Tíminn - 09.08.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.08.1970, Blaðsíða 8
TÍMINN SUNNUDAGUR 9. ágúst 1970. Þörf upprifjun Hvítserkur viS vestanvert Vatnsnes í Vestur-Húnavatnssýplu er sinn. sérkennilegasti og fallegasti klettur hér við land. Timamynd Gunnar. Verðbólgustefnan AthyglisverSar játningar eru birtar í föstudagsblaði Morgun blaðsins. Þar er því lýst yfir, að nauðsynlegt sé að atvinnu- vegirnir fái að öllu og fullu bætt ar upp þær kauphækkanir, sem samið var um í sumar. Jafn- framt er sagt orðrétt, að „vit- anlega sé hægt með au-kinni hag ■ ræðingu í rekstri fyrirtækja og öðrum áðgerðum að takmarka að einhverju leyti þörf þeirra til þess að hækka verð á vöru og þjónustu“ — vegna kaup- hækkananna. — í vor sagði betta sama blað * að atvinnuvegirnir gætu tekið •á sig verulegar kjarabætur til handa launþegum og sagðist , treysta öllum góðum mönnum til að standa áð slíkum samning . um. Þetta blað sagði einnig þá, að atvinnuvegirnir gætu tekið á sig 10% hækkun gengis is- lenzkrar krónu og 8% kauphækk un að auki, án þess að til verð hækkana eð-a skatthæíkkana þyrfti að koma. Þetta var áður en kosið var i vor — og Sjálf • stæðismenn eru sagðir ánægðir ' með kosningaúrslitin- i Engum á óvart? En nú segir Mbl. að „engum þurfi að koma á óvart, þótt verð á vöru og þjónustu fari hækk- andi um þessar mundir“. f fram haldi af því, að það sé „fárán- legt, þegar því er haldið fram, að ríkisstjórnin beri ábyrgð á þeim verðhækkunum, sem orðið hafa.“ Engin verðhækkun nær sam- þykki án atbeina fulltrúa henn ar í verðlagsnefnd. Einhverjar verðhækkanir voru óhjákvæmi legar vegna kjarasamninganna í sumar, segir blaðið. Usn það eru allir sammála, en að allri kauphækkuninni yrði velt beint yfir í verðlagið og , miklu meira en henni nam á þeim mikilvægu liðum, sem þyngst vega í almennu verðlagi til neytenda, kom óneitanlega á óvart eftir yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar og sérfræðinga hennar um „getu atvinnuveg- ■ anna“ í vor áður en kosið var. : Allt vondum að kenna v En af hverju trúa menn því ekki umsvifalaust, að verðbólgu þróunin á íslandi og allur ófarn aður í efnahagsmálum þjóðar innar á síðustu árum sé vond um mönnum í stjórnarandstöð unni að kenna? Er það ekki eina afíhkun ríkisstjórnarinnar og málgagna hennar fyrir verðbólgu og yfir leitt hvers konar óáran í ís- lenzku þjóðfélagi, að stjórnar- andstaðan sé ekki verkefni sínu vaxin á íslandi og hér stæði blómlegt þjóðlíf, ef hún væri ekki til? Hvernig má skilja mál gögn hennar á annan veg? Um leið og vissir menn innan stjóimarfilokkanna hafa afhjúp að fyrir þjóðinni hið raunveru lega og sanna hugarfar sitt í gtjórnmálum hafa þeir gefið fólki tilefni til að rifja upp að nokkru sögu „viðreisnarstj órnar innar“ og þeirra fjögurra gengis fellinga, sem stefna hennar hef ur haft í för með sér. Til að icyaa ekki nm at í minni manna skal aðeins vikið að störfum síðasta Alþingis. Áður en kosið var í vor, sögðu ráðherrar og málgögn þeirra að atvinnureksturinn í landinu ræti tekið á sig verulegar kjarabæt ur til handa launþegum og lögðu jafnframt áherzlu . á, að ekki væri átt við þessar venjulegu og ómerkilegu kjarabætur, sem væru teknar allar aftur með verðhækkunum. Stefnan er rétt, segja þeir Er tollalagabreytingarnar voru gerðar og söluskattshækkun ákveðin á síðasta Alþingi lögðu Framsóknarmenn m. a. fram þes« ar tillögur: 1. Eftirtaldar nauðsynjar yrðu alveg undanþegnar sölu skatti: Kjöt, kjötvörur, smjör skyr, ostur, kartöflur, kaffi kornvörur, rafmagn til heim- ilisnota, heitt vatn og gasolía til heimilisnota. 