Tíminn - 02.10.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.10.1970, Blaðsíða 12
Föstudagur 2. október 1970. ' i*. R V r'í* Dagskrá Hljóðvarps og Sjónvarps fýlgir ri ■» Blóðbað í Þingeyjarsýslu: 4 KÝR DREPNAR EN 6 SLASAÐAR SB-Reykjavík, fimmtudag. Fjórar kýr frá bænum Ytra- Fjalli í Aðaldal lágu dauðar á þjóðveginum í gærkvöldi, eftir að ekið hafði verið á þær. Sex kýr til viðbótar meiddust. Ökumaður bifreiðarinnar, pilt- ur frá Húsavík, sagði, að hemlarnir hefðu bilað. Bíllinn er mikið skemmdur og óöku- fær. Ketill Indriðason, bóndi á Ytra-Fjalli, sagði Tímanum í dag, að kýrnar hefðu verið sóttar í hagann og verið á leið heim, þegar slysið var, um kl. 10 í gærkvöldi. Þær voru rekn- ar um 200 metra spotta eftir þjóðveginum, sem er beinn og breiður og mikið ekinn. Þegar kýrnar lötruðu þarna í nokkuð þéttum hóp á veginuim, kom bifreið á mikilli ferð, og ók beint á hópinn og í gegn um hann. án þess að hægja ferð- ina. í hópnum voru 16 kýr. Sbuggsýnt var orðið, en þó bjart yfir og ekki koldimmt. Tvær af kúnum drápust sam- stundis. Margt fólk dreif þegar að, og einhver í þeim bílum, sem á eftir voru, hafði byssu og skaut hann tvær kýr til við- bótar, því ekki var um annaö að gera. Helmingur kúnna sem eftir voru, meiddist meira og minna. Ketill sagði, að mað- urinn, sem með kúnum var, hefði verið ríðandi utan vegar- ins og hefði það ef til vill bjargað lífi hans, að hann gekk ekki á eftir kúnum. í bifreiðinni voru fimm ung Framhald á bls. 3 Félag Sambandsfiskframleiðenda um fiskstauta í Bandaríkjunum: Komum upp fiskiðnskóla áður en sfærri slys verða EJ-Reykjavík, finnntudag. rétt þykir að framleiða vöruna íslenzkur fiskiðnaður að dragast EJ-Reykjavík, finnntudag. ★ í greinargerð frá Félagi sam- bands fiskframleiðenda uin athug- anir bandaríska tímaritsins Con- sumers Reports á fiskstautum, kemur fram, að könnunin náði að- eins yfir mjög takmarkaðan hluta af framleiðsiu á vegum SÍS, eða svonefndar hakkblokkir, sem eru fi-amleiddar úr hráefni, sem ekki er hæft í a'ðra vinnslu og eru seldar á mjög lágu verði — en rétt þykir að framleiða voruna á meðan markaður er fyrir hendi, fremur en fleygja þessu hráefni, ★ Hins vegar er á það bent, að ekki sé öll framleiðsla frystihús- anna alltaf í fyllsta lagi, og er lögð megináherzla á að hér sé skortur á sérmenntuðu fólki til gæðaeftirlits, og einnig sé fisk iðnskóli orðinn knýjandi nauðsyn, þar sem þörf er á mjög aukinni verkkunnáttu. „Án fiskiðnskóla er LitiS inn í einn vinnusal Reykjalundar í gær. Hér er unnið við framleiðslu á leikföngum. Maðurinn fremst á myndinni er að setja hjól á plastbílana. (Tímamynd Róbert) Hafin smíði 18 húsa í smá- íbúðahverfi Reykjalundar Niðurstöður rannsóknar ekki enn fyrir hendi EJ-Reykjavík, fimmtudag. Upplýsingar Ingólfs Davíðs- sonar, grasafræðings, um fluor- mengun vegna álbræðslunnar í Straumsvík, sem frá var sagt í Tímanum í dag, liefur vakið mikla athygli. ir Það var haft eftir Pétri Sigur jónssyni, forstjóra Rannsóknar- stofnunar iðnaðarins, í blaðinu í da_, að hann teþli, að mengunin frá verksmiðjunni væri óveruleg, og þyrfti líka að leita annarra orsaka, ef gróðri stafaði hætta af flúormengun. * í útvarpinu í dag var hins vegar haft eftir honum, að ekki lægju enn fyi-ir niðurstöður úr síðustu rannsókn á menguninni, og væri því ekkert hægt um þetta að fullyrða. Eins og fram kom í yfirliti Ingcjfs um athuganir hans á riuormenguninni, telur hann full- víst að þær skemmdir, sem orðið hafa á gróðri í nágrenni álbræðsl unnar, séu vegna fluormengunar frá álbræðslunni, og tclur hann nauðsynlegt að setja upp hreinsi- tæki í verksmiðjuna, svo að ekki verði um frekari mengun að ræða. EB-Reykjavík, fimmtudag. Þegar þeim framkvæmdum, sem nú eru hafnar á Reykjalundi, eða eru í bígeið, verður lokið, mun staðurinn vart þekkjanlegur frá þ.í sem nú er. í sumar hefur mikið verið unnið að fegrun á umrverfi staðarins. Varanlegt slit- lag hefur verið lagt á götur smá- húsahverfisins, og malbikun á hið mikla hlað staðarins stendur nú fyrir dyrum .