Tíminn - 10.12.1970, Síða 2

Tíminn - 10.12.1970, Síða 2
■J 2 TÍMINN FIMMTUDAGUR 10. desember 1970 Framhald al bls. 1 vill of seint. Hér þyrfti að setja reglur um, að ná'kvæm athugun skuii fara fram á því, hvers kon- ar mengun allur sá ióínrekstur, sem hér kann að verða settur á laggirnar, getur valdið á utmhverf- inu og gerðar fullnægjandi ráð- stafanir til að boma í veg fyrir hana með viðeigandi hreinsunar- aðferðum. Þar duga engin vettl- ingatök og óteljandi dæmi frá öðrum löndum sýna að ekki er einhiítt að treysta á fullyrðmgar þeirra, sem að iðnrekstrinum standa, heldur verður hið opin- bera að taka málin í sínar hendur af framsýni og með framtiðarheill lands og lýðs í huga, en ekki ein- blína á stundarhagsmuni. Fyrst og fremst efnamengun Hér er fyrst og fremst um að ræða efnamengun af ýmsu tagi, bæði I fersku vatni og söltu og andrúmslofti, jarðvegi og lífver- um. Mengun fersks vatns af gervi- sápum er víða um lönd mikið vandamál, einkum þeirra sápuefna sem innihalda fosföt, en lítið er vitað um hana hér. Frárennsli frá ýmiss konar iðnaði getur inni- haldið alls konar varhugaverð efni sem spilla því vatni sem frárennsl- ið blandast saman við og igera það óhæft til neyzlu og hættulegt öllu lífi. Er þar rétt að benda á að úrgangsefni frá skinnaiðnaði, t.d. sútun, eru víða talin viðsjár- verð, en ekki er vitað að neinar rannspknir hafi verið gerðar á mengun frá slíkum verksmiðjum sem eru nú komnar upp á nokkr- um stöðum á landinu, t.d. Akra- nesi, Akureyri, Borgarnesi, Reykja vik og á Sauðárkróki. >á er einn- ig rétt að benda á, að nauðsyn- legt er að athuga mengunarhættu frá frárennsli uilarþvottastöóVar- innar í Hveragerði. Frórennsli iðnfyrirtækja og hitaveitu í mörgum löndum eru ákveðn- ar reglur um hámarkshitastig frá- rennslisvatns frá iðnaði og orku- vinnslu en þó eru menn víða ugg- andi um hvað gera skuli við hið mikla magn af heitu frárennslis- vatni sem kemur frá kjarnorku- verum. Hér á landi þarf að fylgj- ast vel með því, hver áhrif frá- rennslisvatn hitaveitna kann að hafa á hitastig og þar með líf þeirra vatnsfalla og stöðuvatna sem það er leitt í, en reglur um há- markshitastig slíks frárennslis erú hér engar til og þarf því að vinna acI setningu slíkra reglna. Eink- um verður brýn þörf á varúð í sambandi við frárennslisvatn igufu orkuveitna, sem er það heitt að óhjákvæmilegt er að kæla það verulega og þá helzt með því að nýta hita þess á einhvern hátt, eins og bent hefur verið á af tæknimönnum sem um þau mál fjalla. Olíuhreinsunarstöð Loftkennd úrgangsefni frá iðn- rekstri eru líka mjög viðsjárverð, einkum súrefnissamhönd af brenni steini og flúor og er því augljóst að samfara vaxandi iðnvæó*ingu þarf auknar rannsóknir á mengun- arhættu sem frá iðnrekstrinum kann að stafa og skal hér aftur bent á Áburðarverksmiðjuna, þar sem rannsóknar er þörf. Einnig má benda á, að olíuhreinsunar- stöðvum fylgir víðast allmikil mengunarhætta, auk hvimleiðs ódauns, og þarf því að viðhafa alla gát frá byrjun, nú þegar rætt er um að koma á fót slíkri stöð 'hér á landi. M.a. virðist varhugavert ao' ætla henni stað í næsta ná- grenni Reykjavikur, eins og sézt hefur imprað á í dagbl’öðum, þar sem hún gæti verið komin inn á borgarsvæðið eftir 20—30 ár. Fiskimjöls- og síldar- verksmiðjur Andrúmsloft í sjávarþorpum og bæjum er oft mjög mengað af megnum óþef úr reyk fiskimjöls- og síldarverksmiðja og kveður rnest að slíkri mengun í þröngum fjörðum þar sem hún veldur fólki oft miklum óþægindum. Þó slík mengun sé ef til vill ekki bráðhættuleg, þá getur faún verið heilsuspilandi og því er nauöfeyn frekari rannsókna á þessu sviði og athugana á því hvort ekki er hægt að fyrirbyggja slíka mengun meö' hreinsun reyksins. Skólpfrárennsli þorpa og bæja Sjórinn við strendurnar er all- víða mengaður af skólpfrárennsl þorpa og bæja, eins og áður er getið og einnig af frárennsli frá fiskiðju, og þarf hið fyrsta að hefja athugun á bví, á hvem hátt eir hægt að leysa það vandamál, því ekki er endalaust hægt að nota firði og víkur og _ f jörur þeirra sem sorpgeymslu. í raun- inni ætti að setja strangar reglur um sorp- og skólpmál um allt land byggðar á niðurstöóáim rann- sókna í þessum efnum. í fram- haldi af því er rétt að vekja