Tíminn - 04.12.1970, Page 1
BLAÐ II
276. tbl. — Föstudagur 4. des. 1970. — 54. árg.
Æðisgengið verð fyrir eitt málverk:
Veröið dugar til framfærslu
154 þúsund fjölskyldna í 1 ár
á flóðasvæðunum í Pakistan
SB—Reykjavík, fimmtudag.
Fólk er farið að venjast
því, að málverk séu dýr, en
það vekur óneitanlega til um-
hugsunar, þegar eitt slíkt er
selt á 500 milljónir ísi. króna.
Þessi fjárhæð dugar nefnilega
samkvæmt útreikningum, til
. að sjá fyrir 154 þúsund fjöl-
skyldum á flóðasvæðunum í
Pakistan í heilt ár. Einnig hef-
ur verið reiknað út, að það
myndi taka verkamann þús-
und ár, að vinna fyrir því.
Málverkið, sem um ræðir, er
frá 17. öld, eftir Velasques og
er af Juan nokkrum de Pareja.
Þetta málverk er ekki stórt, að-
eins 60x45 sm. Hvernig víkur því
við, að það geti verið 500 milljóna
virði? Vegna þess meðal annars,
að þarna er um að ræða verð-
mæti, sem ekki eyðast. Þannig
er þvi einnig fario' um frímerki
og demanta. En hvers vegna þá
einmitt þetta einstaka málverik?
Listayerkasalar eru alltaf að
leita að einhverju, sem er ein-
stakt í sinni röð og allir vita, að
gömul málverk eru dýr. Vela-
squez er hins vegar talinn taka
fram öllum hollenSku meisturun
um og flestum þeim ítölsku og
þá verður verðmismunurinn að
sýna þann mun.
Fjórir enskir málverkasafnarar
eiga málverk eftir Velasques, sem
hvert um sig er ta-lið jafnmikils
virði og þetta, sem seldist um
daginn í London á 500 milljónir.
Áður en uppboðið í London fór
fram, voru þau verk hins vegar
ekki talin vrrði nema 250 milljóna
en hækkuðu u-m helming á einni
nóttu. Þannig -gengur það ekki
fyrir sig á verö'bréfamörkuðum,
aðeins á listamarkaðnum. Einn
þessara fjögurra manna hefur til-
kynnt, að hann ætli að senda
Velasques-mynd sína á Lundúna-
uppboðið næsta ár, en það er
ekki víst, að hann fái lí'ka 500
milljónir fyrir það.
Myndin, sem fullyrt er, aS tekln sé um miðja nótt. Á henni sést Edward
og Mariu Piu, sem er lengst til vlnstrl.
Kennedy ásamt ónafngreindum manni
Pentagon njósnar
um bandaríska
þegna - hefur 14
milljónir á skrá
KJ—Reykjavík, fimtudag.
Á þriðjudaginn var skýrt frá
því í sjónvarpsþætti í Banda-
ríkjunum að á vegiun banda-
ríska hersins starfi um eitt
þúsund njósnarar í Bandaríkj
unum sjálfum. Er hlutverk
þessara njósnara að fylgjast
með friðarhreyfingum, og
njósna um ýmis samtök og
stjórnmálahreyfingar þar í
landi.
Þetta kom fram í sjónvarps
þætti, þar sem fimm fyrrver
andi herforingjar komu frarn.
Einn herforingjanna skýrði frá
því ao' hann hefði verið búinn
„vopnum“ eins og marijuana og
áfengi, í tilraunum sínum til
að komast að áformum hópa,
sem eru á móti stríði.
Sem dæmi um verkefni þess
ara njósnara sögðu fimmmenn
in-garnir frá því að þeir hefðu
verið viðstaddir jarðarför
M-artins Luthers Kings og
flokksþing demokrata og repji-
bli-kana 1063.
Þessar yfirlýsingar herfor-
ingjanna koma Bandaríkjamönn
Fr nhald á bls. 18.
Nýtt hney ksli
h já Kennedy?
