Tíminn - 16.10.1970, Qupperneq 6
/
TIMINN
FÖSTUDAGUB 16. október 1970
MfUGFRETTIR
Ólafur Jóhannesson, form. Framsóknarfl.
Gerbreyta verður um stefnu ef tryggja
á framfarir í atvinnu- og efnahagslífi
Framhald af bls. 1
6. Endurbætur í endurskoðun
stjórnsýslukerfisins og umbætur
i stjórnarfari.
7. Landgrunnsmálið og stækkun
landhelginnar. Framsóknarflokk-
urinn lcggur áherzlu á, að ný og
undanbragðalaus sókn sé hafin í
þeim málum.
8. Ileilbrigðismál, vegamál, raf-
orkumál og tryggingamál. — Fram
sóknarflokkurinn telur þörf stórra
átaka og mikilla endurbóta í þeim
málum.
Ólafur Jóhannesson sagði í upp
hafi ræðu sinnar á Alþingi í dag,
að þar sem ríkisstjórnin myndi
framhalda óbreyttri „viðreisnar-
,stefnu“ væri afstaða Framsóknar-
flokksins til ríkisstjórnarinnar sú
sama og áður. FramsóknarfTokk-
urinn væri í stjórnairand&töðu og
myndi rækja hlutverk stjórnar-
andstöðu, veita stiórninni aðhald
og halda uppi gagnrýni eftir því
sem þörf krefur og efni standa
til. Kvaðst Ólafuir eklci efa, að
þeir menn, er nú sitja í ráðherra-
stólum vildu láta gott af sér leiða,
en stundum væri æði mikið I því.
að góð meining geri enga stoð.
— Við framsóknarmenn höfum
ekki trú á því, sagði Ólafur, að
þessi ríkisstjórn ráði við þau verk
efni sem úralusnar þíða. En þau
verkefni eru vissulega vandasöm,
ég vil ekki á neinn hátt gera lít-
ið úr þeim.
Þá minntist Ólafur Jóhannes-
son á yfirlýsingu forsætiráðherra
um endurskoðun stjórnarskrárinn
ar. Kvaðst Ólafur geta tekið und-
ir það með forsætisráðherra að
ástæða væri til þess að endur-
skoða stjórnarskrána, enda sú
skoðun komið fram hjá sér áður.
TaTdi Ólafur mjög skynsamlegt
að leitazt væri við að hafa sem
viðtækast samstarf við endurskoð-
unina, en þvj miður hafði á und-
anförnum árum ekki alltaf tek-
ist að ná samkomulagi um það
efni. — Ólafur Jóhannesson minnt
ist á sitthvað fleira sem fram
kom í ræðu forætisráðherra og
þá eðlilega verðstöðvunarmálið
og sagði að það þyrfti að verða
á traustari grundvelli en var 1967.
Nánar er skýrt frá þessu í annarri
þingfrétt í blaðinu í dag.
Því næst vék Ólafur Jóhahhes-
son að þeim málum sem Fram-
sóknarflokkurinn mun leggja
áherzlu á, á þessu þingi, og sagði
m. a.:
Já, þetta er leikritið...
.... sem var flutt á vegum Grímu, undir
stjórn Eyvindar Erlendssonar í Tjarnarbæ
fyrir fjórum árum ....
Upplagið er takmarkað.
Fæst í bókabúðum eða beint frá
útgáfunni.
Bókaútgáfan Þing, pósthólf 5182.
Atvinnumálin.
Atvinnumálin verða að ganga
fyrir öílu öðru, vegna þess að
þlómlegt atvinnulíf er forsenda
fyrir bættum lífskjörum og und-
irstaða framfara á öllum sviðum
þjóðlífsins. Leggja verður höf-
uðáherzlu á alhliða uppbyggingu
atvinnuveganna. Sú uppbygging
kemur ekki af sjálfu sér, heldur
verður að vinna að slíkri upp-
byggingu skipulega og á mark-
vissan hátt. — Framsóknarflokk-
urinn hefur markað ákveðna
stefnu hvernig að uppbyggingunni
er staðið og hvernig að henni er
unnið — sem sé þá, að þar eigi
hið opinbera, ríki ogv sveitafélag
að fá að hafa vissa forystu —
Framsóknarmenn telja að vísu at-
vinnureksturinn almennt bezt kom
inn í höndum einstaklinga og fé-
laga, ep ríki og sveitafélög verða
að koma inn í atvinureksturinn
ef á þarf að halda. — Uppbygg-
ing atvinnuveganna þarf að
byggja á þjóðfélagslegiri yfirsýn.
