Tíminn - 04.11.1970, Síða 9

Tíminn - 04.11.1970, Síða 9
fflÐVIKUDAGUR 4. nóvember 1970. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fram'kvæmdastjóri: Kristjám Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsison (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgiason og Tómas Karlsson. Auglýsinigastjóri: Stemgrímur Gísiason. Kitstjórnar- skrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300 —18306. Skrifstofur öankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 10523. ASrar sikrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 105,00 á mánuði, mnanlands -- f lausasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf. Atvinnumálastofnun Framsóknarmenn hafa nú lagt fram á Alþingi frum- varp um Atvinnumálastofnun, en í þessu frumvarpi er bundinn kjarni þeirrar efnahagsmálastefnu, sem Fram- sóknarmenn vilja að upp verði tekin á íslandi, þ.e. efna- hagsstefna á grunni áætlunarbúskapar og skipulags- hyggju. Komið verði á opinberri forystu í atvinnumálum í samstarfi við leiðandi menn á sviði atvinnulífsins og tekin upp heildarstjórn fjárfestingarmála með það fyrir augum að stefnt verði að sem mestri hagræðingu fjár- magnsnotkunar í landinu. Samkvæmt frumvarpinu skal hlutverk Atvinnumála- stofnunarinnar vera fjórþætt: 1) Að semja áætlanir til langs tíma um þróun at- vinnuveganna og marka stefnu í atvinnumálum þjóðarinnar. v 2) Að hafa forgöngu um gerð framkvæmdaáætlana á sviði atvinnulífsins, þar á meðal um uppbygg- ingu einstakra landshluta. 3) Að beita sér fyrir ráðstöfunum til að auka at- vinnuöryggi í öllum byggðarlögum landsins. 4) Að hafa á hendi heildarstjórn fjárfestingarmála og þá einkum með því að setja um þau almennar reglur. 0» 3294 ití aaamc. Atvinnumálastofnunin skal semja áætlanir til langs tíina um þróun atvinnuveganna, marka stefnú í át- vinnumálum þjóðarinnar og hafa forgöngu um gerð framkvæmdaáætlana í atvinnumálum. Er gert ráð fyrir, að hún beiti sér fyrir því að haldnir verði fundir eða ráðstefnur og að þangað verði boðaðir fulltrúar þeirra og svo framvegis Kveðið er á um, að áætlanir Atvinnu- málastofnunarinnar um atvinnumál verði afhentar ríkis- stjórninni og að hún leggi þær ásamt framkvæmdaáætl- unum ríkisins fyrir Alþingi til staðfestingar. Það er ekki ofsagt að undanfarið hafi mjög skort um- sjón með því, að þær framkvæmdir. sem þjóðinni er mest þörf á, sitji fyrir fjármagni og vinnuafli. Fjárfest- ingin hefur verið stjórnlaus. Þess vegna hefur mikið ver- ið framkvæmt, sem að skaðlausu hefði mátt dragast en hins vegar skort fjármagn og vinnuafl til ýmissa bráð- nauðsynlegra framkvæmda. T greinargerð með frumvarpinu segir ennfremur um sta^fsaðferðir Atvinnumálastofnunar og þær stofnanir, sem hún skal koma í staðinn fyrir: ,,Eðlilegt má telja, að það sé í einstökum atriðum að verulegu leyti á valdi Atvinnumálastofnunarinnar sjálfr- ar, með hvaða aðferðum hún framkvæmir það hlutverk, sem henni er falið. Gert er ráð fyrir, að hún beiti valdi sínu einkum til útgáfu á almennum reglum og fyrirmæl- um, sem bankar og aðrar lánastofnanir svo og aðrir að- ilar, sem hlut eiga að máli, fari eftir. enda veitir frv.. ef að lögum verður, þeim mikið aðhald í því efni. En í frv felast heimildir til frekari ráðstafana. ef Atvinnu- málastofnunin telur þeirra þörf. Frv. gerir ekki ráð fyrir því, að komið verði upp sér- stökum nýjum skrifstofum fyrir stofnunina. heldur verði starfandi ríkisstofnun á sviði efnahagsmála. sem hefur sérfróðu og þjálfuöu starfsliði á að skipa. látin annast skýrslu- og áætlanagerð og skrifstofustörf fyrir hana og leggja henni þau gögn í hendur. sem hún þarf á að halda og óskar eftir. Ekki er þó að svo stöddu gerð grem fyrir þvi írekar, hvaða stofnun það skuli gera. enda telja flm mikla nauðsyn á gagngerri endurskipulagningu samein- ingu og samræmingn þeirra mörgu opinberu aðila og stofnana. sem annast verkefni þessu skvld. og hafa þeir í undirbúningi tillögur í þvi efni.