Tíminn - 28.08.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.08.1970, Blaðsíða 2
FOSTUÐAGUR 28. ágnst 197». «ri Dagný SI-70 viS bryggju á Siglufirði. Dagnf - skuttogari Siglfírð- inga hefur veiðar um helgina jSB—Reykjavík, fimmtudag. i Dagný, hinn nýkeypti skuttog- ;nri Siglfinðinga, kom til heima- Kristján Rögnvaldsson, skipstjóri. hafnar á sunnudagskvö'dið. Eig- andi skipsins er Togskip h.f. á Siglufirði- Áhöfn skipsins er 14— 16 manns og skipstjóri Kristján Rögnvaldsson. Dagný fer á veiðar um helgina. Dagný, sem nú ber einkennisstaf ina SI-70 er þriggja og hálfs árs gamalt og hét áður Milly Ekkenga. Togskip keypti skipið frá Vestur- Þýzklandi, en það er smíðað í Hollandi. Kaupsamningurinn var undirritaður 3. júni s.l. en síðan hafa farið fram ýmsar smærri lag- færingar á skipinu. Dagný er 448 rúmlestir brúttó, en 265 nettó, samkvaemt gömlu mælingunni. Lengd skipsins er 49 metrar en beridd Sy2 metri. Vélin er 1200 hestafla Deutz vél og skip- ið er búi'ð öllum fullkomnustu fiski leitartækjum, m. a. netsendi, sem ákveður dýpt vörpunnar í sjón- um. Þá eru og tæki um borð til heilfrystingar á fiski a’It að 5 lest um á sólarhring. Öll aðgerð fer fram á lokuðu þilfari, sem er mjög stórt og rúmgott vinnupláss. Kaupverð skipsins er 50 milljón- ir króna og hlutafé Togskips hálf sjötta mil’jón. Formaður féiags- ins er Knútur Jónsson. 1. stýrimaður á Dagnýju er Hjalti Björnsson frá Siglufirði, en 1. vélstjóri Sæmundur Sæmunds- son, Reykjavík. Námsmannaþing SHÍ og SÍNE 1970 Þingið verður almennt námsmannaþing framvegís Námsmannaþing, sem er sam- eiginleg ráðstefna SHÍ og SÍNE var haldið helgina 22.—23. ágúst. f upphafi þingsins var sam- þykkt tillaga um breytingar á reglugerð Stúdentaþings. Fól hún í sér útví'kkun þingsins í almennt námsmannaþing. Auk fastra liða var í umræðu- hópum rætt um: Stöðuveitingar á íslandi, kjaramál, hlutverk mennt unar og nemendahreyfingu. Þingið sóttu um 50 námsmenn. Samþykktar voru ályktanir m.a. um stöðuveitingar á íslandi, tvær tillögur um kjaramál, þar sem önnur tekur mið af því þjóðfélagi, sem við lifum í nú, er hina má skoða sem markmið er stefnt skuli að. Þá voru og samþykktar ályfei- anir, þar sem komu fram átölur á einokunaraðstöðu stjórnmála- flokka í íslenzkum fjölmiðlum. Ályktxm um stöðuveitingar á íslandi var svohljóðandi: 1. Námsmannaþing beinir þeirri áskorun til opinberra aðila, að veiting í stöður til lífstíðar verði lögð niður. 2. Námsmannaþing fordæmir það sleifarlag í vinnubrögðum veitingarvaldshafa, að auglýsa ekki lausar stöður strax og ákveð- ið er að stofna þær eða vitað er að þær losna, svo að nægur tími gefist væntaníegum umsækjendum til að fá sig lausa frá öðrum störf um og undirbúa sig fyrir hið nýja. Jafnframt álítur þingið það óhæf vinnubrögð, að auglýsa stöð ur með lágmarks umsóknarfresti FIMMTA FATNAÐARKAUPSTEFNAN VERÐUR HALDIN I SEPTEMBER Færeyingar taka þátt í henni Haustkaupstefnan „fslenzkur fatnaður" verður haldin í Laugar- dalshöllinni 3.