Tíminn - 30.09.1970, Page 16
Miðvikudagur 30. septemBeV TV70.
Fjölmenni er eigur
h.f. Djúpavíkur voru
seldar á uppboði
GPV-Bæ, Trékyllisvík, þriðjud.
Boðnar hafa verið upp eigur
h.f. Djiipavíkur í Ámeshreppi
í Strandasýslu, að kröfu lána-
drottna, en verksmiðja fyrir-
tækisins mun ekki hafa verið
starfrækt síðan á stríðsárun-
um. Margt manna var á staðn-
um, og víða komið að, m.a.
úr Reykjavík.
Verksmiðjuhúsið með vélum
oct bryggju var slegið Haraldi
Guðjónssyni á Lágafelli fyrir
210 þús. kr. Forstjóraíbú'ðin,
ásamt tilheyrandi skrifstofum
var slegið Sveini Jónssyni á
Gjögri fyrir 250 þús. kr.
Önnur hús fóru á lægra verði,
og auk þess var mikið af vél-
um og tækjum á uppboðinu,
sem var slegið ýmsum aðilum.
Á morgun kemur Heklan
með 40 tonn af heyi frá Homa
firði, en svo sem kunnugt er
af fréttum, gekk heyskapur
illa hjá bændum hér um slóð-
ir. Uindanfarinn hálfan mánuð
hefur þó verið mjög góð tíð
hér.
I,--------------—-------—->
ákveðið 10
krónur kíló
SB-Reykjavík, þriðjudag.
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins hefur ákveðið nýtt lág-
marksverð á sfld til söltunar,
veiddri sunnanlands, og skal það
vera kr. 10,00 á hvert kfló, miðað
við nýtingu. Verð þetta gildir frá
16. september.
Ungfrú
Árnessýsla
SB-Reykjavík, þriðjudag.
Ungfrú Árnessýsla var um helg
ina kjörin Hilda Hermannsdóttir,
frá Blesastöðum, Skeiðum, þar
sem foreldrar hennar búa.
Hilda er 19 ára, með græn augu
og jarpt hár. Málin eru 98—66—
98. Eina áhugamál sitt segir hún
vera ferðalög.
Samvinnuþjóðféleg - bls. %
r
t li'smi .vi
r ’ r ' • V ' ! j ; TÍ
FÉLAG HÁSKÓLAME NNTAÐRtA KENNAfeA:
Enginn háskólam0iintaður kennari
með kennsluréttindi sótti um
starf við gagnfræðastigið í Rvík
,' *
Myndin var tekin í gær aS lokinni verSlaunaafhendingunni — og eru á henni verðlaunahafarnir ásamt veit-
endum. Fremst sitja þau er hlutu ferðina tii New York, Jóna Karen Jónsdóttir og Guðmundur Garðar
Guðmundsson. (Tímamynd — Gunnar)
Veittu vegleg verðlaun fyr-
ir ritgerðir um Island og SÞ
EB—Reykjavík, þriðjudag.
Alls bárust 148 ritgerðir frá
öllum landshlutum í ritgerðarsam
keppninni sem barna- og unglinga-
blaðið Æskan, Félag Sameinuðu
þjóðanna á fslandi og Loftleiðir
efndu til á liðnu vori í tilefni
af 25 ára afmæli S.Þ. nú í haust.
Voru úrslit ritgerðarsamkeppn-
innar birt í dag, og verðlaunum
útbýtt að fréttamönnum viðstödd-
um.
Ritgerðarefnið var: Hvers vegna
á ísland að vera í Sameinuðu
þjóðunum. — Af þeim 148 ritgerð
um sem bárust hlutu eftirtalin
verðlaun fyrir ritgerðir sínar:
1 verðlaun hlaut Guðmundur
Garðar Guðmundsson 14 ára,
Reykjavík. — 2. verðlaun hlaut
Jóna Karen 1S ára, Seltjarnar-
nesi. Eru fyrstu og önnur verð-
laun flugferð fram og aftur til
New York og dvöl þar í borg í 3
daga í boði Loftleiða. Halda verð-
launahafar vestur yfir hafið n. k.
laugárdag og með þeim í förinni
verður m. a. Grímur Engilberts
ritstjóri Æskunnar.
Framhald á bls. 14.
Emil Jónsson á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna:
Réttlátt aö íslendingar ráði
landgrunninu og hafinu yfir því
EJ-Reykjavík, bi-iðjudag.
