Tíminn - 03.01.1971, Page 9

Tíminn - 03.01.1971, Page 9
SUNNUDAGUK 3. jauuar 1971 TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fnamkvæmdastjóri: Kristján Benedilktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Hetgason og Indriði G. Þorsteinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Tómas Kairiisson. Auglýsingiastjóri: Stein- griimur Gisiason. Ritstjórnanskrifstofur í Edduhvisimu, símar 18300 — 18306. Skrifstol'ur Banikiastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi: 10523. Aðnar skrifstofur sími 18300. Áskriftaigjald kr. 195,00 á mánuði, innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Piremtsmilðijian Edda hf. Gæfuríkt verk í þeim eftirmælum, sem hafa verið rituð og birt um árið 1970, kemur það einróma fram, að þetta hafi verið eitt allra hagstæðasta ár í efnahagslífi þjóðarinnar á þessari öld. Um margra áratuga skeið hefur árið 1966 eitt verið hagstæðara. Þá var það hinn mikli síldarafli sem áttl mestan þátt í hinni hagstæðu útkomu ársins. Nú brást hann að mestu, en samt náðist þessi hagstæði árangur. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að annar fisk- afli en síldarafli ókst verulega og verðlag á honum stór hækkaði. Nú eins og fyrr er það fiskafli, sem á meginþátt í afkornu þjóðarinnar. Því getur hver og einn sagt sér það sjálfur, að þjóðin hefði ekki búið við slika hag- sæld á árinu 1970 og raun varð á ef ekki hefði verið stigið það stóra spor í sjálfstæðisbaráttunni að stækka fiskveiðilögsöguna úr 43 þús. ferkm. í 70 þús. ferkm. með útfærslu fiskveiðilartdh^loinns- ' 17 mílur vorið 1958. Hefðu erlend veiðiskip getað veitt í vaxandi mæli á undanförnum árum á hví 77 hAs. ferkm. svasði, sem 1958 var bætt við fiskveiSilöosöquna. hefSi fiskaflinn áreiðanlega orðiS hér annar oq minni en raun varð á á síðastl. ári, og afkoma þjóðarinnar lakari að sama skapi. Það er því í fullu samræmi við fengna reynslu, þegar sagt er, að engin íslenzk ríkisstiórn hafi síðan lvðveldið var endurreist á íslandi, stigið stærra og gæfuríkara skref í sjálfstæðismálum og efnahagsmáluni þjöðárinnar esn vinstri stjómin gerði við útfærslu fiskveiðilandhelg- innar 1958, þrátt fyrir mikla andstöðu bæði utan lands og innan. Vegna þessa verks hennar má með fullum rétti þakka henni meira en nokkrum aðilum öðrum þá hag- sæld,, sem þjóðin bjó við á síðastl. ári, því að ein aðal- undirstaða hennar var lögð með útfærslu fiskveiðiland- helginnar 1958. Fordæmi Kanada Fyrir þingi Kanada liggur nú stjórnarreglugerð, þar sem lagt er til, að Kanada færi út lögsögu sína bæði í þeim tilgangi að hindra ofveiði og mengun. Gert er ráð íyrir, að Kanada færi þessa lögsögu út fyrir 12 mílna mörkin á þeim svæðum, þar sem hætta á ofveiði og mengun er talin mest. Kanadastjóra hefur lýst yfir því, að hún muni ekki verða við óskum Bandaríkjanna um, að þessár aðgerðir hennar verði bornar undir Alþjóðadóminn. Hún telur, að þær brjóti ekki gegn alþjóðalögum, þar sem engin viður- kennd regla eða alþjóðlegir samningar séu fyrir hendi um víðáttu lögsögu eða fiskveiðilögsögu. Þess vegna fer Kanada nú í slóð þeirra tuttugu strandríkja, sem hafa tekið