Tíminn - 02.10.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.10.1970, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 2. október 1970 TIMINN s MEÐ MORGUN KAFFINU Lögregluþjónninn: — Sjáið þér ekki maður minn, að hér á skiltinu stendur að það megi ekki reykja í nánd við púður- verksmiðjuna. ---- — Já, en það hefur ekki ver- ið framleitt púður hér í tíu ár! — Það er alveg sama, skiltið er hérna ennþá. Rakari var dæmdur til dauða. Síðan var hann að venju spurður um hinztu ósk sína — Ég vildi gjarnan fá að raka dómarann. — Eg þarf að láta klippa göt fyrir augun. Þjónustustúlkan: — Já, ég hef soðna tungu, steikta lifur, súrsaða fætur og ■ Gesturinn: — Verið ekki að segja mér frá ágöllum yðar, látið mig heldur hafa einn disk af tómatsúpu. Kona innbrotsþjófsins: — Heyrðu karlinn! Hvað varstu að gera í nótt. Það er ekki einu sinni lína í blaðinu um innbrot- — Mamma, mamma, hann ætlar laara að setja fimmkall í stöðu- mælinn. Kaþólskur prestur uppgötv- aði, sér til skelfingar, að lítill fr_, drengur sat við fætur hans í IM skriftastólnum. !jj — Ertu búinn að sitja þarna allan tímann og hlusta? — Nei, ég heyrði bara, að lögreglustjórinn hefur þegið mútur, læknirinn drap mann í ógáti og að sjómaður svaf hjá abbadísinni. — Jæja, ekki annað. Guði sé lofl — Eigið þér nokkra bók, þar sem maðurinn myrðir konu sína og sleppur vel frá því? DENNI DÆMALAUSI — Loksins kom eg Denna í róm- ið, en það var taugatrekkjandi — — Hvað þýðir taugatrekkjandi? , iii'í Wm Formaðu'r striplingasamtaká j Danrfiörku . hefur ákveðið! kð neita að greiða sekt, sem hann fékk ásamt nokkrum félögum sínum fyrir áð láta sjá sig alls- nakinn á opinberri baðströnd. Þessi ákvörðun var tekin eftir samtal við dómsmálaráðherr- ann, en harm ku hafa ráðlagt striplingunum að láta málið fara fyrir rétt. Tilefni kærunnar var það, að 12. júlí síðastliðinn tóku nokkr ir meðlimir samtakanna sig til Nútímaeldhús verða með hverjum deginum þægilegri, innréttingarnar íburðanmeiri og stórkostlegri að allri gerð, og ótrúlegustu vélar og tæki eru fundin upp til að létta störf húsmæðranna (eða feðr- anna). Svo ekki sé minnzt á, að einföldustu tæki, sem enn- þá verða að teljast nauðsynleg í mdhúsinu eins og ausur og sleifar, eru stöðugt að verða skringilegri í útliti. Ef til vill má segja, að stefnan sé að gera alla hluti eldhússins straum- Íínulagaða í stíl við annað tuttugustu aldar fínerí, og jafn framt stuðla að því, að öll verk, sem þar eru unnin, taki sem allra skemmstan tíma. Um þetta er auðvitað ekki nema allt hið bezta að segja, því að hver er svo gamaldags í sér að láta það yfirieitt heyr- ast, að eldhússtörf séu skemmtileg og að þar sé mögu- legt að dúsa allan guðslangan daginn, eins og oft tíðkaðist í gamla daga? Slík spurning þarfnast auðvitað ekki svars, en önnur leitar fast á. Er ekki orðið eldhús orðið harla gam- aldags fyrir þessar glæsilegu vistarverur með rafeinda-bök unarofnum í palisanderum- gjörðum? Fer ekki betur á því að tala til dæmis um „mat- reiðslu-stúdíó“? og fengu sér bað án þess að hafa fyrir því að hylja nekt sína. Daginn eftir sá lögreglu- stjóriijn í Henne Strand, en þar gerðist. „hneykslið", mynd af sökudólgunúm kviknöktum í einu dagblaðanna og sektaði þá um tvö hundruð danskar krón- ur fyrir að brjóta lögin. Erik Aggernæs, en svo heit- ir formaður stfiplingafélags- ins, kvaðst ekki sjá neitt sak- næmt við að baða sig án sund- fata, og telur tiltækið ekki hafa gefið tilefni til opinberr- ar hneykslunar. Á meðfylgjandi mynd sjáum við nokkra af lögbrjótunum, og er Aggernæs lengst til hægri á henni, en þetta er ein- mitt myndin, sem fór svo í tang arnar á hinum æruverða lög- reglustjóra. Hún Lise-Lotte Norup er bara nítján ára, og þó er hún á góðri leið með að verða þekkt kvikmyndastjarna í heimalandi sínu, Danmörku, og á að baki nokkurra ára glæst- an feril sem fyrirsæta og aug- lýsingateiknari. Lise-Lotte var svo heppin, að einn af framámönnum í danskri kvikmyndagerð kom auga á hana í einu af mörg- um statistahlutverkum hennar, en hún starfaði sem fyrirsæta við fyrirtæki, sem oft hleyþur undir bagg-a þegar þörf er á aukaleikurum bæði við leikhús og kvikmyndun. Þessi náungi var einmitt að svipast um eftir ungri og efni- legri stúlku til að taka að sér aðalhlutverkið í nýrri mynd, sem heitir „Alting og et post- hus“, og hann bauð Lise-Lotte að koma og reyna sig við nokkr ar aðrar stúlkur. Það fór svo, að hún varð hlptskörpust, enda sviðsvön, þótt ekki hafi hún fyrr haft á höndum svo mikn- vægt hlutvex-k. En hún telnr, að æfing sín við að koma fram opinberlega sem ..fyrirsæta hafi hjálpað- mikið upp. á sakiraar. í einu tilliti virðist leikstjór anum hafa orðið á í messunni, þegar hann valdi einmitt Lise- Lotte, því að í myndinni á hún að vera bæði ljót og illa til- höfð, en við fáum ekki betur séð en til þess verði að gerast kraftavei'k. En eins og sjá má á myndinni er Lise-Lotte iðin við að gretta sig og afskræma sitt fallega andlit. Nú og auð- vitað er hægt að breyta útlit- inu óti'úlega mkkið með sminki, svo að líklega tekst henni að afmynda andlitið nægilega meðan á upptöku myndarinnar stendur, en á því m. a. veltur framtíð hennar sem leikkonu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.