Tíminn - 12.11.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.11.1970, Blaðsíða 16
iWMWY'f'T V’V-l Mmmhjdagur 12. nóvsmber 1970. Togskip meö ólögleg veiöarfæri á miðunum umhverfis Island 2 AF10 FEGURÐARDÍSUM REYKJAVÍKUR valdar SB—Reykjavík, miðvikudag. Hvorki meira né minna en 10 fegurðardísir úr Reykjavík verða á næstunni valdar til að taka þátt i „Ungfrú ísland 1970“ kcppninni í vor. Tvær þær fyrstu voru kosnar á dans leik í Veitinghúsinu við Lækj- arteig í fyrri viku og tvær þær næstu verða kosnar þar annað kvöld, fimmtudags- kvöld. Það voru þær^ Þorbjörg Magnúsdóttir og Ásta Benný Hjaltadóttir, sem kosnar voru á fimmtudagskvköldið var. Þor- björg er 18 ára og vinnur á Fæðingarheimili Reykjavíkur. en Ásta Benný er 19 ára og er skrifstofustúlka hjá Sanitas. Annað kvöld verða tvær döm ur í viðbót kosnar á dansleik í veitingah. í Lækjarteig, og síð an hinar 6 á dansleikjum á næstunni. Allar tíu stúlkurn- ar munu síðan koma fram, sem eitt dagskráratriða á miklum jóladansleik í Laugardalshöll- inni á annan í jólum. Nú er lokið við að kjósa fegurðardrottningar sýslnanna og verður það dálaglegur hóp- ur, sem keppir um lókatitii- inn í vor. OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Landhelgisgæzlan kannaði ný- lega botnvörpu, sem togarinn Harðbakur fékk í trollið út af Stafnnesi í sept. s-1- Er talið að varpan hafi rifnað frá skuttog- ara, en innan á pokanum er net sem er miklu þéttriðnara, en sjálf varpan og er möskvastærð- in langt undir því lágmarki sem löglegt er. Þetta er ekkert eins- dæmi því í fyrra drógu Vestfjarða bátar stórar vörpur úr sjó, sem voru útbúnar á svipaðan hátt. Þeir fiskimenn sem notast við slík veiðarfæri gera sig seka um alvarlegt lögbrot og rányrkju, en leikurinn er til þess gerður að smáfiskur, scin kemur í vörpuna sleppi ekki. Hins vegar er smá- fiskurinn sem þannig veiðist tæp lega notandi lilannars en í bræðslu og mjölvinnslu og því hvergi nærri eins verðmætur og stærri fiskur. Pétur Sigurðsson, forstjóri Land helgisgæzlunnar, sagði Tímanum, að skipverjar á Harðbaki teldu vörpuna vera frá skuttogaj-a, en ekki er hægt að sjá á vörpunni hver verið hefur með hana, hvort hún er frá erlendum togara eða íslenzkum. Pétur sagði að það væri ekkert einsdæmi að poki í vörpu er þrengdur á þennan hátt frá löglegum möskvastærðum. Ilafa bæði íslenzk og útlend tog- skip gert þetta. Iíefur Landhelg- isgæzlan staðið sjómenn að þessu athæfi, aðallega á minni skipum. En mjög er erfitt að sanna slík Nýlunda í atvinnulífi Borgarness: VINNSLA A HORPUDISKI HJÁ KB í BORGARNESI lögbrot, nema beinlínis að standa menn að verki. Verið er að koma á samkomu- iagi milli allra fiskveiðiþjóða við Norður-Atlantshaf, að eftirlits- menn frá hverri þjóð megi skoða veiðarfæri skipa frá hinum þjóð- unum á úthafinu. Sagði Pétur, að þegar mætti athuga veiðarfæri skipa að nokkru leyti, en eftir er að ganga frá einhverjum formsat- riðum þannig að þetta eftirlit komi að fullu gagni. En við erum tilbúnir