Tíminn - 16.08.1970, Blaðsíða 6
6
TIMINN
SUNNUDAGUR 16. ágúst 1970
María Jensdóttir
Fyrir því nær aldarf jórðungi,
aánar tiltekið þann 19. sept.
1945, var veizla mikil haldin
á Þingvöllum við Öxará. Tilefni
hennar var, að þann dag luku
þar sjö matreiðslumenn og
fimm veitingaþjónar sveins-
prófi, sem jafnframt var fyrsta
prófið, sem tekið var í þeim
iðngreinucn hér á landi.
Friðsteinn Jónson, þáverandi
formaður Matsveina- og veit-
ingaþjónafélags fslands, kvað
þennan dag vera mikla hátíð
fyrir vertinagmenn og marka
spor í samsökum þeirra, því
með þessu prófi hefðu veitinga
cnenn tekið sér stöðu við hli'5
annarra iðnaðarmanna, með
sömu réttindum og skyldum og
þeir.
Þessi veizla þótti fara hið
bezta fram, og réttir þeir sem-
á borð voru bornir, bera vott
um kunnáttu og smekkvísi
þeirra, sem hlut áttu að máli.
Meðal þeirra, sem próf tóku
í matreiðslu voru tvær konur,
Hólmfríður María Jensdóttir og
Sveinsína Guðmundsdóttir. Eru
þær því fyrstu konur, sem bér-
lendis taka próf í þessari iðn.
Flestar víkur á norðurströnd
ucn vita út og austur, móti
opnu hafi. En úr þeirri' átt
blása veður mismijd og strjúka
eífeki ætíð vægt um vanga. Saga
/
r-IGMS—i
■ FRYSTIKISTUR
IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar-
innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa.
Tvöfaldur þéttilisti I loki — hlifðarkantar á hornum —
Ijós I loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með
rofa fyrír djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar-
Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting"
™ — „rautt of lág frysting". —
Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð
145 Itr. kr. 16.138,— kr. 17.555,— i út + 5 mán.
190 Itr. kr. 19.938.— kr. 21.530,— -j út + 5 mán.
285 Itr. kr. 24.900,— kr. 26.934.— | út + 6 mán.
385 Itr. kr. 29.427.— kr. 31800— J út + 6 mán.
Ln
liðins tíma sýnir, að jafnan
fylgdi því nokkur mannraun að
eiga þar' sitt heimili, enda nú
öll byggð eydd á þessum slóð-
um og þögull már flögrar yfir
gleymdu kumli.
f einni af þessum víkum,
Smiðjuvík, fæddist María Jens-
döttir, önnur konan, sem mat-
reiðsluprófið tók 1945.
Þar bjuggu foreldrar hennar,
Jens Jónsson, ættaður af
Ströndum og Jóhanna Jónsdótt
ir úr Dalabyggðum.
Þegar María var fimm ára,
flutti fjölskyldan vestur í Hnífs
dal og þar voru æskuheimkynni
Maríu fram að fermingu.
Eftir ferminguna fór hún svo
til ísafjanðar og réðst þá til
Elíasar Pálssonar, sem átti
Sm j örlíkisgerðina.
Ekki átti það fyrir Maríu að
liggja að una ævinni í hinu
stórbrotna vestfirzka umhverfi
þar sem hún fetaði fyrstu spor
in. því að innan við tvitugt var
hún komin suður á Kjalarnes
og farin að vinna þar fyrir
sínu brauði.
— Af Kjalarnesinu fór ég
að Korpúlfsstöðum. Þá voru
þar meiri umsvif og athafnir
en nú eru orðin. Ráðsmaðurinn
var Stefán Pálmason, mikill
maður að vallarsýn, hafði hann
mör.gu fólki á að skipa, allt
að eitt hundrað manns, þegar
flest var um uppsikerutímann.
Ég vann við framreiðslu í
borðstofunni og er því hægt
að segja, að þar hafi verið
, lagður grundvöllur að því
starfi, sem ég síðan hef stund-
að, því að eftir að ég fór frá
Korpúlfsstöðum, réðist ég í
Oddfellow, til Egils Benedikts-
sonar og Margrétar Árnasonar.
sem þá ráku þann veitingastað.
Þarna var ég í nokkur ár
og byrjaði mitt matreiðslu-
nám hjá Kaj Ólafssyni. Þaðan
fór ég svo á Kaffi Höll og þar
var kennari minn Þórir Jóns-
son.
Síðast var ég svo hjá Guð-
rúnu Eiríksdóttur ,sem hafði
matsölu í Torvaldsenstræti og
frá henni tók ég prófið. Hún
var stórmyndarleg og flink
kona og hafði lært í Danmörku.
Ekki get ég neitað því, að
mér fannst það mikilsverður
áfangi, þegar ég hafði lokið
prófinu og fengið viðurkennd
full réttindi. Það hlýtur að
skapa annan hugblæ gagnvart
starfinu og veita aukið öryggi,
enda þótt þvi fylgi meiri og
víðtækari ábyrgð.
Árið 1946 fór ég til Ragnars
á Þórskaffi. Hann hafði þá
Brúarlund í Vaglaskóli og rak
þar sumarhótel. Hjá honum
mun ég hafa verið ein fimm
ár%
f Brúarlundi var afskaplega
skemmtilegt að vera. En ég
hef aldrei, hvorki áður né síð-
ar haft jafnmikið að gera. Stað
urinn var svo vel sóttur og
var af sumum kallaður „Hin
íslenzka Majorka".
Það þótti lítið ef ekki voru’
a.m.k. þrjú hundruð gestir yfir
daginn, sem keyptu mat, og '
fyrir kom að þeir .voru á
níunda hundrað.
Væri gott veður, kom það
oft fyrir. að þrátt fyrir anna-
saman dag, var farið í útreiðar-
túra á kvöldin að loknnm vinnu
degi, þegar búið var að loka
hótelinu.
Einn bóndi í Fnjóskadal, Jón.
á Birningsstöðum, átti marga
gæðinga, hvern öðrum betri.
Hann miskunnaði sig yfir þetta
örþreytta þjónustufólk, og lán
aði því hesta. Verður að telja
þessa greiðasemi hans til meiri <
háttar góðverka, því eftir að
hafa sprett úr spori hálfa
klukkustund eða svo var þreyt'
an eftir eril dagsins því nærf
horfin.
Umhverfið í Vaglaskógi er;'
dásamlegt. í þessu „vorsins'
græna ríki, þar er alltaf ilm-
ur“. Blátær áin leikur meðf
kitlandi straumköstum við’,
græna skógivaxna bakka. En,
þama var stundum heitt. Fyrir’
gat komið að hitinn yrði 30 st.‘
bæði úti og inni.
Tvær stórar kolavélar voru
í eldhúsinu, þær kynnti Lási}
kokkur og leyfði ekki af. Við-
vorum þrjú við matseldina og,
þar að auki framreiðslufólk. .
Þegar Hótel Bifröst í Borgar-
firði tók til starfa, var ég þar'
við matseldina fyrsta sumarið,'
annars hef ég eingöngu unnið'.
Fyrstu matsveinarnir, sem héðan útskrifuðust fyrir 25 árum.
s