Tíminn - 29.11.1970, Síða 6
8
TÍMINN
SUNNUDAGUR 29. nóvember 1970
Skortur fjármagns til
áfengis- og tóbaksvarna
Áfengisneyzla eykst
Það er staðreynd, sem gleym-
ist alltöf oft, ao' áfengisneyzla
fer vaxandi, einkum meðal ungs
fólks. Eitt dæmið um þetta er
það, að þeim fer mjög fjölg-
andi, sem teknir eru ölvaðir við
akstur.
Ýmsar orsakir valda því að
sjálfsögðu, að áfengisneyzlan
eykst og jafnhliða það böl, sem
fylgir henni. Veigaminnst
er ekki sú ástæða, að slakao
hefur verio' á ■ýmsum hömlum,
m. a. í sambandi við vínveit-
ingar á veitinga- og skemmti-
stöðum. í þeim efnum var ekki
talið annað fært, þegar núgild-
andi áfengislög voru sett 1954,
en að semja sig að háttum
nágrannaþjóða. Vafasamt er
líka, 'hvort boð og bönn um-
fram það, sem annars staðar gild
ir, reynast einhlít til lengdar.
Iiitt ætti jafnframt að vera aug-
ljóst, að þegar rýmkað er á slík
um hömlum, þarf eitthvað ao'
koma, sem vegur á móti. Til
þess var líka ætlazt, þegar
áfengislögin voru sett 1954, en
því miður hefur orðið minna
vir framkvæmdum en lögin gera
ráð fyrir.
Vanræktar áfengis-
varnir
í áf engislögunum tfrá 1954 er
aHl-angur kafli, sem nefriist
áfengisvarnir. Samkvæmt þess-
uiíl ákvæðum laganna skal Al-
þingi kjósa áfengisvarnaráð,
sem hefur sérstakan áfengis-
varnaráðunaut í þjónustu sinni.
Hlutverk áfengisvarnaráðunauts
og áfengisvarnaráðs er að
stuðla að bindindissemi og
vinna gegn neyzlu áfengra
drykkja, m. a. með því aó' fylgj-
ast sem bezt með áfengis- og
bindindismálum og veita hlut-
lausar upplýsingar um þau til
blaða og annarra fjölmiðla. Þá
skulu starfa í öllum bæjar- og
sveitarfélögum ólaunaðar áfeng-
isvarnanefndir til að vinna að
þessum málum.
Óhætt er að segja, að vel hef-
ur yfirleitt tekizt val á áfengis-
varnaráðunautum, áfengisvarna-
ráði og áfengisvarnanefndum.
En til þess, að slíkt kerfi komi
að tilætluðum notum, þarf ekki
ac'eins góðan vilja, heldur einnig
verulegt fjármagn. Það er ekki
ofmælt, þótt sagt sé, að þetta
víðtæka kerfi hafi aldrei getað
komið að tilætluðum notum, sök
um fjárskorts.
Sama er að segja um þann
þátt áfengisvarnakaflans í
áfengislögunum, sem fjallar um
áfengis- og bindindisfræðslu í
skólum, og um tilheyrandi
kennsluhækur og fræðslukvik-
myndir. Þennan þátt bindindis-
fræðslunnar á fræðslumálastofn-
un að annast. Það er ekki of-
mælt, eó‘ þar hafi alltof lítið
verið gert, m. a. vegna fjár-
skorts.
Áfengisvarnirnar, sem áfeng-
islögin gera ráð fyrir, hafa
þannig strandað á því meira
og minna, að oflitlu fé hefur
verið veitt til þeirra, einkum
meöal ungs fólks. Það er þó ein
mitt á þeim aldri, er mestu skipt
ir að menn læri „hvaða áhrif of-
nautn áfengis hefur á líkama
mannsins, vinnuþrek, siðferðis-
þroska og sálarlíf, á heimili
manna, umgengnisvenjur og al-
menna siðfágun, á fiárhag ein-
sta'klinga og þjóðarinnar", svo
a'ð notuð séu orð áfengislaganna.
