Tíminn - 02.10.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.10.1970, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FÖSTUDAGUK 2. október I9TO Sebastien Jabrisoi: Kona, bíll, gleraugu og byssa vél. Kem aftur á miðviíkudag. Dany. Þetta hljóma'ði eins og sjálfs ævisaga. „Flugvél” var ekki nógu gott. Hváð um „fiugvél til Monte Carlo“? Ég leit á úrið. Klukkan var hálfsex, og allir á sbrifstof- unni, að mér einni undanskiiinni, höfðu komið í ílugvél. svo að hvort sem var ræki enginn upp stór augu. Ég seildist eftir bréfaklemmu og festi miðann við lampaskerminn. Hann færi bá ekki framhjá nein um, sem ætti leið þaroa um. Ég var held ég hamingjusöm. Erfitt að ímynda sér hvers vegna. ef til vill kenndi ég þeirrar eftirvænt ingar og óþreyju, sem virtist hafa gagntekið vinnufélaga mína. Um leið og ég fór í sumarkáp- una, mundi ég eftir litlu stúlk- unni hennar Anitu, greip fílinn af borðinu og stakk honum í vas ann. Molluheitt sólskinið streymdi ennþá inn um gluggann. Caravaille átti stóran svartan Citro.cn, og sætin voru leður- klædd. Hann lagði sjálfur til, að við færum á Rue de Grenelle, svo að ég gæti náð í náttkjól og tannbursta. Hann ók fremur greitt, enda lítil umferð. Ég sagði, að hann væri þreytulegur. —Ég held allir séu þreyttir, svaraði hann. Ég hældi þá bílnuny, en Caravaille hafði ekki neinn-^hu-ga á slíku, svo að ég þagnaði von bráðar. Við ökum yfir Si-gnu um Pont de l‘Alma. Caravaille smokraði bílnum í stæði framan við ljós- myndeverzlun gegnt húsinu heima. Þegar ég steig út úr bíln um, gerði hann slíkt hið sama. Hann spurði einskis og gekk á ef-tir mér yfir götuna. Ég blygðast mín ekki fyrir íbúðina — alla vega ekki svo ég viti — og ég þóttist viss um, að ég hefði ekki hengt nærföt til þerris yfir gasofninum. Eigi að síður var mér illa við, að hann kæmi upp. Hann fyllti án efa út í bæði herbergin, og ég yrði þá að skipta um föt í klósettkomi)- unni, sem var sannast sagna ekk ent áhlaupaverk. Auk þess þurfti hann að klöngrast upp fjórar bæð ir. Ég sagði óþarft, að hann kœmi upp, ég yrði enga stund. — Auðvitað kem ég upp með þér, svaráði hann, — mig munar ekkert um það. Ég veit ekki, hvað hann hélt. Að ég setti næi-föt og tannbursta í koffort? Ég fór á undan honum inn. Hann horfði rannsakandi í kring ■um sig, en sagði ekki orð. Ég lokaði dyrunum. Auðséð var, að hann vissi ekki, hvað hann átti af sér að gera. Mér fannst lifna yfjr honum. Hann virtist miklu yngri og miklu — hvernig er bezt að orða það — og mifclu eðlilegri en á skrifstofunni. Ég náði í hvíta kjólinn út úr klæðaskápnum og læsti mig inná kompunni. Gegnum þilið heyrði ég hann ganga um gólf. Meðan ég tíndi af mér fötin, kalláði ég til hans og sagði vera áfengi í kommóðuhólfi undir glugganum. Hefði ég tirna til þess að fara í sturtu? Hann svaraði ekki. Ég sleppti þá sturtunni, en þvoði mér í flýti með svampdruslu. Þegar ég kom aftur fram í stof una — dyftuð, greidd, i kjólnum, en sokkalaus — sat hann á legu- bekknum og talaði við Anitu í símann. Hann sagðist vera á leið- inni. Hann horfði á kjólinn. Ég sat á stólbrik, snakaði mér í hvíta skó og hafði ekki augun af hon- um. Úr tilliti hans mátti einung- is ráða leiðindi. Hann ræddi við Anitu. Hann sagði Jáanita Neianita. og það hlaut að vera hún. Ég man varla lengur, hvað hann sagði fleira: Nei, ég hafði ekki breytzt, já, ég væri frekar hávaxin, já, og frek ar grönn, já, ég væri reglulega sæt, já, og með Ijóst