Tíminn - 04.12.1970, Qupperneq 4
m
i TV, i I .1.1
TIMINN
FOSTUDAGUR 4. desember 1970
ESSIE SUMMERS:
Á VEGLEYSU
1
1. kafli.
Þau höfðu setið lengi þögul í
tunglsljósinu, meðan bíllinn lagól
undir sig hverja míluna af ann-
anri af þessu stórfenglega mána-
landslagi á Norðureynni. Kannske
þögðu þau af því þeim var nóg
sú tilfinning að vera saman, eða
ef til vill fannst Godfrey það
sama og Prudence — að þessi
nótt væri of fögur til að vera
raunveruleg — að þetta væri
draumur, sem yrði að njóta út í
yztu æsar, meðan hann varði. í>au
óku geignum leyndardómsfuil dala
drög, þar sem gufan steig í þunn
um slæðum upp úr heitu hverun-
um og smeygði sér inn á milli
trjánna.
ÞaS var hiýtt og notalegt í
bílnum og henni leið vel að hafa
Godfrey við hlið sér. Þegar hún
sneri höfðinu, sá hún skarpar út-
iínur vangasvips hans bera við
bílrúðuna.
Þar sem bílljósin féllu á veg-
inn, glitraði svoiítið á mölina og
það bar þess vott, að brátt myndi
frysta. Það var eitt af því stór-
kostlega við þetta land, að þar
mátti finna sambland af frosti og
snjó og sjóðandi heitum lindum.
Ævintýraland, þar ' sem ma&ur
verður að athuga, hvar ma'ður geng
ur. Allt lítur út fyrir að vera
traust, en það getur verið næfur-
þunn skorpa. Meðfram veginum
voru skilti, þar sem bílstjórar
voru varaðir við heitu lindunum.
Eftir stutta stund myndu þau
beykja af þjóþveginum og aka nið-
ur að bökkum Waikato-árinnar,
mmmassamammmmammmmmm
bar sem ískalt vatnið féll fram
af berginu í Huka-fossinum og
fyllti ioftið hressandi úða. Sagt
var a&' þetta væri staður ungra
elskenda, fallegur, tryggilegur
staður, þar sem stundum er hægt
í tuRglsljósi að sjá regnbo'ga í
fossinum. Gömul hjátrú segir, að
ef maður sjái regnbogann, muni
heitasta ósk manns rætast innan
árs. En ef þetta var rétt, yrði eng
inn regnbogi þarna í nótt. f nótt
myndi Prudence snúa baki við
draumunum — ef hún þyrði þá.
Áður en þau lögðu af stað í
þessa ferð, hafði henni fundizt
það skynsamleg, en ekki beint
auðveld ráðstöfun. Nú, þegar hún
sat hér vi& hlið Godfreys, var hún
hrædd um, að hún myndi guggna.
Hrædd um, að hún myndi einu
sinni enn freistast til að trúa
þeim draumi, að bau tilheyrðu
hvort öðru.
Þegar þau beygðu inn á af-
leggjarann, sagði Godfrey: --
Taktu nú eftir útsýninu, Pru-
dence. Það er stórkostlegt!
Eins og hún vissi það ekki!
Hún sem hafði átt heima næstum
a.lt sitt líf í Rotorua. En nóttina
hafði aldrei verið svo fögur fyrr
og þetta var í fyrsta sinn, sem
hún var við fossinn með manni,
sem hún elskau'i.
Þau voru ein þar núna. Á sumr-
in var staðurinn iðandi af ferða-
mönnum. í nótt tiiheyrði hann
aðeins þeim. Godfrey hélt í hönd
hennar. Það var svo gott og gaf
henni þá tilfinningu, að þau væru
eitt. En hún varð að horfast i
augu við þann sannleika, að hann
var ekki hennar.
Þau stóðu næstum lotningarfull
á brúninni og Prudence hugsaði:
Ég mun aldrei ígleyma þessari
stundu. Seinna verður þetta ein
af mínum kærustu minningum.
Allt í einu fann náttúran upp
á einu af sínu undarlegu tiltækj-
um. Eitt augnablik ljómaði tindr-
andi regnbogi yfir ánni og foss-
inum, þa&‘ var ihimnesk sjón. Pru-
dence fylltist sælukennd, en hún
hvarf aftur um leið og regnbog-
inn og beizkja kom í staðinn.
