Tíminn - 03.01.1971, Side 13
SUNNUDAGUR 3. janúar 1971
TIMINN
13
Áramótaávarp forseta íslands
Kramhald af bls. 8.
er einkenni á þeirri tíð sem vér
lifum, að ungt fólk vill ganga
fram fyrir skjöldu og hafa
forustu um könnun og mat á
ýmsum fyrirbærum þjóðfélags-
ins, taka það hispurslaust til at
hugunar, ræða og reifa og gagn
rýna, meðal annars sitt af
hverju, sem hingað til hefur
▼erið talið gott og gilt’, jafn-
vel í velferðarríki. Ungt fólk
viil meta að nýju raunverulegt
gildi hlutanna, óblinda® af vana
bundinni hugsun, hafa' á sér
vara, þangað til rannsókn hef-
ur farið fram. Hér mun vera
úr mörgu að moða, og ekki
nema gleðilegt lifsmark, að
menn taki sem flesta þætti sam
félagsins til prófunar, hef ji um-
ræður um þjóðfélagsmál, ekki
aðeins stjórnmál, heldur um
þjóðfé’agsmál á sem breiðust-
um grundvelli. Og það fer vel
á því, að æskan, sem áður en
hún sjálf veit mun finna heill
og forráð þessa lands hvíla á
herðum sér, láti mikið til sin
taka. Þetta þjóðfélag er arfur
sem hún tekur við, og henni er
frjálst að spyrja, hve mikill
hann sé og hve góður hann sé,
hvort ve’ferðarríkið sé það sem
það þó vill vera, hvernig því
tekst að færa sem flestum ham-
ingju með hagsæld. Því verður
að trúa að frjáls og skynsam-
leg umræða og endurskoðun
ýmissa félagslegra sambúðar-
hátta, stofnana þjóðfélagsins,
veraldlegra og andlegra, jafn-
vel siða umgengnishátta ým-
iss konar, eigi á sér ful’an rétt
og geti leitt til lagfæringa og
breytinga, sem horfa til meiri
farsældar, meiri llífsfyllingar,
fyrir einstaka menn og stærri
heildir, sem þjóðfélagið hefur
ef til vill ekki enn komið ti’
móts við, svo sem þó væri
skyldugt samkvæmt markmiði
farsældarríkisins.
Enginn þarf að ganga að því
gruflandi, að í þeirri þjóðfé-
Lagsrýni, sem einkum ungt fólk
mun eiga mikinn þátt í á kom-
andi -tíð, mun sitthvað veró'a
vegið og léttvægt fundið, sem
vér eigum nú við að búa. Ungt
fólk hefur víst aldrei verið
fjær því en á vorum dögum að
kalla aljt ömmu sína. 'Jflenzk
æska er þar engin undantekn-
ing, og sízt ástæða til að harma
það. Hitt má minna á, að þa®
er engin frægð, hvorki fyrir
ungan né gamlan, að reyna að
komast sem neyðarlegast að
orði um það mannfélag, sem
vér Islendingar búum við. Sá
sem eitthvað vill vega eða
mæla, hann gái sem grandgæfi-
legast að stiku sinni og vog.
Heilbrigt verðmætaskyn er for-
senda þess, að þjóðfélagsrýni
verði ekki einh'iða neikvæð. Ef
ungt fólk á íslandi hugsar sig
um, mun það skilja, að það
hefur hlotið dýrmætan arf,
bæði fornan og nýjan. Hinn
forni arfur er menningararf-
leifð vor frá öllum öldum,
grunnur sem vér munum ætið
byggja þjóðmenningu vora á,
hver kynslóð með sínum hætti,
hinn nýi er allt það sem gert
hefur veri'ð á síðustu árum til
þess að búa í haginn fyrir þá
sem landið eiga að erfa. Það
má ekki vanmeta, að vér lifum
í mennskara þjóðfé.’agi en flest
ir aðrir, þrátt fyrir ýmsan ófull-
komleik, vér búum við meiri
jöfnuð, minni stéttaskiptingu
og manngreinarálit. Þessar eig
indir íslenzks mannlífs má
ekki láta sér sjást yfir, ekki
heldur hitt, að vér erum bless-
unarlega laus við sitthvað ó-
skemmtilegt, sem þegnar stór-
þjóða verða að sætta sig við.
Þær geta boðið margt betra og
fullkomnara, en þar á móti
koma kostir fámennisþjóðfé-
,'agsins, sem vissulega eru ir.arg
ir, þótt annmarkar þess liggi í
augum uppi.
Á vorum dögum er víða um
heim talað um uppreisn æsk-
unnar. Ég hef lítillega vikið að
þessu fyrirbæiri hér, en þó
vildi ég heldur kjósa að kalla
það uppgjör æskunnar, eins og
það kemur fyrir sjónir hér á
landi. Þegar nú ungir menn
halda áfram umræðum sínum
Romm handa Rósalind
um málefni lands og þjóðar í
nútíð og framtíð, þá óska ég
þeim þess öðru fr^njur ^ð
geri það með - jáíh’éðifr*.) bi(g4,:
geri sér grein fyrir því sem gott
er og nýtilegt af Jjví sem (þeim
hefur verið í hendur fengið,
um .íeið og þeir gagnrýna og
koma á framfæri nýjum hug-
myndum, sem kumra^að bera í
sér frjókorn meira réttlætis og
hamingjuvænlegra lífs á ýms-
um sviðum nægtasamfélags-
ins. Ungir menn hafa miklar
skyldur við samfélag sitt engu
síður en þeir sem hitinn og
þunginn hválir á um sinn. ÁIl-
ir vilja landi sínu og þjóð vel,
hver eftir sínum ski’ningi, og
ÖU onðaskipti um þjóðfélags-
mál ættu að einkennast af
þeirri vissu, þrátt fyrir allan
skoðanaágreining, en að vísu
skortir allmikið á að svo sé í
opinberum umræðum oft og
tíðum.
