Tíminn - 16.10.1970, Síða 9

Tíminn - 16.10.1970, Síða 9
jðSTUDAGUR 16. október 1970 TIMINN mnmu 9 HVAÐ GERIST Á HSl-MNGINU? Tillögur hafa komið fram um bikarkeppni — fjölgun í 1. deild, — og aukakeppni milli efstu liðanna. Tvö sæti laus í stjórninni næsta ár. — Ársþing annars stærsta sér- sambands okkar í íþróttum, Handknattleiksambands íslands verður haldið nú um helgina í Domus Medica við Barónstíg. Fyrir þinginu liggja mörg mál og áætlanir eins og hjá öllum hinum stærri og umfangsmeiri sérsamböndum, bæði lítil mál og stór. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur hin.n vin- sæli og dug.’egi formaður HSÍ, Axel Einarsson tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér lengur í stjórnina, og má með sanni segja að það sé áfail fyrir handknattleikinn, því að hann hefur unnið mikið í sinni stjórn artíð, og ha.'dið vel á spilunum. Annar maður úr stjórninni mun einnig hætta á þessum fundi, en það er Hafnfirðing- urinn Gissur Kristjánsson, sem kom inn í hana í fyrra, og feldi þá í kosningu Axel Sigurðsson, sem verið hafði í henni í mörg ár, en það vakti mikið umtal og kom flatt upp á alla, sem fylgzt höfðu með máíefnum HSÍ. Það verða því tvö sæti laus í stjórninni, og eftir því, sem íþróttasíðan hefur fregnað hafa nokkrir augastað á þeim, og því mikið baktjaldamakk stundað þessa dagana, eins og ætíð þegar slíkt kemur fyrir hjá hinum stærri sérsambönd- um. Handknattleiksráð Reykjavík ur, svo og Handknattleiksráð Hafnarfjarðar, hafa bæði ákveðið að styðja Valgeir Ár- sælsson til kjörs í stað Axels Einarssonar í formannssætið, svo að það verður vonlítið fyr- ir þá, sem áhuga hafa á því, að bjóða fram á móti honum — en nokkrir munu hafa haft áhuga á formannssætinu. Valgeir hefur verið lengi i stjórn HSÍ og færist því aðeins um set í stjórninni. Um sæti hans og Gissurs verður örugg- lega hörð kosning, oo hafa nokkrir kandídatar verið nefnd ir í því sambandi. Eru það m.a. Jón Magnússon, formaður HK RR, Birgir Lúðvíksson, vara- formaður HKRR. Jón Kristjáns son, form. unglinganefndar HSÍ og Stefán Ágústsson, for- maður Gróttu á Seltjarnarnesi — allt ágætir menn, sem erfitt verður að velja á milli. Það verður þó meira um að vera á þinginu en kosning i stjórnir. Eftir því sem íþrótta- síðan hefur fregnað verða þar m.a. lagðar fram tillögur frá mótanefnd HSÍ, og eru þær allar athyglisverðar, en hefðu þurft að koma fyrir augu þing fulltrúa fyrir löngu, svo þeir gætu metið þær 05 kynnt sér betur. Ein af tillögunum mun vera á þá leið, að koma á Bikar- keppni með líku sniði og Bikar keppni KSÍ, sem er mjög at- hyglisverð. Einnig að . fjölga liðum í 1. deild úr 6 í 8, og að koma á keppni milii 4 efstu iiðanna í 1. deild, að loknu ís- larrdsmóti, eins og fundið var upp á í 1. deild í körfuknatt- leik í fyrra, og tíðkast bæði í körfu- og handknattleik í Svíþjóð. Það fyrirkomulag hef ur víða verið umdeilt, og er ekki að efa aö svo verður einn ig á þessu HSÍ þingi, sem vafa laust á eftir að verða eitt af merkari þingum þessarar