Emil Jónsson, utanríkisráðherra
hélt í dag ræðu á fundi allsherj-
arþings Sameinuðu þjóðanna, og
sagði þar m.a. stefnu ríkisstjórn-
arinnar, ,,að því er ísland varðar,
eru lögsaga og utnráð yfir land-1
grunni þess og hafinu yfir því |
sanngjörn og réttlát og verð-
skulda viðurkenningu samfélags
þjóðanna“. Lýsti hmn þeirri von
sinni, að fyrirhuguð ráðstefna
S.þ. um réttarreglur á hafinu
megi auðnast að leggja sinn skerf
til áframhaldandi þróunar þjóða-
réttarins.
Emil fjallaði vitt og breytt um
alþjóðamál í ræðu sinni, en sneri
síðan að verndun fiskistofnana og
nýtingu auðlinda hafs og land-
grunns.
Hann minnti á samþvkkt alþing
is frá 5. maí 1959, þar sem fjall-
að var am útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar og rétt íslands til iand-
grunnsins alls .,Að þvi er ísland
varðar er ríkisstjórnin sannfærð
um að viðurkennd verði af þjóða
rétti lögsaga og yfiiTáð Íslendinga.
ekki aðeins yfir hinum ólífrænu
auðæfum á hafsbotni og undir
honum, heldur einnig fiskistofn-
unum í sjónum yfir landgrunn-
inu“.
Síðan sagði Emil m.a.:
,,Að því er varðar spurninguna
um þriðju ráðstefnu Sameinuðu
þ óðanna um réttarreglur á haf-
inu og verksvið slíkrar ráðstefnu,
þá vildi 'u dvaga hér saman í fá-
Framhaid á bls 14
EJ—Reykjavík, þriðjudag.
Blaðinu hefur borizt athuga-
semd frá Félagi háskólamenn-
aðra kennara (FHK), þar sem
segir „að enginn háskólamennt-
aður kennari með kennsluréttindi
fæst til starfa við gagnfræðastig
ið í Reykjavík“.
í greininni segir, að stjórn
FtíK h>afi kannað umsóknir þær,
sieúi ' Fræðsluslkrifstofiu Reykja-
víkur bárust að þessu sinni um
la^sfir kennarastöður á gagnfræða
stigí:
'V$ið þá athugún kom í Ijós,
að enginn' háskólaménntaður ‘kenn-
ari með kennsluréttindi sótti um
þessar stöður. Lausar stöður voru
um það bil 30. Menn geta svo
gert sér í hugarlund hvernig
ástandið er í þessum efnum ann-
ars staðar á landinu".
Síðan segir, að samkvæmt yfir-
liti Fr æ ðslum ál a s kr ifs tofu ríkis-
ins um setta og skipaða skóla-
stjóra og kennara við skóla gagn-
fræðastigsins „fækkaði háskóla-
menntuðum ‘bóknámskennurum
með kennsluréttindi úr 25.5%
allra bóknámskennara árið 1982
í 16.5% árið 1969. Ljóst er því,
að þörf er skjótra aðgerða, ef
ætlunin er að reka umrædda skóla
með kennslukröftum, sem hlotið
hafa þann undirbúning, sem krefj
ast verður“.
Síðan er fjallað um ástæðum-
ar fyrir þessum kennaraskorti,
sem sagðar eru augljósar: „Laun-
in eru lág, lægri en laun flestra
annarra starfsmanna með sam-
bærilega menntun. Launáð er eft-
ir skólastigum, en ekki eftir mennt
un. Þessi fáránlega regla birtist
m. a. í því, að kemnari með cand.
mag.-próf ásamt prófi í uppeldis-
og kennslufræðum er í 19. launa-
flokki, ef hann kennir á gagnfræða
stigi, en kennara með BA-próf
átn uppeldis- og kennslufræði er
skipað í 21. launaflokk, kenni
hann á menntaskólastiginu. Hinn
Framhald á 14. siðu.
HANDRITA-
MÁLINU
ER ENN
FRESTAÐ
-- væntanlega tekið fyrir
10. marz 1971
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Handritamálið dregst enn á
langinn, og verður nú fyrst tekið
til meðferðar > Hæstarétti Dan-
merkur 10. marz á næsta ári —
verði því þá ekki enn einu sinni
frestað.
í frétt frá utanríkisráðuneytinu
segir, að sendiráð íslands í Kaup-
mannahöfn hafi í dag tilkynnt, að
þessi frestun hafi verið veitt sam
kvæmt ósk lögfræðings stjórnar
Árnasafns, en lögfræðingurinn
taldi sig ekki hafa nægilegan tíma
til að undirbúa rnálið, ef það
kæmi fyrir 30. nóvember næstk.
eins og ákveðið hafði verið.