Tíminn - 03.11.1970, Síða 7

Tíminn - 03.11.1970, Síða 7
ÞREÐJUDAGUR 3. nóvember 1970. __ TIMINN 7 l—W®é**i— Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framtevæmdastjóri: Kristjáin Benediktsson. Ritstjórar: Þórarian Þórarlnssom (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Ilelgason og Tómas Karlsson. Auglýsinigasitjóri: Steingrímur GísJiason. Ritstjómar- skrifstofur í Bddiuhúsinu, símar 18300 —18306. Skrifstofur Bankastræti 7. — Afgreióslusimi 10323. Auglýsingasími: 10623. ASrar skrifstofur simi 18300. ÁsfcriftamgjaJd kr. 105,00 á mánuði, mmanlamds — í lausasölu kr. 12,00 eint. Prenitsmiðjan Edda hf. „Að leggja til atlögu" í forsíðuleiðara í Alþýðublaðinu í gær segir Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra og formaður Alþýðu- flokksins m.a. um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að grípa til verðstöðvunar: „Aðalatriðið og það sem skiptir almenning mestu máli, er að ríkisstjórnin hefur nú lagt til atlögu við verð- bólguna/ Þetta segir Gylfi sitjandi enn í þeirri ríkisstjórn, sem fyrir rúmum 10 árum hóf starf sitt með það að höfuð- markmiði að stöðva verðbólguna og vernda verðgildi gjaldmiðilsins. Árangurinn er sá, að þessi ríkisstjórn hefur slegið öll verðbólgumet. Aldrei hefur verðbólgan vaxið jafn ofsalega og á þessu tímabili eða hátt í 300%, með ekki færri en 4 stórfelldum gengislækkunum krónunnar, sem tilheyra slíkri þróun efnahagsmála. — En sem sagt, hvað sem fortíðinni líður, góðir hálsar, þá er það aðalatriðið „að ríkisstjórnin hefur nú (loks?) lagt til atlögu við verðbólguna"! Það er eins og menn minni, að ríkisstjórnin hafi nú sagt ærið oft á sl. 10 árum, að hún væri að leggja til atlögu við verðbólguna. Og ef menn glugga frekar í gamlar yfirlýsingar komast menn að raun um, að ríkis- stjómin hefur beitt til þess margvíslegum ráðum og raunar öll efnahagsstefnan frá upphafi við það miðast fyrst og fremst að stöðva verðbólguna! Verðbólgudraug- urinn sinnti þessu því miður ekki, heldur magnaðist hann í sífellu og hefur óvíða í heiminum komizt til slíkra valda sem hér á sl. 10 árum. Örlítil hlé hafa þó verið stundum milli aðal verðbólgu- hrinanna. Viðreisnarmenn hafa nefnilega ætíð komizt að þeirri niðurstöðu nokkrum mánuðum fyrir kosningar að verðstöðvun sé þjóðráð. Fyrir kosningamár 1967 var al- menningi meira að segja talin trú um að „verðstöðvun- arstefnunni" mætti halda áfram til langrar framtíðar. Nú á að fara að kjósa aftur og þá er bragðið til hins sjálfsagða þjóðráðs. Það er kannski hara tilviljun, að við- reisnarherrunum skuli aðeins koma þetta þjóðráð í hug rétt fyrir kosningar og út af fyrir sig ekki sanngjarnt að deila á menn, þá þeim koma góð ráð í hug. Hitt er verra, að þeir skuli alltaf hverfa frá þjóðráðinu, þegar búið er að kjósa. En langlundargeð okkar er mikið, og hæfileikinn til að fyrirgefa og gleyma, þegar fólk heldur að loks séu viðreisnarmenn að taka sig á, heyrir til kristlegu hug- arfari. Og í þessu tilviki á orðskviðurinn „betra er seint en aldrei“ vissulega vel við, því að samkvæmt yfirlýs- ingum Gylfa og snjöllum útskýringum Vísis á fram- kvæmd verðstöðvunarinnar, þá á hún fyrst og fremst að miðá að því að laga það ,sem stjómarherrarnir hafa verið að samþykkja og gera í allt sumar í verðlagsmál- um. Sem sagt, að taka til baka það, sem þeir sjálfir hafa lagt til kyndingar dýrtíðareldsins. En eins og Gylfi segir: „Fyrst verðlagið hefur orðið of hátt, kostar það auðvitað þjóðarheildina eitthvað að lækka það aftur". Og nú verður þjóðarheildin að sýna skynsamlega fórn- arlund, því að betri er verðstöðvun en verðbólga. Hver dregur það í efa? Gylfi segir: „Allir tapa á henni (verð- bólgunni), þegar til lengdar lætur. Hins vegar má auð- vitað segja, að ýmsir hópar í þjóðfélaginu tapi mismun- andi miklu og með mismunandi hætti." Jú, við vitum um ýmsa, sem hafa tapað, og vonandi hefur bankamála- ráðherrann