Tíminn - 02.10.1970, Síða 7

Tíminn - 02.10.1970, Síða 7
FÖSTUDAGUR 2. október 1970 TÍMINN i Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benedútisson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstjórnar- skriístofuT 1 Edduhúsinu, slmar 18300 —18306 Skrtfstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr 165,00 á mánuði, lnnanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. r........— DIANA ZUBKOVA, TPN: Alþjóöleg ráðstefna um áhrif skóga á mannlegt umhverfi Flúormengunin frá Rússar stækka skógarbeltin umhverfis borgirnar Straumsvík í gær birtist hér í blaSinu lýsing Ingólfs Davíðssonar, grasafræðings, á skemmdum á gróðri í Hafnarfirði, sem Ingólfur telur hiklaust stafa af mengun frá álbræðsl- unni í Straumsvík. Lýsing Ingólfs var á þessa leið: „Síðari hluta ágúst fór undirritaður nokkrar ferðir til Hafnarfjarðar að skoða garða. Trjágróðurinn var óvenju vesæll að sjá, einkum reyniviðartegundir, en einnig birki, víðir, heggur, hlynur og jafnvel ribsrunnar. Laufið var víða með þornaða, sérkennilega rauðbrúna jaðra. Ungir heggsprotar voru sums staðar vanskapaðir, dökkir og kringvafðir í endann. Hlynblöð hvítrákótt. Börkur á nokkrum reynitrjám og sömuleiðis greinar ofantil á trjánum. Trén laufguðust seint í vor og sum felldu lauf- ið í byrjun júlí, þótt þau virtust laufguð að eðlilegum hætti í fyrstu. Ég skoðaði laufið og fann ekki í því neinar skemmdir af völdum sveppa og til frekari fullvissu sendi ég nokkur sýnishom utan til rannsóknar og fundust þar heldur ekki sveppir í laufinu, en allt henti til þess að um einhvers konar sviðnun væri að ræða, helzt loftborna. Samkvæmt efnagreiningu reyndust sýnishom trjálaufs úr Hafnar- Ðrði menguð af flúor. Við sumarbústað, rétt hjá Straums- vik reyndist flúormengunin miklu meiri, bæði í laufi og grasi. Bendir það til hvaðan hún er komin í hafnfirzku garðana. Lítur ekki vel út með trjárækt Hafnfirðinga ef slíku fer fram til lengdar. Flúormengun gæti og hæg- lega borizt til Reykjavíkur frá Straumsvík, þó mistur það- an leggi eðlilega oftar og æ meir yfir Hafnarfjörð. Hreinsitækin í verksmiðjunni virðist augljós nauðsyn“. Þessi lýsing Ingólfs Davíðssonar bendir ótvírætt til þess, að hér geti verið mikil hætta á ferðum, ef ekki verði reynt að ráða bót á þessu í tíma Niðurstaða hans styrkist við þá reynslu, sem fengizt hefur í sambandi við Husnesbræðsluna í Noregi, en svissneski álhringur- inn reisti hana aðeins fyrr en Straumsvíkurbræðsluna. Flúormengun af völdum Husnesbræðslunnar hefur orðið mun meira en af völdum annarra álbræðslna í Noregi. Þrátt fyrir ýmsar endurbætur, hefur flúormengun í Hus- nesi orðið svo mikil, að stjórnvöldin neituðu á síðastl. vetri beiðni um stækkun á verksmiðjunni. Þetta var upplýst í fyrirspurnartíma í norska stórþinginu 11. febr. síðastl. Rétt er að geta þess, að rannsóknarstofnun iðnaðar- ins, sem falið hefur verið að fylgjast með flúormengun frá Straumsvík, dregur niðurstöður Ingólfs í efa. En því miður hefur reynslan alltof oft orðið sú. að vísindastofn- anir hafa ekki uppgötvað hættur sem þessar fyrr en of seint, og fjölgar nú daglega dæmum um þetta í hinum þróaðri iðnaðarlöndum. Oft koma hætturnar líka ekki strax 1 Ijós. Þess vegna má ekki draga að krefjast þess, að álbræðslan í Straumsvík komi upp öflugustu hreins- unartækjum, eins og líka var lofað í upphafi, en ekki hefur verið staðið við. Magnús og 99% Magniis Kjartansson telur þá þingmenn, sem ekki hafa fengið i'estöll atkvæðin í skoðanakönnunum að undan- förnu, hafa orðið fyrir miklu vantrausti. Bersýnilegt er, að Magnús er hér undir áhrifum stjómarfars, þar sem það þykir vantraust að fá innan við 99% atkvæða. En þar er heldur ekki um keppni að ræða milli margra, heldur hafa stjórnvöldin aðeins einn mann í kjöri. Þ.