Tíminn - 05.01.1971, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 5. janúar 1971
ÁÆTLUNARFLUG TIL VEST-
FJARÐA OG ÞÓRISÚSS
ALÞJÓÐAÞING
LÆKNANEMA
SJ-Reykjavík, mánudag.
Undanfarna daga hefur staðið
hér yfir fulltrúafundur alþjóða-
samtaka félaga læknanema. Sam-
tök þessi verða 20 ára næsta sum
ar og eiga 44 þjóðir aðild að
þeim. 45 þátttakendur frá 20 lönd
um sóttu fundinn hér í Reykjavík.
Þar var m.a. rætt um skipti á
læknanemum milli þjóða, sem sam
tökin gangast fyrir, en 5000 lækna
nemar fara í slíkar námsferðir til
annarra landa árlega. Þá er í ráði
að samtökin gangist fyrir að lækna
nemar í síðari hluta náms fari til
þróunarlanda Afríku og vinni þar
að heilsugæzlu. Rætt er um að
gefa út alþjóðlegt blað fyrir
læknanema, en búizt er við að
lesendur þess yrðu um þriðjungur
úr milljón. Þá var rætt um lækna
menntun, og hafa meðlimir sana-
takanna áhuga á, að stúdentar
öðlist aukin áhrif í endurbótuoi
á læknamenntuninni og endurbót-
um háskóla yfixleitt.
Aðalfundur samtakanna verður
á Nýja Sjálandi í sumar og verða
aðalverkefni hans, heilsugæzlu-
stéttir, heilsugæzla, mannfjölg-
un og loks tvær meginstefnur í
læknamenntun í heiminum nú.
Forseti samtakanna er James
Dunbar; varaforseti Evrópudeild-
ar er Andrzej Prokopczuk; gjallk.
Peter Cox; formaður fastanefndar
um heilbrigðismál Benedikte Pet-
ersen; Predrag Banic er fonnað-
ur fastanefndar um læknamennt
un; og Tim Taylor Roberts formað
ur fastanefndar um útgáfustarf-
semi.
OÓ—Reykjavík, mánudag. j var að koma frá Bandaríkjunuim
Þegar Reykjavík var uppljóm-! og verið var að kaupa til landsins.
uð af brennum, blysum og flug- Eigandinn er Vængir hf. og er
eldum á gamlaárskvöld, lenti á flug von á annarri í samskonar flugvél í
vellinum Beechcraftflugvél, sem næstu viku og einnig mun þá
BÚKASÝNING j AMER-
/ /■
ISKA BQKASAFNINU
í d;ag, þriðij'udag 5. janúar,
verður opnuð sýning á pappírs-
'kiljum í ameríska bókasafninu.
Eru þar til sýnis um 1600 bækur
af ýmsu tagi.’ sem eíga það eitt
sameiginlegt að vera ekki bundn-
ar í venjulegt band. Verður sýning
þessi opin fram á sunnudag 10.
janúar kl. 13—19 alla dagana.
Á sýningunni eru bækur um
margvísleg efni, svo sem marg-
vfslegar listir, þjóðfélagsmál,
menntamál. stjórnmál, viðskipti,
sögu, bókmenntagagnrýni, leikrit,
Ijóð, skáldsögur, heimspeki, sál-
fræði, vísindi og tækni, orðabæk-
ur, ferðabækur, matreiðslubækur
og fleira. Er bókum þessum ætlað
að vera sýnishorn af því. sem
gefið er út af pappírskiljum eða
bókum í vasabókarbroti í Banda-
ríkjunum. Bækurnar eru eftir
höfunda frá fjölda landa.
Nú eru .til á pr,$nti í Bandaríkj-
unum yfir 80 þúsund pappírskilj-
ur og bætast við á ári.hverju um
10 þúsund titlar. Verða bækur
þessar stöðugt mikilvægari þátt-
ur í útgáfustarfsemi í Bandaríkj-
unum. Fer það mjög í vöxt að bæk
ur séu aldrei gefnar út í hörðu
bandi og séu því pappírskiljurnar
upprunalegar útgáfur frekar en
endurprentanir, eins og áður tíðk-
aðist. Sérstaklega á þetta við um
ýmiskonar kennslubækur og upp-
sláttarbækur.
