Tíminn - 10.12.1970, Síða 9

Tíminn - 10.12.1970, Síða 9
FIMMTUDAGUR 10. desember 1970 ______________________TÍMINN__________________________________________________________________9 Wwéwi Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pramikvæmdastjóri: Kristjáin Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinssoo (ábJ. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Kitstjómar. skrifstofux i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofux Sankastræti 9 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingastmi: 19523. Aðrar skrifstofm sími 18300. Askriftargjald kr 195,00 á mánuði, tnnanlands — í lausasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf. Ánægjulegar stefnubreytingar Stjómarblöðin gera sér nú mjög tíðrætt um land- helgismálið og er það vel. Sérstaklega er þó ánægjulegt, að í þessum skrifum koma fram tvær veigamiklar stefnubreytingar, sem eru í samræmi við það, sem Fram- sóknarmenn hafa beitt sér fyrir á undanförnum árum, en þá fengið takmarkaðan hljómgrunn í innstu herbúð- um stjómarsinna. Fyrri stefnubreytingin er fólgin í því, að stjórnarblöð- in leggja nú mikla áherzlu á, að reynt sé að hafa sem nánasta samvinnu milli flokkanna um landhelgismálið. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, hef- ur á mörgum undanförnum þingum flutt tillögu um slíkt samstarf, en hún ekki hlotið undirtektir hjá þingmeiri- hlutanum og hana því dagað uppi. Það er fyrst á þessu ári, sem þessi tillaga Ólafs hefur hlotið stuðning stjóm- arflokkanna og ríkisstjórnin hefur því beitt sér fyrir að skipuð hefur verið nefnd frá flokkunum til viðræðna um málið. Þessu ber að fagna, því að vonandi vakir hér meira fyrir ríkisstjórninni en nefndarskipunin ein. Mest velt- ur að sjálfsögðu á því, hvernig og hver störf nefndar- innar verða. . lX • í'. 'm öu !f Hin stefnubreytingin er fólgin í því, að stjómarhlöð- in leggja nú áherzlu á, að íslandi beri einkaréttar til fisk- veiða og fiskvemdar á öllu landgrunninu. Fljótlega eftir að langhelgissamningurinn var gerður 1961, kom annað hljóð í strokkinn hjá ýmsum talsmönnum stjómarflokk- anna. Þá var farið að tala um að strandríki bæri einhver óljós forgangsréttur utan 12 mílna markanna. Þá var farið að tala um kvótakerfi og það jafnvel lagt að jöfnu við stækkaða landhelgi. f5 ræðum, sem fluttar vom um málið á alþjóðlegum vettvangi, var hætt að minnast á landgrunnskenninguna. Nú hefur hér orðið breyting á og að nýju lögð aðaláherzla á tilkall til alls landgrunns- ins. Þessu ber að fagna og ber fastlega að vona, að fram- hald verði á því. Sannarlega væri það æskilegast, að þjóðin gæti staðið sem mest einhuga í þeirri nýju sóknarlotu, sem er fram- undan í landhelgismálinu. En sú lota verður ekki létt. Þar er nú stórfelldur þröskuldur í veginum, þar sem er landhelgissamningurinn frá 1961. Milli 20—30 ríki hafa nú stærri fiskveiðilandhelgi en tólf mílur. Ef ísland hefði einhliða útfærslurétt eins og fyrir 1961, gæti það farið í slóð þessara ríkja og haldið áfram að stækka fiskveiðilandhelgina í áföngum. Með landhelgis- samningnum frá 1961 gekkst ísland undir að leggja all- ar frekari útfærslur undir úrskurð Haag-dómsins. Sú hætta er þar yfirvofandi, að dómurinn