Tíminn - 16.08.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.08.1970, Blaðsíða 9
iSUNNUDAGUR 16. ágúst 1970. TÍMINN Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar- ÞórarinD Þórariinsson (áb), Andrés Kristjánsow, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjómar- skrifstofur í Edduhúsinu, simox 18300—18306 Skrifstofur Banikastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsmgasiml 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði. innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint Prentsm Edda hf Forustumenn stjórnarflokkanna sitja þessa dagana á fundum, þar sem þingað er um, hvort efnt skuli til þing- . kosninga strax eða þær látnar fara fram að vori, þegar kjörtímabilinu lýkur. Endanleg ákvörðun fer eftir því, hvort verður álitið sigurvænlegra fyrir stjórnarfl. Meðan ráðherrarnir ræða þannig um, hvað sé heppi- legast fyrir stjóranrflokkana, skeyta þeir ekkert um mál, sem nú varðar mestu, en það er að hamla gegn hinni hraðvaxandi dýrtíð. Afkoma almennings, atvinnuveganna og þjóðarheildarinnar fer þó mest eftir því, hvernig haldið er á því máli. En stjórnarherrarnir hugsa ekki um það, heldur hitt, hvernig þeir geta hangið áfram í stól- unum. Það er takmark þeirra fyrst og fremst. Eftir þær óhjákvæmilegu kauphækkanir, sem urðu hér í sumar, áttu það að verða fyrstu viðbrögð stjórnar- valdanna að gera allar hugsanlegar ráðstafanir til að ' koma í veg fyrir, að þær leiddu til stórfelldra verðhækk- ana og síðan koll af kolli. Það hefðu stjórnarvöld gert ' alls staðar annars staðar. Hér hefur ekkert verið gert ' í þessa átt af hálfu ríkisstjórnarinnar, heldur miklu frem- ur hið gagnstæða. í mörgum tilfellum hafa opinber fyrir- , tæki gengið á undan og hækkað verðlagið miklu meira , en kauphækkuninni nemur. í öðrum tilfellum hafa stjórn- . arvöldin leyft miklu meiri verðhækkanir en kauphækk- anirnar gefa ástæðu til, ýmist með beinu frumkvæði ' eða fullu samþykki ríkisstjórnarinnar. Eykst dýrtíðin nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Ekki er annað sjáanlegt en að rlkisstjórnin stefni þannig markvisst að nýrri gengisfellingu, enda þótt marg- föld reynsla sýni, að slíkt er engin lausn, heldur bráða- , birgðaúrræði, sesi innan stundar gerir ástandið enn verra. Það er annars ekki neitt nýtt, að núverandi ríkis- stjórn hagi sér þannig. Það hefur eins og verið keppi- kefli hennar að láta verðlagið hækka meira en kaup- gjaldið, gera allar kauphækkanir þannig að minna en engu. ísland er nú eina landið í heiminum, þar sem verðlag helztu neyzluvara hefur hækkað meira en tímakaupið á síðastliðnum 10 árum, og kaupmáttur tímakaupsins þannig verið raunverulega skertur. í öllum öðrum löndum Evrópu hefur kaupmáttur tima- kaupsins aukizt verulega á þessum tíma. Það er sannarlega kominn tími til að horfið sé frá þessari sannkölluðu dýrtíðarsttefnu stjórnarflokkanna. Reynsla síðustu vikna sýnir bezt, að það verður ekki gert að óbreyttri stjórn. Hér verður engin breyting á, nema stjórnarflokkarnir missi meirihluta sinn í næstu kosningum, hvort heldur sem þær verða í haust eða að vori. Togararnir Ríkiss'ijórnin er nú að tilkynnr. að hún hafi látið undirbúa smíði á nokkrum togurum Stjórnarandstæð- ingar hafa á mörgum undanförnum þingum flutt tillög- ur um endurnýjun togaraflotans. en ríkisstjórnin ekki fengizt til neinna aðgerða fyrr en á síðasta þingi Nýju togararnir koma því miklu seinna og verða færri en þurft hefði að vera, og hlýzt af því obætanlegt tjón fyrir bióðina. Vafalaust myndi þó ríkisstjórnin enn sofa á ' ■'sw máli, ef stjórnarandstæðingum hefði ekki að lokum tekizt að knýja hana til athafna Það er dýrt að búa við þreytta og athafnalitla ríkisstjórn. Þ.