“ .— TK NGO CONG DUC, ÞINGMAÐUR: Hernaður Bandaríkjanna veldur ægilegum hörmungum í Vietnam Bandaríkjamenn verSa stöSugt óvinsælli Höfundur þessarar greinar, Ngo Cong Duc, er foriiigi jafn aðarmanna, sem eiga sæti á þingi SuðurVíetnam og eru í andstöðu við ríkisstjórnina. Þessi grein hans birtist ný- lega í New York Times: STYRJÖLDIN eyðir meiri mannafla og öðram verðmæt- um í Suður-Víetnam en tölu verði á komið. í her lýðveldis- ins Vietnam er ein milljóa cnanna, en þar við verðar að bæta annarri milljón, sem er í heimavarnarliðinu, og 100 þúsundum, sem eru í lögregl- anni. Hér era hersveitir Þjóð- frelsisfylkingarinnar ekki tald- ar með. Það eru með öðrum orðutn 2 milljónir angra manna, sem eru knúnar til að taka sér vopn í hönd til að hjálpa heimsvalda sinnum í Bandaríkjunum að ná takmarki sína í Saðaustur-Asíu í stað þess að halda áfram námi eða standa nytsama vinnu. f her Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra f Víetnam eru fast að 500 ..úsundum manna og þessi herafli starfar : að. því daginn út og daginn inn ' að deyða saklausa ættjarðar- vini í landinu. Atburðir eins og þeir, sem gerðust við Ky Lai-Son My, eru ekki undan- tekningar, og fórnarlömbin eru venjulega 500—600 talsins. BANDARÍKJAMENN hafa varpað meira en tíu smálestum af sprengjum yfir land okkar, dreift ómældu magni af eitur efnum og einnig nálega 100 þúsund smálestum af gróður- eyði' á ræktarland okkar og hrísgrjónaekrur. Af þessu hef- ur leitt eyðing allrar uppsker- unnar. Suður-Víetnam var áð- ur auðugt að hrísgrjónum. en nú eru landsmenn farnir að neyta bandarískra hrísgrjóna. Ókenndir sjú'kdómar hrjá Suð- ur-Víetnama vegna dreifingar eiturefnanna. Konur fæða af sér vanskapninga og þeim kon- um fjölgar sífellt, sem truflast á geðsmunum. Sé á stjórnmálahliðina litið verður Ijóst, að efling Víet- nama sjálfra til styrjaldarátaka er ekkert annað en tilraun Bandaríkjamanna til að við- halda völdum hernaðarsinn- anna og draga styrjöldina á langinn. Ríkisstjórn Nguyen Van Thieas er einræðisstjórn sem ofsækir þá, sem berjast í'yrir friði og sjálfstæði, og hneppir snklaust fólk í fangelsi. Ég er þingfulltrúi fyrir byggðarlagið Vinh Binh, en i því héraði einu voru rúmlega 300 manna hano- teknir með gerræði og hneppt- ir í fangelsi árið sem leið. Ár ið 1969 fullyrta Bandaríkja menn. að ekki væru nema utr 20 þúsund skipulagðir hópar kommúnista í Suður-Víetnam Samt var ríkisstjórnin oúin láta handtaka yfir 70 þúsund manns í árslok. Svo er að siá sem starfshópum kommúnista hafi ekki farið fækkandi. - Þessar tölur sanna kúgunar- Thieu, forseti Suður-Víetnam stefnu ríkisstjórnarinnar í Sai- gon. RÍKISSTJÓRN Nguyen Van Thieus berst ákaft gegn allri Stjórnarándstöðu. Nokkur hundruð fórnarlömbum styrj- aldarinnar er haldið í fangelsi og nokkur hundruð ungra námsmanna hafa verið fluttir til æfingastöðva hersins. For- seti stúdentasambandsins i Sai- gon-Hue situr í fangelsi Beitt hefur verið grimmilegustu mis þyrmingum við alla þessa menn. Þessi barátta hefur verið mjþg áköf andangengna sex mánuði og hefur ekki einungis bitnað á stjómarandstöðuhrevf ingum. Blöðin hafa sætt sömu