Tíminn - 02.08.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.08.1970, Blaðsíða 8
8 TIMINN SUNNUDAGUR 2. ágúst 1970. J : : ' , SSSí'ííw; Slæmir vegir Þær þúsundir manna, se.m ferðast um þjóðvegi landsins, þessa miklu ferðahelgi, kynnast því, hve ísland er vanþróað land í vegamálum. Vegir eru nú víða mjög slæmir, harðir og sums staðar illfær og hættuleg hv*örf í vegum. Á fjölförnustu malarvegum er ástandið orðið þannig að illmögulegt er að hafda þsim í sæmilega góðu ástandi, þótt menn væru aliir af vilja gerðir. Hvimleiðast er þó rykið ferðalangnum í þurr- virðri, því að þá sjá menn ekki landið fyrir moldarmekki, ef umferð er mikil eins og um þessa helgi. Það verður þó til huggunar nú, að fyrirhugaðar eru á næstu árum verulegar vegaframkvæmd ir og umferðarþyngstu vegirnir í nágrenni Reykjavíkur verða lagðir varanlegu slitlagi. Á föstudaginn voru opnuð til- boð í lagningu tveggja vegar kafla, sem falla inn í áætlun um gerð hraðbrauta á næstunni. Var þar um að ræða veginn frá Höfðabakka upp fyrir Korpúlfs staðaá, eða um 3 km leið. Verð ur sá vegarkafli malbikaður og á að vera tilbúinn næsta haust. Hitt tilboðið er um kaflann frá neðanverðum Kömbum að Ba-kka í Ölfusi, austan við Kotströnd. Þessir vegarkaflar báðir eru í áætlun þeirri um hráðbrautir, sem Ijúka á á árinu 1972. Þá á að vera búið að. léggja vegi með varanlegu slifl'ági frá Reykjavík til Selfoss og frá Reykjavík upp í Kollafjarðar- botn. í nágrenni Rvíkur Nú er verið að ganga frá teng- ingu vegarins frá Miklubraut austur yfir Elliðaárbrýrnar nýju. Er búizt við að umferð um brúna hefjist eftir 10 daga og um mánaðamótin sept. — okt. á að vera búið að ganga frá nýja veginum upp Ártúnsbrekku og tengja hann steypta kaflanum. þar ofan við. Þá verður lögð olíumöl á veginn í Svínahrauni upp undir Hveradali. Því verki verður lokið í þessum mánuði. Þá er verið að legg.ia nýjan veg frá Lækiarbotnum. sem tengist nýja veginum gegnum Svína- hraun. Sennilega verður k-'"'"' " ur lagður olíumöL Nxs*y kafiar í þessari vegaáætlun vbrða svo boðnir út á þessu ári og bví næsta. Þetta eru ánægulegar fréttir og hl.ióta allir þeir, sem um þessa vegi fara að fagna þess- um framkvæmdum. Menn eru búnir að bíða lengi eftir veru legum bótum í vegamálum og barátta þeirra afla, innan þings og utan, sem fastast hafa knúið á og krafizt átaka í vegamálum. ber nú árangur. Það er enginn vafi á því, að fjárfesting í betri vegum með varanlegu slitlagi, er stórlega draga úr sliti og skemmdum á ökutækjum, er emhver bezta fjárfesting á fs- landi, þjóðhagslega séð. Olíumölin gefur góða raun En þrátt fyrir góð átök í vega- málum um þessar mundir, eru rnörg og stó-brotin verkefni framundan, og á meðan ekki verður ráðið við fullkomna vega gerð, sem skiptir hundruðum kílómetra á næstu árum, sýnist það vel koma til greina — a.m. k. ætti að athuga það náið — að leggja slitlag á ýmsa kafla á heiztu þjóðvegum, scm eru vel lagðir á þurrum jarðvegi. þój;t ekki verði hægt að tengja kaflana sarnan í samfellda hrað braut fyrr en síðar. Olíumölin sem lögð hefur verið í Flóan- um og fyrir ofan Svínahraun hef ur gefið svo góða raun, að fram hald af s! íku ætti ekki að vera ýlcja mikið áhorfsmál. Leiðin vestur Ekkert skal fullyrt um það á þsssu stigi, hver verða- næstu stórátök í vegamálum, er lokið hefur verið við það, sem nú er á vegaáætlun. Enn munu ferju mál i Hvalfirði vera í athugun, en ef horfið verður frá hugmynd um ferju á HvalfjörS má' stytta veginn méð nokkrum brúm. Með því að leggja brú og veg fyrir Laxárvog í Kjós, styttist vegurinn um tæpa 4 km. í Rrynjudalsvogi gæti hann stytzt um 1 km, og með því að leggja veg og brú þvert yfir Botnsvog styttist leiðin um 5 km. Leiðin frá Reykjavík til Akraness myndi þá verða 99 km. Ef haldið er lengra vestur myndi vegurinn styttast um einn km hjá Laxá í Leirársveit, en mest munar þó um brú og veg fyrir Borgarfjörð. Við bað myndi leiðin upp í Borgarnes styttast um 27 km, jafnframt því, sem leiðin norður myndi einnig styttast um nokkra km Með áðurnefndum breytingum myndi leiðin Reykjavík — Borg arnes, verða um 110 kim. eða álíka vegalengd og nú er frá Reykjavík til Akraness. Hafa