Tíminn - 05.01.1971, Blaðsíða 9
ÞRTOJUDAGUK 5. janúar 1971
TÍMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Pramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þóra-einsson (áb), Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson.
RitsíjórnarfuUtrúi: Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grímiur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu, símar
18300 — 18306. Skrifstofur Banfcastræti 7. — Afgreiðslusími
12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300.
Áskriftagjald kr. 195,00 á mánuðd, innanlands. í lausasölu kr.
12,00 eirat. — Prentsmiðjan Edda hf.
„Verðstöðvunin“
í áramótagrein sinni ræddi Ólafur Jóhannesson, for-
maSur Framsóknarflokksins, m.a. um verðbólguna á s.l.
ári, „verðstöðvun“ þá, sem nú væri í gildi fram yfir
kosningar og horfurnar fram undan. Ólafur sagði m.a.:
„ísland var orðið láglaunasvæði. Kjarabætur voru
óhjákvæmilegar, eins og á stóð. Það játuðu svo að segja
allir, a.m.k. í orði kveðnu. Umsamdar kauphækkanir
voru hóflegar, miðað við allar aðstæður, og þær áttu
ekki að leiða til neins verðbólguflóðs, ef rétt var á hald-
lð. En það þurfti vitaskuld tafarlaust að gera ráðstaf-
anir til að afstýra því, að kauphækkanirnar færu með
fullum þunga út í verðlagið. Það hefði strax átt að
grípa til nokkurra niðurgreiðslna, létta álögum af brýn-
ustu nauðsynjum og nauðsynlegum rekstrarvörum og
beita ströngum verðlagshömlum. En í stað þess var lát-
ið reka á reiðanum, og hið opinbera gekk meira að segja
í ýmsum tilfellum á undan í kauphækkunarkapphlaupi.
Vegna andvaraleysis stjórnvalda, vettlingataka þeirra
og jafnvel beinna óhappaverka, flæddu verðhækkanir
yfir í allt sumar og verðbólguskriðan komst á fleygi-
ferð. Það var ekki gripið í taumana fyrr en of seint.
Fyrir það ráðleysi má með réttu ásaka ríkisstjórnina.
Loks þegar allt er komið í óefni, rejmir stjórnin að
spyrna við fæti á brekkubrún, og má reýndar um það
segja, að betra er seint en aldrei. En það væfi synd að
segja, að nýjabrum sé á læknisdómunum. Það er gripið
til hins gamalkunna úrræðis verðstöðvunar — sem óneit-
anlega dugði stjórnarflokkunum lygilega vel til blekk-
ingar í alþingiskosningunum 1967. Umræður um verð-
stöðvunarlögin, sem raunar eru fyrst og fremst um launa-
skatt og vísitöluskerðingu — eru mönnum efalaust í svo
fersku minni, að óþarft er um það að fjölyrða. Það
liggur í augum uppi, að verðstöðvunin leysir ekki vand-
ann, heldur skýtur honum aðeins á frest fram yfir
kosningar. Hún er því réttnefnd kosningaverðstöðvun.
Þeirri spumingu er enn ósvarað af stjórnarflokkunum,
hvers vegna þeir grípa aldrei til verðstöðvunar, nema
þegar kosningar eru á næsta leiti. Það er blekking að
tala um algera verðstöðvun. Hún er ekki til. Vöruverð
hækkar auðvitað vegna verðhækkana erlendis. Og nýj-
ar álögur eins og bensínskatturinn nýi, samrýmast illa
verðstöðvun. Verðstöðvun er í raun og veru ein út af
fyrir sig ekkert annað en strangt og tímabundið verð-
lagseftirlit. En það er hægt að tala um vísitölustöðvun.