Heitasta óskin rætast innan árs
— þvílík della-
Hún sneri sér snögglega að hon
um, dró að sér höndina og sagði
hratt: — Godfrey, við skulum
koma frá bessum hræðilega
hávaða. ann kinkaði kolli — Já,
fossinn hefur sannarlega hátt og
cr svo stór, að manni finnst mað-
ur vera pínulítill. Hann þekkti
þetta landslag eins og fingurna á
sér. Hann hafði gengið, skriðið
e&’a stokkið yfir hvern fermetra
einhvern tíma á ævinni.
Þau gengu gegnum kjari-skóg
og klifruðu gegnum klettasprung-
ur. Að lokum komu þau í dal-
verpi, þar sem allt var þakið
pimpsteini. Þetta var nálægt Wai-
kato, en þangað heyrðist þó ekki
í fossinum.
Godfrey benti á stóran stein.
— Sjáðu, hann er í laginu eins
og hægindastóll. Langar þig til að
reyna hann, Prue.
Hún leit á steininn. Ef þau
ættu bæði að sitja þar, yrðu þau
freistandi þétt saman. Henni varð
l.ióst, að stundin var komin.
—Nei takk, ég vil heldur
standa. Hún stakk höndunum nið
ur í djúpa kápuvasana. Andlit
hennar var fölf í tunglsljósinu og
hún leit beint í augu honum. Hún
talaði þurrlega og með ákve&'inni
röddu: — Godfrey, við verðum að
hætta þessu. Það ge-ngur ekki
lengur. Við hefðum aldrei átt að
byrja, það er í rauninni þvert
gegn eðli okkar beggja. Ég get
ekki staðið í þessu leynimakki
lengur. Mér fannst það róman-
tískt í byrjun, en mér skjátlaðist.
Þa&' — það er bara falsk-t og
ógeðslegt. O-g við sökkvum bara
dýpra í það. Hún þagnaði stund-
arkorn. Þá sagði Godfrey, undr-
andi og vantrúaður: -— Prudence,
þú getur ekki meint, að þú vilj-
ir hætta, áður en þú ert í raun-
inni byrjuð? Ég hef vanazt til að
við gætum haldið sambandi okkar
á grundvelli vináttu eingöngu.
Mér hefur alltaf fundizt, að við
skildum hvort annað fyllilega.
Sársaukinn greip eins og klær
um hjarta hennar. Þa&' var ein-
mitt þetta, sem hún hafði aftur
og aftur reynt að fullvissa sjálfa
sig um. Hún kyngdi. — Það geng-
ur ekki Godfrey. Ég helt þetta
iíka, en það hefur vaxið okkur
yfir höfuð og við höfum ekki leng
ur fullt vald á hlutunum. Við hitt
umst af tilviljun úti í náttúrunni
einn góðan veðurdag og fengum
okkur göngutúr saman. Við kom-
umst að því, að okkur geðjaðist
a&' sömu hlutunum og litum margt
sömu augum. Það var yndislegur
dagur, og þá skemmdi ekkert
leynimakk fyrir. Þannig ætti það
að vera áfram. Okkur datt í hug.,
að endurtaka þetta og þú stakkst
upp á næsta sunnude-gi. Þá var
næstum eins gaman, en ekki al-
veg. Þvi þegar við komum að þjóð
veginum, fórum við sitt í hvora
áttima. Við vorum sammála um,
að ef við sæjumst saman, myndi
það ef til viil særa konuna þína.
Við höfum tvisv-ar farið síðan, en
mér finnst alltaf minna og minna
til þess koma. Og nú — þetta er
í fyrsta sinn, sem við erum sam-
an, eftir að orðið er dimmt. Þú
varst með hálfgerðan sektarsvip,
þegar þú sóttir mig, það er svo
ólíkt þér. Ég hef unnið me@ þér
það lengi, að ég þekki þig. Þú ert
kunnur fyrir að vera réttlátur,
það er hægt að treysta þér. Ég
eyðilegg fyrir þér. Ég — ég verð
að vi&'urkenna, að tQfinningar
mínar eru talsvert flóknari en
þínar — nei, ekki Godfrey,.
