Tíminn - 04.11.1970, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 4. nóvember 1970.
TÍMINN
78 ARA LISTAKONA HELÖ-
UR MÁLVERKASÝNINGU
SB—Reykjavík, þriðjudag. |
78 ára gömul kona, Ásrún Jón-
asdóttir heldur nú málverkasýn-
ingu í kaffistofu Landsímahúss-
ins við Sölvhólsgötu. Þetta er
fyrsta málverkasýning Ásrúnar og'
myndirnar málaðar á síðustu 10
árum. Sýningin ver'ður opin til
13. þ.m.
Tólf myndir eru á sýningu Ás-
rúnar 0g tjáði listakonan blaðinu
í viðtali, að hún hefði ekki get-
að málað í tvö ár, vegna lasleika
í hendi, en myndi hefjast handa
á ný ucn leið og henni batnaði nóg
til þess.
Aðspurð sagðist Ásrún ekkert
hafa lært að fara með olíuliti, en
lítillega lært að teikna á unga
aldri. Hún er afskaplega áhuga-
söm um myndlist og fer á allar
sýningar, sem haldnar eru hér og
hefur meira að segja farið á
Rembrandt-sýningu í Hollandi.
Ásrún er frá Halldórsstöðum í
Reykjadal í SuðurÞingeyjarsýslu
en hefur verið búsett í Reykjavík
s.l. 53 ár.
Olíubíll rann stjórn
laust á bílstjórann
SE—Þingeyri, þriðjudag.
í gærkvöldi varð það óhapp á
Þingeyri, að olíuflutningabíll, sem
verið var að afferma, rann af stað
í halla, og varð bílstjórinm fyrir
bílnum og slasaðist.
Stóð bíllinn í brekku, og hafði
bílstjórinn sett handhemlana á og
einnig sett steina fyrir hjólin, en
ekki var hægt að hafa bílinn í gír,
þar sem vélin verður að vera í
gangi þegar olíunni er dælt úr
tanknum. Stóð bílstjórinn rétt við
Elzti íslendingur-
inn látinn
f.B—Reykjavík, þriðjudag.
txUðión .Tónsson frá Finnastöð-
iwh i Eyjafirði lézt á Kristnes-
næli á laugardaginn. Guðjón varð
tæplega 103 ára og mun hafa
verið elztur íslendihga. Hann var
heilsugóður alla ævi og var á
fótum fram á síðasta dag. Guðjón
verður jairösettur að Grund í Eyia
firði á laugardaginn.
bílinn er hann rann af stað. Reyndi
hann að komast upp í bílinn til rð
stöðva hann, en tókst svo til, að
hann varð fyrir annarri burðinni
og marðist allmikið á hendi og
síðu.
Bíllinn rann áfram og valt. Er
hanm stórskemmdur og jafnvel tal-
inn ónýtur eftir veltuna. — Olían
rann úr tanknum.
Ekki urðu önnur slys á mönnum,
er bíllinn rann stjórnlaus áfram.
Er það talin mikil mildi, því at-
burðurinn átti sér stað nálægt leik-
velli og eru venjulega mörg börn
nærri á þeim stað, er slysið varð.
Umferðarþættir
í sjónvarpinu
- bók fylgir
KJ—Reykjavík, föstudag.
Á næstunni verða sýndir nokkr
ir fræðsluþættir um akstur og
umferðaröryggi í Sjónvarpinu, og
eru þeir danskir. í sambandi við
þessa þætti hefuæ verið gefin út
bók, Bílabók BSE, en hún gerir
ekki aðeins sjónvarpsþættina
fyllri, heldur er rnjög fróðleg og
aðgengileg aflestrar fyrir hvern
einasta bifreiðaeigenda.
Bókin er þannig upp sett, að
almenningur geti haft sem bezt
not af henni. Veitir hún upplýs
ingar um öryggisbúnað bílsins,
hvað sé helzt að athuga í sambandi
við v hann, og hvernig bregðast
skuli við ef eitthvað er ekki eins
og það á að vera. Þá eru gefin
ráð við ýmsu í sambandi við um
hirðu bflsins. í bókinni eru lika
gefnar leiðbeiningar um bilanir,
og hvernig bregðast skuli við í
þeim tilfellum.
' Umferðarráð Dantnerkur gekkst
fyrir útgáfu bókarinnar þar í
landi, og hér á landi hafði Um-
Framhald á bls. 14.
Sambandsverksmiðjur selja
ullarvörur til Sovétríkjanna
fyrir 72,4 milljónir króna
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Um nokkurra ára skeið hafa
verksmiðjur Sambands ísl. sam-
vinnufélaga á Akureyri, Gefjun og
Hekla, selt á íslenzkan mælikvarða
mikið magn af ullarvörum til
Sovétríkjanna, og í lok október
var enn gerður samningur um
sölu á slíkum vörum, og hljóðar
þessi samningur upp á 72,4
milljónir króna.