2. Fjölskyldubætur verði hækkaðar um 20% eða um 1000 kr. á barn. 3. Gerðar yrðu ráðstafanir til að herða eftirlitið við inn- heimtu söluskattsins m. a. á þann veg, að fram færi árlega sérstök rannsókn á framtölum til söluskatts hjá tíunda hverj um söluskattsskyldum aðila. Þá yrði fjármálaráðherra heimilt að ákveða, að í öllum verzlunum, sölu- eða af- greiðslustöðum, þar sem sölu skattur er innheimtur, skuli taka upp peningakassa, sem auðvelt sé að stimpla í öll söluskattskyld viðskipti, þami ig að eftirlitsmenn fjármála- ráðuneytisins geti gengið úr skugga um, að allur innheimt ur söluskattur komi fram. Allar þessar tillögur voru felldar, nema heimild fyrir ráð- herra til að taka upp kassainn- heimtu. Hún var samþykkt með atkvæði Péturs Sigurðssonar, en tveir stjórnarþingmenn voru fjarverandi. Þessi aðferð hefur gefizt vel í Bandaríkjunum og Danmörku. Kemur nú í ljós, hvort ráðherrann notfærir sér þessa heimild, en það mun hann gera, ef hann hefur slíkan áhuga á innheimtu söluskatts og hann vill vera láta. Fjárráð ríkissjóðs FjármálaráðheiTa reyndi að mótmæla tillögum Framsóknar cnanna á þeim grundvelli, að rík issjóður gæti ekki tekið á sig aukin útgjöld. Skal það atriði því rakið nánara. Samkvæmt greinargerð ráð- herrans sjálfs, þegar hann lagði tollskrána fyrir Alþingi, fólst í frv. 410 tmillj. kr. raunverulegur tekjumissir á áriuu 1970. Þessi tekjumissir jókst um 30 millj. kr. í meðferð Alþingis. Alls nemur þá tollalækkunin 440 millj. kr á fjárhagsáætlunum sem eru mjög varlegar. í reynd verður hún sennilega ekki meiri n um 400 millj. kr. Sam'kvæmt áætlun þeirri, sem fjárlögin byggjast á, á tekjuöfl- un af 3V2 % hæfckun söluskatts- ins að nema um 830 millj. kr„ en af því fær ríkið 780 millj. kr. og bæjar- og sveitarfélögin af- ganginn. Þar sem söluskattshækk unin gildir frá 1. marz eða tíu mánuði ársins 1970, verður tekju aukinn af henni því ekki nema 665 millj. króna á því ári. Það er þó um 225—265 millj. kr. minna en nemur tekjumissi ríkisins af tollalækkuninni. Fjármálaráðherra hefur hald- ið því fram, að ríkið þurfi að halda á þessari upphæð ti3 að mæta ýmsum útgjöldum, er voru samþykkt við 3. umræðu fjárlaganua. Þessu hafa Fram sóknarmenn mótmælt og bent á að allir tekjuliðir fjárlaganna era mjög varlega áætlaðir. Þeir eru næstum allir miðaðir við árið 1969, en allt bendir tii, að árið 1970 verði miklu meira veltuár og tekjur ríkisins verði því meiri en áætlað er. Þá bentu þeir á þá sta'ðreynd, að undan- farin ár, sem sum hafa verið tæpast í meðallagi, hafa tekjurn- ar aldrei farið minna en um 500 millj. kr. fram úr ætlun. Innan við 300 millj. kr. FuHtrúar Framsóknarflokks ins í fjárhagsnefnd n. d. gerðu svofellda grein fyrir þeim kostn aði, er hlytist af tillögum Fram sóknarmanna: „Við leggjum til í fyrsta lagi, að söluskattur verði alveg af- numinn á kjöti og kjötvörum, smjöri, skyri kartöflum, kaffi kornvörum, rafmagni, heitu vatni og gasolíu til heimilisnota. Sam kv. lauslegri áætlun Hagstofunn ar rýrir þetta tekjur ríkisins um 245 millj. kr. miðað við 7% söluskatt og allt árið. Þar sem þessi niðurfeHin-g sölusfcatts- ins kæmi ekki til framkvæmda fyrr en 1. marz, og gilti því að- eins 10 mánuði ársins, lækkar þessi upphæð í 205 millj. kr. 