Tíminn - 09.08.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.08.1970, Blaðsíða 5
! SmmUDAGVR 9. ágúst 1970. TÍMINN í:. 5 - ’ —— ------------------------------------- - ----------------- I r MEÐ MORGUN KAFFINll W 1SPEGU TTÍIMIMJS \3 I Bandarískur söfnuSur setli sfðastliðiS suoiar upp plaköt um foæinn, með áletruninni: — Hafið þér syndgað í dag? Daginn eftir hafði verið í foætt neðan við á nokkur pla- i ikötin, skrifað með varalit: — Ef ekki, þá hringið í Evu, í sími 666. 1 i ___ _ i — Getið þér ekki hætt þess- • um smáþ.iófnuðum, það kemst alltaf upp um yður. ) — Ekki alltaf, herra dómari. Ekki alltaf. — Ákærandi heldur fram, að þér hafið bitið sig í eyrað Ojr það sjáist greinileg tanna- för. Ákærði: — Það er lygi. Hann hefur bara bitið sig s.iálf ur í eyrað til að köma mér í klandur. Fangavörðurinn: — Vil.iið þér koma upp í viðtalsherberg ið. Konan yðar er komin í heim sókn. Fanginn: — Æ, viljið þér ekki segja henni að ég hafi verið tekinn af lífi við sólar- upprás í morgun. Eldhússtúlka greifafrúarinn- ar var eitthvað slöpp og fékkst ekki til að fara fram úr rúm- inu. Greifafrúin sendi eftir heimilislækninum. — Nú, hvað er svo að yður, spurði læknirinn. — Það er ekkert að mér, svaraði stúlkan. Ég hef bara ekki fengið kaupið mitt í tvo tnánuði og ég fer ekki á fæt- ur, fyrr en ég hef fengið borg- að. — Vilduð þér þá ekki færa yður svolítið, svo ég komist fyrir líka, sagði þá læknirinn. — Ég hef nefnilega ekki feng- ið greitt fyrir læknisstörf mín á þessu heimili í heilt ár! Frú Hansen var illa fyrir- kölluð, svo Hansen varð að fara einn til kirkju. Prestur- inn lagði út frá orðunum: Þér sjáið flísina í auga bróður yðar, en ekki bjálkann í eyðar eigin. Þegar Hansen kom heim, spurði frúin, um hvað prest- urinn hefði talað í dag. ---- Æ, það var eitthvað um, að honum væri illt i aug- anu. — Skiljið þér. Fyrrverandi vinnuveitandi yðar er viljugur til að láta kæruna á hendur yður falla niður, ef þér segið, hvar peningarnir eru geymdir — Já, en herra dómari, þetta er fjárkúgun. í sex ár trúði fjölskylda ein, sem í Kaupmannahöfn býr því, að elzti meðlimur hennar, „stóri bróðir“ Heimann Vang- sö væri látinn. Og auðvitað fengu fjölskyldu meðlimir því nánast taugaáfall, er þeir sáu mynd af Hermanni í danska síðdegisbiaðinu B.T. B.T. fann Hermann nefnilega á vistheimili einu við Præstö og sagði Hermann blm. að hann fengi aldrei heimsóknir. „Það hljóta að hafa orðið alvarleg mistök á skrifstofunni hjá þeim á Skt. Hans spítalan- um,“ sagði systir Hermanns, María Vansö. „Við héldum öll að Hermann væri látinn. Við vissum það síðast um hann árið 1964, að hann bjó á Skt. Hans sjúkrahúsinu. Svo hvarf hann okkur allt í einu. Hann átti það að vísu til að fara í gönguferðir út á sveitavegi og við spurðumst lengi fyrir um han-n og loks sættum við okk- ur við þá tilfinningu, að Her- mann væri allur. Núna þegar hann er kominn í leitirnar, þá skal hann svo sannarlega fá heimsóknir. Við ætlum öll úr fjölsk.vldunni að heimsækja Heivnann svo oft sem mögulegt er.