sér vissa lögsögu utan tólf mílna markanna. Fyrir ísland væri auðvelt að fylgja í slóð þessara ríkja og færa út fiskveiðilögsöguna einhliða, líkt og gert var 1952 og 1958, ef ekki hefði verið fallizt á nauðungar- samninginn við Breta 1961. Samkvæmt nauðungarákvæð- um hans, geta Bretar skotið frekari útfærsiu á fiskveiði- landhelgi íslands undir alþjóðadóminn, og ómögulegt er að vita. hver úrskurður hans verður har sem viðurkennd alþjóðalög eru hér ekki fyrir hendi, en undir slíkum kringumstæðum eru dómstólar venjulega íhaldssamir. Aðstaða íslendinga væri sannarlega önnur og betri, ef þeir gætu fært út landhelgi sína líkt og Kanada, án þess að vera háðir kvöðum nauðungarsamningsins frá 1961. Það er eitt stærsta hagsmunamál íslands, að þeim þröskuldi verði rutt úr vegi með einum eða öðrum hætti. JOHN BOYD-ORR, lávarður: Auðvelt að afla fæðu handa fjórfaldri tölu jarðarbúa Alþjóðlegt matvælaráð gæti útrýmt öllu hungri í heiminum. HELMINGUR mannkyns- ins á við fæðuskort að búa, íbúum jarðarinnar fjölgar svo ört, að tala þeirra tvöfaldast á þrjátíu árum. Út frá þessu er gengið þegar spáð er al- mennum sulti í náinni fram- tíð og „mjög geigvænlegum matarskorti um heim allan“ um 1985. í ljósi slíkra fullyrð- inga er gild ástæða til aó' at- huga í fullri alvöru, hve mik- inn mat sé unnt að framleiða á jörðinni og hve lengi sé lík- legt, að mannkyninu fjölgi jafn óhemju ört og að undan- förnu. Matvælaframleiðsla Breta meðan á heimsstyrjöldinni síð ari stóð og að hennj lokinni gefur nokkuð góða hugmynd um möguleika matvælafram- leiðslunnar. Fyrir heimsstyrj- öldina síðari fluttu Bretar inn tvo þriðju þess matar, sem neytt var í landinu, en kaf- bátahernaður Þjóðverja batt endi á þennan innflutning. Matvælaframleiðsla Breta tvö- faldaðist á styrjaldarárunum, ef reiknað er í hitaeiningum. Matvælaframleiðsla jókst einn- ig verulega^ bæði í Norður- Amoríku og Ástralíu. FÁEINUM árum eftir að heimsstyrjöldinni lauk var mat vælaframleiöslan í Evrópu orð- in jafnmikil og hún hafði ve<r- ið áður en styrjöldin hófst, og hún hafði einnig aukizt að mun í Rússlandi og Kína. Óselj anlega matvælabirgðir tóku að safnast í Bretlandi, Norður- Ameríku o-g Ástralíu, og gerð- ar voru ýmsar ráðstafanir til þess að draga úr framleiðsl- unni. Bændur í Bretlandi juku kornframleiöslu sína um 80 af hundraði á árunum 1947 til 1967 til þess að reyna að halda óskeirtum tekjum, en þessi aukning var nálega tvöfalt ör- ari en fjölgun mannkynsins. Safnazt hafa miklar brigðir af matvöru hjá aðildarríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, þar á meðal 300 þúsund smá- lestir af smjöri. Framleiðsluaukningin í Rúss landi var hægfara, en þar í landj var yfirstjórn hinna stóru búgarða í höndum nefnda, sem litla_ verkþekkingu hafa á búskap. Á síðari helm- ingi sjötta tugsins var vandað meira til vals stjórnenda hú- garðanna og á árunum mlili 1960 og 1968 jókst kornfram- leiðslan í milljónum smálesta tali&' úr 96000 í 140000, eða ná- lega um 50 af hundraði. Rúss- ar eru farnjr að selja hveiti úr landi. Árið 1967 höfðu verið fluttar út 3356000 smálestir og útflutningurinn heldur áfram