'Þá missir rfkið líka þá 3% % hækkun, sem á að verða á þessum vörum samkvæmt frv„ og nemur sú upp hæð 65 millj. kr. þegar búið er að draga frá þá niðurgreiðslu á kjötvörum og smjöri, sem fjár- málaráðherra hefur boðað. Sam- tals verður því tekjumissir rík- isins af þessu um 270 millj. kr. árinu 1970. Þá léggjum við til. að fjöl- skyldubætur verði hækkaðar um 20%. eða sem nemur 1000 kr. á barn. Þetta mun aufca út- gjöld rílcisins um 75 millj. kr. Alls mun þvj tefcjumissir og út- gjaldahækkun ríkisins verða af bessum aðgerðum um 345 millj. Eftir er hins vegar að geta þess. að hækkun fjölskyldubót- anna og niðurfelHng söluskatts- ins á umræddum vörum mun. lækka vísitöluna um 3 stig, en, það svarar til 50—60 millj. kr.i útgjaldalækkunar hjá ríkinu.i Raunverulega mun því útgjaldai aukning og tekjumissÍT rífcis-' ins af þessum ráðstöfunum ekld' verða nema um 285—295 miHj,' kr. á árinu 1970.“ Samkvæmt því sem áður seg-. ir um fjárráð ríkisins, geturj Iríkissjúður vel mætt þesisumj lútgjöldum. Dregið úr mestu rangindunum Hvað hefði svo unnizt við áð- urgreindar ráðstafanir? Um þáð; segir svo í nefndarálitinu: „í fyrsta lagi er dregið úr. mestu rangindunum, sem felast í þeirri stefnubreytingu í skatta málum að láta söluskatt, sem leggst jafnt á allar vörur, koma, 1 stað tolla, sem leggjast mis- jafnt á vörur eftir því, hve nauð synlegar þær eru. Með því að undanþiggja nokkrar helztu iífs, nauðsynjar söluskatti og auka; fjölskyldubætur er bætt aðstaða; þeirra, er hafa minnstar tekjur! og þyngst framfæri. Þá er það ávinningur fyrir landbúnaðinn, að undanþiggja afuiðir hans, söluskatti, en sökum sívaxancE: dýrtíðar og kjaraskerðingar er’ nú svo komið, að dregið hefuar! verulega úr sölu ýmissa land- búnaðarvara að undanförnu. Það; er jafnt hagsmunamál hænda, og neytenda að undanhiggja þessar vörur sölusfeatti. f öðra; lagi er með verðlækfe- un og auknum fjölsfeyldumótum hamlað gegn hækfeum fram- færsluvísitölunnar og þannig stig ið nokkurt sferef í þá átt að draga úr verðbólguvextinum. Hvert nýtt vísitölustig, sem bæt ist við framfærsluvísitöluna, eykur útgjöld atvinnurekstrarins í landinu um 110 millj. kr. á ári, þegar rekstur hins opinbera er talinn með. Atvinnuvegimir vinna þetta upp með hæfefcun verðlagsins, en það leiðir svo aftur til nýrra kauphækkana og þannig koll af kolli. Þess vegna • þarf að kapp-kosta að halda verð- laginu sem stöðugustu, — og þar með framfærsluvísitölunni, | — m. a. með ráðstöfunum eins . og þeim, sem hér er lagt tíl að • verði gerðar.“ Góð upprifjun Er ekki lærdómsríkt, bæði fyr úr launþ. og atvinnurekendur að rifja þessa sögu upp? Það voru nægir möguleikar á því að halda verðlagi í skefjum og tryggja litla sem enga kjararýrnu á sl. vetri, ef vilji hefði verið fyrir hendi. Ef farið hefði verið að ráðum Framsóknarmanna á Al- þingi hefði ekki komið til hinnar langvinnu kjaradeilu í vor, er olli þjóðarbúinu ómældu tjóni, því að þá hefði kauphækkunar , stökkið ekki þurft að vera svo . hátt sem raun bar vitni — betta ■, stökk, sem þó aðeins tryggði þann kaupmátt launa, sem þeir verkalýðsforingjar, hinir sömu og nú ráða ríkjum, neituðu Her- manni Jónassyni um að tryggja launþegum, er þeir synjuðu um viðræður við launþegasamtökin um efnahagsráðstafanir, þegar vinstri stjórnin var felld á sínum tfcna illu heilli. — TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.