—6. september n.k. Tuttugu og þrjú íslenzk fyrirtæki munu kynna þar nýjungar í fata- framleiðslu sinm og sýna þann fatnað, sem á boðstóhim verður í haust og vetur. Hafa fyrirtækin, sem þáitt taka í kaupstefnunni aldrei verið fleiri. Það er Félag íslenzkra iðnrek- enda, sem gengst fyrir kaupstefnu Íl L—J L nn I Þverá: Mesta veiðin á neðsta hlutanum Á hádegi í gær var búið að veiða 1880 laxa í Þverá í Borgar- firði, sem er nær 500 fiskum betri veiði en allt veiðitímabilið í fyrra. Ein og í svo mörgum öðrm«r laxveiðiám landsins, er nú farið að draga nokkuð úr veiðinni í | Þverá. Þar veiðist nú mest á ! neðsta hlutanum, en hins vegar fást stærri laxar uppi á fjallinu, margir um 20 pund. Áin var fremur vatnslítil frá mánaðamótum og því varla hægt «5 vei.ða í henni nema á flugu. Hins vegar óx áin nú eftir helg- ; ina og veiðist nú eingöngu á maðk • í henni. Að sögn Péturs Kjartanssonar í ] veiðihúsinu við Þerá, var stærsti j laxinn sem veiðzt hefur í ánni á | sumrinu 22 punda, og veiddist! hann í júlímánuði. Stærsti lax- inn sem veiddist í Þverá í fyrra var 25 pund. Hann veiddist síðla í ágústmánuði, og hefur Pétur góðar vonir um, að þeir eigi eftir að fiskast stórir það sem eftir er, en veiðinni í ánni lýkur 10. september. Heillaráð frá Stefáni Jónssyni í fyrrakvöld höfðum við sam- band við Stefán Jónsson frétta- mann, sem löngum hefur mikinn áhuga haft á laxveiði. Var á honum að lieyra, að hann hafi veitt vel í sumar, og var þá að búa si'g í veiðiferð í Laxá í Kjós. Bað hann fyrir þau skilaboð til stangveiðimanna landsins að vera ekki kvíðnir þótt veiðitímabilinu væri að Ijúka. Skýldu þeir bara gleyma þeim leiðinlega tíma sem brátt fer í hönd, og hugsa því meira til næsta sumars. Einnig skyldu þeir vara sig á því að of- kæla sig ekki í vetur, né stofna heislu sinni í hættu á annan hátt, svo að þeir væru vel búnir undir næsta veiðitímabil. Að lokum má geta þess, að Stefán vildi ekki segja okkur veiðisögur, því áð þær ætlaði hann að nota í nýja bók um veiðiskap. — EB. þessari, en hún er sú fimmta í röðinni. Allir innkaaipastjórar og eigend- ur verzlunarfyrirtækja eru boðn- ir á kaupstefnuna. Tízkusýningar verða á hverjum degi kl. 14.00 nema fyrsta daginn, þá verður tízkusýning kl. 10.30 sem þáttur í opnunarathöfn Eins og við fyrri kaupstefnur hefur náðst samkomulag við Flug félag íslands og helztu hótel í Reykjavík um 25% afslátt á far- gjöldum og gistirými fyrir þá inn- kaupastjóra, sem sækja haustkaup- stefnuna 1970. Sú nýbreytni hefur nú verði tek- in upp að bjóða öllum klæðaverzl- unum í Færeyjum að senda full- trúa á kaupstefnuna. Er það von þeirra sem að kaupstefnunni standa að þeir fjölmenni. Vitað er um allmarga færeyska kaupsýsJumenn ,sem koma hingað ti’ 'ands á vegum Útflutningsskrif- stofu Félags íslenzkra iðn-rekenda og er skipulögð heimsókn fyrir þá á kaupstefnuna fyrsta dag henn- ar, Aðalkostir við kaupstefnu sem þessa eru, að þar fá innkaupastjór ar tækifæri til að kynna sér allar vörur, sem á boðstólum eru, á einum stað. Þannig fá þeir glöggt yfirflt og samanburð á verði, gæð- Framhald á bls. 10 skv. lögum eða jafnvel of stutt- um. 3. Námsmannaþing álítur rétt að umsækjendur um stöður eigi greiðan aðgang að öllum greinar- gerðum varðandi veitingu þeirra. 