að aukast. f KÍNA er stjórn landbún- aðarins í höndum kjörinna nefnda landbúnaðarverka- manna, sem velja framkvæmda stjórann. Sérfræðingar, sem fengið hafa þjálfun í vel hæf- um landbúnaðarstofnunum. láta verkamönnum l té upplýs- ingar um bætta framleiöslu- hætti. Árið 1959 var kornupp- Mynd þessi fylgdl grein Boyd-Orr lávarðar, en hún birtist nýlega I The New York Tlmes. Boyd-Orr vann sér mlkla frægð í síðari heims- styrjöldinni, en hann skipulagði þá matvælaframleiðslu Breta. Hann var fyrsti forstjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna 1945—48. 'Hann fékk Nóbelsverðlaunin 1949 fyrir þessi störf sfn. skera svo mikil, að mikið af henni fór forgörðum vegna vöntunar á geymslurými. Síð- an komu þrjú erfið ár í röð, og þá varð að flytja inn hveiti frá Kanada og Ástralíu. Upp- skera hefir síðan verið góo‘ á hverju ári, en Kínverjar halda áfram að kaupa hveiti. Að því er unnið, bæði í Rúss landi og Kína, að bæta við ræktarlandið. Ég hefi komið bæði til Rússlands og Kína nokkrum sinnum og lagt mig fram um aö kynnast landbún- aðinum og mataræði íbúanna. Ég hefi aldrej komið auga á ljóst dæmi um vannæringu. Eins og komið er má líta svo á, að báðar þessar þjóðir séu sjálfum sér nógar um fæðuöfl- un og sennilegt, að þær fari að leggja stund á útflutning matvæla., HÉR hafa verið rakin nokk- ur dæmi um öra aukningu mat vælaframleiðslu. Hún varð möguleg vegna framfara í bú- vísindum, einkum að því er varðar kynbætt kornafbrigði til ræktunar, betri tilbúinn áburð en áður, framfarir í áveitum og aukna og bætta hvatningu landbúnaðarverka- menna. Væri þessum aðferðum beitt hömlulaust í þeim lönd- um, sem búa við offramleiðslu. myndi hún tvöfaldast. Væri þeim hins vegar beitt meðal vanþróaðra þjóða, sem búa við fæðuskort, myndi framleiðslan tvöfaldast og jafnvel margfald- ast. Unnt er að taka að nýju til ræktunar nálega helming þess lands, sem eitt sinn var rækt- anlegt en er nú alltof þurrt eða eyðimörk, eins og sannaó' hef- ir verið með tilraunum, sem gerðar hafa verið í Sahara- eyðimörkinni. Efnafiræðingar og líffræo'ingar geta unnið fæðu úr úrangi frá verksmiðj- um, svo sem tiré og olíu, og auk þess úr grænum gróðri, sem ekki eru notaðar til mat- ar. Matvælaframleiðslan á sér engin takmörk önnur en þau, hve mikið hinar ýmsu ríkis- stjórnir leggja að mörkum hennar vegna. Unnt væri að framleiða nægilega fæðu til handa þrefaldrj eða fjórfaldri núverandi tölu jaró'arbúa. MJÖG er ósennilegt, að íbú- um jarðar fjölgi eins mikið og vikið er að hér að framan. Hin öra mannfjölgun hófst í Vestur-Evrópu. íbúum Eng- lands fjölgaði úr tíu í þrjátíu milljónir, og eru þá ekki tald- ar þær milljónir, sem fluttust úr landi. Fjöilgunin er hægari en áður var. Á árunum 1881 til 1921 hægði fjölgunin í Eng- landi á sér úr 14,5 í 5,5, svo að nefnt sé dæmi, og er nú komin niöúr í nálega ekki neitt. Ötular og athafnasamar ríkisstjórnir gætu stöðvað hina öru mannfjölgun ef beitt væri nútíma aðferðum við getnaðar varnir. Fæðingum hefir fækk- | að í Japan úr 2692000 árið : 1949 í 1607000 árið 1962. | Framhald á bls. 14 I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.