að hefjast handa um að skoða veiðarfæri fiskiskipa, sem Strokufanginn laus í viku OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Lítið hefur frétzt til strokufang- ans sem gekk út úr biðstofu rann- sóknarlögreglunnar við Borgartún miðvikudaginn 4. nóvember sl. kl. 2,45 e.h. Lögreglan hefur leitað mannsins, sem er 26 ára gamall, og myndir og lýsing á honum send lögreglustöðvum úti um land, en v 111 kemur fyrir ekki. Maðurinn er enn .'aus. •—-— —. Hans hefur verið leitað á þeim stöðum sem líklegt þykir a0 hann komi á, en árangurslaust. Maður- inn var að afplána fangelsisvist í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg. Tiltekinn miðvikudag var hann sóttur og átti að yfirheyra hann á skrifstofum rannsóknarlög- reglunnar vegna gruns um ávísana fals. Þar beið hann frammi á gangi eftir að yfirheyrzlan hæfist, en þegar a® honum kom var fanginn strokinn. í húsnæði sakadóms við Borgartún er engin aðstaða til að loka fanga inni. Á meðan þeir eru ekki í yfirheyrs,'u verður að láta þá bíða frammi á gangi og treysta því að þeir bíði rólegir en gangi ekki niður stigann og út. fiska á hafinu umhverfis ísland. Hafa veiðarfæri útlendra skipa oft verið athuguð í höfnum og innan landhelgi, en ekki á úthaf- inu og verður það ekki gert fyrr en öll formsatriði í samkomulag- inu eru komin j lag. Guðmundur Sveinsson, neta- gerðameistari á ísafirði, sagði blaðinu að í fyrra hafi togbátar fundið út af Vestfjörðum stór skuttogaratroll og var poki þeirra klæddur innan með mun smáriðn- ari riðli en leyfilegt er. Löglegur riðill er 120 mm möskvi, en inn- an í þessum pokum var 80 mm möskvi. Fundu Vestfjarðarbátarn- ir fleiri troll með þessum búnaði. Eru troll þessi auðsjáanlega af útlendum togurum, er efni þeirrg greinilega frá Portúgal. Hörpukonur Harpa, félag Framsóknarkvenua í Hafnarfirði, Garða- og Bessastaða lireppi heldur fund, fimmtudaginn 12. nóv. kl. 20,30 að Strandgötu 33 Hafnarfirði. Fundarefni: Rætt um vetrarstarfið, Bingó og kaffi. Mæt- ið vel, og takið með ykknr gesí- og nýja félaga. Stjórnin. FUF á Akureyri Félag ungra fram sóknarmanna á Akureyri heldnr almennan félags- fund að Hafnar- stræti 90 sunnu- daginn 15. nóvem ber kl. 3 e. h. Friðgeir Björns son, lögfræðing- ur og stjórnarmaður í SUF„ mæt- ir á fundinum, kynnir starfsemi SUF og ræðir um baráttumál ungra manna. Almennar umræður verða um þjóðmálin og félagsmálin. SEIÐIN HORFIN AF RÆKJUMIÐUNÚM KJ—Reykjawk, miðvikuðag. f gær hófst vinnsla á hörpu- diski hjá KB í Borgarnesi, og er þetta í fyrsta skipti í mörg ár, sem þar fer fram verkun sjávar- afurða, þótt staðurinn liggi að sjó. Ólafur Sverrisson kaupfélags- <;tjóri Kaupfélags Borgfirðinga sagði fréttamanni Tímans í dag, að þetta væri algjör nýlunda í atvinnulífinu í Borgarnesi. Hörpu- diksurinn er sóttur frá Borgamesi til Stykkishólms eða Grundarfjarð- ar en vinnslan fer fram. í hinu nvlega sláturhúsi KB j Borgar- nasi. Ólafur sagði, að það væru imest húsmæður, sem ynnu við hörpu- diskinn í Borgarnesi, og vinna þær > ikvæðisvinnu. Á fyrsta degi \ oru sumar, þegar komnar vel unp á lagið með að ná vöðvan- m úr skelinni, og höfðu meira -n tímakaup fyrir vinnuna. .