Tlllaga áfengislaga-
nefndarinnar 1954
Gegn áfengisneyzlunni og mis-
beitingu 'hennar er tvímælalaust
ekkert áhrifameira vopn til en
heilbrigt og hleypidómalaust al-
menningsálit. Þetta álit verður
ekki skapað, nema með mark-
vissri og skipulegri fræðslu um
böl áfengis.
Þetta var ljóst þeirri nefnd,
er vann að undirbúningi áfengis-
laganna frá 1954, en hana skip-
uðu: Gústaf A. Jónasson ráðu-
neytisstjóri, Brynleifur Tohíasson
áfengisvarnaráðunautur, _ Jó-
hann G. Möller forstjóri, Ólaf-
ur Jóhannesson prófessor og Pét-
ur Daníelsson hótelstjóri. Nefnd
in iagði til, að nokkuð yrði dreg-
ið úr ýmsum áfengishömlum, m.
a. í sambandi viö veitingahús,
en það kæmi svo á móti, að
bindindisfræðsla yrði stórlega
aukin og nægilegt fjármagn
tryggt til þeirrar starfsemi. í
frv. nefndarinnar var lagt til,
að stofnaður skyldi sérstakur
áfengisvarnasjóður, er styrkti
áfengisvarnir, bindindisfræðslu
og bindindisútbreiðslu, og skyldu
árlega renna í hann 3% af hagn
að áfengisvei'zlunar ríkisins. Illu
heilli felldi Alþingi þetta á'kvæði
úr frv. nefndarinnar. Niðurstað-
an við afgreií/slu áfengislaganna
frá 1954 varð því sú, að dregið
var úr áfengishömlum, en bind-
indisfræðsla aukin, en( ekki
tryggt fé til hennar.
Áfengisvarnasjóður
Vegna þeirrar reynslu, að
áfengisvarnakerfið hefur 'kom-
ið að alltof takmörkuðum not-
um sökum fjárskorts, hafa tveir
af þingmönnum Framsóknar-
flokksins, Þórarinn Þórarinsson
og Ágúst Þorvaldsson, flutt frv.
á Alþingi um að endurvekja til-
lögu nefndarinnar, sem undirbjó
áfengislögin 1954, um stofnun
sérstaks áfengisvarnasjóðs. Ef
farið hefði verið eftir þessari
tillögu - nefndarinnar, hefði
áfengisvarnasióður haft um 15
millj. kr. til ráóstöfunar á s. 1.
ári, eða um 10 millj. kr. rneira
en þá var veitt úr ríkissjóði
til bindindisstarfsemi. Þessi fjár-
ráð áfengisvarnasjóös mundu
sízt vera of mikil, þar sem hon-
um er ekki aðeins ætlað að
styrkja hina beinu bindindis-
fræðslu og bindindisstarfsemi,
heldur einnig ýmsa æskulýðs-
slarfsemi, sem vinnur gegn
áfengisnautn.
Meðferð drykkju-
sjúklinga
Hin aukna áfengisneyzla hefur
leitt til þess, að mjög hefur
fjölgað þeim, sem telja má
drykkjusjúklinga og hafa því
þörf sérstakrar hjúkrunar og
meðhöndlunar, ef þeir eiga
ekki að veröa áfengisnautninni
alveg að bráð. Hinsvegar má vel
bjarga slíkum mönnum, ef þeir
fá rétta hjúkrun og umönnun
í tæka tíð. Til þess þarf sér-
stakar stofnanir og sjúkradeild-
ir, sem geta hagað störfum sín-
um mismunandi eftir því, hvar
viðkomandi sjúklingur er á vegi
staddur.
í áfengislögunum 1954 var
að finna merkilegt nýmæli, þar
sem fjallað var um lækningu
slíkra manna. Samkvæmt lögun-
um var gert ráð fyrir, að kom-
ið yrði upp hælum. og . sjúkra-
deildum fyrir umrædda sjúkl-
inga. í því skyni skyldi' stofnað-
ur svokallaður gæzluvistarsjóó-
ur, sem fengi vissa upphæð af
tekjum áfengisverzlunarinnair.
