Tíminn - 10.12.1970, Side 8

Tíminn - 10.12.1970, Side 8
TIMINN FIMMTUDAGUR 10. desember 1970 Allt unnið fyrir gýg ef ekki tekst að snóa frá verðbólgustefnu rlkisstjór narinnar. Milljarðurinn, sem varið er til niðurgreiðslna á vöruverði, nægir ekki til að halda verðlaginu í skefjum nema til 1. september 1971 Hér fer á eftir nefndarálit minni iluta fjárveitinganefndar, þeirra lalldórs E. Sigur'ðssonar, Ingvars ;Jíslasonar. Ágústs Þorvaldsson- tr og Geirs Gunnarssonar á fjár- iigunum fyrir 1971. Mælti Halldór E. Sigurðsson í'yrir nefndarálitinu og verður -æðu hans ger@ skil í blaðinu á norgun. Nú þegar fjárlagafrumvarpið temur til annarrar umræðu, eru riðurstöðutölur tekjumegin 11.536 millj. kr. og er hækkunin frá gild- indi fjárlögum 3.139 millj. Þessi íækkun er stórfelldari en dæmi :ru til í sögu íslenzkra fjárlaga, og það svo, að öll fyrri met á því iviði hverfa sem dögg fyrir sólu. Sem dæmi um það, hvað stórfelld þessi hækkun er, viljum við ninna á það, að fjárlögin voru árið 1967, þegar kosio' var til AI- þingis fyrir þetta kjörtímabil, sem nú er að Ijúka, 4.700 millj. kr., eða einum þriðja hærri í heild en hækkunin ein er nú. Enda þótt greiðsluafgangur á fjárlaga- frv. sé nú 400 millj. kr„ mun hann ekki verða stórfelldur, þeg- ar upp verður staðið, þar sem enn þá eru óuppgerðir stórir mála- flokkar, eins og launahækkun rík- isstarfsmanna og framlög til nýrra bygginga barna- og gagnfræðaskóla o. fl. ENGIN AUKNING FRAMKVÆMDAMÁTTAR. Ástæða er til, að alþingismenn geri sér grein fyrir því, til hvers þetta fé fer. Láta mun nærri, að um 10—13% af þessum hækkun- um ,gangi til fjárfestiugarfram- kvæmda. En þrátt fyrir, það, að um 300—400 millj. kr. aukið fé gangi til fjárfestingar og atvinnu- veganna, eykst ekki framkvæmda- máttur þess fjár, er til þeirra rennur, við það, heldur hið gagn- stæða, þar sem vöxtur verðbólg- unnar er meiri en því nemur. Að einhverju leyti fer þetta fé í auk- inn refcstrarkostnað, er leiðir af fjölgun þjóðarinnar, svo sem að fleiri kennara þarf til starfa, er börnunum fjölgar. Að öðru leyti gerir þjóðin kröfur til aukinnar þjónustu, menntunair o. fl. Launa- kjör voru orcÆn það lág hér á landi, að úr varð að bæta. En það, sem skiptir sköpum hér, er stefna ríkisstjórnarinnar í efna- ihagsmálum. Verðbólgan gleypir hvern milljarðinn eftir annan í sína óseðjandi hít. Áhrifa hennar gætir alls staðar. Allar áætlanir verða haldlitlar vegna áhrifa henn ar. Tekjustofnar, er miðast við krónutölu, en ekki hlutfall í verði, tapa gildi sínu. Hallarekstur væri á næsta leití, ef verðlag og afla- brögð væru ekki með þeim ágæt- um, að engin dæmi eru til slíks, a. m. k. hvað verðlag á útflutn- ingi sjávarafurða snertir. HVAÐ GERIST 1. SEPT. 1971? Fjárlagafrv. fyrir árið 1971 er - Engu fé varið til að skapa aukið alvinnuöryggi í landinu undirlagt af áhrifum verðbólgunn- ar, eins og sjúklingur af skæðum sjúkdómi. Yfir 1.100 millj. kr. er varið til niðurgreiðslna á vöru- verði. Þessi fjárhæð nægir þó ekki til að halda vercíagi í skefj um nema til 1. september n. k. Enda þótt greiddar séu 8000 kr. í fjölskyldubætur