Hann teygði sig til hennar og
©AUGLÝSINGASTOFAN
mouiu
Yokohama snjóhjólbarðar
MeS e3a án nagla
Fljót og góS þjónusta
FÓLKSBÍLASTÖÐIN AKRANESI
er föstudgaur 4. des-
— Barbárumessa
Tungl í hásuðri kl. 18.36
Árdegisháflæði í Rvík kl. 10.07
heilsugæzla"
Slvsavarðstofan i Borgarspttalan-
nrn er optn allan sólarhrtnglnn.
Aðeins móttaka slasaðra Simi
81212. |
Rr ogs Apótek og Keflavíkui
Apótek eru optn virka daga k!
9—19. laoeardaga Ki 9- ;4
helgidaga k: 13—15
Siökkviliðið og sjúkrabifreiðlr fvr
li Revkjavík og Kópavog. stmi
11100
Sjúkrahtfreið t Hafnarfirðl slmt
51336
Almennar upplýsingar um lækna
þjónustn 1 borginnl eru gefnai
símsvara Læknafélgs Reyk.iaV’
ur. slmi 18838
FæðingarheimUið i Kópavogi
Hlíðarvegi 40 slml 42644
Tanniæknavakt er 1 Heusuverndar
stöðinni. þar sem Slysavarðs.
an var, og ei opln laugardrg;. og
sunnudaga kl 5—6 e h. Simi
22411.
Apótek Hafnarfjarðar er opið alla
virk-a dag: frá fct 9—7, á laug
ardögum k! 9—2 og á sunnu
dögum og öðrum helgidögum er
opið frá kl 2—4
Mænusóttarbólusetning fyrir full-
orðna fer fram 1 Heilsuve. :!ar-
s::" R.ykjavík .r. á mánudögum
kl. 17—18 Gengið inn frá T r-
ónsstíg. yfir brúna.
Nætur og helgidagavörzlu
apóteka i Reykjavík Akuna 28.
nóv — 4. des annast Ingó.'is-
Apótek og Laugarnes-Apótek.
Næturvörzlu í Keflavík 4. des. ann-
ast Guðjón Klemenzson.
^tgt tngár"
v
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla fór frá Akureyri i gærkvöld
á vesturleið. Herjó.’fur fer frá
Vestmannaeyjum kl. 21.00 i kvöld
til Reykjavíkur. Herðubreið fer frá
Reykjavik í kvöld vestur um land
í hringferð.
FI.UGÁÆTLAMIR
Loftleiðir hf.:
Snorri Þorfinnsson er væntanlegur
frá New York k& 08:00. Fer til
Luxemborgar kl. 08:45. Er iæ“'an-
legur til baka frá Luxemborg kl.
17:00 Fer til New York kl. 17:45.
Leifur Eiríksson er væntanlegur
frá New York kl. 08:30. Fer til
Oslóar, Gautaborgar og Kaup-
mannahafnar kl. 09:30.
Flugfclag íslands hf.:
Millilandaflug:
Gullfaxi fór til Glasgow og Kaup-
mannahafnar k& 08:45 í morgun. og
er væntanlegur þaðan aftur til
Keflavíkur kl. 18:45 i kvöld
Gullfaxi fer til Osló og Ka’"- - a
hafnar kl 08:45 í fyrramálið.
Innanlandsflug:
í dag er áætlað að f.'júga til Ak-
ureyrar (2 ferðir), til Vestmanna-
eyja, Húsavíkur, ísafjarðar, Pat-
reksfjarðar, Egilsstaða og Sauðár-
króks.
BLÖÐ OG TTMARIT
Heimilisblaðið Samtíðin
desemberblaðið er komið út og flyt
ur þetta efni: Leyndardómur starfs
gleðinnar (forustugrein). Hefurðu
heyrt þessar? (skopsögur). Kvenna
þættir eftir Freyju. Ekkja Spart-
vorjans (framh. saga). Skipulögð
sö-'ustarfsemi eftir Pétur Péturs-
son. Kvikmyndadísin frá Thailandi.
Undur og afrek. Er pólitísk
griimmd alveg takmarkalaus? Raf-
magnaðasti maður heimsins. Kara-
jan ávítaður. Ævintýri búrþvals-
ins eftir Ingólf Davíðsson. Ásta-
grín. Skemmtigetraunir. Skáldskap
ur á skákborði eftir Guðmund Arn-
laugsson. Bridge eftir Árna M.