Framsóknarmenn leggja áherzlu á
nauðsyn ítarlegrar áætlunargerð-
ar um dtvinnhþráúnina.
FjármálrMsiflsn j ^ ú*uí jaíí i
Taka þarf upp breytta stefnu
í fjármálum rikisins. Annars veg-
ar að hamla gegn sívaxandi út-
þenslu ríkisútgjalda og hins veg-
ar að taka tekjuöflunarleiðir rík-
issjóðs til gagngerðar endurskoð-
unar, og þá sérstaklega með það
fyrir augum, að álagningarnar
komi sanngjarnar niður en nú
er, og skili sér betur. Minnti Ólaf
ur á að útgjöld ríkisins hafi nú
á 'undanförnum árum vaxið um 1
milljarð að meðaltali á ári.
Dýrtíðarmálin.
Að dómi Framsóknarflokksins
þarf að taka þau mál allt öðrum
og betri og árangsríkari tökum,
en gert hefur verið undanfarið.
Þarf að stefna að stöðugri verð-
lagsþróun og setja skorður við
dýrtiðarreksturinn.
Skólar og menningarmál.
Leggja beri áherzlu á að tryggja
öllum, sem iafnasta og bezta að-
stöðu til menntunar og má í því
sambandi <minna á frumvarpið
um námskostnaðarsjóð sem Fram-
sóknarmenn hafa nú endurflutt á
Alþingi. Jafnframt það að endur-
skoða og endurskipuleggja allt
skólakerfið með tilTiti tii breyttra
aðstæðna og nýrra tíma og nýrra
þarfa. — Ólafur Jóhannesson
benti m. a. á hörmungarástand
það sem nú ríkir á barna- og ungl
ingastiginu svo og i iðnfræðslunni
í landinu. Benti hann á frumvarp
Framsóknarmanna um fiskiðnskóla
sem nú er einnig endurflutt á
Alþingi.
Byggðarjafnvægismál.
Framsóknarflokkurinn leggur
sérstaka áherzlu á þennan mála-
flokk. Hið opinbera á að stefna
markvisst að því að auka jafn-
vægi í byggð landsins, ekki ein-
göngu með efnahagsTcgum að-
gerðum heldur og félagsiegum.
og stjórnsýslulegum ráðrföfunum.
Skapa á möguleika fyrir ungt
fólk úti á landsbyggðinnj svo að
það hverfi ekki eins og nú er úr
dreifbýiishéruðunum.
Þá rakti Ólafur Jóhannesson
einnig ítarlega stefnu Framsókn-
arflokksins til landgrunnsmálsins
og stækkun landhelginnar, enn-
fremur í heilbrigðismálum, vega-
málum, raforkumálum og trygg-
ingamálum. Sagði Ólafur að vega
málin mættu heita í algerri sjálf
heldu t.d. viðhald veganna, sem
væru í hinu mesta ófremdar-
ástandi. Stefna Framsóknarflokks
ins væri sú, að verja meiru af
tekjum af umferðinai til vegamál
anna. Þá nefndi Ólafur, að Fram-
sóknarmenn hefðu flutt og myndu
væntanlega flytja á þessu þingi
frumv. um lagningu hraðbrauta
um landið. Ennfremur minntist
Ólafur á læknaskortinn, og lagði
á það mikla áherzlu að úr því
vandamáli yrði að bæta, hvað sem
það kostaði. — Ræðu Ólafs Jó-
hannessonar verður gerð ítarlegri
skil í blaðinu á næstunni, einkum
hvað varðar stefnu Framsóknar-
flokksins í fyrrgreindum mikilvæg
um málum. En í lok ræðu sinn-
ai- minnti Iiánn á þá miklu- þörf
sem^væri jáu fev.ú, að,.þæta starfs-
skiiyrði alþingismanna og lagði
áherzlu á samstöðú allra flokka
i því efni.