telji sér ekki fært að viðurkenna nema þrönga fiskveiðilandhelgi meðan víðátta hennar er mismunandi hjá hinum ýmsu þjóðum. Þegar engin ákveðin lög eða mjög óákveðin lög eru fyrir hendi, líkt og í þessu tilfelli, eru dómstólar yfir- leitt varfærnir og íhaldssamir. Þetta er nú mesta torfæran í landhelgismálinu. En vissulega eru þær fleiri, og þá ekki sízt barátta tveggja mestu stórvelda heims fyrir því að gera 12 mílumar að alþjóðalögum á nýrri hafréttarráðstefnu. Svo margar og miklar eru torfærumar í þessu máli, að sannarlega er hin mesta þörf á því, að þjóðin fylki sér saman um ákveðna og einbeitta stefnu og hafi náin samráð við þær þjóðir, sem lengst og djarfast ganga í þessum efnum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Cardenas - einn mesti leiötogi er rómanska Amerika hefur átt Stjórnarforusta hans 1934—40 varð Mexíco heilladrjúg. MEXICO er það ríki hinnar rómönsku Ameríku, sem lengst hefur búið við traust og öruggt stjórnarfar. Þar hefur engin bylting verið gerð síðan 1934, en sami ftokkurinn farið óslit- ið með völd. Sá maður, sem meira en nokkur annar hefur tryggt Mexico þetta stöðuga og trausta stjórnarfar, Lazaro Car denas, lézt 19. október síðast- liðinn, en 30 ár voru þá liðin siðan hann hafði lagt niður ^ völd. Hins vegar hafði hann jafnan ráðið miklu á bak við tjöldin og oftast átt meginþátt í því, að stöðugleiki stjórnar- farsins héldist. Þó var hans við andlátið ekki fyrst og fremst minnzt sem þess manns, er þann ig hafði átt meginþátt í að treysta stjórnarfarið í Mexico, heldur sem hins mikla byltinga leiðtoga, sem fyrstur hóf merki þeirrar þjóðlegu og róttæku endurreisnar í rómönsku Amer- íku, sem nú virðist vera að koma til sögu í löndum eins og Perú, Eíolivíu og Chile. Þau verk hans voru líka grundvöll- ur þess -stöðugleika stjórnar- farsins, er hefur haldizt í Mex- ico undanfarin þrjátíu ár. LAZARO CARDENAS fæddist 21. maí 1895. Faðir hans var verz.'unarmaður. Hann var elzt- ur átta systkina. Skólagöngu hans lauk, þegar hann var ell- efu ára, því um framhaldsskóla var ekki að ræða í heimahéraði hans, þegar barnaskólam minu lauk. En Cardenas las mikið og reyndi að afla sér sem mestrar þekkingar af eigin .ammleik. Hann hóf að rita blaðagreinar 16 ára gamall. Þegar hann var 18 ára gama.l gekk hann í flokk þeirra, sem höfðu staðið fyrir byltingunni 1910, og náði þar skjótum frama sök- um augljósra forustuhæfileika sinna. Stjórnarfarið var mjög ótryggt á þessum árum, því að Bandaríkjamenn studdu gagn- byltingarmenn til valda undir forustu Huertas hershöfðingja. Cardenas gekk í her byltingar- manna, tók þátt í almörgum bar dögum, og hafði hlotið hers- höfðingjanafnbót eftir skamm- an tíma. Arið 1920, tæplega 25 ára gamaL', var hann settur rík- isstjóri í heimafylki sínu og kosinn nokkru síðar. Hann gegndi því starfi til 1931, þeg- ar hann varð innanríkisráð- herra, en tveimur árum síðar varð hann hermálaráðherra. Hann tók mikinn þátt í starfi Þjóðlega byltingarflokksins (P RN), sem þá var stjórnarflokk- urinn, og hafði sett sér róttæka stefnuskrá. Árið 1930 var hann kosinn formaður flokksins og 1934 náði hann kosningu sem forseti Mexico. Þvi starfi gegndi hann í sex ár. ÞAU SEX ár, sem Cardenas