Tíminn - 30.09.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.09.1970, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 30. september 197* VETTVANGUR RITSTJÓRAR: BJÖRN PÁLSSON og SVAVAR BJÖRNSSON Fundur boðaður af stjórn SUF um barátfumál ungra manna og skipulag Framsóknarflokksins vekur sérstaka athygli á eftirfarandi atriðum í samþykktum ný- afstaðins SUF-þings: 1) „Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir myndun víð- tækrar vinstri hreyfingar og ræki kröftuglega það grundvallarhlutverk sitt að vera höfuðandstæðingur íhaldsaflanna í landinu." 2) „Að heiðarleiki, lýðræðislegur hugsunarháttur og ábyrgðartilfinning verði leiðarljós þátttakenda í þjóðmálastarfi." í samræmi við þessi meginbaráttumál vill fundurinn leggja sérstaka áherzlu á eftirfarandi: 1) Að nauðsynlegt er að stjórn SUF hefji þegar viðræð- ur við aðila innan Framsóknarflokksins og utan um myndun víðtækrar vinstri hreyfingar. 2) Að nauðsynlegt er að ungir Framsóknarmenn gagn- rýni einarðlegar en nokkru sinni fyrr ólýðræðisleg vinnubrögð í hvaða mynd sem þau birtast, bæði inn- an Framsóknarflokksins og utan. Janframt þurfa uágir Framsóknarmenn að halda áfram að berjast fyrir margháttuðum nýjungum í flokksstarfinu, sem m.a. færi valdið í hendur hinna almennu félagsmanna og virki hugmyndir og hæfileika sem fiestra í mál- efnasókn flokksins. f tilefni af skrifum Morgunblaðsins undanfarna daga \ um þing SUF að Hallormsstað og ýmsa forystumenn j ungra Framsóknarmanna vill fundurinn veka athygli á j þeirri staðreynd, að flokksræðismenn og afturhaldsöfl í allra flokka virðast ekkert óttast fremur en baráttu ungra i Framsóknarmanna fyrir nýjungum og lýðræðislegum ) vinnubrögðum. Þótt markvisst sé reynt að níða niður þá » menn, sem hvað harðast hafa á undanförnum árum bar- ; t izt fyrir nýjum viðhorfum í íslenzkum stjórnmálum, vill • fundurinn ítreka nauðsyn þess að endurnýjunarbarátt- | unni sé óhikað haldið áfram. Merkið má ekki falta nið- j ur, þótt Morgunblaðið og aðrir andstæðingar aukins i lýðræðis og frjálsræðis i íslenzkum stjórnmálum reyni j að safna liði til andstöðu undir kjörorðinu: j Af turhald allra flokka í ■ t SAMEINIST! i Stjórn SUF á fyrsta fundi sínum. Fremri röS frá vinstri: Þorsteinn Óiafsson, gjaldkeri, Már Pétursson, formaS. ur, Eggert Jóhannesson, varaformaSur, Rúnar Hafdal, ritari Aftari röS frá vinstri: Baldur Óskarsson, Elías S. Jónsson, Jónatan Þórmundsson, Sveinn Herjólfsson, Gunnlaugur Sigmundsson, Atli Freyr GuSmundsson, Guö- mundur GuSmundsson, FriSgeir Björnsson, Oddur GuS nundsson, ViSar Þorsteinsson, FriSrik Georgsson og Ótafur Ragnar Grímsson. Á myndina vantar nokkra stj órnarmenn. (Tímamynd_____Kárl). Fyrirhuguð ráðstefna SUF um baráttumál ungra manna og áOé. ujj HJi&J ö.ö llOBít jjíifrfljjf W iJvté x $1 skipulag Framsóknarflokksins Stjórn SUF, er kjörin var á ný- afstöðnu þingi SUF að Hallorms- stað hefur nú komið saman til tveggja funda. Á fandum þessnm hefur verið rætt um starfsverk- efni stjórnarinnar og baráttu fyr- ir framgangi stefnumála SUF.- Ákveðið hefur verið að efna til sérstakrar ráðstefnu utn baráttu- cnál ungra manna og skipulag Framsóknarflokksins. Dagskrá og tilhögun ráðstefnunnar verður rækiloga auglýst hér á síðunni í næstu viku. Til undirbúnings þeirri ráðstefnu var haldinn nú á sunnudaginn 27. september sér- stakur fundur um þessi efni, og var hann öllum opinn. Á fundin- uð urðu fjörugar umræður og í lok hans var gerð samþykkt sú er birti/t hér á síðunni, og send hefur verið öllum fjöltniðlum: Fulltrúar úr Norðurlandskjördæmi vestra á þingi SUF að Hallormsstað. Fulltrúar úr Norðurlandskjördænii eystra á SUF-þinginu. (Timamyndir—Kárl).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.