hár, mjög ljóst. og sólbrún, já — og sitt- hvað annað í þessum dúr. Þetta ætti að hafa látið ve.1 í eyrum, lætur eflaust vei i eyrum, en tal- andi hans skrumskældi hvert ein asta orð. Ég heyri hana ennþá, röddina: rómlitla af skyldurækni, þurra og einhljóða lílkt og síbylju leiðsögumanns. Hann svaraði spurningum Anitu af stakri þol- inmæði og lét reka undan kenj- um hennar. Hún bað hann að lýsa Dany Longo, svo að hann gaf henni nákvæma lýsingu á Dany Longo. Hún er mennskur maður, en ég, Dany Longo, hefði fullt eins getað verið sjálfvirk þvottavél til sölu í næstu búð. Eitt sagði hann að auki. Ég á við, hann komst ekfci bara þann ig áð orði í þeim tilgangi að láta Anitu skiljast án þess að særa mig, að ég væri furðulegri en nokkru sinni fyrr. Hann hefði ekki getað lýst þvi. sem hann sá, öllu hetur. Hann sagði blátt áfram og umbúðalaust, að litur augnanna í mér sæist efcfci gegn- um gleraugun. Ég hló, Ég tók jafnvel ofan gleraugun til að sýna honum litinn á augunum í mér. Þau eru ekki sæblá og lithverf eins og augun í Anitu, þegar hún lét mig bera bakkana obkar í veitingahúsinu á Rue La Boétie. Þau eru dökk, óhvikul og köld og sjá ekki glóru nema bak við gler augur. Ég veit ekki, hvort það var út af augunum, eða þá vegna þess, að mér varð skyndilega Ijóst, hversu lítils ég er metin á heim- ili forstjórans, en ég fylltist dapur leika, um leið og ég hló framan í Micel Caravaille. Mér bauð við þessu öllu saman. Ég átti hér enga ósfc heitari en þá, að fcvöld ið væri þegar liðið. að þau Anita væru farin á bannsettan fundinn í Palais de Chaillot, að þau hefðu aldrei verið til, að Anita hefði aldrei verið til, i stuttu máli — að við kæmum ofckur af stað. Hvarnæst? 1 Hvernæst? DREGIÐ i MÁNUDAGINN 5. OKTÓBER Vinningar gera hvorki mannamun né staðarmun. Gieymið ekki að endurnýja. Siðustu forvöð fyrir hádegi dráttardags. Happdrætti SÍBS er fösfudagur 2. okt. — Leódegaríusmessa Tungl í hásúðri kl. 14.35. Árdegisháflæði í Rvík kl. 7.09. HEILSUGÆZLA Slökkviiiðið og sjúkrabifreiðú. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði. sími 51336. fyrir Reykjavík og Kópavofi sím; 11100. Slysavarðstofan 1 Borgarspít- -nuai er opin allan sólarhringlnn Að eins mótt: .a slasaðra. Sim) 81212. Kópavogs-Apótek og Keflavíkur- Apótek ern opin virfca daga kl. 9—19 laugardaga kL 9—14. helga daga kl. 13—15. Almennar upplýslngar um Lækns bjónustu 1 borginni eru gefnar I símsvara Læknafélags Reykjavfk ux, síml 18888. Fæðingarheimllið í KópavogL Hlfðarvegi 40, sími 42644. Tannlæfcnavafct er i Heilsvemd arstöðinni (þar sem i*tv. tof- an var) og er opln laugardaga og sunnudaga fcL 5—6 e. h. Sími 2243.1. Apótek Hafnarfjarðar ex opið alla virka daga frá bl 9—1 6 laugar dögum fcl. 9—2 og a sunnudögum og öðrum helgidögum er opið frá ki 2—4 Nætur og helgidagavörzlu apóteka I Reykjavík, vflnwa 26. sept. til 2. okt. Lyfjabúðin Iðunn og Garðsapótek. Næturvörzlu í Keflavík 3. okt. og 4. okt. annast Guðjón Klemenz- son. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfe.’l er í Rvík. Jökulfell er í Leningrad. Dísarfell fer væntan- lega í dag frá Ventspils til Riga og Gdynia. Litlafell er í Þorláks- höfn. He.’gafeil fór í gær frá Svend borg til Lysekil og Akureyrar. Stapafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. MælifeL’ fór 30. sept. frá Archangel til Zaandam. Cool Girl er í Rvík. Else Lindinger er í Svendborg. GLacia fer væntam’ega á morgun frá Kaupmannahöfn til Reyðarfjarðar. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fór frá ísafirði í gærkvöld á suðurleið. Herjólfur fer frá Hornafirði í dag til Vestmanna- eyja og Rvíkur. Herðúbreið er á Norðurlandshöfnum á austurleið, FLU GÁÆTL ANIR Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 í dag. Vél- in er væntan.'eg aftur til Keflá- víkur kl. 18:15 í kvöld. Gullfaxi fer til London kl. 08:00 í fyrramál- íð. Innanlandsflug. I dag er áæt.’að að fljúga til Akur- '>fy eyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Húsavíkur, isafjanðar, Patreksfjarð ar, Egilsstaða og Sauðárkróks. A moi'gun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna- eyja, ísafjarðar, Hornafjarðar, Norðfjarðar og Egilsstaða. Loftleiðir h.f.: Þorfinnur karlsefni er væntanleg- ur frá NY kl. 0730. Fer tL’ Luxem- boi'gar kl. 0815. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1630. Fer til NY kl. 1715. Eiríkur nauði er væntanlegur frá NY kl. 0900. Fer tif Luxemborgar kl. 0945. Er væntanlegui' til baka frá Luxemborg kl. 1800. Fer til NY kl. 1900. Guðríður Þoi'bjarnai'dóttir er vænt anleg frá NY kl. 1030. Fer ti,’ Luxemborgar ki. 11,30. Er væntan leg til baka frá Luxemborg kl. 0215. Fer til NY kl. 0310. Fríkirkjukonur Hafnarfirði. Munið fundinn í Alþýðuhúsinu þriðjudaginn 6. okt. kl. 8.30. Vetr- arstarfið rætt, myndasýning. Stjórnin. Kvenfélag Laugamessóknar heldur fund mánudaginn 5. okt. kl. 8.30 í fundarsaí kirfcjunnar. Rætt verður um vetrarstarfið og fleira Stjórnin. ORÐSENDING Frá Guðspekifélaginu. Stúkan Baldur annast fundinn í kvöld, erindi flytur Guðjón Bald- vinsson, og nefnist það „Askurinn Yggdrasill". Mænusóttarbólusetning, fyrir fullorðna, fer fram í Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur, á mánudögum frá kl. 17—18. Inngangur frá Bar- ónsstíg, yfir brúna. Minningarspjöld minningarsjóðs Dr. Victors Urbancic fást 1 Bóka- verzlun ísafoldar, Austurstræit, aðalskrifstofu Landsbankans, Bóka verzlun Snæbjarnar. Kvenfélag Háteigssóknar heidur bazar 2. nóv. Félagsfconur og aðrir velunnarar félagsins ,e.; vilja styrfcja bazarinn eru vinsam- legast beðnai’ að láta vita í síma 82959 eða 34114. Heyrnarhjálp: Þjónustu við heyrnarskert fólk hér á landi er mjög ábótavant Skil- yrði til úrbóta er sterfcur félags- skapur þeirra, sem þurfa á þjón- ustunni a!3 halda — Gerist þvi fé- lagar. Félag Heyrnarhjálp Ingólfsstræti 16, sími 15895- FÉLAGSLlF Dansk Kvindcklub i Island. afho.’der Sndespil tirsdag 6. okt. 20,30 í "'Jarrarbúð. Skagfirðingafélagið í Reykjavík hefur vetrarstarfið með félagsvist og dansi í Domus Medica, Taugar- daginn 3. okt. kl. 8.30. Skagfirðing- ar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Ferðafélagsferðir Á laugardag kl. 14 Haustlitaferð i Þórsmörk. Á sunnudag kl. 9,30. Selatangar. Ferðafélag íslands. Ö.’dugötu 3 Simar 19533 og 11798. r1 i rpn m m 1 í rm • ! * ! io í » n ií ■F1 i & ° j§|| (i i £ m f- f m l Lárétt: 1) Áman 5) Dýr 7) Öfug röð. 9) Fljótur 11) Væl 13) Keyra 14) Stétt 16) Öfug röð 17) Spá- maöur 19) Fimt. Krossgáta Nr. 636 Lóðrétt: 1) Nes 2) Oíu.g röð 3) Önotaðs 4) Dýr 6) Öflugt 8) Andstutt 10) Stræti 12) Máttlaus 15) Veiðarfæri 18) Einksst. Ráðning á gátu nr. 635. Lárétt: 1) Sekkui 5) Lár 7) Et. 9) TTTT 11) Rót 13) Aur 14) Klóa 16) Ná 17) Fróni 19) Lummur. Lóðrétt: 1) Sterka 2) K1 3) Kát 4) Urta 6) Stráir 8) Tól 10) Tumnu 12) Tófu 15) Áru 18) Óm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.