Þ. HINN 17,—23. ágúst síðast liðinn var í Moskvu haldin al- þjóða ráðstefna um áhrif skóg ar á umhverfið í samræmi við áætlun Sameinuðu þjóðanna um efnahagsþróun. í þessari alþjóðaráðstefnu tóku þátt sendinefndir frá 24 ríkjum í Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku, og einnig fulltrú- ar alþjóða veðurfræðistofn- unarinnar, matvæla- og land- búnaðarstofnunar SÞ, FAO og Unesco. Fjðlmargir sovézkir vísinda- menn héldu fyrirlestra á ráið- stefnunni, þar sem þeir gerðu grein fyrir reynslu sovézkra vísinda af verndun og endur- nýjun skóga. Hið sósíalistíska kerfi, sem upprætt hefur í Sovétríkjunum einkaeignarétt á landi og skógi, hefur þar með skapað óhjákvæmilegar forsendur fyrir skipufagningu skógræktar á vísindalegum grundvelli og í samræmi við áætlunarbundna framþróun efnahagslífsins. NtJ eru allir skógar í Sovét- ríkjunum fiokkaðir eftir já- kvæðuni áhrifum þeirra á um- hverfið. I fyr.stia flokki eru skógar, sem er ætlað verndandi hjut- verk. í þessum flokki er skóg- arhögg bamnað eða strengilega regluhundið. Og skógur í þess- um flokki er aðeins höggvinn í því skyni að fjarlægja tré, sem ekki eru nógu heppileg til að gegna því hlutverki, sem þessum skógum er ætlað. í Sovétríkjunum er mikið starf unnið að því að koma upp grænum beftum í kringum borgir og stærri þorp. I sam- ræmi vi@ stærð þessara þétt- býliskjarna geta grænu beltin verið frá nokkur huindruð hekturum og upp í hundruð þúsund hektara að stærð. Á síðastliðnum tuttugu árum hafa grænu beltin umrverfis margar borgir verið stækkuð. Þar er venjulega komið fyrir mörgum bamaheimilum, ung- herjabúðum, hvíldarheimilum, heilsuhælum, ferðamannabúð- um og Vsumarbústaðahverfum. t MoskvS hefur t. d. hvert af liinum tuttugu og níu hverfum oorgarinnar sérstök hví’dar- svæði í skógunum umhverfis borgina. Á frídögum á sumrin aru oft um tvær miiljónir Moskvubúa samtímis úti í skóg- unum. Arið 1969 var græna beltið umhverfis Moskvu aukið úr 580 þúsund h 'cturum og þrefaldað. Græna ^eltið um- hverfis Leningrad er 550 þús. hektarar að stærð. Töluverður hluti skóganna í fyrsta flokki, en þeir eru sam- tais 9.2 miL’jónir hektara aIð stærð — hefur það hlutverk að vernda land og jarðveg. Ræktun skógarbelta á stepp- um og hálfgerðum eyðimörk- um hefur mikla þýðingu í Sovétríkjunum vegna hinna hagnýtu áhrifa, sem skógarbelt in hafa á umhverfið. Tiigangur Rússar eru óðum aS stækka grænu beltin umhverfis borgir og þorp. þeirra er að binda jarðveg og vernda hann gegn uppblæstri af vatnságangi og vindum og einnig að vernda æktun gegn þurrkum og heitum vindum, sem berast utan af eyðimörk- um Asíu. Hin mik'u störf, sem unnin hafa verið að þróun og frek- ari tulJkomnun skógræktar í Sovetríkjunum útheimtu að sjálfsögðu margvisieg vísinda störf og fjölmarga sérfræðinga. Skógfræðingar eru menntaðir í 18 æðri skólum. Hver þeirra útskiifar árlega frá 50 tii 200 iérfræðinga Og stofnaðir hafa verið fjölmargir iðnskólar, sem mennta menn tL' starfa í skóg ariðnaðinum. A síðastliðnum tíu árum hafa um 50 þúsund skógverkfræðingar og 85 þús. tæknimanna verið útskrifaðir. Mannfélagið getur ekki iifað án náttúrunnar — sem verður stöðugt fyrir meiri áhrifum og brevtingum af ðnaðarfram- leiðslu manna. Þess vegna er náttúruvernd talin sérstaklega þýðingarmikil í Sovétríkjunum. I mB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.