Með verðstöðvuninni fæst gálgafrestur fram á mitt
næsta sumar. Þá verður allt komið í hnút, og það verð-
ur erfið þraut hverjum sem er að leysa þann hnút. Þessi
verðstöðvun er alveg sama eðlis og kosningaverðstöðv-
unin 1967, og er engin ástæða til að ætla að hún reynist
betur. En vert er að vekja á því athygli, að í kosning-
unum 1967 sögðu stjórnarsinnar, að allt væri í lagi,
verðstöðvun leysti vandann til frambúðar. Nú hafa þeir
hins vegar neyðzt til að viðurkenna að verðstöðvun væri
aðeins bráðabirgðaráðstcfun, og að takast yrði á við
vandann eftir kosningar. Það er því óliklegt, að fólk slái
ryki i augu sér með verðstöðvunartali í næstu kosning-
um Það er reynslunni ríkara. Þá má það heldur ekki
ííleymast, að stöðvun verðbólgu var höfuðfyrirheit við-
reisnarstjórnarinnar á sínum tíma En skipbrot þeirrar
stefnu má m.a. marka af því, að á öllum áratugnum frá
195U til 1960 hækkaði vísitala vöru og þjónustu aðems
um 123%, en á tímabilinu frá 1960 og þangað til í
ágúst 1970 er samsvarandi hækkun 250%.“ — TK
ERLENT YFIRLIT
Hafa skoðanakannanir
Endiru Gandhi eins og
Ósigur hennar gæti orðið örlagaríkur fyrir Indland
FRÉTTARITARAR erlendra
blaða í Indlandi hafa velt þeirri
spnrningu fyrir sér undanfarna
daga, hvort Indira Gandhi hafi
lent í sömu snöru og Harold
Wilson, þegar hún ákvað fyrir
skömmu að rjúfa þing og efna
til þingkosninga, þótt enn sé
eftir rúmt ár af kjörtíenabilinu.
Fréttamennirnir telja, að það
hafi ráðið mestu um þessa
ákvörðun Indiru Gandhi, að
skoðanakannanir og aðrar slík
ar athuganir hafa gefið til
kynna að undanf’jrnu, að hún
hafi sjaldan eða aldrei notið
meira fylgis. Eftir sé svo að
| sjá, hvort kosningaúrslitin
i leiði hið sama í ljós. Vel geti
I svo farið, að Indira eigi eftir
I að verða fyrir sömu vonbrigð-
g um og Wilson, þegav hann rauf
& þingið nær ári fyrr en þörf var
S á, sökuim skoðanakannana,
sem bentu til, að staða Verka-
i mannaflokksins væri sigurvæn-
1 leg þá, en óvíst, hvort hún
yrði það síðar. Afleiðingarnar
fyrir Indland yrðu hins vegar
allt aðrar, ef Indira tapaði en
ósigur Wilsons varð fyrir Bret-
Iland. Þar var um það að ræða,
að annar starfhæfur flokkur
tæki við, ef Verkamannáfíokk-
.urinn tapaði. f Indlandi er htns
vegar búizt við hreinni stjórn-
málalegri upplausn, ef flokknr
Indiru Gandhi missir völdin.
ÞÆR VINSÆLDIR, sem
Indira Gandhi nýtur nú í Ind-
landi, byggjast á því, að hún
hefur sýnt miklu tneiri mynd-
ugleika og festu en búizt var
við af henni. í raun réttri átti
hún forsætisráðherrastöðuna
upphaflega því að þakka, að
hún var dóttir Nehrus, sem
var forsætisráðherra Indlands
1947—1964. Þá tók við náinn
samstarfsmaður hans, Bahadur
Shastri, en hann lézt í ársbyrj-
un 1966. Þá var Indiru falin
f stjórnárforusta, því ekki náðist
samkomulas um neinn af for-
ingjum Kongressflokksins. Ind-
ira Gandhi er búin að vera for
sætisráðherra Indlands í fitnm
ár hinn 19. þ.m.
Hinir íhaldssömu foringjar
Kongressflokksins treystu því,
að Indira Gandhi yrði þeim
leiðitöm, enda þótt hún væri
talin tilheyra vinstra armi
flokksins. Hægri foringjarnir
réðu nær alveg yfir flokks-
sam.tökunum og höfðu þannig
mjög sterka aðstóðu í flokiín-
utn.