“ ★ Eftirfarandi auglysmg birt- ist í amerísku blaði: Vor kæri sálusorgari Martin Brown yfirgaf jörðina þann 12. , desember til að ganga til himnaríkis. Daginn eftir barst svohljóð- andi skeyti til ritstjórnarinnar: — Brown ekki kominn. Hef áhyggjur Pétur. ★ Þann 12. ágúst næstkomandi skemmtir Joan Baez, sú er kfoll uð hefur verið drottning mót- mælendanna (mótmælendur hér — ungt, reitt fólk) dönsk- um í Tívolí. Þetta verður víst í fyrsta sinn sem Joan Baez skemmtir í Danmörku ef ekki á Norður- löndum yfirleitt, og er því lof- að, að henni muni takast að töfra áhorfendur og áheyrend- ' ur gjörsamlega með sinni fögru rödd og sínum hljóm- . þýða gitar. Danir hlakka mi'kið til komu hennar og hafa upp á síðkastið hrósað henni hástöf- um, en kvikmynd með henni var sýnd þar í sjónvarpi ekki 1 alls fyrir löngu. i Joan Baez sló í gegn fyrir um 5 árum á Newport-hátíð- inni. Hún varð oa fljótlega þekkt sem stúlka, sem hvað t’ mest bar á í baráttunni gegn áróðursvél Bandaríkjamanna i Víetnam. Ekki aleina söng hún \ mótmælasöngva, heldur tók Íhún þátt í fjölmtirgum mót- mælagöngum og fundum. Fyr- ir 2 árum vár hún dæmd í 45 Ídaga fangelsi eftir að hafa tek- ið' þátt í mótmælagöngu gegn Víetnamstyrjöldinni. Joan Baez á ætíð í einhverj- um brösum við yfirvöld í Iheimalandi sínu, Bandaríkjun- um, núna til dæmis neitar hún að greiða skatt af tekjum sin- um, þar eð luin segir að því fé verði aðeins varið til að drepa Vietnama eða annað sak Árum saman hefur frú Shill- ing verið ókrýnd „hattadrottn- ing“ við hinar frægu Ascot- veðreiðar í Bretlandi. Og eins og sjá má á myndinni, hélt hún tvímælalaust titlinum líka þetta árið. Þrátt fyrir góða viðleitni margra, ekki sízt kvenkyns meðlima konungs- fjölskyldunnar, sem aldrei láta sig vanta á veðreiðarnar, sló frú Shilling öll met, þegar hún birtist með heljar stóran te- bolla úr gullofnu efni á höfð- inu. Tilheyrandi teskeið var •k laust fólk. Joan giftist fyrir 2Þ2 ári David Harris, en hann er 24 ára gamall leiðtogi friðar- og frelsishreyfingar í Kaliforníu. I-Iann situr nú í fangelsi. Af þeirri ástæðu hefur Joan Baez auðvitað tyllt á undirskálina, ■ svo allt liti sem eðlilegast út. j Einn galli varð frúin þó að \ viðurkenna að væri á meist- I araverkinu. Hún átti nefnilega i í vandræðum með að fylgjast : með því, sem gerðist á hlaupa- brautunum. En kannski hefur j það alls ekki skipt mestu máli, i heldur hitt, áð draga að sér at- | hygli allra viðstaddra Hvað sem um það ihá segja, ■ er hitt víst. að hugmyndaílug ! skortir frúna að minnsta kosti ekki. ★ tileinkað honum 2 síðustu LP plötur sínar. j „Misstu ekki kjarkinn, Da- ; vid,“ skrifar hún á umslögin, „því hver dagur sem líður, fær ir okfcur enn einn sigur“. Joan Baez er nú þrítug. d --------------------------------* DENNI DÆMALAUSI — Guð setztu niður, á'ður en þú hlustar á mig. > »■*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.