Á
HVALFJARÐAR-
STRÖND
Saurbær á Hvalfjarðarströnd.
Það er fagurt að horfa út á sjó-
ínn frá heimreiðinni að Saurbæ,
og kirkjan, sem vígð var 1957,
sómir sér vel í þessu landslagi.
Þetta er fallegur staður og hug-
stæður hverjum fslendingi vegna
þess manns, sem hér bjó. Hall-
grímur Pétursson var prestur í
Saurbæ 1652—1669, og hér lifði
hann sín beztu ár.
Margt er það enn í umhverfi
Saurbæjar, sem minnir á Hallgrím.
Hér er Hallgrímslind, þar sem
sagt er að sálmaskáldið liafi setið
eg bvegið fúasár sín eftir að hann
var orðiim holdsveikur, og skammt
neðan við samkomuhús Hvalfjarð
arhrepps að Hlöðum er Hallgríms
steiim, en þar á Hallgrímur að
hafa setið, horft út á fjörðinn og
«rt. Og þá ern Prjónastrákar, litl-
ir hólar skammt frá bænum, þar
sem Guðríður Símonardóttir, öðru
nafni Tyrkja-Gudda, kona Hall-
grfms, er sögð hafa setið með
prjóna sína og blótað Allah, þeg-
ar gott var veður.
Sú kirkja, sem nú stendur í
Saurbre, var reist fyrir almennan
stuðning fólks víðs vegar um
land, eri er eign safnaðar Saur-
'bæjarprestakalls. Sig. Guðmunds-
son igerði upphaflega teikningu af
kirkjunni og byggður var grann-
ur samkvæmt henni, en Guðjón
Samúelsson gerði síðan aðra teikn
ingu, sem kirkjan í núverandi
mynd er byggð eftir á upphaflega
grunninum. Kirkjan ber minn-
ingu Hallgríms hið fegursta vitni.
Hún er í senn hlýleg og einföld
í sniðum, hlaðin úr múrsteini með
viðarlofti og gólfi. í henni er
margt góðra gjafa frá ýmsum að-
ilum. Altaristaflan er freskó mál-
verk eftir Finnan Lennart Seger-
strále. Gleranósaíkmyndir eru í
öllum glug.gum eftir Gerði Ifélga-
dóttiur, og byggjast_ þær á ,efni
passíusálmanna. Ágúst Sigur-
mundsson hefur skorið út predik-
unarstólinn. Ársæll Magnússon
gerði skírnarfontinn, sem er niik-
il steinsmíð, og kertastjakar eftir
Leif Kaldal prýða altarið. Er hér
aðeins nefnt fátt eitt þeirra ágætu
gripa, sem minningarkirkju Hall-
gi’íms Pétui-ssonar hafa verið gefn
ir. En svo við víkjum að eldri
hlutum, þá er hér róða frá því
laust fyrir 1500 eða fyrir daga
Hallgríms, en róðukrossinn hefur
verið endurnýjaður síðar og er
Séra Jón Einarsson.
Lifi beggja minning í landi
blessuð.
— Ég get ekki neitað því, að
éa er orðinn handgengnari passíu j
sálmunum en áður, ef-tir tæpra í
f jögurra ára dvöl hér, andi séra j
Hallgríms svífur hér yfir vötnun- j
um, sagði séra Jón Einarsson í
samtalinu við blaðamann Tímans.
- Annað mál er hvort ég er sam-
mála öllu sem í þeim stendur. En
þeim felst mikill skáldskapur og
djúp vizka. Þeir hafa haft geysi-
leg áhrif á uppeldi íslendinga og
hafa enn sem betur fer. Enn í
dag höfum við iðulega orð séra
Hallgríms á vörum ekki sízt i raun
um okkar. Og hvar sem íslenzk
móðir Signir barn sitt, eða maður
er lagður til hinztu hvíldar talar
I-Iallgrímur Pétursson. Og verk
Mallgríms eru hokkt út um allan
hcim. Þess verðum við oft vör hér
í Saurbæ, þegar erlendir gestir
HsngrimsKirKia i pauroæ
auðsæilega mun yngri. Og hér er
annar kirkjugripur, sem ef til vill
hefur verið í kirkjunni í presttíð
séra Hallgríms. Það er gömul
reiða með pátínu og diski, sem
sennilega er um 300 ára gömul,
og er því aðeins hugsanlegt að
Hallgrímur hafi handleikið hana
á húsvitjunarferðum.
Á altarinu er raunar enn ein
góð gjöf, forláta biblía, sem Arne-
Miiller, danskur guðfræðingur og
aðdáandi séra Hallgríms hefur
fært kirkjunni. — Það ætti að
setja upp í kirkjunni borð með
öllum útgáfum af passíusálmun-
um, innlendum og erlendum,
sagði sóknarpresturinn í Saurbæ,
séra Jón Einarsson í viðtali við
Tímann fyrir skömmu. — Og svo
er bað annað áhugamál, sem ég
hef,-í sambandi við staðinn. Mér
firnst hér á flötinni við kirkjuna
ætti að reisa höggmyndina „Braut
ryðjgndann“ eftir Einar Jónsson.
En honum og Matthíasi Jochum-
syni finnst. mér .hefamtekizt bezt
að túlka líf og starf séra HaM-
gríms.