með hverju barni, er þó kaupmáttur bótanna ekki eins mikill og fyrir áratug. Þessi einkenni verðbólgunnar eru aug- Ijós, en þar að auki mergsýgur j verðbólgan allan rekstur í landinu. Þá þarf að hafa það í huga í sam- bandi við þessa fjárlagaafgreiðslu, eins og áður er að vikið, að ekk- ert fé er ætlað til ao' halda þeim niðurgreiðslum áfram eftir 1. september n. k., sem upp voru teknar um síðustu mánaðamót. Þá er ekki heldur gert ráð fyrir, að fé þurfi til að greiða auknar verð- lagsuppbætur á laun ríkisstarfs- manna, ef niðurgreiðslum yrði hætt 1. sept. n. k„ eins og fjár- lagafrv. gerir ráð fyrir, Ljóst er af þessu, að þrátt fyrir það, að fjárlögin hækka um 3.2 milljarða kr. á einu ári, er þeim etoki ætlað að halda verðlagi í j skefjum eða mæta verðhækkun nema 8 mánuði af árinu. Fratn hjá þessum alvarlegu staðreynd- um verður ekki gengið né því, að hlutfallslega dregur úr fram- kvæmdafé með ári hverju. ÞÖRF Á BÆTTRI AÐSTÖÐU IÍENNARASKÓLANS. Skólamálin eru ekki nema að takmörkuðu leyti til afgreiðslu við \ þessa umræðu. svo að þau verða ! ekki rædd hér nema að því leyti, að við viljuen vekja sérstaka at- hygli á uppbygirinau Kennaraskó]- ans. Eins og fram kom hjá skóla- stjóri Kennaraskólans í viðtali við 1 fjárveitinganefnd og í erindi, er ■ nemendur skólans sendu alþingis- | mönnum, og fjárveitinganefndar- mönnum er ljóst af heimsókn í skólann, þá er aðstaða til að kenna svo mörguim nemendum, tem þar stunda nám, með öllu < iðundandi, svo að því verður etoki slegið á frest að gera þar úrbæt- ur. Fjárveitinganefnd flytur að þessu sinni tillögu um fjárveitingu til byggingarframkvæmda við Kennarskólann. Við gerum ráð fyrir því, að hjá því yrði etoki komizt að byggja viðbótarkennslu rýtni. Hins vegar mun meiri hluti fjárveitinganefndar gera ráð fyrir því, að íþróttahús gangi fyrir öðr um byggingarframkvæmdum skól- ans. Ekki verður um það deilt, að mikil þörf er á þeirri bygg- ingu, og að okkar dómi ætti íþróttahúsbygging þessi að þjóna bæði Kennaraskólanum og a.m.k. Menntaskólanuim við Hamrahlíð. Við viljum undirstrika það, að við treystum þeim, sem ákvarðanir taka um þessa framkvæmd, að þeir hafi til að bera framsýni og frjálslymdi til að sinna þörfum þess sfcólafóiks til íþróttaiðkana, er auðvelt á með að sækja í þetta væntanlega íþróttahús, svo og að það músarholusjónarmið verði ekki iátið ráða um gerð þessa íþróttahúss, að þær íþróttagrein- ar og íþróttaleikir, sem æskan iðkar í dag, hafi ekki það hús- rými, er þau krefjast. Þó að brýn þörf sé á byggingu íþróttahússins og við eigum aðild að tillögu til þeirrar framkvæmdar, teljum við, að ekki sé síður þörf á að auka sjálft kennslurými Kennaraskól- Halldór E. Sigurðsson ans og að veita jafnmikið fé til hans. Forráðamenn Sjómannaskólans hafa sótt um fjárveitingu til fram kvæmda á undanförnum þingum, án árangurs þar til nú. Af þeirra hendi var um að ræða rökstudda nauðsyn, sem verður að fylgja eftir, þar til hún er komin til fram kvæmda. Fjárveiting sú, sem veitt er að þessu sinni, mun tryggja það að framkvæmd geti hafizt á næsta ári og náð verði verulegum