Þ. Þrjár forustugreinar úr The New York Times: í Michigan er það oriið refsi- vert að menga umhverfi sitt 3. ágúst. STJÓRN Michigan-fylkis hef- ir forustu um mótun þess þjóð- félags, þar sem þegnarnir. bera lagaiegá ábyrgð á því, ef þeir menga umhverfi sitt, hvort sem þeir gera það sem einstakling- ar eða duibúnir sem hluthafar. Milliken fylkisstjóri er búinn að staðfesta lög, sem heimila venjulegum borgara að höfða mál gegn þeim, sem hann telur vaida alvarlegri mengun lofts, vatns eða iands, sem allir eiga tilkall til, og eins þó að um fylkið sjálft sé að ræða. Samkvæmt lögum Michigan- fylkis þarf málshöfðun ekki að byggjast á sönnun persónulegs skaða, fremur en samkvæmt Hart - McGovern - Udall - frum varpinu, sem er tii athugunar i § nefndum í báðum deildum Bandaríkjaþings, að minnsta kosti ekki þess háttar skaða. sem mældur er í dollurum og centum. Nægja á að sannfæra dómstóla Michigan-fylkis um að verið sé að valda mengun iofts eða ár í trássi við gildandi lög, og jafnvel nægir að sýna fram á, »5 gildandi iög séu ekki nægilega ströng til að koma að gagni. Dómstólarnir geta veitt áminningu, sett skil- yrði og jafnvel staðið fyrir um- bótum. Ef til vill yrði ekki þörf á al- ríkislögum um efnið ef hin fylkin 49 færu að dæmi Michig- an, sem þó er tæpast senniiegra en sama afstaða alira fylkja til hjónaskilnaða-, refsi- eða kosn- ingalaga. Alríkislög gætu hins vegar numið burtu þörfina á því, að hvert fyll:! um .ig heim- ili málsókn að lögum. Meðferð Hart - McGovern - Udail - frum varpsins sýnir, að ekki er ráð- legt að gera fyrirfram ráð fyr- ir samþykkt þess þó að æski- leg væri. Vitað er, að dóms- málaráðuneytið er and'dat frum varpinu, ef ti! vill af ótta viö þá óþægilegu aðstöðu að verða að verja aðrar stjórnacdeildir, sem ákærðar kynnu að verða. Finna verður þegnunum fæira leið til að leita xagaiegs réttar einmitt vegna þess, að stjórn- arstofnanir bæði fylkja og ai- ríkis eru oft og tíðum óvirkar við framkvæmd þeirra mála, sem þeim var ætlað að sinna. Ekki er sennilegt að dómarar í Michigan, sem þegar hafa ærið að starfa, líði málsóknir í léttúð og gáieysi, en ástæðulaust er að ræða það í léttum tón. Hver og einn, sem kærir mengun, ætti að vera skyldur að sýna fram á alvöru málsins. En þeg ar hann getur það og gerir á hann tvimælalaust rétt á öðru og meira en skjótri frávísun eða óendanlegum frestunum, en þetta tvennt virðist oft og ein- att fylgja skriffinnskukerfi stjórnvalda. Hætta stafar af hreinsiefnum 4. ágúst. ÞEGAR farið var að fram- leiða hreinsiefni úr nitrötum á árunum upp úr 1950 fylgdi Sþeim feikna mikil froða, sem erfitt var að fosna við. Hún ólgaði í lækjum og vötnum landsins og barst í vatnsból. Húsmæður hneyksluðust þeg- ar sápufroða var á vatninu úr krananum í eldhúsinu. Þingmenn hugleiddu bann við þessum hreinsiefnum, en fram- leiðendur lofuðu að leysa vand ann á eigin spýtur Þeir tiku að nota fosföt i stað nítiata. Froðan hvarf að mestu, en fos- fötin hafa reynzt afbragðs á- burður á þörungagróður og ör viðgangur hans hefir raskað lifsskilyrðum í vatni, þeir hafa svelgt súrefni þess og valdið fiskadauða. Kanadamenn hafa