var forseti, urðu mestu bylt- ingarárin í sögu Mexico, þótt allt færi fram með friðsamleg- um hætti. Hann hófst strax handa um að framkvæma hina róttæku stefnaskrá flokksins. Stórfellt átak var gert til að bæta alþýðufræðsluna. Hafizt var handa um að skipta jarð- eignum í stórum stíl. Uppbaf- lega var það ætlun Cardenas að bændur tækju upp samyrkju búskap, en þeir kusu heldur sjálfseignarbúskap. Alls yar 45 millj. ekrum lands skipt '15 smáhænda í stjórnartíð Oairden- as. Ymsar verksmiðjur voru gerðar að sameign verkamann- anna, sem ráku þær á samvinnu grundvelli. Utan Mexico vakti það þó mesta athygli, þegar Cardenas þjóðnýtti olíunámur, sem amerísk fyrirtæki áttu í Mexico. Minnstu munaiði, að það leiddi til styrjaldar við Banda- ríkin, en Franklin D. Roosevelt var þá forseti þeirra og hafn- aði að fyJgja í slóð fyrirrenn- ara sinna, sem hvað eftir ann- að beittu ríki rómönsku Am- eriku hernaðarlegri íhlutun. Þá þjóðnýttí Cardenas nokkrar járnbrautir, sem erlend auðfé- lög áttu, og margar aðrar eig- ur erlendra auðhringa. Meðan Cardenais fór með völd, endurskipulagði hann flokk sinn og tengdi hann við stétta- samtök verkamanna og bænda, sem mjög voru efld 1 stjórnar- tíS hans. Flofckurinn hefur far- ið óslitið með völd síðan. Car- denas fekk það tekið í lög, að enginn mætti vera forseti nema i eitt kjörtímabil, því að þann- ig yrði heit tryggt, a? völdin skiptust milli manna. Sjálfur neitaði hann ð gefa kost á sér til endurkjörs, enda þótt hann hefði verið viss um end’- kjör, ef hann hefði kært sig um það. MEÐAN Cardenas var for- seti, lifði hann mjög óbreytta lftí og bjó aldrei í forsetahðll- inni. Hann ferðaðist þá mikið um landið og lagði sig fram um að hafa sem nánust tengsl við almenning. Eftír að hann hætti forsetastörfum, dró hann sig að mestu í h.'é og kom ekki fram opinberlega. Þó félst hann á að vera hermálaráðherra á heimsstyrjaldarárunum. Eftir það settist hann að mestu í helgan stein. Þó réði hann allt- af miklu á bak við tjöldin, þvi að forustumenn flokksins vissu, að Cardenas átti öruggt fylgi hjá þjóðinni og gat því ráðið miklu, ef hann beittí sér. í aug um bænda og verkamann? var hann þjóðhetja. Á síðari árum hefur f.ökkur Cardenas færzt til hægri, a. m. k. miðað við það, sem áður var, en líklegt þykir þó, að sú breyting hefði orðið meiri, ef Cardenas hefði ekki spornað gegn því bak við tjöldin. Hann lét sjaldan heyra frá sér opinberlega. Helzt var það um utanríkismál. Þannig lét hann í ljós stuðning sinn við byltinguna á Kúbu og for- dæmdi tilraunir ti.' að reyna að steypa Castro úr stóli. Þá for- dæmdi hann einnig opinber- lega hernaðarlega íhlutun Bandaríkjamanna í Vietnam. Kommúnistar sýndu honum því ýmis virðingarmerki og kusu hann L d. forseta svokal’.aðs heimsfriðarráðs á síðastliðnu árL Fjarri fór þó þvi, að Car- denas teldi sig kommúnista, en hins vegar hafði hann samúð með öllum þjóðlegum, róttæk- um hreyfingum og ta.'di ekki skipta höfuðmáli hvað þær köll uðu sig. Það var dómur flestra, sem rituðu uœ Cardenas eftir and- lát hans, að hann hefði verið einn allra áhrifamesti og merk- asti leiðtogi, sem rómanska Am- erika hefur eignazt & þessari öld. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.