Tíminn - 27.08.1970, Side 16
Flmmtudagur 27. jgúst 1970.
Tölvur viö skipulagningu borgar - Bls. 8
Menn sagðir græða
tugþúsundir á
kebjubréfum
FB—Reykjavík, r.Jðvikudag.
Annað slagið fréttist um keðju-
bréfafaraldur bæði hér og erlend-
is, þar sem fólk er hvatt til að
;senda bréf til vina og kunningja,
og því heitið hinum margvísleg-
ustu hlutum. ef það verður ekki
til þess að slíta keðjuna. Gerist
það hins vegar, er oft sagt, að
ógæfa ein bíði þess, er keðjuna
slítur. Utn þessar mundir mun
mörgucn hér gefast kostur á að
taka þátt í keðjubréfaskrifum, og
Formaöur
Framsóknar-
flokksins á
fundum
á Hólmavík
og Patreksfirði
Formaður Fram
§É| sóknarflokksins,
^ Ólafur Jóhannes-
| son, mætir á al-
| mennum stjórn-
| málfundum á
| Hólmavík 5. sept
1 ember n.k. og á
í Patreksfirði 8.
{ september.
Fundirnir hefj-
ast fcl. 9.
Ólafur
eru nú peningar í boði. Mestur
gróðamöguleiki er um 150 þúsund
krónur, og blaðið hefur fregnað,
að einn maður sé þegar búinn að
fá um 100 þúsund kr. og annar að
minnsta kosti 40 þúsund.
Keðjubréf þau, sem hér um ræð
ir eru sögð upprunnin í Sviþjóð. f
hverju bréfi munu vera fjögur
nöfn, og á að senda peninga til
efsta mannsins á listanum. Upp-
hæðin, sem hverjum manni er
send er 440 krónur, þannig að út-
gjöld þátttakandans eru nálægt
Framhald á bls. 14.
Héraðsmót
í Rangár-
vallasýslu
Framsóknarmenn i Rangárvalla-
sýslu halda héraðsmót að Hvoli
laugardaginn 5. sept. og hefst það
kl. 9 síðdegis. Ræður flytja al-
þingismennirnir Jón Skaftason og
Björn Fr. Björnsson. Skemmtiatr-
iði annast þjóðlagatríóið Þrír und
ir sama hatti, og Jörundur Gúð-
i mundsson, sem fer með gaman-
: þætti. Hljómsveit Þorsteins Guð-
mundssonar leikur fyrir dansi.
Skoðanakönnun Framsóknarmanna í
Reykjaneskjördæmi 26.-27. september
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Ákveðið hefur verið, að skoð-
anakönnun Framsóknarmanna
fyrir framboð til Alþingiskosn-
inga í Reykjaneskjördæmi fari
fram helgina 26. — 27. septem-
ber næstkomandi. Frestur til að
setja menn á framboðslista fyr-
ir skoðanakönnunina er til 15.
september næstkomandi.
Samkvæmt reglum um skoð-
anakönnun í Reykjaneskjör-
dæmi skal veija menn í fimm
efstu sætin í skoðanakönnun-
inni.
Rétt til þátttöku hafa allir
féi’agsbundnir Framsóknarmenn
og stuðningsmenn Framsóknar-
flokksins í kjördæminu, sem
kosningarétt hafa við Alþingis-
kosningar þær, sem í hönd fara.
Hægt er að setja nöfn manna
á framboðslistann við skóðana-
könnunina með eftirtöldum
hætti:
1. Samkvæmt tillögum frá al-
mennum féiags- og fulltrúaráðs
fundi Framsóknarmanna í kjör-
dæminu, allt að 4 menn frá
hverjum kaupstað, en aJit að 2
menn frá öðrum félagssvæðum.
2. Stjórn kjördæmissambands
ins er heimilt að setja á listann
nöfn manna úr hreppum, þar
sem ekki eru starfandi félög
eða frá öðrum stöðum, ef hún
telur heppilegt.
3. Loks skal skrá á lista nöfn
manna, sem þess óska eða gefa
kost á sér, enda hafi þeir með-
mæli minnst 50 félagsbundinna
og atkvæðisbærra Framsóknar-
manna í kjördæminu. Enginn
má þó mæla með fleiri en fimm.
Sérstök 3 manna yfirkjör-
stjórn sér um framkvæmd og
yfirstjórn skoðanakönnunarim*-
ar. Undirkjörstjórnir eru skip-
aðar fyrir hvert féragssvæði og
svæði, þar sem engin félög eru.
Yfirkjörstjórn tilkynnir siðan
hversu marga daga sjálf skoð-
anakönnunin stendur, hvar kjör
staðir verði og fleiri fram-
kvæmdaatriði varðandi skoðana
könnunina. Verður nánar sagt
fré þeim atriðum í blaðinu
síðar.
NORDMENN KANNA MOGULEIKA A
STÆKKUN FISKVEIÐILÚGSÚGU
Jón
Björn
NTB—Visby, miðvikudag.