áfanga. HEILBRIGÐISMÁL VERÐUR AÐ TAKA FÖSTUM TÖKUM. Á s.l. sumri heimsótti undir- nefnd fjárveitinganefndar ríkis- sjúkrahúsin hér í borginni, svo oa Vífilsstaði og Borgarsjúkra- húsið. Þessar heimsóknir ásamt viðtölum við lætona og hjúkrunar- fólk og stjórnarnefnd sjúkrahúsa urðu nefndarmönnum mikils virði. Það er skoðun okkar, sem að þessu nefndaráliti stöndum, að nauðsyn beri til, að þessi sjúkra- hús komi á hjá sér auknu sam- starfi, sem leiði til bætts skipu- lags og aukinnar verkaskiptingar. Meðal þeirra vandamála, sem um var rætt í viðtölum við forustu menn heilbrigðismála, var það, að við sjúkrahúsin starfaði hópur af starfsfólki, er ekki fékkst fast- ráðið, en þörf væri fyrir, og þar til viðbótar væri þörf á auknu starfsliði, m.a. vegna aukinnar þjónustu. í tillögum fjárveitinga- nefndar er sýnd viðleitni til að mæta réttmætum óskum þar um, þó að mikið skorti á, að fullnægt sé. Við viljurn lýsa þeirri skoðun okkar, að þessi mál verði að taka föstum tökum og ráða til starfa það fólfc, sem nauðsyn ber til, og forðast þau lausatök, sem á þess- um málum hafa verið. Þá viljum við vekja sérstaka athygli á starfs aðstöðu á sjúkrahúsinu á Kleppi, m.a. á því, hvað margir sjúklingar dveljast í elzta hluta sjúkrahúss- ins, sem er gamalt timburhús. Hér er um að ræða vertoefni, sem etoki má draga að leysa. Við viljum undirstrika það að til framkvæmda í heilbrigðismál- um þarf mikið fé. Gerum við til- lögu um_ viðbótarfé á þessum fjár lagalið. í tillögu fjárveitinganefnd ar er að finna fjárveitingu til þriggja læknamiðstöðva. Hér er tekið undir óskir fólfcsins í við- komandi héruðum. Ljóst er, að þessar fjárveitingar munu ekki nægja- til að ná áföngum í bygg ingarframkvæmd, t.d. til að gera fokheld hús hjá þeim, er byrja á byggingu á næsta ári. Þarf því að koma viðbótarfé eða lántöku- heimild. JÖFNUN AÐSTÖÐUNNAR Það kemur fram við athugun á fjárlagafrv., að minna verður unnið að raforkudreifingu um sveit ir landsins á næsta ári en á þessu. Er hér öfugt að farið. Þa® kom fram í viðtali við framkvæmda- stjóra Rafmagnsveitna ríkisins, að með 60 milij. kr. fé til fram- kvæmda á næstu 5 árum mætti ná þeim árangri að ljúka verkinu að mestu. Athuigun fer nú fram á máldnu í heild, og gerum við ráð fyrir áætlun um lok þessara fram- kvæmda að henni lokinni, en þar til munum við styðjast við hug- mynd þá, er framkvæmdastjóri Rafmagnsveitna ríkisins setti fram á fundd fjárveitinganefndar og áð- ur er vitnað til, og gerum tillögu um 60 millj. kr. fjárveitingu ti’ verfcsins. Þá leggjum við til, að fjárveit- ing til að jafna aðstöðu nemenda til framhaldsnámis verði hætokuð úr 12 milj. kr. í 25 millj. kr. Það kom í ljós, er á reyndi, að þessi fjárveiting er alls ófudnægjandi og verður enn frekar á árinu 1971 en á þessu ári. Við leggjum í þessu sambandi áherzlu á það, að nem- endur í heimavistarskólum njóti ekki minni réttar en aðrir nemenci ur, eins og nú er. og að nauðsyn er á að tryggja, að erfiður fjárhag ur nemenda oa aðstandenda þeirra komi "kk' í veg fyrir að sérhvert ungimenni getj notið ■ skólagöngu að skyidunámi Ioknu. MNGFRÉTTIR ENGU FE VARIÐ TIL AUKN- INGAR ATVINNUÖRYGGIS Þá vilium við vekia nhvgli á þvi. að þrát.1 fyrir svo gifurlega hækkun fjárlaga sem að framan er '<■ » ,. =n?u "é varið H1 •* • ,i iauk.