Hér fer á eftir fréttatilkynning
frá Iðnaðardeild Sambands ísl.
samvinnufélaga um undirritun
þessa samnings.
Haraldur M. Sig-
urðsson, formaður
Framsóknarfélags
Akureyrar
SB—Reykjavík, þriðjudag.
AÖalfundur Framsóknarfélags
Akureyrar var haldinn á fimrntu-
daginn var í félagsheimilinu að
Hafnarstræti 90. Haraldur M. Sig-
urðsson var endurkjörinn formað-
ur. Kosin var stjórn og fulltrúa-
ráð og auk þess 12 fulltrúar á kjör-
dæmisþing. Lesin var upp skýrsla
og reikningar félagsins. Sigurður
Óli Brynjólfsson var kosinn ritari,
Ingiimar Friðfinnsson, gjaldkeri, og
meðstjómendur Jón Aspar og
Haukur Árnason.
Ráðherrafundur
EFTA í Genf
5. og 6. nóvember koma ráðherr-
ar EFTA-landanna saman til fund-
ar í Genf, en slíkir fundir eru
haldnir tvisvar á ári, vor og haust.
Af íslands hálfu munu sitja fund-
inn Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta-
málaráðherra, Þórhallur Ásgeirs-
son, ráðuneytisstjóri, og Einar
Benediktsson, sendiherra Islands
hjá EFTA. Ráðherrann og ráðu-
meytisstjórinn fóru utan í morgun
og koma aftur um helgina.
Reykjavík, 3. nóvember 1970.
Viðskiptaráðuneytið
„Hinn 29. október s. 1. voru í
Moskvu undirritaðir samningar við
fyrirtækið V/O Raznoexport um
kaup á ullarábreiðum frá Ullar-
verksmiðjunni Gefjuni og á prjóna
peysum frá Fataverksmiðjunni
Heklu. Samningsupphæðin er
72,4 milljónir króna. Ullarvörurn
ar má afgreiða á fyrri hluta árs-
ins 1971, og er gert ráð fyrir við-
bótarsamningi um n. k. áramót til
afgreiðslu á seinni hluta ársins
1971.
Samningana geirðu fyrir hönd
Sambandsins Harry Frederiksen,
framkvæmdastjóri, Andrés Þor
valdsson, fulltrúi, Ásgrímur Stef
ánsson, verksmiðjustjóri og Hjört
ur Eiríksson, ullarfræðingur."
OKTÓBERBLAÐ
ÆSKUNNAR
EB—Reykjavík, þriðjudag.
Októberblað Æskunnar er ný-
lega komið út. BTaðið flytur að
þessu sinni m. a.: „Ungmenni á
upplcið" — viðtal við Kristínu
Ólafsdóttur. Er hér um nýjan þátt
að ræða, sem byggir á viðtölum
við unga og efnilega einstaklinga,
Óður til vorsins, sem er ljóð eftir
Skúla Þorsteinsson, smásagan Ein
kýr er nóg, ævintýrið Systurnar
þrjár, Saga úr sumarleyfinu, þátt
ur í umsjá Ásmundar Matthíasson
ar er nefnist „Lögreluþjónn hef
ur orðið", smásagan Fermingardag
ur eftir Lilju Bergþórsdóttur,
fræðslugrein um áhrif áfengis eft
ir Sigurð Gunnarsson, sagan Villi
ferðaTangur. og fíllinn hans, nýr
þáttur um póstmál, frásögn eftir
Sigurð Gunnarsson um víkinga-
skip.
Þá segir frá ferð verðlaunahaf
anna tveggja til London í s.l. júní
mánuði. Ennfremur má geta hinna
mörgu föstu þátta, sem verið hafa
í biaðinu undanfarið og undirstrik
ar fjölbreytni þess — og ekki má
gleyma, framhaldssögunum eins
og t. d. um Tarzan og Tuma
þumal. — Blaðið er nú gefið út
í 17 þúsund eintaka upplagi. Rit-
stjóri er Grímur Engilberts.
Fimdur um hafnar-
gerb við Dyrhólaey
SJ—Vík, sumnudag.
Byggðasamband Veistur-Skafta-
fellssýslu gekkst fyrir almennum
fundi í Vík í gær, þar sem rædd
var hafnargerð við Dyrhólaey.
Fjöldi fólks sótti fundinn, og er
það mál manna, að sjaldan hafi
fundarsókn verið betri hér í sýslu.
Þingmenn Suðurlandskjördæmis,
þeir Ágúst Þorvaldsson, Ingólfur
Jónsson ráðherra, Karl Guðjóns-
son og Steinþór Gestsson komu á
fundinn auk vitamálastjóra, Aðal-
steins Júlíussonár.
Fundarstjórar voru tilnefndir
Loftur Runólfsson og Gunnar
Stefánsson, og fundarritari Björg-
vin Salomonsson.