Jóhann Hafstein lýsti í upphafi
ræðu sinnar yfir því að fram yrði
haldið meginstefnu ríkisstjórnar-
innar. Því næst vék hann að við-
ræðum ríkisstjórnarinnar við
samningsaðila vinnumarkaðsins,
sem nú eru á tímamótum, og frá
greinir á öðrum stað í blaðinu
í dag. Þá vék forsætisráðherra að
hugsanlegri verðgæzl'a. Fram
kom í ræðu forsætisráð-
herra að rikisstjórnin telji
hagsmunagæzlu íslendinga og
réttarvemd á landgrunninu eitt
veigamesta viðfangsefnið á næts-
unni. Þá minntist hann á stórvirkj
unarkappsmál ríkisstjórnarinnar
og sagði að fyrir þingið verði lögð
frumvörp til laga um virkjun Sig-
öldu oa Hrauneyjarfossa í
Tungnaá, um virkjuh Lagarfoss, og
til athugunar væri virkjunarmögu
leikar fyrir Norðurlandskjördæmi
vestra, og ennfremur ný rafvæð-
ingaráætlun sveitanna. Þá minnt-
ist forsætisráðherra á endurflutt
frumv. ,til laga um olíuhreinsun-
arstöð á íslandi. (Sjá ennfremur
ræðu forsætisiráðherra í Víða-
vang — bls. 3).
Lúðvík Jósepsson Ikvað Alþýðu-
bandalagið vera mótfallið ríkis-
stjórniani og minnti í því sam-
bandi m.a. á NATO og hersetana
í landinu, og framkvæmdir er-
lendra manna í landinu. Þá gat
Lúðvík þess, að hann ásamt öðr-
um þingmönnum Alþýðubandalags
ins væru búnir að leggja fram
frumv. til laga um verðstöðvun,
og kvað það skoðun flutnings-
manna, að jafnhliða tímabundinni
verðstöðvun þyrfti að hefjast
handa um að ná víðtækustu sam-
starfi um eftirtaldar ráðstafanir
Framhald á bls. 18.
Verðstöðvun nú má ekki
verða endurtekning á
blekkingunum fyrir
Alþingiskosningarnar 1967
EB-Reykjavík, fimmtudag.
í ræðu sinni á Alþingi í dag
minnti Ólafur Jóhannesson,
form. Framsóknarflokksins á,
í sambandi við kappsmál ríkis-
stjórnarinnar að koma á verð-
stöðvun, að slík ráðstöfun gæti
verið skynsamleg og réttlætan-
ieg ráðstöfun, væri hún byggð
á rcttum grundvelli. — En nú
væri reynslan af verðstöðvun
þeirra fyrir hendi. Það var
framkvæmd verðstöðvun hér á
landi fyrir síðustu alþingiskosn
ingar. Framsóknarmenn voru
þá fylgjandi því að reyna verð
stöðvun. iiann var eini flokkur
inn, sem mælti með því frv.
óbreyttu sem ríkisstjórnin í
öndverð-i lagði fyrir þingið. En
Framsóknurmenn sögðu þá, að
tfl þess að verðstöðvun kæmi
að gagni og til þess að hún
bæri árangur, þá þyrftu tiltekn
ar forsendur að vera fyrir
hendi, og hún þyrfti að vera
bygg'ð á réttum grundvelli. —
En það var sú verðstöðvun
ekki, sem þá var framkvæmd,
ekki að okkar dómi, sagði Ólaf
ur Júhannesson. — Við sögð-
um aö hún væri byggð á víxl-
um, sem framtíðin þyrfti að
greiða. Þa'I reyndist rétt. Víxl
arnir féllu í gjalddaga í nóvem
ber það kosningaár, og þá var
gerð gengisfelling.
Að síðustu minnti Ólafur á,
að reynaar hefði fyrr verið
gripið til verðstöðvunar, og
þá líka nálægt kosningum, sem
sé 1959. Kvað Ólafur þáð ein-
kennilega tilviljun, að þessar
verðstöðvanir skyldu einkum
koma til álita þegar líður að
kosningum.