ó alvinnuöryggi í landmu eða góðærið notað á einn eða annan hátt til að búa í haginn fyrir fram- tíðina. Við leggjum því til, að Atviinnujöfnunarsjóður fái 20 millj. kr. fjárveitingu. Eins og fram bemur fyrr í þessu nefndaráliti, flytjum við ekM mairgar tillögur til breytinga á þessu fjárlJrv. Hivort tveggja er, að nú fyrir 2. umr. eir ekki Ijóst, hvernig hagur rfkissjóðs verður, þegar fé hefur verið veitt til ým- issa þeirira mála, sem óafgreidd eru hjá fjárveitinganefnd, og hitt, að otokur þykir ekki fýsilegt að leggja til tekjuhætokun ofan á þau ósköp, sem orðin eru. SAMEINING RÍKISSTOFNANA Tillögur tif að draga úr ríkisút- gjöldum flytjum við ekfci. Ástæð- an er fyrst og fremst sú, aið höfuð- skilyrði þess, að unnt sé að sporna við útþenslu í refcsitrarfciostnaði tíkisins, er alger breyting á fjár- málastefnu stjómvalda. Án slíkr- ar stefnubreytingar eru einstakar sparnaðarfillögur haldfausar. Tveir obkar undirritaðra hafa tekið þátt í starfi undimefndar fjárveitinga- nefndar, þar sem athugaðir hafa verið ýmsir þættir í ríkisrekstr- inum, og m.a. hefur undimefndin lagt tíl breytingu á framkvæmd lögneglumóla, sem mundi draiga úr kostnaði. Einnig ætti að okkar dómi að verða sparnaður af því, ef við- gerðarverkstæðum ríkisstofnana yrði fækkað og starfsemi þeirra skipulögð með tilliti til þess. Við teljum, að athuga ætti hvort hagkvæmt væri að sameina í eina stofnun verkfræðiþjónustu þá, er ríkið hefur á sínum vegum, en auka um 'eið slíka þjónustu úti á landsbyggðinni. Að okkar áliti væri rétt, að undirnefnd fjárveitinganefndar kynnti sér starfsemi Efnahags- stofnunarinnar og þá með tilliti til þess, ao hún hætti störfum, en starfsemi hennar yrði fengin í hendur Hagstofunni, að því leyti sem hún fjllj ekki eðlilega til annarra stofnana, svo sem Hag- sýslu- og fjárlagastofnunarinnar. Við te.'jum eðlilegt og nauðsyn- legt, að ríkisvaldið hafi forustu urn að koma á samstairfi sjúkra- húsa, eins og áður er að vikið. Við minnum á stofnanir eins og Landnám ríkisins, vélasjóð o.fl., sem við teljum eðlilegt, að væru sameinaðar öðrum stofnunum. Fátl sýnir betur, hvað ríkisstjórn in er langt frá því að hafa vald á stjórn fjárlaga ríkisins, en það. að á sama tima sem Alþingi sam- þykkir lög um venðstöðvun, þá á að afgreiða fjárlög, > sem eru á i f.iórða mi.'ljarð hærri en gildandi ■ fjárlög. eða hækkunin ein er lítið | eitt lægri fjárhæð en fjárlögin voru árið 1965 oe enn fremur að ekkert fé er æt.lað til þess að i halda niðurgreiðslum þeim. sem upn voru tóknar 1 riesember s.l . áfram eftir 1 sept. n.k Ekki er j heldur ætls'ð fé tii að inna tf hendi auknar ve'ðiagsuppbætiir S ,'aun frá beim tima Þar við bætist. j að þetts gerist nú. þegar tekiur ! ríkissjóðs hrannast upp vegna ó- venitieóðs trferðis Hver yrði if ; koma ríkissjóðs, ef harðnaði á daln um um tekjuöflun? 1 Framhald á bls. 14 /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.