Tíminn - 29.11.1970, Page 3

Tíminn - 29.11.1970, Page 3
AS51VNUDAGUR 29. nóvember 1970 TIMINN UMSJÓN: EVA BENJAMÍNS OG EINAR BJÖRGVIN SHADY OWENS — hver kemur í hennar staS? Er Tilveran að lifna við? Viðtal við Mick Jagger er Rolling Stones voru í Evrópuförinni: JÉR FINNST ERFITT AÐ SEMJA LÖG EN UM LEIÐ ER ÞAÐ FRÓUN MÍN“ — segir Jagger og álítur Beggars Banquet beztu LP-plötu Stones að öll lögin sem þeir félagar semdu væru ólík livert ööru. — Mér finnst erfitt að semja lög, en um ieið er það fróun mín, bætti hann við. Blm: — Á hvaða tveggja laga plötu, sem þið hafið gef- ið út hefur þú mest dálæti? Mick: — Ég veit þa'ö' eigin- lega ekki — hvað heldur þú Charlie. (Charly tautar: Honky Tonka Woman). Mick: — Charlie heldur mest upp á Honky Tonk Wo- man — af hverju Oharlie? (Charlie tautar eitthvað ó- skiljanlegt fyrir munni sér). P :'afnha!d á bls. ÍT MICK JAGGER _ þurftum aS í M.U.F. var í september- mánuði s.l. sagt frá hljómleik- um Rolling Stones í Forum í Daremörku er hljómsveitin var á hljómleikaferðalagi um meg- inland Evrópu. Einnig var síð- ar lítillega sagt frá ferð þeirra félaga um Þýzkaland í þeirri sömu hljómleikaferð. Það við- tál við Mick Jagger sem hér fjr á eftir, var tekið af ensk- um frétlamanni síðla í sept- embermánuði, er Stones voru komnir tfl Þýzkalands, Gerði hann sérstaka ferð í þessum til gángi, og náði tali af Mick á hótelherbergi í Hamborg. Bivt ist viðtalið fyrir skömmu í cnsku táningablaði. Þess skal getfð áður en lengra er hald ið að trommuleikari Stones, sá snjalli Charlie Watts, var við- staddur þegar viðtalið fór fram. Blaðamaðurinn: — Segðu okkur til að byrja með hvern- ig ferðin hefur gengið? Mick: — Hún hefur gengið vel. Annars höfum við ekki farið varhluta af uppþotum ýmsum. Hér í Hamborg varð t,d. uppþot fyrir utan aðalleik- húsið — svo andstyggilegt. Við gátum ekki áttað okkur á því hvað hafði raunverulega gerzt. Það hafði nefnilega of mikið af táragasi slegizt með í leik- inn. Blm: — Hvað veldur þess- um ólátum? Mick — Það verður allt svo pólitískt í hugum fólks, þegar stórir hópar þess koma saman. Þeir finna upp á svo mörgu. Slík uppþot eru skemmtileg fyrir suma, en ekki þá sak- lausu sem særast. gera eitthvaS gott fyrir fólkið. Blm: — Hefur þú orðið var við einhverja breytingu hjá á- heyrendum ykkar frá því þið byrjuðuð fyrst aó' spila? Mick: — Því einu sem ég get svarað, er að hljómleikar þeir, sem við hölduim í Evrópu, eru mjög svipað þeim og við höf- um haldið á austurströnd Bandaríkjanna, allir æpandi. .. mjög ofsalegir áheyrendur. Þess má þó geta, að við vor- um ánægðari með áheyrend- urna í Svíþjóð nú, en þegar við spiluðum bar áciur. Blm: — Hvernig finnst ykkur félögum að halda hljóm leika undir berum himni? Mick: — Okkur finnst það ekkert sérstakt. Það er erfitt að byrja tónlistarflutning á slíkum hljómleikum. — Ann ars fannst okkur það ágætt í Skandinavíu. Blm: — Það er mjög gott að vita það, að Stones er á nýj- an leik farin að skemmta op- inberlega, því að ekki eru þær ofmargar hljómsveitirnar, sem nenna að halda hljómleika fyr ir aðdáendur sína. Mick: — Viö' höfum séð svo margt lélegt í Bandaríkjunum og á Bretlandi að okkur fannst við verða að gera eitthvað gott fyrir