Tíminn - 18.10.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.10.1970, Blaðsíða 6
TIMINN SUNNUDAGUR 18. oktðber 197» Úr ræðu ÓSafs Jóhannes- sonar á Alþingi 15. þ.m. Efling atvinnulífsins Efling atvinnulífsins verður að ganga fyrir öllu öðru, sagði (Sdlafur Jóhannesson, formaður 'Framsó'fcnarflokiksins, þegar rætt var um stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á Aiþingi síðastl. fimmtudag. Blómlegt at- vinnulíf er forsenda fyrir bætt- um lífskjörum og undirstaða framfara á öðrum sviðum þjóð- lífsins. Ólafur rakti í átta atriðum helztu stefnumál Framsóknar- flokksins og var sagt frá þeim hluta ræðu hans hér í blaðinu á föstudag. í framhaldi af því ræddi hann þessi atriði nokkru nánara og sagði m. a.: Uppbygging atvinnulífsins kemur ekki af sjálfu sér. Þar má ekki treysta á höpp éða til- viljanir. Um þetta munu reynd ar allir vera sammála, en hitt skiptir máli, hvernig að þessu er staðið, og þar skilja leiðir. Þar hefur Framsóknarflokkurinn markað ákveðna stefnu, eða þá, að þar eigi hið opinbera, ríki og sveitarfélag, að hafa vissa for ystu. Sú forysta getur verið með margvíslegu móti. í sumum til- vikum nægir hvatning, fyrir- igreiðsla og stuðningur við einka aðila, hvort heldur það eru ein- staklingair eða félög, en í öðrum tilfellum þarf hið opinbera e. t.v. að skerast í leikinn með beinni þátttöku í atvinnurekstr- inrnn, t. d. með því að stuðla að stofnun nýrra atvinnufyrir- tækja, að tryggja að atvinnufyr- irtæki, sem fyrir eru, séu full nýtt o. s. frv. Hér þarð að grípa tiT þeirra úrræða, sem bezt henta hverjum stað, alveg án tillits til alTra fordóma eða alveg allra fordóma um rekstrar- form. Við Framsóknarmenn telj um að vísu atvinnureksturinn al- mennt bezt kominn í höndum einstaklinga og félaga, en ríki og sveitarfélög verða að ‘koma inn í atvinnureksturinn að okk- ar dómi, ef á þarf áð halda. Áætlunargerðirum atvinnuþróunina Uppbygging atvinnuveganna þarf að byggja á þjóðfélagslegri yfir- sýn, sagði Ólafur, það er auð- vitað ekki hægt að gera allt í einu. Það verður að velja það 4r, sem fyrir á að ganga og nauðsynlegast eir og þjóðarheild inni er fyrir beztu. Þess vegna leggjum við Framsóknarmenn áherzlu á nauðsyn ítarlegrar áætlunargerðar um atvinnuþró- unina. Þar þarf hið opinbera að hafa forustu, gera áætlanir og sjá um að þær komist í fram- kvæmd. Þessa stefnu í atvinnumálum, hafa Frams ókn armenr. ekki áð- eins sett fram í almennum sam- þykktum heldur hafa þeir mót- að hana hér með flutningi þing mála. Ég nefni t. d. frv. um at- vinnumálastofnuK rfcsins, sem flutt var á næst síðasta Alþingi og þá vísað til ríkisstjórnarinn- ar En frá henni hefur síðan ekkert heyrzt um það mál. Það nægir ekki að mæta því máli með hrópum um það, að það séu höft, sem þar séu boðuð. Það er skýrt teki fram í greinargerð og málflutningi okkar með því Frá selriingu Alþingis, frv. að það er ekki hið gamla haftakerfi, sem við æfclumst til að sé tekið upp, heldur að stiórn verði höfð á þessum mál- um með setningu almennra reglna. Togaraútgerð ríkisins Ég nefni líka frv., sagði Ólaf- ur, sem flutt var á síðasta Aiþ., um togaraútgerð ríkisins og um stuðning við útgerð sveitarfé- laga eða félög, sem sveitar- félög eiga aðild að. Það var á því byggt, að ríkið keypti og ræki nokkra togara til atvinnu- jöfnunar og til atvinnumiðlunar. Þar var einnig gert ráð fyrir því, að ríkið stofnaði sjóð, sem hefði þáð hlutverk að leggja fram nofckurt fé f sambandi við út- gerðarfélög, sem stofnað yrði til með atbeina sveitarfélaga, til þess að brúa það bil, sem bví miður er víða fyrir hendi, þráfct fyirir góðan vilja og fórnfús fram lög frá heimamönnum. Það má að sjálfsögðu