örlögum. Þau hafa ekki ein- ungis verið svipt pappír. sem var þeim bráðnauðsyn'egur heldur hafa blöð verið gerð upptæk meira en t.vö numiruð sinnum Dagblaðið Tin Sang (morgunfréttir) hefur til dæm- is verið gert upptækt 75 sinn- um og útkomu þess frestað átta sinnum á sex mánuðum. Efling Víetnama til styrjald arátaka er ekkert annað en út- færsla bandarísku styrjaldar innar. Bandaríkjamenn hafa fallizt á að taka þátt í friðar- viðræðunum í París, en óska í raun og veru alls ekki eftir friði og knýja ríkisstjórn Nguy- en Van Thieus til að stefna að hernaðarsigri, ÁSTANDIÐ á efnahagssvið- inu i Suður-Víetnam er von- laust. Útgjöld á fjárlögum eru um 210 milljarðar piastra ur tekjurnar eru ekki nems /0 milljarðar piastra. Verðbólgao gleypir árlega um 80 miníarðe piastra auk þeirra áhrifa seni bandaríska fjárhagsaðstoðin hefur Megintilgangur bandarískj aðstoðarinnar er að sundrv Víetnömum Bandarík'iamenn hafa gert markaðinn í Viet.nam að nevtendamarkaði einungit Bönnuð bandarísk matvars hef ur flætt yfir Suður-Víetnam fbúar Suður-Víetnam aru nú í Suður-Víetnam um 17 milljónir og af þeim lifa um tvær milljónir á tekjum ef styrjöldinni með því að þjóna hagsmunum Bandaríkjamanna. Af þessu er ljóst, að aðstoð Bandaríkjamanna hefur elcki þ’ann tilgang að bæta lífskjörin í landinu. Öðru nær. Hún veld- ur íbúum landsins síauknum hörmungum. Til dæmis má nefna, að tuttugu ára laun for- ingja í her Víetnama — for- ingja, sem er kvæntur og á fimm börn, — hrökkva ekki til að kaupa Peugeot 404 eins og nú standa sakir. SUÐURVÍETNAMAR hafa dregið þá ályktun af reynslu sinni undangengin ár, að til- gangur bandarísku aðstoðarinn- ar sé að gera ibúa landsins ger- samlega háða Bandaríkjunum. Markmið Bandaríkjamanna bæði í stjórnmálum og efna- hagsmálum hafa gerbreytt þjóðfélaginu í Vietnam. Banda- ríkjamenn hafa notað fé sitt til þess að egna byegðarlög lands- ins hvert gegn öðru, spilla arf- leifð landsmanna og andlegum og siðferðilegum verðmætam þeirra. ^Vændiskonum fjölgar með hverjum. Yfir fiogur hundruð þúsund víetnamskar konur stunda þessa auðmýkj- andi iðju. Bandaríkjamenn reyna líka að auka á spiiling- una til þess að geta notfært sér áhangendur sína við að ota sínum heimsvalda tota í Suður Víetnam Á menningarsviðinu reyna Bandaríkjamenn að koma á bandarísku þióSfélagi i Suður Víetnam með því að sópa burtu Öllu því jákvæða í víetnamskn arfleifð Milljónum ungmenna er meinað nám. 9—10 ára börn stunda ekki skóla, heldur sinna nautum. vinna á hrisgrjónaekr unum bursta skó eða selja blöð. Það er stefna Bandaríkja manna að móta víetnömsku þjóðina að bandarískri fyrir- mynd, breyta víetnömum í út- lendinga í sínu eigin landi gera þá að fávísum skepnum. firrtum öllum virðuleika ÍBÚAR Suður-Víetnam eru að rísa upp til andspyrnu þar sem þeim er orðið ljóst, hvaða heimsvaldastefnu Bandaríkja- menn vilja koma á í Víetnam, og ganga þess heldur ekki duld ir. hve háð ríkisstjórn Nguyen Van Thieus er Bandarikjunum. Nú er svo komið. að flokks- menn Þjóðfrelsishreyfingarinn ar eru ekki einir um að rísa gegn Bandaríkjamönnum og hershöfðingjunum Nguyen Van Thieu og Nguven Cao Ky, held ur hefur öll þjóðin snúizt til andstöðu Suður-Víetnamar verða að lifa og hrærast með Banriaríkjamönnanum eða ' nánum tengslum við þá og skilja þv) betur en flestir aðrir. hve ill áhrif stefna þeirra hef ur ÞeiT sem hafa unnið eða vinna með Bandaríkjamönnum eða rikisstjórn Nguyen Van Thieus gera sér grein fyrir þessum spillandi áhrifum, hvað bá aðrir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.