einnig þá í huga, sem voru svo vitlausir að leggja sparifé í banka í hans umsjá. En ekki er víst að allir trúi, að Gylfi viti ekkert um ýmsa umsvifamikla kjósendur stjórnarflokkanna, sem á þessu hafa grætt — og það töluvert. — TK f GísBi Guðmundsson, alþm.: Tímamdt fyrir 30 árum -----f maímánuði s. 1. voru rétt 30 ár liðin síðan fslend- ingar tóku stjórn hins íslenzka ríkis að fullu í sínar hendur, og fjórum árum síðar var lýðveld- ið ísland formlega stofnað með atkvæðum þjóðarfuíltrúa, þjóð- aratkvæðagreiðslu og viður- kenningu annarra ríkja á lýð- veldinu og eignarrétti þess á landinu. Það var auðvitað mik- ill atburður, þegar danskur ut- anríkisráðherra og dönsk sendi ráð hættu að fara með utanrík- ismál íslands erlendis, þegar íslenzkur lýðveldisforseti kom í sta'ð Danakonungs sem samein ingartákn og höfðingi þjóðar- innar og hinn sameiginlegi þegnréttur fslendinga og Dana féll úr gildi með sambandslög- unum. Því má þó ekki gleyma, að þegar á árinu 1918 varð fs- Iand fullvalda, þó að það héldi áfram í 22 ár að vera í konungs sambandi við Danmörku, og að sambandslögin frá 1918 voru uppsegjanlegur samningur. Sú breyting, sem varð á afstöðu íslands í veröldinni á árnnnm 1940—1944, var í rauninni ekki fyrst og fremst fólgin í lýð- veldisstofnuninni, þó mikilvæg væri, heldur öllu fremur í því, að á þessum árum lenti fsland í þjóðbraut milli heimsálfa. Vegna hinnar nýju Atlantshafs- þjóðbrautar um ísland á legi og í lofti kom hingað erlendur her og, .var Jiér fyam yfir styrjald- arlok, og enn eru hér hermenn og herbúnaður, þó að í smáum stfl sé. Vegna þesV að ísland komst í þjóðbraut á styrjaldar- árunum, og hefur verið það síð- an, hafa samskiplin milli íslend- inga og annana þjóða márgfald azt. íslendingar eru orðnir loftsiglingaþjóð, og ísland er að verða ferðamannaland í vax andi mæli. Átta til nín hnndruð ungra íslendinga eru við skóla- nám í öðrum löndum og ótrú- legur fjöldi af íslenzku fólki ferðast til útlanda ýmissa er- inda eða sér til skemmtunar. Ef hér harðnar á dalnum, fara menn í atvinnuleit til annarra landa, og sumar stéttir íslenzkra sérfræðinga eiga aðgang að vel launuðum ábyrgðarstöðum ríkra þjóða. Útlend atvinnufyr- irtæki eru orðin þátttakendur í atvinnulífi hér á Iandi og ekki fyrir það að synja, að sú þátt- taka kunni að aukast. Það var auðvitað hin hraða tækniþróun nútímans, sem olli því, að fsland lenti í þessari miklu þjóðbraut, fyrst styrjald artæknin, síðar og jafnframt hin margvíslega tækni í sam- göngum og samskiptum. Einn öflugur þáttur þessarar atóm- aldartækni er sálnaveiðin mikla, sem er i fullum gangi um alla jörð, auglýsinga- og áróðurstæknin, sem yfir dynur úr mörgum áttum og í ótal myndum. f gerningahríð nú- tíma sjónhverfinga verður oft lítið viðnám ósvinns manns, er „hyggur sér alla vera viðhlæj- endur vini“, eins og segir f kvæði fo"nu — bæði í þessu landi og öðrum. Samskipti við aðrar þjóðir hafa oft, bæði fyrr og síðar. orðið íslendingum til góðs. En nú eru þessi samskipti orðin svo mikil. að ástæða cr til að vera á verði gagnvart þeim. Gísli GuSmundsson, alþm. Það er óhjákvæmilegt að gera sér grein fyrir því, að fslend- ingar eru ákaflega fámenn þjóð, og að margt af því, sem aðrar þjóðir geta gert með sam eiginlegu átaki er óframkvæm- anlegt hér, og ekki heldur alltaf þörf á því. En af því að þjóðin er svo fámenn, er hætt við, a® á hana sæki minnimátt- arkennd gagnvart stærri þjóð- uim og fjölbreytni umheimsins. Að henni finnist óþarflega mikið til þess koma og ofmeti það, sem gerist eða tíðkast með stærri þjóðum, api eftir þeim í tima og ótíma, geri þeirra hugsanir að sínum hugsunum, þeirra siði að sínum siflum, þeirra viðfangsefni að sinum viðfangsefnum, án þess að ástæða sé til, geri jafnvel milli- ríkjadeilur úti í heimi að inn- byrðis deilum á íslandi. Við vorum tveir saman að hlusta á útvarp nýlega. Það urðu mistök í