nefna mörg önnur mál, sem við höfum flutt og munum flytja á þessu þingi til áherzlu á þessari stefnu okkar. Ég get t. d. nefnt mál varðandi iðnaðinn, eins og t. d. lækkun tolla á hráefnum. og vél- um itil iðnaðar, aukin rekstrarlán til iðnfyirirtækja, frv. um ný- smíði fiskisikipa innanjands, og fleira. Hrollvekjandi fjárlög Þá vék Ólafur Jóhannesson að fjármálum iríkisins. — Ég skal ekki fara iangt út í -það efni, vegna þess að fjár- lagaumræður munu fara fram á næstunni. Útgjöld ríkisins hafa vaxið síðustu 5 árin um 1 mill jarð á ári að meðaltali. Nú hafa menn séð fjárlagafrumv. og þar er gert ráð fyrir því, að, fjár- lögin hækki um miklu meira en 1 milljarð á þessu ári. Þa’ð er ekM að furða, þótt stjórnarblað- ið Vísir, léti þau orð falla að fjárlagafrumvarpið væri leiðin- legt. Sannleikurinn er sá, að það er miklu meira en leiðinlegt, þ^2 er uggvænlegt og jafnvel \i’ étf hafa enn sterkari orð og ifiSjíRí að þáð er hrollveíkjandi. Ég held að það verði ekki haldið áfram öllu lengur á þess- ari braut. Auðvitað liggur bað í augum uppi að útgjöld hljóta að vaxa, þegar verðbólga vex. eins og hefur átt sér stað.Auðvit að er ekki óeðlilegt, að fjárlög í þjóðfélagi, sem er í örum vexti. vaxi'eitthvað, -' - *>>•■ ■ 1 Ég held því samt fram, að hér hafi allt of langt verið geng ið. Og að hér verði að spyrna við fótum. Það megi ekki alltaf hafa þann háttinn á, að leita bara að nýjum tekjupóstum á móti til að jafna metin. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að fara að líta á útgjaldahliðina og at- huga það í mikilli alvöiru, hvort það er ekki hægt að koma ein- hverjum sparnaði við. Ég held að það verði að fara að gæta þess mjög, hvort það er ekki hægt að gæta meira hófs í bein um rekstrarútgjöldum, en nú virðist vera gert. Neyzluskattarnir Annað skiptir þó ekki minna máli í sambandi við fjárlögin, sagði Ólafur Jóhannesson, og það er að endurskoða tekjuöflunar leiðirnar. Ég fæ ekki betur séð en að því sé stefnt að ná sem mestu af ríkistekjuim með al- mennum neyzlusköttum. Sú stefna sýnir sig í hæfckun sölu skatts, jöfnun innflutningsgjalda og vanefnun persónufrádráttar. Þáð er athyglisvert að söluskatt urinn skuli nú vera orðinn lang samlega hæsti tekjuliðurinn. Þessi skattur se,m á sínum tíma var af áhrifamönnum talinn rang látasti allra skatta hér á landi. Sannleikurinn er sá, að skatta byrði almennings er orðin óbærilega þung. Það eru vissu- lega takmörk fyrir því, hvað mik ið er hægt að leggja á fólkið. Framsóknarflokkurinn er alger lega andvígur þessari skatta- stefnu. Hann vill hafa aðflutn- ingsgjöld mjög mismunandi há. eftir því um hvers konar vörur er að tefla, lága á nauðsynjavör- um en háa á hinum ónauðsyn- legri. Framsóknarflokkurinn vill feBa niðnr söluskatt af brýnustu , ■ iIifanáylwjrtjuBi :iiZÍ f , þannig að gildi hans haldist ó- breyfct þrátt fyrir verðbólgu, og sama gildir um skattþrepin. Við viljum einnig bæta skatteftirlit- ið, svo að komið verði í veg fyr- ir þau stórfelldu skattsvik, sem virðast eiga sér stað. Þess vegna höfum við flutt tillögur um, að gerður verði útdráttur á svo sem tíunda hverju skattframtali tif sérstakrar rannsóknar. Við viljum enn fremur laga skatt- greiðslur fyrirtækja, hannig að þau geti afskrifað með eðlileg um hætti og safnað nokkrum varasjóðum. Kjarabæturnar voru óhjákvæmilegar Þá vék Ólafur a® verðbólgu- og dýrtíðarmálunum: Verðbólguvandamálið og dýr- tíðarmálin eru áreiðanlega eitt stærsta vandamálið, eins og sak- ir standa. Vaxandi verðbólgu vilja margir eingöngu rekja til kauphækkunnar þeirrar, sem samið var um s. 1. vor. Kjara- bætur voru þá óhjákvæmilegar eins og á stóð. ísland var orðið láglaunasvæði, og