Hlutverk sjóðsins skyldi vera
að styrkja slíkar stofnanir.
í lögunum um meðferð ölv-
aðra manna og drykkjusjúkra,
sem sett voru 1964, var gengið
lengra á þessari braut og þar
nánara ákveðið hvernig slíkar
hjálparstofnanir og sjúkradeild-
ir skyldu vera. Jafnframt var
ákveðið, að gæzluvistarsjóó'ur
skyldi árlega fá 7,5 millj. kr.
af tekjum Áfengisverzlunarinnar.
Það má segja, að árið 1964 hafi
það framlag, sem lagt var í
gæzluvistarsjóð, verið all ríf-
legt, en þó fjarri því að vera
meira en þörf var á. Verð-
bólgan hefur hinsvegar orðió' til
að rýra mjög verðgildi þessa
framlags. Árið 1964 var það
2,3% af tekjum áfengisverzlun-
arinnar, en 1969 aðeins 1%.
Hefði sama hlutfall haldizt og
1964, hefði það átt að nema
18,2 miUj. kr. árið 1969.
Gæzl u vista rs jóðu r
Það er í samræmi við þetta,
aó' tveir af þingmönnum Fram-
sóknarflokksins, Einar Ágústs-
son og Björn Fr. Björnsson, hafa
flutt á Alþingi þá breytingatil-
lögu við lögin um meðferð
ölvaðra manna og drykkjusjúkra,
að 2%% af tekjum Áfengis- og
tóbaksverzlunar ríkisins skuli ár-
lega varið til gæzluvistarsjóðs.
í greinargerð frv. þeirra segir
m. a.:
„Augljóst er, að vaxandi verð-
bólga gerir gæzluvistarsjóði ó-
kleift að valda þeim verkefn-
um, sem honum eru fengin, ef
ekkert verður gert til aö afla
honum aukinna tekna. Nú er svo
komið, að langmestur hluti af
ráðstöfunarfé sjóðsins gengur til
að standa straum aí rekstri
drykkjumannaheimilisins að
Akurhóli á Rangárvöllum.
Afleiðingin er sú, að ekkert
fjármagn er aflögu til að sinna
þeim höfuðviðfanigsefnum, sem
sjóðnum voru ætluo' í upphafi,
s;vo sem þeim að reisa sjú'kra-
hús og s.júkradeildir fyrir
drykkjúsjúkiiniga, og bera þann
aukakostnað, sem af starfsemi
þeinra leiðir.
Ekki þarjf löngu máli að eyða
til rökstuðnings því, hversu
mikilvægt það er, að þeir sjúkl
ingar, sem hér um ræðir, geti
fengið beztu aðhlynningu, sem
völ er á, og eru þjóðfélagsverð
mætin ómæld, sem hér eru í
húfi, auk þess sem þau mann-
legu bágindi, sem hugsanlega
er unnt aÖ afstýra, verða ekki
í tölum talin.“
Varnir gegn
sígarettureykingum
Lengi vel héldu bindindis-
menn aðallega uppi baráttu gegn
áfengi, en töldu tóbak hættu-
minna. Nú er hinsvegar komið
í Ijós, að sígarettur geta ekki
síður verið hættylegar heilsu
og lífi manna en áfengið, þótt
á annan hátt sé. Þessvegna er
nú hafin víða um lönd skipu-
lögð áróö'ursstarfsemi gegn síga-
rettureykingum. Fyrir Alþingi
liggur nú tillaga frá Jóni
Skaftasyni, Pálma Jónssyni,
Eðvarð Sigurðssyni, Benedikt
Gröndal og Hannibal Valdimars-
syni um varnir gegn sígarettu-
reykingum. í tillögunni er skor-
að á ríkisstjórnina að gera eftir-
farandi ráðstafanir til þess að
draga úi tóbaksreykingum og
þá sérstaklega sígarettureyking-
um:
1. Víðtæk upplýsingastarfsemi
um skaðvænlegar afleiðingar
sígarettureykinga verði haf-
in í dagblöðum, hljóð- og sjón-
varpi. Höfuðáherzla verði lögö
á þær skyldur, sem foreldrar og
kennarar hafa.