Þórarinn Helgason í Þykkvabæ,
formaður Byggðasambandsins,
setti fundinn, lýsti aðdraganda að
stofnun sambandsins og markmið-
um þess. Reifaði hann síðan hina
tæplega hundrað ára gömlu hug-
mynd er til umræðu var, þ. e. hafn
argerð við Dyrhólaey, og drap
eirmin á vegamál sýslunnar o. fl.
Reynir Ragnarsson flutti stutt
framsöguerindi, en því næst tóku
til máls ráðherra og þingmenn
kjördæmisins. Miklar og almenn-
ar umræður urðu á fundinum og
margar fyrirspurnir gerðar til
þingmanna og vitamálastjóra. í
lok fundarins var eftirfarandi
áskorun samhljóða samþykkt:
„Almennur fundur haldinn af
Byggðasambandi Vestur-Skaftfell-
inga í Vík 31. október 1970 telur,
að bygging hafnar við Dyrhólaey
sé undirstaða atvinnuþróunar ná-
lægra héraða. Þess vegna skorar
fundurinn á samgön^umálaráð-
herra og vitamálastjóra, að ljúka
áætlunum að hafnnrgerðinni á
sem allra stytztum tíma svo að
dráttur á þeim hindri ekki fram-
gang málsins. enda tryggi Alþingi
nægilegt fjármagn til þess. Felur
fundurinn alþingismönnum Suður-
landskjördæmis að fylgja þessu
máli fast eftir.“
3
AVÍDA
meh
Kjósendur og
kjördæmaskipan
í grein, sem Björn Fr.
Björnsson, alþingismaður, rit-
aði hér í blaðið fyrir nokkru,
ræddi hann um kosningafyrir-
komulag og kjördæmaskipan,
galla á núverandi kosninga- og
kjördæmakerfi og flokkaskipan
á íslandi. lljörn sagði m.a.:
„Því er ekki að leyna að
margir meðal þingmanna ekki
síður en fjöldi annar.-a. eru
þeirrar skoðunar, að með til-
Ikomu stóru kjördæmanna frá
1959 hafi sízt skipazt mál til
hins betra. Á framboðslistum
má segja að margir, Já fjöl-
margir frambjóðendur, séu
sjálfkjörnir og um þá fái al-
menningur engu þokað.
Þessi kjördæmi valda svo
oft á tíðum erfiðleikum fyrir
þá sök, að eigi verður við kom-
ið að kynnast mönnum og mál-
efnum á hverjum stað svo sem
bæri og nauðsynlegt væri. Sér-
staklega á þetta við um kjör-
dæmin utan Reykjavíkur.
Lengi hefur sú skoðun verið
uppi og sýnist hafa fengið auk-
inn byr á síðustu timum, að
breyta eigi til í þessu efni og
stefna að einmenningskjördæm
um. Að sjálfsögðu við það mið-
að, að kjósendatala verði sem
jöfnust innan hvers kjördæmis.
Ef að þessu skipulagi yrði horf
ið er í»|iðsætt, að það mundi
leiða fyrr éða síðar til tveggja
flokka kerfis. Og því fyrr ef
krafizt væri meiri hluta at-
kvæða til þingmannakjörs.
Einmennings-
kjördæmi og tveggja
flokka kerfi
ÍSamsteypustjórnir allavega á
sig komnar eftir Iangvarandi
samningamakk hyrfu úr sög-
unni. Ríkisstjórn, sem einn
| flokkur stæði að, stendur og
fellur með stefnu sinni og
stjórnarathöfnum. Hún gæti
ekki skotið sér undan ábyrgð
og komið henni á samstarfs-
flokkinn. Stjórnarandstaðan
yrði einnig ábyrgari en ella.
Hún yrði að gæta ádeiluefua
og vanda loforð sín og standa
við þau þcgar hennar stjórnar-
tími kæmi.
Þá þekkist meðal nágranna-
þjóða okkar, að kjósendum sé
frjálst val á einstökum fram-
bjóðendum innan stórkjör-
dæma.
Hvað sem öðru iíður verður
að telja persónulegar kosningar
eðlilegar í okkar fámenna og
strjálbýla landi. Samband milli
þingmanns og kjósenda yrði
nánara og samvinnutengslin
bá'ðum aðilum til góðs. Þing-
maðurinn yrði að duga til þess
að halda velli og kjósendu"
hefðu framtíðarsetu hans bet-
ur á valdi sínu. Þannig yrði
ábyrgð hans enn ríkari og hon-
um ljósari en annars.
Kosningarétturinn og kjör-
Idæmaskipan eiga að þjóna því
hlutverki að sameiginlegra
hagsmuna fólksins sé sem bezt
gæít og lýðræðiíi t&i no#-~ itn.
Þióðin búi við þá stjórn og það
stjórnarfar, sem meirililuti
hennar kýs sér svo ekki verði
um villzt.
Framhald á bls. 14