Áður en ég lýk máli mínu í
dag vil ég minnast þeirra mörgu
samferðamanna, sem með oss
fögnuðu nýju ári í fyrra, en nú
hafa horfið úr hópi vorum,
sumir að loknu dagsverki eins
og lífsins 'ögmál segir fyrir um,
aðrir fyrir aldur fram, meðal
annars vegna slysfara, sem voru
óvenjulega miklar á árinu og
öll þjóðin harmar. Þá vil ég
ekki heldur láta hjá líða að
þakka þjóðinni al.a vinsemd í
garð okkar hjónanna. Það hafði
verið ætlun okkar að fara í
kynnisför um einn fjórðung
landsins eins og í fyrra. Það
fórst fyrir vegna sviplegs and-
láts forsætisráðherra, eins og
alþjóð er í fer§ku minni. En
afturverður sá þraður upp tek-
inn. Með þjjfklæti til dönskp.
konungshjónanna og ríkisstjórn
ar Danmerkur vil ég minnast
heimsóknar okkar þar í land í
haust er leið. Sú vinsemd sem
okkur var hvarvetna sýnd var
vinarkveðja til íslenzku þjóðar-
innar, og hefur verið rétt ski'-
in svo. Það er styrkur og upp-
örvun að búa við gott nágrenni,
og vináttu við grannþjóðir vor-
ar er ljúft og skylt að rækja,
meðal annars með heimsóknum
obinberra fulltrúa, eftir því
sem efni standa til og gott hóf
er á.
Góðir landsmenn. Ég vitnaði
fyrr í 125 ára gamalt kvæði
Jónasar. Svo rís um aldir árið
hvert um sig, eilífðar lítið
blóm. Mætti hið hreina skin,
sem skáldið ta.'ar um, lýsa
Orðsending
frá Húsmæðraskóla
•, * • >R#ykjávíkur
Væntanlegir nemendur B-deildar mæti í skólanum
þriðjudaginn 5. janúar kl. 10 f.h.
, Skólastjóri.
PLÖTUSMIÐIR
JÁRNSMIÐIR
OG
RAFSUÐUMENN
óskast.
STÁLSMIÐJAN HF.
Sfmi 24406
Vinningsnúmerin
í Happdrætti Styrktarfélags vangefinna eru:
Y-592 Citroen Palas
R-25411 Ford Cortína
Þ-1683 Fíat 850
Benedikt á
Vallá látinn
KJ-Reykjavík, laugardag.
Á gamlársdag varð bráðkvödd
ur hér í borginni Benedikt S.
Magnússon frá Vallá á Kjalarnesi,
framkvæmdastj óri Steypustöðvar
B.M. Vallá. Benedikt var 41 árs
að aldri.
Löghannsmálið
tekið fyrir
KJ-Reykjavík, laugardag.
Næstkomandi miðvikudag 6. jan.
þjóð vorri á nýbyrjuðu ári. Ég er gert ráð fyrir að fógetaréttur
FÆREYSKDR
EKKJUMAÐDR
— liðlega 60 ára, vel út-
lítandi reglumaður, vill
gjarnan komast í samband
við heiðarlega og myndar-
lega konu á 50 ára aldrin-
um, gjarnan ekkju. Bréf
sendist afgreiðslu blaðsins
merkt: „1128“.
óska yður öllum árs og friðar
og að blessun fylgi allri góðri
viðleitni í orðum og athöfn.
Gleðilegt nýár.
ÞORSTEINN SKÚLASON
héraðsdómsfögmaSur
HJARÐARHAGA 26
Viðtalstlm)
fcl ð—7 Slmi 12204
verði settur á Húsavík í lögbanns
tnálinu vegna virkjunar í Laxá.
Sem kunnugt er þá ógilti Hæsti
réttur fógetadóminn um lögbannið
sem landeigendur höfðu krafizt.
Nú verður fjallað um tryggingar
frá hendi beggja aðila. Annars
vegar skaðabótatryggingu frá land
eigendum fyrir hugsanlegum land
spjöllum, og hins vegar lögbanns
tryggingu frá hendi Laxárvirkjun
ar, og má í því sambandi búast
við að gerð verði úttekt á jörðum
landeigenda, nema nýja fasteigna-
matið verði lag til grundvallar
tryggingunni.
EFLUM 0KKAR
HEIMABYGGÐ
SKIPTUM VIÐ
SPARISJÓÐINN
SAMBANO ÍSL. SPARISJÓÐA
Romm handa Rosalind“,
Ef einhverjir hafa mist af siónvarpsieikritinu
þá skal á það bent, a3 þaS verður sýnt i þriSja sinn í sjónvarpinu í kvöld
— Á myndinni sést Þorsteinn Ö. Stephensen.
Vestfirðingar í Reykjavík og nágrenni
Vestfirðingamót verður að Hótel Borg næstkomandi laugardag (9. janúar), í tilefni 30 ára
afmælis Vestfirðingafélagsins, og hefst með borðhaldi kl. 7. — Herra Ásgeir Ásgeirsson,
fyrrv. forseti, minnist Vestfjarða. — Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rósinkranz minnist félags
ins 30 ára. — Einnig er söngur, skemmtiatriði og dans. — Vestfirðingar fjölmennið og
takið með ykkur ge-sti. — Aðgöngumiðar seldir og borðpantanir teknar að Hótel Borg,
skrifstofunni, fimmtudag og föstudag.