ÓPAVOGUR Vðalfundur Framsóknarfélags opavogs verður haldinn að ðstutröð 4, Kópavogi, fimmtu- íinn 19. nóvemher kl. 20.30. anar auglýst síðar. — Stjóriún. Kaupfélagið kaupir aflann af bátum á Snæfellsnesi, en Sjávar- afurðadeild SÍS sér um söluna á hörpudiskinum til útlanda. Sagð- ist Ólafur gera ráð fyrir að þessi vinnsla gæti staðið fram í febrúar, eða þar til vetrarvertíð hefst á Snæfellsnesi. _ Þá sagði Ólafur að vel gæti komið til greina að Kaupfélag Borgfirðinga tæki upp rækju- vinnslu, en aðstaða til vinnslu á hörpudiski og rækju er góð í hinu nýlega og glæsilega sláturhúsi KB JK-Egilsstöðum, miðvikudag. Sjávarafurðadeild SÍS hélt fund í Valaskjálf í dag með fram- kvæmdastjórum og verkstjórum frystihúsanna á Austurlandi. Mætt ir vora fulltruar frá öllum frysti- •húsunum, sem selja í gegnum sjávarafurðadeild SÍS, nema frá Vopnafirði ,en þeir komust ekki þaðan vegna ófærðar. Einnig voru mættir fjórir fulltrúar frá sjávar- í Borgarnesi. 20—30 manns vinnur við hörpu- diskinn í Borgarnesi, og er þetta atvinnubót nú, þegar sláturtíð er lokið, en að jafnaði hefur margt fólk vinnu í sláturhúsinu á haustin. í Borgarnesi var slátrað um 60 þús. fjár í haust hjá KB. en það er 25% minna en haustið 1969, þegar slátrað var 80 þúsund fjár. Meðalfallþungi mun hinsvegar vera um kílói meiri nú en í fyrra, og losa 14 kg. núna. afui’ðadeild SÍS. Ræddar voru horfur í fisksölu- málum, og fram kom á fundinum eindreginn vilji fundarmanna, að framleiðsla húsanna eftir 1. júlí yrði afreiknuð á hærra verði. þar sem fiskverð til húsanna hækkaði þá, og kaupgjald allt. Ekki væri nein sanngirni í því, að þau hús, sem fratnleiddu alla sína fram- leiðslu á vetrarvertíðinni nytu GS—ísafirði, miðvikudag. Þorsk- og ýsuseiðin eru nú horf- in af rækjumiðunum í Djúpi. Voru seiðin á vissum svæðum og fengu verðhækkana til jafns við hús, sem framleiddu síðari hluta árs- ins við miklu óhagstæðari skil- yrði. Talað var um mismun á raf- magnsverði fyrir austan og sunn- an, og margt annað, setn snertir hagsmuni fiskkaupenda. Einnig var rætt um vinn /hagræðingu í frystihúsunum fyrir austan. rækjuveiðibátarnir mikið af þeim í veiðarfærin um tíma. Fá rækjubátarnir nú aðeins vott af loðnu með rækjunni, en svo hefur lengi verið. Með kólnandi veðri og breyttri átt hafa nú fiski- seiðin farið af rækjumiðunum. Framsóknarkonur Reykjavík Félag framsóknarkvenna heid- ur fund að Hallvcigarstöðum, finimtudaginn 19. nóvember, kL 8.30. Margrét Fredenksen kynnir nug myndabankann, Ingibjörg Tryggva dóttir talar um jurtalitun. Konum er vinsamlegast bent á, að tekið verður á móti bazarmun- nm á fundinum. Konur fjölmenn- ið og takið með ykkur gesti. — Stjórnin. FRAMLEIÐSLA FRYSTIHUSANNA EYSTRA EFT- IR1. JÚLl VERÐIAFREIKNDÐ Á HÆRRA VERÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.