það virðast í raun og veru allir hafa verið sammála um það, að kjarabæt- ur yrðu að koma til. Ég held. að þær kjarabæturr, sem um var samið, hafi ekiki verið úr hófi fram, ef rétt hefði verið á hald- ið. Ég vil a.m.k. ekki sætta mig við þá tilhugsun. Það er annað slagið verið að segja, að fsland sé í röð þeirra ríkja, sem hafa hvað mestar þjóðartekjur miðað við einstakling. Það virðist því eitthvað vera bogið eða eitthvað vera að einhvers staðar, ef ekki er þá unnt að greiða bað kaup. sem er eitthvað í námunda við það, sem er hjá nágrannaríkjum Aðalatriðið var auðvitað, að hækkanirnar færu ekki strax með fullum þunga út í verð- lagið. Það burfti að gera ráð- stafanir til að afstýra því. Það var ekki gert, og þess vegna hef- ur verðbólguþróunin orðið svo ör á þessum tíma eins og raun ber vitni. Þess vegna stefnir nú sem fram undan er. rf.cF;!:// r<h®Bf öjfsrt. Ekkerteitt ráðdugir Ólafur vék síðan að þeim úr- ræðum, sem kæmu til greina í dýrtíðarmálunum, og sagði m.a.: Ég held, eins og ég sagði áða&, að það dugi hér ekkert eitt úr- ræði, heldur veirði að grípa tH fleiri úrræða og þar er m. a. eitt, sem við höfum bent á, eða flutt frv. á um á þessu þingi, en það er niðurfelling söluskatts af brýnustu nauðsynjum. Að sjálf Sögðu geta niðurgreiðslur komið hér Idka til athugunar og e.tv. er hægt að nota tryggingarkerf- ið á einhvern hátt í þessu augna miði. Þá kemur að sjálfsögðu sterkt verðlagseftirlit tíl greina og sjálfsagt getur líka verðstöðv un í einhvenri mynd komið til álita. En það verð ég að segja í tilefni af því, sem hæstv. for- sætisráðherra sagði, að ég skyldi nú ekki vel þá röksemdarfærslu að það þyrftí að tengja, eða væri líklegt, að verðgæzlufrv. tengd ist með einhverjum hætti, hugs anlegri verðstöðvun. Ég held að það fari ekki á miBi mála, að andinn í verðgæzlufrv. var meira frelsi þeim aðilum til handa, sem við verzlun fást. Þess vegna held ég. að sá andi samrýmist illa verðstöðvun. Ég held þvert á móti að samfara verðstöðvua yrði auðvitað að koma til miMu sterkara verðlagseftirlit en ella. Unga fólkið og dreyfbýlið í lok ræðu sinnar, vék Ólafur að jafnvæginu í byggð landsins. Hann sagði: — Það þarf að stuðla að auknu jafnvægi í byggð landsins. Með eflingu þéttbýliskjarna og kaup staða, sem fyrir eru, þarf að efla atvinnulíf þar, en jafnframt þarf að hugsa um sveitirnar og fólkið, sem þar býr. Það þarf að húa þannig að þessu fóM, að það hafi svipaða aðstöðu og það fólk, sem býr á hinum stærri þéttbýlissvæðum. Þar er ekki nóg áð iíta á atvinnumálin. það þarf líka að jafna hina féTagslegu og menningarlegu aðstöðu, t. d. með tiLlti til skólamála og heilbrigð- ismála. Það þarf líka að athuga með dreifingu ríkisstofnana hvort ekki er hægt að styrkja einstök byggðarlög með því að setja þar niður ríkisstofnanir, sem hingað til hafa verið settar á mestu þéttbýlissvæðin. Það þarf á þessum stöðum að skapa mögu leika fyrir ungt og menr.tað fólk. Það er staðreynd, að mörg þessi byggðarlög hafa Iagt tíl og leggja til ungt fólk, sem mennt ar sig, en bað fer ekki aftur heim í byggðarlögin. Það er mik- il blóðtaka fyrir bessi byggðar- lög. Hvers vegna fer ekki þetta fólk heim? Af því að bað er efcki aðstaða þar fyrir hendi. Það hefur ekki tækifæri. Það þarf urnfram allt að vinna að því að skapa möguleika í hinum dreifðu byggðum, kaupstöðum og kaup- túnum víðs vegar um landið, til þess að geta tekið á móti þessu fólki, — þessu unga. menntaða og efnilega fólki. Það út af fyrir sig mundj auðvitað stórkostlega styrkja þessar byggðir og verða kannski drýgra til bess að efla jafnvægi í byggð landsins held- ur en margt annað. Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.