Hln glaSa Marla Pia, sem Kennedy á a5 hafa dansað við alla nóttina
Edward Kennedy, öldungadeild
arþingmaður, er nú rétt einu
sinni koininn í slúðurdálka æsi-
fréttablaða. Nú er liann sagður
hafa skemmt sér heila nótt í
París með léttlyndri alvöruprins
essu, sem heitir Maria Pia, og er
dóltir Umberto, fyrrverandi Ítalíu
kóngs, og er fyrrverandi eiginkona
Alexanders Júgóslavíuprins, en
þau eru skilin. Maria Pia er 35
ára gömul, og einkum þekkt fyrir
svall og skemmtanafýkn. Sam-
kvæmt slúðurblöðunum voru þau
Kennedy og Maria Pia að
skemmta sér á næturklúhbum
Parísarborgar fram undir morgun,
Miklar vaxtalækkanir í
helztu iðnaöarríkiunum
EJ—Reykjavík, fimmtudag.
Flést lönd í kringum okkur
hafa á undanförnum vikuni
og mánuðum lækkað vexti
verulega, og eru vextir á ís-
landi nú hærri en um getur
annars staðar í Vestur-
Evrópu.
Vaxtalækkanir hafa undanfar-
ið átt sér stað í Vestur-Þýzka-
andi, Bandaríkjunum, Kanada,
Frákklandi, Belgíu og Japan svo
helztu ríkin séu nefnd.
1 Bandaríkjunum voru vextir
lækkaðir úr 5,75% í 5,50% á
dögunum, en þremur vikum áð-
nr voru þeir lækkaðir úr 6% í
5,75%. Eru vextir í Bandaríkjun
um því orðnir mjög lágir miðað
við mörg önnur lönd, þar sem
vextir eru almennt 6—7,5%.
Hér á eftir fer yfirlit yfir
bankavexti í nokkrum helztu iðn-
aðarríkjum eins og þeir eru i
dag:
Danmörk, 9, Frakkland 7,5,
Belgía 7,5, Bretland 7. Svíþjóð
7. Vestur Þýzkaland 6,5, Japavi
6,25, Kanada 6, Hoiland 6, Banda
ríkin 5,5, Austurríki 5, Noregur
4,5 og Sviss 3,75%.
Eins og þetta ber með sér, eru
vex-tir í þessum löndum lægri cn
hér á landi, og víðast hvar miklu
lægri, en hér eru vextir 9,5%
og jafnvel í ymsum tilvikum 10%.
Vaxtalækkun hefur ekki átt sér
stað hér á landi um langan tíma,
én hins vegar hafa vextir fario’
sífelit liækKandi rneð árunum.
nóttina áður en De Gaulle var
jarðaður. Aftur á móti segir blaða
fulltrúi Kennedys, að hann þekki
ekki prinsessuna og hafi aldrei
séð hana og sé samdráttur þeirra
uppspuni frá rótum ,og að mynd-
ir þær sem birtar voru af þeim
nóttina góðu séu falsaðar.
Öldungadeildarþing-maðurinn fór
til Parísár á sinum tíma, ti-1 að
vera viótstaddur minningarathöfn
um De Gaulle, sem haldin var
í Notre Dame kirkjunni.
Að því er fréttaritarar kjafta
blaðanna segja, var hann að sjá
mjög þreyttur og fölur þegar
hann kom í kirkjuna. Voru menn
ekki lengi að komast að ástæð
unni. Hann hafði hitt Piu prins
essu, sem ekki hefur nema meðal
gott orð á sér, og þau skemmtu
sér á næturklúbbum fram undir
morgun. Blöð í Frakklandi og
Bretlandi gerðu sér mikinn mat
úr þessu hneyksli o-g birtu frá
sagnir og myndir af þessu fólki
við næturiðjuna. Var látið fyl-gja
að þar meó1 væri pólitískur ferill
Edwards Kennedy á enda. Hann
hafi að vísu sloppið tiltölulega vel
út úr hneykslinu í hitteðfyrra er
hann ók með stúlku út af brú
við Chappaquiddick, og hún fórst.
í nýafstöðnum kosningm til
öldungadeildarinnar fékik Kenne
dy mikinn meirihluta atkvæða.
Sagt er að Kennedyfj-ölskyldan
hafi reynt að ko-ma í veg fyrir
birtingu frétta og my-nda af næt-
urævintýri Kennedys í París, en
ekki tekizt.
Framhald á bls. 18.