Þá hafa 24 Ijósa- staurar verið settir með götum smáhúsahvieiíisins, og á næsta sumri verður lilaðið lýst upp með sama hætti. Ennfremur er liafin smíði á 18 húsum í hverfinu, en fullbúin hús staðarins eru nú 33 að tölu og mörg þeirra stór í j sniðum. j Endurbætur hafa nú farið frain á kæli- og frystibúnaði staðarins. Gerðir hafa verið upp fjórir kief ar með fullkomnasta útbúnaði, allt frá kæligeymum fyrir jarð- ávexti til klefa með stighækkandi frosti. Mun verk þetta hafa kostað rúma eina milljón króna. —- Farið hefur fram gagnger endurbót á aðalhúsinu, var suðurhlið þess tek in fyrir í fyrrasumar, en í samar fóru fram endurbætur á framhlið hússins. Gróðurbelti með trjágróðri og grasflötum verður komið fyrir á hlaðinu, með hagkvæmum og snyrtilegum hætti, án þess að það verði til óhagræðis fyrir bíla umferð. Iíöfuðframleiðslugrein Re.vkja- lundar eru vatnsrör úr plasti, og hafa staðarmenn veaúð neyddir til að nota grasbala framan við vinnu skála, til geymslu fyrir birgðir af þeim. Nú verður þessu breytt þannig, að birgðageymslan verð- ur að baki vinnuskálanna og ráð- stafanir gerðar til að það megi verða þriíaleg geymsla og hag- kvæm. Ekki verða byggð hús yfir þennan varning, vegna þess, að það yrði svo rúmfrekt, enda varn ingurinn ónæmur fyrir veðri. — Að lokum má geta þess, að keypt ar hafa verið 2 nýjar og stórar vélar til plastiðjunnar og eru þær af allra fullkomnustu gerð. Sívax andi plastvöruframleiðsla á Reykjalundi og vörugæði, stafa af því, að ekki er litið við öðrum vélum en þeim fullkomnustu sem völ er á, enda sá kunni uppfinn- ingamaður, Jón Þórðarson, sem stjórnar framleiðslunni á Reykja- lundi. íslenzkur fiskiðnaður að draganl aftur úr“, segir í greinargerðinnl og bent á, að rétt sé að liýggja að þessu „á meðan enn hafa ekk! hent stærri slys“. Greinargerð Félags sambandí fiskframleiðenda fer hér á ^ftir: Umræður hafa orðið í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, vegna niður- stöðu tímaritsins Consumers Re- ports á rannsóknum á gæðum fiskstauta á bandarískúm mafk'aðL Þessar niðurstöður hafa verið ís. lenzkum framleiðendum óhagstæð ar. Af þesum sökum viljum við taka eftirfarandi fram: Gagnvart Sjávarafurðadeild SÍS náði þessi könnun einungis yfir mjög takmarkaðan hluta af fram- leiðslu á vegum Sjávarafurðadeild ar STS, eða svokallaðar hakkblokk ir. Hakkblokkir eru framleiddar úr hráefni, senv.ejcjri er hæft í aðra vinnslu og'equ. seldar á mjög lágu verði. Þó.,að þessi fram- leiðsla sé ekki gæðavara á borð við venjulega þorskblokk, þykii rétt að framleiða hana á meða.i markaður er fyrir hendi, fremui en að fleygja þessu hráefni. Mark aður fyrir þessa vörutegund ei meiri en sem framleiðslunni nem- ur. Tímaritið virðist ekM taka tíl- lit til þess að þessi framleiðsla hvorki er né verður nein gseða- vara, og ber hana saman við framleiðsluvörur úr venjulegum fiskblokkum, en það er algjörlega óraunhæfur samanburður. Fram- leiðsla hakkblokka er á þessu ári um það bil eitt og hálft prósent af heildarframleiðslunni á Banda- ríkjamankað og að verðmæti langt innan við eitt prósent og hefur því mjtig takmarkaða þýðingu fyrir afkomu frystihúsanna. Þó að þessi könnun Consumers framleiðslu frystihúsanna. Þó kem Reports nái aðeins yfir mjög tak- markaðan hluta af framleiðslu frystihúsa á vegum Sjávarafurða- deildar SÍS, er ekki þar með sagt að öll framleiðsla frystíhúsanna sé aíltaf í fyllsta lagi. Gæðaeftir- Iit frystiihúsanna sjálfra svo og gæðaeftirlit Sjávarafurðadeildai SÍS, hefur daglegt eftirlit með ur það of oft fyrir að það dugar ekki. Framhald á Ws. 10 Þingmenn og borgarfulltrúar Framsóknarflokksins í Rvík HALDA ALMENNAN FUND NÆSTA MIDVIKUDAG Alþingismenn og borgarfull-1 insson, Einar Ágústsson, Kristján Framsóknarhúsinu við Frikirkju- trúnr Framsóknarflokksins í Benediktsson og Guðmundur G. veg miðvikudaginn 7. október n.k. Reykjavík_ þeir Þórárinn Þórar-1 Þórarinsson — efna til fundar i og hefst hann kl. 8.30 síðdegis. Þórarinn Einar Kristján Fundurinn verður með svipuðu sniði og þeir, sem þessir sömu aðilar hafa lialdið undanfarna vet- ur. Alþingismennirnir munu svara fyrirspurnum á fundinum um landsmálin almennt, en borgarfull- trúarnir fyrirspurnum um borgar- málefni. Fundir þessir liafa verið vinsælir og ágætlega sóttir, en þeir eni GuSmundur öllum opnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.