Tíminn - 16.08.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.08.1970, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 16. ágúst 1970. TIMINN 7 hér í Reykjavík að undanskild- U'm tveimur sumrum, sem ég sá um mat fyrir veiðimennina við Miðfjarðará, og gisti þá skála þeirra, Laxahvamm. Ekki hafði. þessi dvöl mín við ána nein áhrif í þá átt að ég yrði veiðikona. Af því sem ég hef séð til þeirra, sem þá iðju stunda. er ég þess fullviss, að mig cnundi skorta alla þölin mæði. Laxinn yrði að bíta strax, ætti ég að hafa ánægju af sportinu. Áður en ég tók prófið var ég þema á Brúarfossi eina Ameríkuferð. Ég var skráð á skipið 23. marz 1943, og tók ferðin 31 dag frá því við létum úr höfn hér heima og þangað tfl við komum til New York. Þetta var á þeim árum sem stríðið var í hvað mestum al- gleymingi og við sigldum í skipalest alla leið. Ég varð aldrei hrædd, en fyrstu vikuna var ég svo sjó- veik að ég vissi varla mitt rjúkandi ráð. Skipstjóri á Brúarfossi var Jón Eiríksson, en stýrimaður Kristján Aðal- steinson. Ég átti að taka til í her- bergi skipstjóra og reyndi að sinna þvi eftir mætti, þrátt fyrir sjóveikina. Á bekk í her- Guðmundur Benediktsson húsgagnasmiður berginu var stór púði) sem í var saumaður hesthaus, hef ég því sisnnt því lítið hvernig hann sneri meðan sjóveikin plagaði mig mest. Ég minnist þess að einn morgun, segir skipstjór- inn við mig og brosir góðlát- lega: „Jú, María, nú eruð þér likiega að verða frískar. Nú er púðinn orðinn réttur“. Á þessu ferðalagi var okkur sagt, að við skyldum ekki fara úr fötunum. Ég háttaði mig þó alltaf eins og ég væri heima hjá mér. Ég áleit, að mér myndi jafnborgið, kæmi eitt- hvað fyrir, hvort sem ég væri á náttkjólnum eða í einhverj- um s.’opp eða kjólflík utan yfir. Satt að segja reiknaði ég ekki með neinni björgun, ef sprengja hitti skipið. Ekkert slikt henti okkur, en við urðum vör við að ekki sluppu öll skipin jafn vel. Ég var eina konan um borð, og verð ég að bera karlmönn- unum þá sögu. að þeir voru, allir sem einn, samhentir og elskulegir menn. Liklega hef ég verið eia af skipshöfninni, sem háttaði í rúrhið mitt á kvöldin. Flestir eða allir karlmennirnir hafa ekki farið úr fötum og fylgt beirri reglu alla ferðina. — Aldrei heyrði ég neinn æðrast eða sýna á sér óttamerki. Menn spiluðu og gerðu að gamni Hulda Guðmundsson, gjaldkeri. sínu, og létu sem ekkert væri frábrugðið því venjulega. — En enginn veit í annars hug, og því ekkert um þetta að segja frekar. í þessari ferð heyrði ég fyrst talað um „söngvatn“. Var þá átt við Wermouth, rauðvín eða eitthvað álíka, sem menn fengu stundum á kvöldin — en lítið fór þó fyrir söngnum. Ekki geðjaðist mér að Ame- ríku. Þó finnst mér Washing- ton hreinleg borg. En ekki vfldi ég vera búsett þar vestra, helzt hvergi utan íslands nema þá í Noregi. Frá því ég fyrst réði mig í Oddfellow og fram til þessa dags hefur matreiðsla verið mitt aðalstarf þegar ég hef mátt því viðkoma sökum heim- ilisanna. Meðan dóttir mín var ung var vinnan utan heimilis- ins oft slitrótt. Þann 1. jan. 1968 tók ég að mér að sjá um mötuneyti í S'kúlatúni 2, fyrir starfsfólkið hjá Borgarverkfræðingi og af verkstæðum þar. Hér er aðeins um að ræða hádegisverð og borða þarna aið meðaltali dag- lega um 120 manns. Ég hef stúlku-mér til aðstoðar og borg ar borgin okkur vinnuliaun. Hver matargestur greiðir kr. 35.00 fyrir máltíðina og hefur það fram að þessu dugað fyrir efninu í matinn. Mér fellur starfið vel og fól-k- ið virðist sætta sig við það sem að því snýr. Bergsteinn Sigurðsson byggingameistari. María Jensdóttir er gift Jónatan Ólafssyni hljóðfæra- leikara og eiga þau saman eina dóttur, Gýgju. í Borgartúni 2: Fólkið er að hópast inn í matsalinn, sem er visítegur og bjartur á efstu hæð hússins. Þarna hitti ég Guðmund Beae diktsson, húsgagnasmíðameist- ara. — Hann hef ég ekki séð í mörg ár, en var þó, ekki í neinum: vafa um það hver þar var á ferð. Mér virðist aldurinn ekkert hafa níðst á útilti Guð- mundar. — En, því miður. Ég varð að kynna mig. — Hvernig finnst þér þetta fyrirkomúlag, Guðmundur? — Alveg ljómandi gott. Þó ég hafi heimili, finnst mér þetta ákjósanlegasta fyrirkomu lag. Það tekur sinn tíma að kotnast heim og heiman og lítii hvíld að skælast í yfir- fullum strætisvagni og standa þar upp á endann báðar leiðir. Hér getur maður hvílt sig þá stund sem er afgangs matar- tímanum. Og verðinu á matn- um er mjög i hóf stílii. Einn hinna fjölmörgu, sem þarna sitja að snæðningi, er Bergsteinn Sigurðsson, tré- smíðameistari. — Þetta er allt annað Hf, að hafa mötuneyti á vinnustað. Hjá mér urðu matartímarnir stundum erfiðustu vinnutímar dagsins. Ég kom oft ekki heim í mat fyrr en stundarfjórðung- ur var liðinn af tilskyldum mat málstíma, og þá glumdi sím- inn stanzlaust meðan hægt var að ná til mín heima. Auk þess kostar það talsverða peniiiga hvort sem menn ferðast með strætisvagni eða aka eigin bíl að fara heim og heiman. Ég er þess fullviss, að allir,' sem hafa þessa aðstöðu á vinnu stað, telja hana mikla réttar- bót. f'ru Hulda GuðmuntJssort. gjaldkeri hjá borgarverkfræð-1 ingi: — Þótt ég sé húsmóðir, þá finnst mér þetta fyrirkomulag ‘ alveg dásamlegt., liafi maður aðstöðu til að nota sér það. I-Iér höfum við það sérstak- lega gott. En það eru nú ef til vill ekki allir.jafn heppnir og við. Hún María er alveg sér-. stök matreiðslukona. -----Og því er ég fullkom- lega sammála eftir að hafa set ið til borðs með fólkinu og; snætt hádegisverð. Þ. M. Já, gjörið þið 8VO Wl. Regnið viðsMptm Súniimer C96> SMOO Verksmiðjuafgreiðsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- brejrtilegri framleiðsluþeírra, Iandsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlaet- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KÉA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftír- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn,- ið viðskiptin. Síminner (96) 21400. VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.