4. Námsmannáþing álítur að mikil þörf sé að kanna gaum- gæfilega, hvaða störf í þjóðfé- laginu séu svo stefnumótandi („policy-making") í eðli sínu, að réttlætanlegt sé að flokkspílitfsk ir ráðherrar skipi í þær. En í þau stefnumótandi störf, sem rétt eða afsakanlegt þykir að skipað sé í eftir flokkslegum sjóaarmiðum, sé ekki skipað til lengri tima í senn en til næstu stjórnarskipta. Ennfremur skal ráðstöfun ann- arra starfa komið í lýðræðislegra form. 5. Námsmannaþing álítur. að taka beri upp lýðræðislegri skip- an í nefndir (og ráð), er um- sagnaraðild hafa að stöðuveiting um. s.s. að formenn slíkra nefnda (og ráða), séu ekki skipaðir af ráðherra, heldur kosnir af nefndar mönnum sjálfum. 6. Námsmannaþing fordæmir all ar pólitískar stöðuveitingar, sem ekki geta talizt sérstaklega stefnu mótandi („policy-making"), svo og aðrar stöðuveitingar, er sprottn ar eru af óeðlilegum hvötum, s.s. fjölskyldutengslum og persónuleg um kunningsskap. Ályktun um námskynningar: Námsmannaþing leggur mikla áherzlu á, að staða námskynninga stjóra verði auglýst strax. Er dráttur á þessu mikilvæga máli óskiljanlegur. þar sem þegar hef- ur verið veitt fé á fjárlögum til þess. Samtök námsmanna eru hvött til að íáta þetta mál meira til sín taka. Ber að veita fé það nú þegar, sem ákveðið er á fjár- lögum til uppbyggingarstarfs, sem þegar er hafið af starfshópi námsmanna. Ályktun um fjölmiðla I: Námsmannaþing átelur þá ein- okun, sem stjómmálaflokkar hafa í umræðum um þjóðfélagsmál í fjölmið'lum þjóðarinnar og fer fram á, að almennum þjóðfélags- umræðum verði opnaður vettvgmg ur þar. Þingið fer þess á leit við íslenzka sjónvarpið, að það veiti 2ja tíma þátt innan 2ja vikna, þar sem íslenzkt náms- fólk fær að ræða þau mál, sem því liggur á hjarta. Ályktun um fjölmiðla II: Námsmannaþing fer þess á leit við ritstjóra Morgunblaðsins — blaðs allra landsmanna — að það veiti starfshópum Námsmanna- þings 16 síðna aukablað einn dag- inn til þess að kynna niðurstöður sínar, ræðast við og skemmta les endum eftir föagum. Ályktun um kjaramál I: Námsmannaþing leggur áherzh á, að stefnt verði að því, að náms aðstoð verði 100% fjárþarfar námi manna ekki síðar en árið 1974. Þingið bendir á, að ástæða e: til að endurskoða hugtakið um framfjárþörf og beitingu þess þegar lánahlutfallið hækkar. Aí öðrum kosti fellur hvatningin ti tekjuöflunar burt úr kerfinu Stefna ber að því, að vinnutekju: umfram ákveðið lágmark hafi ekk áhrif á úthlutun. Slíkt mund losa stjórn sjóðsins við það ure stang, sem fylgir námkvæmri at Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.