fólkið Þess vegna höfum við t.d. tekið upp á því að hafa ijóskast á hljómleik- um okkar. Það má geta þess um leið, að slíkir hljómleikar krefjast mikils undirbúnings. Blm: — En nú væri ekki úr vegi að ræða lagasmiðina. Er það staó'reynd að þið Keith Richard semjið saman. Hver semur hvað? Mick svaraði því aðeins til, Ekki virðast Tilverumenn, Axel Einarsson og Pétur Pét- ursson vera af baki dottnir þrátt lyrir það sem á undan er gengið. Eins og kunnugt er, þá missti hljómsveitin í sum- ar trymbil sinn Ólaf Garðars- son yfir í Trúbrot, og nokkru seinna ákvað bassaleikarinn Jóhann Kristinsson að setjast á skólabekk og sinna ekki lengur hljóðfæral. Jóhann er efnilegur bassaleikari, og er þvi vonandi, að hann skipti um skoðun og taki upp bassann á nýjan leik, þegar mestu er- AXEL og PÉTUR — vonleysið hefur enga þýðingu. fiðleikar skólasetunnar eru að baki. Jóhann er í Iðnskólan- um. Voru þeir nú Axel Einars- son og Pétur Pétursson einir eftir í Tilveru. Mottó þeirra hefur ætíð verið það, að von- leysið væri til einskis — það þýddi ekkert annað en að ota sínum tota í þessum „bis- ness“. Hafa þeir Axel og Pétur þreifað fyrir sér með hljóÐ- færaleikara undanfarnar vikur, og vitum við nú ekki annað, en Ólafur Sigurðsson úr Pops sé væntanlegur trommuleikari Tilveru og Gunnar Hermanns- son í Stofnþel bassaleikarinn. Þá eru miklar likur á því, að Tilvera bæti við söngvara. Mun Herbert Guðmundsson úr Stofnþel vera efstur á lista i því sambandi. Til lesenda Öll vitum við það, að hljóm sveitírnar sem tilveru eiga, eru ckki einungis í útlandinu eða hér í Reykjavík. Það eru marg- ar ágætar og vinsælar hljóm- sveitir úti á landsbyggðinni, sem vert væri að kynna í MUF. Hins vegar höfum við sem önnumst þáttinn eðlilega ekki aðstöðu til að gera okkur ferð út á land til þess að leita hljómsveitimar uppi. Það væri því mjög svo þakkarvert ef einhverjir aðdáendur þessara hljómsveita sendu okkur myndir og upplýsingar um hljómsveitirnar svo að við gæt um kynnt þær í MUF. Trúbrot í söngkonu- Fréttir hafa borizt af því, að Trúbrotsaðilar séu nú í söngkonuleit. Er gaman að vita hver söngkonan verður, sem fyllir upp í það skarð sem Shady Owens skildi eftir með- al landsmanna, er hún fór vestur um haf. Það voru margir sem ekki sættu sig við það, þegar Hljóm ar tóku þá ákvörðun að ráða Shady til sín um árið, en ekki eru þeir færri sem sakna þeirr- ar frábæru söngkonu. Shady er nú búsett á Long Island í New York ásamt unnustanum GuS- mundi Halldórssyni Loftleiða- starfsmanni. p: ' 0.25~| •Q 7 SMjOIjL i ‘6. AVAXTAKAKA (Geymist vel) 250 g smjör 200 g sykur 5 egg 200 g hveiti 100 g rúsínur (helzt steinlausar konfektrúsínur) 100 g saxaðar döðiur 100 g saxaðar gráfíkjur 200 g saxaðar möndlur 2 msk. koníak, portvín eða sherry. Hrærið smjör og sykur mjög vel, setj- ið'eggin i, hálft í einu, hrærið ve! á milli. Blandið ávöxtunum f hveitið og hrærið þvi sem minnst saman við ósamt vini. Setjið deigið í smurt kringlótt eða af- langt mót (11/4—11/2 I) og bakið við 175°C í 1—11/4 klt. Kakan er betri I I I I I I I I I l I i l l nokkurra daga gömpl. SMJÖRIÐ GERIR GÆÐAMUNINN I I I I l I I I l I I l I I I I I l I I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.