at- hygli á, að fyrir fáum árum var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um endurskoðun á þeim kafla hinna gömlu vatnalaga frá 1923, sem fjallar um óhreinkun vatns. Þar er m. a. að finna ákvæði sem heimila algera frið lýsingu svæö'a umhverfis og í ná- grenni vatnsbóla. Einhverra hluta vegna hefur þetta frumvarp ekki enn náð fram að ganga og þyrftu þó ýmis ákvæði þess að vera enn ákveðnari en þau eru. T.d. væri athugandi að setja ákvæði um, að eignarréttur vatns, hvort sem er rennandi vatns eða kyrrstæðs vatns í sveit eða bæ, nái ekki það langt, að heimilt sé að spilla vatn- inu með því að ieiða í það olíu, skólp eða annan úrgang. Olíumengun frá skipum og bátum Hætta á olíumengun er þó nokk ur hér á landi, bæði frá skipum o,g bátum og eins frá olíutönkum við hús sem hituð eru upp með olíu, einkum er hætt við að frá- gangi olíutanka við sumarbústaði sé ábótavant, en þeir standa ein- mitt oft á stöðum setn viðkvæmir væru fyrir olíumengun. Þarf því hið fyrsta að setja strangar regl- ur um frágang olíutanka við hús. Eins er orðið mjög aðkallandi að koma upp viðunandi aðstöðu í landi til að taka við olíusora, sem skip þurfa að losna við. Skordýraeitur Hér á landi hefur frekar lítið verið notað af efnum til að eyða skordýram, illgresi og öðrum pest um sem herja á nytjaplöntur, þ.e. þeim efaum, sem nefnd eru ,,pesticides“ á ensku. >ó er nokkuð flutt inn af slíkum efnum til not- kunar í gróðurhúsum, matjurta- görðum og skrúðgörðum og hefur verið svo um r.okkurt árabil. T.d. var árin 1967 og 1968 flutt inn um 4% tonn af DDT, sem nú hefur algerlega verið bannað að nota í nokkrum löndum, en nokkru minna bæði 1966 og 1969. Auk þess hefur nokkuð verið flutt inn og notað árlega af ýmsum öðrum efnum í sama augnamiði, en mörg þeirra eru veikari og hættu- minni en DDT. Þrátt fyrir þetta voru einungis til mjög ófullkomn ar reglur um innflutning og notk- un þessara efna hér allt fram til s.l. áramóta, að hin aýju lög um eiturefni og hættuleg efni gengu í. gildi. Eins hafa sáralitlar eða engar rannsóknir verið gorðar..á. þeim jarðvegi þar sem 'þessi efni faafa verið 0.0116, með tilliti til þess hve mikið af þeim kann smám saman að hafa safnazt fyrir í honum, eða hvort þessi efni kunna að hafa borizt í ár og vötn, en mörg þeirra eru einmitt þekkt að því að eyðast ákaflega seint í náttúrunni. Úr þessu er brýn þörf að bæta hið allra fyrsta. Jafnhliða er efcki minni nauðsyn að rannsaka, hvort þau matvæl úr plönturíkinu, sem ræktuð eru þar sem slík eyðingarefni eru not uð, hafa mengazt af þeim, og einnig þarf að rannsaka villtar plöntur hér á landi í sama au/jna miði, einkum þær sem fénaður lif ir á úti um hagann. Sauðf járböðunarefni Annað hvert ár eru flutt inn um 12 tonn af efni, lindan (Hexecíd), sem notað er til böðunar sauðfjár og er allsterkt eyðingarefni. Fyllsta ástæða er að rannsaka, hvað um þetta efni venður, þegar það hefur verið notað, hvort því er t.d. einfaldlega veitt beint út í næsta læk eða á, þar sem það gæti gert skaða. Eins og áður er getið, hefur þetta efni fundizt í smjörsýnum hér, og er nauðsyn frekari rannsókna á hugsanJegri mengun matvæla af þessu • efni. Frekari rannsókna er einnig þörf á mengun mjólkur af sýMalyfjum, sem áður er minnzt á, þannig að samfelldar rannsóknir á þessu sviði verði gerðár um allt land. Reglugerð þá, sem nú er í gildi um mjólk og mjólkurvörur þarf einnig að endurskoða og gera ýmis á- kvæði bennar strangari, enda er hún orðin 17 ára gömul. Þá þarf að rannsaka og setja fastar reglur um hvaða efni, svo sem litar- og rotvarnarefni megi nota í matvæla i'ðnaði, en um það gilda býsna strangar reglur í mörgum löndum. Nauðsynlegt er að athuga hvort ekki er fært að skapa aðstöðu hér á landi til að eyða leyfum hættu- legra efna, t.d. gömlum birgðum skordýraeiturs, að svo miklu leyti sem sflk' eýðing er möguleg. í nágrannalöndum okkar, t.d. f Noregi og Svíþjóð, er mengun af frárennsli frá súrheysgerð og frá mykju í ár og vötn talin veruleg. Hér þyrfti að rannsaka þessa hluti og menn almennt að gera sér grein fyrir því, að ekki er sama hvert sMkt frárennsli lendir. 0pi6 til M.4 slls laugspíaga TÍZKIVEFZLIM L9t!gavegi37ogSý

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.