fréttatímanum og þulurinn baðst afsökunar. Hann hafði i ógáti lesið innlendu fréttirnar á undan þeim út- lendu. Við, þessir tveir hlust- endur, litum hver á annan, gerð um okkur grein fyrir því, sem við höfðum svo sem enga eftir- tekt veitt fyrr, að það er orðin föst venja fyrir löngu að byrja á útlendu fréttunum, þær sitja í fyrirrúmi fyrir því, sem ger- ist í landinu sjálfu. Þetta látum við gott heita og tökum varla eftir því. Það er kannske meinlaust að les? útlendar fréttir á undan innlendum í útvarpinu. En það er ekki meinlaust, ef hin sterku áhrif umheimsins á okkar fá- mennu þjóð í alfaraleið heilla okkur svo eða bergnema, að við gleymum okkar eigin lífi hér á fslandi og hlutverki okkar hér og látum berast eins og rekald út í hina ólgandi allieimsröst með stríðandi straumum. Eftir- öpunajtilhneigingin, sem segir okkur, að ýmiss konar þjóðfé- lagshættir, sem tíðkast hjá stór- veldum eða milljónaþjó'ðum, HLJÓTI einnig að eiga við hér, er HÆTTULEG. Sumt á við og suimt ekki. Hið fámenna, ís- lenzka þjóðfélag á tiltölulega stóru eylandi er ákaflega sér- stætt meðal þjóðanna og þá um leið viðfangsefni þess, sem eru bæ'ði einfaldari og auðsærri en hjá stórþjóðunum. Við fslendingar erum um þessar mundir vel bjargálna þjóð, þó að við kunnum enn ekki nógu vel með fé að fara og séum óvarkár gagnvart gjaldmiðlinum. Við höfum lært allmikið í galdri tækninnar, og alþýða þessa lands er að mörgu leyti eins langt komin á fram- farabrautinni og gengur og ger ist í næstu heimsálfum. Og þeir, sem eiga sitt undir sól og regni, sýna enn f verki hina fornu trú á mátt sinn og meg- in, þegar hart er í ári. En hin alþjóölega efnishyggja, „lífs- þægindagræðgi" og gervi- mennska situr um sálir okkar. Ef þessar 200 þús. manneskj- ur, sem landið byggja, eiga ekki að skolast eins og rekald út á ólgusjó þjóðahafsins, verð um við íslendingar að eiga eða eignast okkar eigin íslenzka hugmyndaheim byggðan á þjóð legu raunsæi, þar sem við get- um haft fast undir fótum. Við verðum að tileinka okkur ákveðna íslenzka Iífsskoðun og lífstrú, sem sé þess umkomin að móta hugsunarhátt og við- horf uppvaxandi og komandi kynslóða og skapa þann and- lega styrk, sem þjóðin þarf á að halda í smæð sinni, til þess að vita hvað hún vill og geta borið höfuðið hátt. Það á að vera fyrsta boðorð hinnar íslenzku lífsskoðunar, að á fslandi skuli eiga heima sjálfstæð, íslenzk þjóð og að landið allt skuli vera eign henn ar um aldur og ævi. Að þetta ágæta, fagra og heilnæma land skuli þjóðin byggja, vernda og nýta svo vel, að ekki verði að því fundið né réttur hennar í efa dreginn vegna getuleysis á því sviði. Það þarf að vera íslenzk lífs- skoðun, að þjóðin geti bætt sér upp mannfæðina með þvi að koma því til leiðar með upp- eldi og á annan hátt, að andlegt og líkamlegt atgervi sem allra flestra einstaklinga njóti sín sem bezt — og með því að hindra það eftir mætti, að orku sálar og líkama verði sóað eða spillt. Þjóðin þarf a® gera sér Ijóst, a® hún verður að vera fjárhags- lega sjálfbjarga, og ef vel á að vera, ekki upp á aðra komin þannig, að henni verði lagt það til lasts. Að velmegun er æski- leg, en að lífskjör og þjóðar- heill er undir fleira komin en npphæð þjóðariekna í pening- um. Hún þarf að gera sér grein fyrir því, að hlutverk hins ís- lenzka þjóðfélags er fyrst og fremst í því fólgið að efla far- sæld, öryggi og menningu þess- arar fámennu þjóðar og að það er því ærið viðfangsefni. Að það hefur eins og nú standa sakir hvorki mátt né aðra að- stöðu til að hafa úrslitaáhrif á það, hvernig aðrar þjóðir haga stjórnarfari sínu eða lífi og að íslenzk utanríkisstefna verður að miðast við hnattstöðu lands- ins og vera vinsamleg í eðli sínu. Samt er það staðreynd, að hér á íslanrli eru — og þá ekki sízt vegna fámennisins, — en .i(ii ha lo -i OIS 11 ÞRIÐJUDAGSGREININ 3£sa i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.