2. í skólum verði hafin reglu
bundin kennsla um heilsufarsleg-
ar hættur sígarettureykinga.
3. Regluleg fræðsluerindi
(námskeið) verði haldin fyrir
kennara og kennairaefni um
þessi mál.
4. Stofnaðar verði „opnar
deildir“ (poliklinik), sem stjórn
að sé af sérfróðum læknum, og
þar geti reykingamenn fengið
aö'stoð til þess að hætta reyk-
ingum.
5. Stofnað verði ráð lækna og
leikra, sem hafi eftirfarandi
hlutverk:
a) Að safna upplýsingum um,
hversu víðtækar reykingar séu,
t. d. meðal skólabama og ungl-
inga.
b) Að stjórna vísindalegum
rannsóknum um áhrif reykinga.
c) Að vera yfirvöldum til
ráðuneytis um þessi máL
Tízkan er voldug
Tillögunni um varnir gegn
sígarettureykingum fylgir m.
a. útvarpsræða, sem Hrafnkell
Helgason læknir flutti nýlega um
hættuna af sígarettureykingum.
Henni lýkur með þessum orðum:
„Ég tel ástæðu til, að við
fslendingar förum að dæmi ann-
arra þjóða og reynum að berj-
ast gegn þessari hæbtu með aukn
um áróðri og upplýsingum í
ræðu og riti. Hér eiga heil-
brigðisyfirvöld, læknar og ekki
sízt kennarar mikiÖ starf fyrir
höndum. Ef vel tekst til, meg-
um við örugglega vænta oss
lengri lífdaga og betri heilsu.
Ekki þýðir að hræða fólk um
of eða banna reykingar. Það
eru mjög gleðileg tíðindi, að nú
alveg nýlega ,hafa verið birtar.. .,
tölur, er sýna, að mjög héfur
dregið úr reykingum hjá barida
rískum ungmennum. Tízkan er ;
voldug, og ef Ihægt væri að sann,
færa unglinga um, að reykingar
væru ekki lengur í tízku, held-
ur ófínn löstur eldri kynslóöar-
innar, þá hefði vissulega mikið
áunnizt. Ekki þefcki ég neitt
öruggara ráð til að lemgja meðal
aldur fslendinga um nokkur ár
og bæta heilsufar okkar en að
■hætta sígarettureykingum."
Bandaríkjamenn hafa ekki
gripið til þess ráðs í áróðri að
banna tóbaksauglýsingar, en
þeir hafa gert sjónvarpsstöðvum
og hljóðvarpsstöðvum, sem
flytja slíkar auglýsingar, að
skyldu að verja jafnlöngum
tíma til fræðslu um skaðsemi
sígarettureykimga.
Fjárveitingar, sem
ekki má
skera við nögl
Framangreint dæmi frá Banda-
ríkjunum sýnir vel, hve áhrifa-
mikil skipulögð og skynsamleg
upplýsingastarfsemi getur reynzt.
Hún er vafalítið áhrifam.eiri en
nokkur boö' og bönn. En slíkri
starfsemi fylgir það, að hún
kostair verulega fjáimuni. Nú-
tíma þjóðfélag má ekki skera
vio' nögl þær fjárveitingar, sem
eiga að fara til að upplýsa al-
menning um ofnautn áfengis og
tóbaks, eða annarra Skaðlegra
nautnameðala. Hér er tvímæla-
laust þörf stóraukinnar starf-
semi og hún getur því aðeins
aukizt, að ríkið láti meira fé
af hendi rakna til hennar. Svo
mikill er líka gróði ríkisins af
sölu áfengis og tóbaks, að ekki
getur talizt óeðlilegt, að nokkr-
um hluta hans verði varió’ til
upplýsingastarfsemi um hættur
þær, sem áfengis- og. tóbaks-
nautninni fylgja. Þ. Þ-