menn velt því fyrir sér, hvort ekki mætti leggja veginn og brúna yfir Borgarfjörð, áður en vegir í nágrenninu yrðu lagðir varanlegu slitlagi, en langa veg- arkafla meðfram Hafnarfjalli mætti leggja olíumöl, án nokk urrar verulegrar lagfæringar veganna. Utan Suðvesturlands er um- ferðin langmest á vegunum í nágrenni Akureyrar og munu verkefni kalla þar að á næstu árum. Hringvegur um landið En af nýrri vegagerð ríður mest á að Ijúka lagningu hringvegar um landið. Er nú aðeins 30 km. haft er skilur að þjóðvegi Suð- austurlands og Suðurlands. Það eru vötnin á Skeiðarársandi, sem tálma, en þau hafa löngum verið ferðamönnum érfiður farar tálmi. Á vegaáætlun eru veittar 7.6 milljónir króna tit athugana á því, hvort unnt sé tæknilega séð og fjárhagslega að brúa þessi vötn. Eru undirbúnings- rapnsóknir vel á veg komnar. Það er vandalítið að leggja veg yfir Skeiðarársand og brúa árnar, þegar venjulegt vatns magn er í þeim, en þegar hlaup verða í Skeiðará er flaumurinn slíkur, að hann myndi sópa öil um brúm og vegum með sér, en Skeiðarárhlaup verða ó 4—5 ára fresti. Jöklarannsóknafélag ís- lands hefur undanfarin ár fylgzt með vatnsbreytingum í Gríms vötnum og eftir öllum sólar merkjurn að dæma verður Skeið arárhlaup í haust. Verði af ð yfir Sandskeið. hlaupinu er ætlunin að fylgjast nákvæmlega með því hvemig hlaupið hagar sér og dregin af þeirri reynslu enið við gerð brúa og varnargarða. Þessi jökul hlaup fara oftast í fjögur megin vötn: Skeiðará, Súlu, Núpsvötn og Sandeyjakvísl. Hafa verið byggðir tveir varnargarðar á sandinum til að kanna, hvort og hvernig þeir standast Skeiðarár hlaup. Þegar þeim rannsóknum lýkur og ekki fyrr, er unnt að segja til um hvort mögulegt verð ur að byggja varnargarða og brýr sem stæðust Skeiðarárhlaup, en vatnsmagnið í hlaupunum er 20 sinnum meira en vatnsmagn Þjórsár, þegar hún er í vexti. Ný dýrtíðaralda Nýjar og stórfelldar verðhækkan- ir dynja nú yfir svo til dagtega. í gær hækkaði benzínlítrinn í 13 kr. og fylgir það fréttinni, að benzínið eigi þó eftir a® hækka enn meira áður en langt um líði. í fyrradag var svo tilkynnt um 20% hækkun á frögtum með Ríkisskip. Það er því skammt stórra högga á milli. Ákvarðanir um verðhækkanirn- ar eru al'ar teknar í verðlags- nefnd, þar sem fulltrúi ríkis- stjórnarinnar, oddamaðurinn, ræður úrslitum og tekur af skar- ið. Menn höfðu haidið a® samn- ingarnir um fullar verðiagsbætur á laun næstu misserin myndu verka sem hvati á ríkisstjórnina að gera aflt sem í hennar valdi stæði til að koma í veg fyrir að allri kauphækkunmni yrði velt yfjr í verðlagið og töldu yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar um góð- an vilja til að takmarka rem mest verkhækkanir vegna kjarasamn- Ríkisstjórnin tefur málið heyra undir aðra Ríkisstjórnin hefur þessi mál í hendi sér og hér verður ekki spyrnt viið fótum nema að henn- ar frumkvæði. í Reykjavíktir- Framhald á þls. 14. (Tímamynd Guðjón). 1 inganna merki um að hún hyggft-' ist beita sér að því starfi- Síðan ; hefur ríkisstjómin fátið fulltrúa ' sinn í verðlagsnefnd samþykkja; að kauphækunná skyldi mætt í með fullum verðhækkunum á öllum sviðum og stundum vél' það Mikilvægasti liðurinn er; áhrif hefur á verðiJag á innflutt-J um vörum, fragtirnar, var t. d. > hækkaður miklu meira en kaup-, hækkuuaráhrifunum getur hum- ið og var Eimskipafélag íslands. þó það fyrirtæki, sem einna beztan hag hafði og mestum hagnaði skilaði á síðasta ári! Þannig kemur vilji ríkisstjóni- arinnar til að hafa hemil á verð- hækkunum fram í verki. Þessi framvinda mála hlýtur að bjóða öngþveiti heim. Ný verð-J bófgualda er skollin yfir og rík-. isstjómin virðist beinlínb ganga- fram í því að brjóta varnargarða; niður. Þrátt fyrir fullar vísitölubætur þýðir þessi þróun rýrnandi kaup- mátt launa næsta misseri. Kem- ur þar tvennt til. 1 fyrsta lagi er vísitalan meira og minna föls- uð og mæ.’ir launþegum ekki fullar verðlagsbætur, og í öðru lagi koma verðbæturnar alltaf á eftir verðhækkunum og tveggja mánaða verðhækkanir því raunar ætíð óbættar. Nýi vegurinn í Svínahrauni, sem unnið er við um þessar mundir. Sé

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.