Klaus Sunnaná, fiskim.st. Noregs,
sagði í dag á Norrænu fiskimála-
ráðstefnunni, að hann teldi, að
tilraunir til að fá ákveðnar alþjóð
legar reglur um verndun fisk-
stofnanna, hefði ekki borið árang
ur. Hann lét þar með í það skína,
að Noregur væri að athuga mögu
leikana á að stækka fiskveiðilög
sögu sína, þannig að hægt sé að
tryggja verndun fiskstofnanna
með einhiiða aðgcrðum einstakra
þjóða.
Sunnaná vildi ekki fara nánar
út í þetta mál, þegar fréttamenn
frá Norðurlönduim lögðu fyrir
hann spurningar síðar í dag, og
t. d. ek'kert um þáð segja, hversu
löng hugsanleg ný fiskveiðilög-
saga skyldi vera. Noregur hefur,
eins og t. d. Bretland, Danmörk
og Frakkland, 12 mínla fiskveiði-
lögsögu.
í fyrirlestri sínum á ráðstefn-
unni minnti Sunnaná á hina svo-
nefndu Montevideo-yfirlýsingu,
sem var samþykkt í maí í vor.
Þar segir, að hvert ríki hafi rétt
til að lýsa einhliða yfir 200 mílna
fiskveiðilögsögu. Þetta þýðir f|
reynd, að hver þjóð hafi fiskveiði-)
lögsögu yfir öll landgrannkin.
Equador, Perú, Chiíe og Braa-,
ilía hafa þegar fært fiskveiðilBg-
sögu eða landhelgi sfna í 200;
mílur.
Fyrir liggur tillaga frá Banda-1
ríkjunum og Sovétríkjunum, uan
að kölluð verði saman alþjóðleg
ráðstefna til þess að reyna að ná
Framhald á bte. M.
SUF-þinglð á Hallormsstað:
Þingfulltrúar af SV-landi
með leiguvei á föstudag
Þing Sambands ungra Framsókuarmanna hefst á föstudags-
kvöldið kl. 20 að Haflormsstað og stendur fram á sunnudag.
Fulltrúar frá félögum ungra Framsóknarmanna á Suðvestur-
landi fara með sérstakri leiguflugvél frá Flugféiagi fslands sfð-
degis á föstudag.
Þeir, sem æt.’a með vélinni, eiga að mæta á Reykjavíkurflug-
velli kl. 2.15 eftir hádegi á föstudag, en vélin fer kl. 2.45. Þing-
fulltrúar taka við, og greiða. farseðilinn, á flugvellinum.
Eins og áður segir stendur Þingið í þrjá daga, en leiguflugvélin
fer með fulltrúana frá Egilsstöðum kl. 5.30 síðdegis á sunnudag.
Vlnstra megin á myndinni er nýja húsið, sem Sláturfél agið hefur látið reisa við sláturhús sitt á Selfossi.
(Tímamynd Kári)
VIÐBÓT OG ENDURBÆTUR Á
SLÁTURHÚSI SS Á SELFOSSI
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
í sumar hefur verið unnið að
endurbyggingu og viðbyggingu við
sláturhús Sláturfélags Suðurlands
á Selfossi, og er stefnt að þvj að
Ijúka framkvæmdum í tæka tið
fyrir haustelátriUn.
Jón H. Bergs forstjóri Slátur-
iféliagsins sagði Tímanum, að
byggt hefði verið nýtt hús sunn-
an við sláturhúsið sem fyrir var.
og í þessu nýja húsi væri fjár-
rétt fyrir 2000 fjár, auk bana-
ktlefa og skurðborðs. Frá nýja hús
inu og yfir í hitt hefur svo verið
gerð brú, og í haust verður tekið
í notkun færibandakerfi við flán-
ingu, svipað því se*n er í slátur-
húsi KB í Borgarnesi.
Síðar er svo ætlunin að gera
.stórgripasláturhús, þar sem áður
var fjárrétt við sláturhús SS á Sel
fossi.
RED ARROWS ERU KOMNIRI
SB—Reykjavík, miðvikudag.
Loksins komust Red Arrows
til íslands. Síðasta flugvél
þeirra lenti á Keflavíkurflug-
velli kl. 17.10 i dag. Sveitin
mun sýna á morgun yfir
Reykjavíkurflugvelli og þar
verður ýmisiegt fleira til
skemmtunar og fróðleiks
Baldvin Jónsson, forseti Flug
málafélagsins, en á þess veg-
um er flugsveitin hingað kom-
in, sagði í dag, að ferðin frá
Hebrideseyjum hefði gengið að
óskum, en þetta er í fyrsta
sinn, sem Red Arrows fljúga
yfir opnu hafi svo langa leið.
án þess að geta lent. Vélarn-
ar voru um blukkustund á leið
inni. f fcvöld koma flugmenn
irnir til Reykjavikur og athuga
aðstæður fyrir sýninguna á
morgun.