Jónssoe. Stjörnuspá fyrir desemb-
er^ Þeir vitru sögiðu. — Ritstjóri er
Sigurður Skúlason.
fTtagslíf
Frá Guðspekifélaginu.
Fundur í stúkunni Septínu verðiir
í kvöld, föstudag 4. des. kl. 9. Karl
Sigurðsson flytur erindi um hindu-
isma. — Stjórnin.
Basar Sjálfshjargar
'ur ha.’dinn i I.indarbæ sunnu-
dagim 6 des Munum veitt r-
taka á skrifstofu Sjál'jbjargar að
Laugavegi 120 3 hæð simi 25338.
Munir verða sóttir h'dm
Náttúrulækningafélag
Reykjavíkur
heldur félagsfund í matstofu félags
ins, Kirkjustræti 8, fimmtudaginn
10. des. k& 9 sd. Erindi flytur Egg-
ert Kristinsson: Lækningamáttur
hugsunarinnar. Veitingar. Allir vel
komnir. — Stjórn N.L.F.R.
Sinawik
Basar klúbbsins verður sunnudag-
inn 6. des. kl. 2 í Átthagasal Hótel
Sögu. Tekið á, móti kökum sama
dag kl. 10 f. h. á staðnum.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Jólafundur miðvikudaginn 9. des.
kl. 8,30. Erindi: Rannveig Tóm-as-
dóttir, söngur, jólahugi'eiðing, kaffi
veitingar. Félagskonur, takið með
ykkur gesti. Stjórnin.
Kvenfélag Bæjarleiða.
heldur jó.’afund miðvikudaginn 9.
des. kl. 20,30 að Hallveigarstöðum.
Sýndar verða blóma- og jólaskreyt-
ingar. — Stjórnin.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur jólafund mánudaginn 7. des.
kl. 8,30, í fumdarsal kirkjunnar. —
Mætið vel. — Stjórnin.
Austfirðingafélagið
minnir á skemmtikvöldið í Miðbæ
4. des. kl. 20,30. — Seyðisfjörður
kynntur. — Stjórnin,
Skagfirðingafélagið
í Reykjavík
hefur félagsvist í Domus Medica
laugardaginn 5. des. kl. 8,30 stund-
víslega. Stjórnandi: Kári Jónasson.
Kátir félagar sjá um fjöri®. Stjórn-
in.
Basar.
Kvenfélag Kópavogs hefdur basar
í Félagsheimilinu, efri sal, sunnu-
daginn 6. des., og hefst hanm kL
3 e. h.
Borgfirðingar, Reykjavík.
Spii'um og dönsum að Skipholti 70,
la-ugardaginn 5. des. kl. 20,30. —
Fljóðatríóið leikur. Mætið vel og
takið gesti með. — Nefndin
Basar Ljósmæðrafélags íslands.
Verður haldinn sunnudaginn 6.
des. kl. 2 e.h. í Breiðfirðingabúð.
Tekið á móti kökum og munum
mi'ðvikudaginn 2. des., og laugar-
daginn 5. des. hjá Stmnu.ird
Bergstaðastræti 70, s. 16972. Uppl.
hjá Freyju s. 37059.
Lárétt:
1) Smáherbergi. 6) Klór. 8) Land-
námsmaður. 10) Sár. 12) Komast.
13) 499. 14) Egg. 16) Straumkast
17) Stefna. 19) Undna.
Krossgáta
Nr. 681
Lóðrétt:: 2) Dýr 3) Leyfist.
4) Fyrirfinnast 5) Kjafts 7)
Tindur. 9) Grípi. 11) Suð.
15) Málmur. 16) í hús. 18)
Strax.
Ráðning á gátu nr. 680:
Lárétt: 1) Jöfri. 6 Gái. 8)
Væn. 10) Svo. 12) Ær. 13)
Ég. 14) Tap. 16) Öln. 17)
Aið. 19) Kríur.
Lóðrétt: 2) Ögn. 3) Fá. 4)
Ris. 5) Óvætt. 7) Bogni. 9)
Æra. 11) Vél. 15) Par. 16)
Öðu. 18) n.