Eftir að hafa notið leiðsagnar
séra Jóns um Hallgrímskirkju í
Saurbæ göngum við um kirkju-
garðinn. Á leiði séra HaMgríms,
sem var úti fyrir dyrum kirkjunn
ar, sem var í Saurbæ á undan
þessari og nú hefur verið flutt í
Vindáshlíð, er legsteinn, sem Stef
án Stephensen amtmaður á Hvít-
árvöllum, bróðir Magnúsar Steph-
ensens lét gera. Þáð kemur nokk-
uð spánskt fyrir sjónir að áletrun
in fjaMar öllu meir um Stefán
sjálfan en sálmaskáldið. En helzt
er til útskýringar á hví. að gef-
andinn var nýlega látinn er Magn
ús bróðir hans samdi áletrunina
og lét reisa steininn 1821. Orð
Magnúsar eru á þessa leið:
Liet stein þena landshöfðingi
sárast saknaður hver sannri trú
af alhug unni ættmenn rista
eftir sinn dag að auldnum
moldum
háleits sálmaskálds
Haligríms fræga
Saurbæjarprests Péturssonar
koma hingað sérstaklega til að sjá
staðinn, þar sem hann orti passíu
sálma sína.
— Sóknarbörn mín eru um 380,
og er starfsvettvangur minn í
þrengra lagi, sagði séra Jón, þeg-
ar spurt var um safnaðarHfiö. —
En kirkjusókn er betri en víða
annars staðar og er ekki ótítt að
allt heimilisfólk komi til messu.
Annars er þetta svipað og á öðr-
um stöðum. Ég þjóna einnig Leir-
árkirkju, og í skólanum að Leirá
höfum við haft kirkjudag og kaffi
sölu til ágóða fyrir Saurbæjar-
kirkju. Hér starfar barnakór, og
kirkjutónleikar hafa verið haldn-
ir í kirkjunni, enda nýlega kom-
ið hingað mjög vandað pípuorgel.
í kjaMara íbúðarhússins er bóka
safn hreppsins til húsa og hef ég
umsjón með því. í því eru 707
bindi og var nýlega sent á aHa
bæina bókaskrá ásamt bréfi mönn
um til fróðleiks um safnið. Það
er reynsla mín að bókalestur hef-
ur aukizt á undanförnum árum.
Hér er ágætisfólk, sem 'má gjá
á því, að ég er þriðji presturinn
í Saurbæ á þessari öld, svo vel
hiafa fyrirrennarar mínir unað
sér hér.
— Félagslíf almennt cr hér ef
til vill frekar í daufara lagi enda
niikið um að bændur séu einyrkj-
ar. Fólki því sem starfar hjá Hval
h.f. og Olíustöðinni í Sandaþorpi
hefur upp til hópa ekki verið sköp
uð aðstaða til að búa þar með
fjölskyldum sínum og fer það því
oftast burt um helgar og í leyfum.
Þetta hefur að sjálfsögðu í
för með sér að félagslíf í byggð-
inni verður rótlausara en ella
mundi vera ef bar myndaðist eðli
legt kauptún. Ég væri því fylgj-
andi að Hvalur h.f. hefði alla sína
starfsemi hér í Hvalfirði, frysti-
hús, skrifstofur og annað h.h.
Starfsemin í Sandaþorpi hefur ver
ið atvinnuleg og fjárhagsleg lyfti-
stöng fyrir hreppinn. En ég tel
að skapa eigi hér fjölbrcyítapa at-
vinnulíf, og tel að hreppurinn
ætti að nota eitthvað af sínurn
umframtekjum til þess.
TaMð berst að skólamálum.
Mýra- og Borgarfjarðarsýsla skipt
ist í tvö skólahéruð. Fjórir hrepp
ar utan heiða eiga skólasókn í
Leirárskóla og fimm hreppsfélög
öfan heiða í skólann að Varma-
landi. í Reykholti eru tveir fram-
haldsbekkir til gagnffæðaprófs og
landsprófs. — Og nú dreymir okk
ur um menntaskóla, sagði séra
Jón. — Ég viidi gjarnan hafa
hann í Reykholti vegna sögulegr-
ar hefðar. En sennilega væri þó
hagkvæmara að hann yrði á Akra
nesi, og þangað verður ekki nema
hálftíma akstur fyrir memendur
úr Borgarnesi, hegar brú er Ikom-
in á Borgarfjörð.
Við spyrjum séra Jón um ný-
afstaðna prestastefnu. —; Við er-
um óánægðir með kjaramál okkar,
og ei nnkr'$ðbú n aðinn að prestun
um og kiriéjunni sjálfri.
Þá var mikið rætt um nauðsyn
þess að kenna kristna siðfiræði og
trúfræði, a.m.k. sem kjörgrein, í
framhaldsskólum landsins. Og við
viljum eindregið að þessar grein-
ar verði teknar upp við Heimspeki
deild Háskólans, Þannig að velja
mætti þær sem námsgreinar til«
B.A. prófs, t.d. samhliða þjóðfé-
lagsfræði eða öðrum skyldum;
greinum. Hér geta kcnnarar eins •
og er hvergi fengið leiðsögn í'
kristinfræðikennslu og raunar eru :
kennslubækur skólanna í hessum
greinum alls ófullnægjandi. Ef til
vill gæti þetta orðið til að bæta
úr því, sem margt núlímafólk virð :
ist skorta mest, siðræna og trúar- ’
lega kjölfestu, veitt unga fóíkinu •
leiðsögn til lífsbamingju. 1
S.J.