Rúmu ári eftir a‘ð Indira
Gandhi varð forsætisráðherra,
fóru fram kosningar. Margir
þakka henni, að Kongress-
flokiknum tókst að halda meiri-
hluta áfram, enda þótt mein
hluti hans á þingi yrði minni
en áður Hann fékk 278 þing
sæti af 520 alls. Fram að X'/s-i
inguim, hafði sambúð Indiru og
hægri foringjanna verið sænn
leg, enda báðir aðilar hugsað
mest um að halda liðinu sam
| an vegna kosninganna. Að
| kosningunum loknum tók
I fljótlega að bera á vaxandi
INDIRA GANDHI
ágreiningi. Indira Gandhi hof
að beita sér fyrir ýmsum rót-
tækum málum, sem hægri
menn flokksins voru andvígir.
Fyrst skarst þó alvarlega í
odda, þegar til þess kom að
velja forseta landsins sumtirið
1969. Indira Gandhi neitaði þá
að styðja það forsetaefni, sem
flokksstjórnin hafði útnefnt, og
studdi annað forsetaefni. For-
setinn er kosinn af þinginu.
Forsetaefnið, sem Indira
studdi, náði kosningu. Stjórn
flokksins svaraði þessu með
því að vikja henni úr flokkn-
um, en hún endurgalt það með
því að stofna nýjan Kongress-
flokk. Uim 320 af þingmönnum
gamla flokksins eru nú taldir
fylgja Indiru Gandhi, en um
60 hægri foringjunum. sem
ráða hinni gömlu flokksvél
Kongressflokksins. Síðan flokk-
urinn klofnaði þannig, neiur
Indira Gandhi stuðzt við tvo
smáflokka á þingi og haft þar
meirihluta á þann hátt. Arnar
þeirra er sá komcnúnistaflokk-
urinn, sem fylgir Rússum að
málum, en hinn er Dravíria-
ftókkurinn, sem er fulltrúi sér-
staks þjóðernisbrots í Saður-
Indlandi f stjórnarandstöða
hafa verið gamli Kongress-
flokkurinn, Komcnúnistaflokk-
ur sá, sem fylgir Kínverjum «ð
málum, Swatantra-flokkurinn,
sem er íhaldsflokkur. og Jan
Sangh-flokkurinn. sem er flokk
ur þjóðernissinnaðra Hindúa
Norður-Indlandi.
SÍÐAN klofningurinn varð t
Kongressflakknum, hefur Ind-
ira Gandhi kocnið fram ýmsum :j
róttækum málum á þingi, eins j
og þjóðnýtingu einkabank.a, i
sem flestir voru i eigu útlend-
inga. Síðast hefur hún beitt sér |
fyrir því að svipta alla h'na í
mörgu fursta sérréttindum sin- |
um og launum þeicn, sem þeir |
hafa fenaið frá ríkinu. Þessi i
lög hefur hæstiréttur nv'eea |
ógilt, og hefur Indira Gandhi |
notað það sem sérstakt tilefni
til að rjúfa þingið. Markmið **
hennar er að breyta stiórnar-
skránni til þess að koma í veg
fyrir, að hæstiréttur geti íram
vegis ógilt ákvarðanir þings
ins. í kosningunum mur. þvi J
cnjög verða deilt. um af-röfuna
til furstanna. en jafnframt
mun Indira Gandhi birta rót-
tæka vinstri sinnaða stefnu-
skrá, að þvi er boðað hefur
verið
Allt bendir til, að kosn'.nga
baráttan verði hörð. Sam-
kvæmt síðustu fréttum frá
Indlandi, hafa gamli Kongress-
flokkurinn, Swatantra-flokkur-
inn og Jan Sangh-flokkurinn
gert með sér kosningabanda-
lag, sem hefur það eina mark
mið að fella Indiru Ganahi.
Búizt er við, að óbein sam-
vinna geti orðið milli oassara
bandalags og kommúmsta-
flokks þess, sem hallast að
Kínverjum.
Ótrúlegt þykir hins vegaT
að þessir flokkar aeti unnið
saman, ef Indira missir meiri-
hlutann Þá ottast menn. að
hremn glundroði sé framund-
an f Indlandi. Þ.Þ.