bannað framleiðslu hreinsiefna, sem innihalda meira en fimmtung af fosfötum. Nelson öldunga- deildarþingmaður frá Wisconsin hefir borið fram fru..ivarp, sem stefnir að sama marki í Bandarikjunum. Undirbúnings- viðræður fóru fram í vor, en framgangur málsins er hægur. Sú nefnd öldungadeildar, sem fjallar um mengun lofts og vatns, er að reyna að ná aukn- um árangri á þann hátt, að ríkisstjóm og fram.’eiðendur hafi samvinnu um að gengið sé úr skugga um, áður en ný framleiðsluvara er sett á mark að, að hún valdi ekki spjöllu i á umhverfinu. Hreinsiefnin eru hversdags- legt dæmi um erfiðleika, sem á vegi verða á mörgum sviðum. Nýju hreir.iiefnin eru unnin úr olíu og tvímælalaus framför frá sápunni, sem ömmur okkar notuðu. Fosföt auka hreinsi- hæfni efnanna, fjarlægja fleiri b.’etti og gera hvítan þvott blæfegurri. En er sá hæfi'eiki ekki o" dýru verði keyptur þeg ar áhrifin til spillingar á um- hverfinu ern tekin með i reikn- inginn? Þegar cfnahagslífið a þrif sín undi.” tækniframförum er erfitt að s.ara þeirri spurningu. Ef ekki verður tekið til skjót- virkra ráða verður að fara að dæmi Kanadamanna og banna nýja, skaðlega framleiðsluv" j hverja fyrir sig, þrátt fyrir truflanír og þau óþægindi, sem það veldur neytendunum. Voð- inn, sem yfir umhverfinu vofir, ,’eyfir engin undanbrögð Risaflugför spilia 5. ágúst ÞEGAR öldungadeild Þings- ins tekur ákvörðun um, hvort hún eigi að veita 290 millj dollara til smíði háloftaflugvél- arinnar tii vöruflutninga, hefir hún fyrir framan sig á.'it vís- índamanna, sem hafa lagt til, að málinu verði frestað þar til að vísindamenn geti skorið úr uin líkleg áhrif i gufuhvolfinu- Þarna var ekki um að ræða hóp leikmanna, sem vildi mála fjandann á vegginn Hópui bandariskra og evrópskra vís indamanna kom saman á veeurn MIT og sat að störfum í mán uð til þess að undirbúa ráð stefnu Sameinuðu þjóðanna 1972 um umhverfi nn : Þarna voru ful.trúar tó’f vis indagreina, auk fu!':rúa stjór: arvalda >p iðnfyrii-tækja Þeu komust a? raun jm að súr- efnisforðinn á jörðinn. tæki lit! um breytingum 02 áhri* DDT á svif sjávar væru ánægjulega lítil. — en bet. u á a var’-g vandamá! í samba.'di við há- .öftaflugvélina Uppi á háloftunum. þar sem flutningaflugvélunum æ'lað að fara um, verða útbiásturs efni þeirra um kyrrt i hinu þunna lofti í eitt til þrjú ár Þegar flugvé'.ar halda áfram ið fliúga barna um geta úrgangs efnin va.'dið verulega aukntim hita Vísindamennirnir vildu ekk fullvrða hver áhrifin kvnnu að verða á iörðu niðri en einn þeirra sagði' „Betra er að fara oilu með gát, þegar farið er v* breyta einhverju. sem hefur áhrif um allan hnöH' trúadeild þingsins hefir þegar samþykkt fjárveitinguna. Dr. George Mac Donald, sem sæti á í nefndinni. sem fjallar um var- veizlu umhverfisins, skýrði þing dei.’dinni frá því, að vatnsgufa frá háloftaþotunum kynni að skerða varnir gegn útfjólublá- um geislum. Þegar hinir færustu menn í heimi bera fram slíkar aðvaran- ir ætti öldungadeildin að fresta öllum fjárveitingnm þar til mjög aukin vitneskja er fengin. Hvað spm líður vafasamri þörf fvrir vélarnar. hávaða þeirra og austri o únbers fjár ti’ fram- 'eiðslu þeirra. — sem hvers- dagslega er haldið á lofti þegar verið er að andmæla smíði vél- anna. — væri hrein vitfirring að halda áfram við framkvæmd, sem va'dið gæti loftslagsf'reyt ingu um ú.’a jörð að pvi atTb«t er vitað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.