vin- sælu íþróttagreinar. — klp. Handknaftleikur er tvímaelalaust vinsælasta vetraríþróttagreinln, sem hér er iðkuð. Hingað koma fræg félagsliS og landslið á Hverju ári til keppni við íslenzka handknattleiksmenn, sem eru i hávegum hafðir víða um heim. Þessi mynd er frá heimsókn sænska liðsins Drott, og það er Sigurður Einarsson, Fram, sem þarna á í höggi við einn leik- mann liðsins. Skarphéðinn æfir á þrem- ur stöðum á landinu — Hefur ráðið Einar Bollason sem þjálfara 1. deildarliðsins í körfuknattleik. ; . klp—Reykjavík. Eins og menn eflaust muna varð Héraðssambandið Skarphéð- inn sigurvegari í 2. deildarkeppn inni í körfuknattleik s.L ár, og mun því leika í 1. deild á kom- andi keppnistímabili. Nú hefur komið í ljós að heima völlur iliðsins, sem er á Laugár- vatni er einum metra of mjór samkvæmt lágmarksstærð um lög legan keppnisvöll j L deild í körfuknattieik. Hefur félagið nú Hætta Reykjavíkur- félögin þátttöku? klp—Reykjavík. Íþróttasíðan hefur fregnað að knattspyrnufélögin í Reykjavik muni ekki taka þátt í Bikar- keppni 1. flokks, sem komið var á s.l. haust og hófst í sumar. Telja þau þessa keppni til fítils fyrir sig, því að 1. fl. íjél-aganna hafi nóg á sinni köninu með Reykjavíkur- mið- sumar- og haustmót, og einnig vegna þess að leikmaður, sem tekur þátt í þeirrl keppni má ekki taka þátt í Bikarkeppni HSÍ. Hér á landi hefur einnig farið Eram á undanförnum árum Bikarkeppni 2. flokks, og taka Reykjavíkurfélögin ekki þátt í því móti. óskað eftir því að fá undanþágu til að keppa á vellinum í vetur, en verði hún ekki veitt, verður félaðið að sækja um undanþágu til að leika alla sína leiki í fþrótta íhúsinu á Seitjarnarnesi með Reykjavíkurféiögunum, en þau hafa þurft að flýja út fyriir borg- artakmörkin vegna of hárra húsa -leigu í eina íþróttahúsi borgar- innar, sem igetur boðið áhorfend um upp á aðstöðu til að fylgjast með ieikjum höfuðborgarliðanna. Skarphéðinn hefur nú ráðið hinn kunna körfuknattleiksmann úr KSR, Einar Bollason til að . f . . ... . , „ . , „ , , þiálfa liðið fyrir átökin í 1. deild Skarpheðmn, s.gurvegan > 2. de.ld Islandsmotsins í korfuknattleik s.l. ar, Pramhald á bls. i 1 lelkur í 1. deild í ár þjálfaö af Einari Bollasyni leikmanni 1. deildarliðs KR. Svíþjóð sigraði Finnland Svíþjóð sigraði Finnland í lands leik í körfuknattleik, sem fram fór í Ábo j Finnlandi um síðustu helgi 63:57 (31:28). Kom þessi sigur Svía mikið á óvart, því Finnar eru sagðir I imjög góðri æifingu um þessar mundir, og þeir léku á heima- velli. Þetta er í annað skiptið, sem Svíþjóð sigrar Finnland í körfu- knattleik, og eru Svíar þvi að vonum ánægðir með leikinn, og sérstaklega með Anders Grön- lund, sem komst í li®ið á síðustu situndu, en hann skoraði 22 stig. OSTAKYNNING FRÁ KL. 14-18 í DAG Margrét Kristinsdóttir kynnir sérstaklega morgunverði, nestí skólabarna, mysuost og eggjakökur með osti Ókeypis cppskriftir og leiðbeiningar i OSTA- OG SMJÖRBÚÐIN SNORRABRAUT 54 J" " -l'í 'r"'

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.