Að lokinni sýningu hér, verð.ir
sýningin sýnd víða í Noregi og
á öðrum Norðurlöndum.
Það er mitól lenzka að tala nm
styntó. Þeir sem læra fá námsstyrki,
og til sjós og iands eru veittir styrk-
ir í ýmiss konar mynd. Þá fá skáld
og rithöfundiar varla svo fé í hend-
ur, að ekki sé komið á það styrkja-
nafninu. Þessi nafngift er oftast nær
ósæmileg ef ekki alröng, en það er
eins og ölmusuhugitatóð sé svo ofar-
lega í mönnum, að ekitó verði hjá
því komizt að styrkja í stað þess að
iauma.
Er greitt eigið
fé sem styrkur.
Nýlega var skipt fé úr rithöf-
undasjóði útivarpsins til fjögurra
skáida og rithöfunda. Hvarvetna
mátti sjá og heyra að verið væri að
styrkja þessa ágætu menn, þótt ekki
yrði á þeim séð að vesöld drægi þá
niður rneira en aðra. Þeir voru ein-
faldlega að taka við fé úr sjóði sem
þeir eiga sjálfir, en útvarpið geymir
samikvæmt sérstöku samkomulagi.
Þessir fjórir handhafar fjárins í ár
eru sanmarlega vel að sínum pening-
um komnir, hver og einn, og ölmusu-
menn eru þeir engir, og hafa ektó
verið frekar en aörir, sem komið
hafa út sem styrkþegair um áramótin
af sama fcilefni.
Og ráðið er að
styrkja meira.
I sjónvarpi á dögunum komst
kunnur útgefandi og menningair-
frömuður svo að orði, að allt mundi
komast í strand með skáldstó.pinm, ef
höfundar yrðu ektó styrktir. Að
vissu leyti eru þetta þörf vamaðar-
orð, en spurningin er, hvort höfund-
ar þurfi að lúta að öhnusufé fyrir
verk sín. Vitað máj er, að bæði ríki
og stórar starfsgreinar lifa vel á
um^vifum ýmiss konar höfumda, og
hreyfa hvorki hönd né fót öðruvísi
en fá fuila greiðslu fyrir. Þeir einu
sem vinma ektó samkvæmt gjaldskrá
eru höfundarnir sjálfir. Auðvitað er
bágt ef nú færi að draga úr peminga-
veltunni og gróðanum, tæiki „ölmusu-
fóllkið" sem veldur upphafinu upp á
því að hætta að skrifa. Ráðið er
meiri styrkur, meiri ölmusa, því ein-
hvers staðar verða þeir sem ldfa á
styrkþegunum að taka launin sín.
Svarthöfði.
koma minni vél, sem félagið hefur
fest kaup á. Beechcraftvélarnar
taka 9 farþega hvor um sig. Er
ætlunin hjá félaginu að hefja í
vor áætlunarferðir mieð farþega
og vörur til Önundarfjarðar og
Dýrafjarðar, og einnig er ráðgert
að koma á föstum áætlunarferð-
um upp á miðhálendið, eða nán-
ast tiltekið að Þórisósi, en þar
standa yfir miklar framkvæmdir,
eins og kunnugt er og starfar þar
fjöldi manna. Einnig er ráðgert að
taka upp áætlunarflug til Siglu-
fjarðar.
Vængir áttu tvær litlar flug-
vélar fyrir og hefur stundað leigu-
og kennsluflug. Mun lit.'a vélin,
'pi búið er að kaupa og kernur til
landsins á næstunni’ einnig verða
notuð til þess flugs. en hinar_stærri
til áætlunarflugsins. Önnur Beech-
craftvélin er þannig útbúin, að
breyta má henni í vöruflutninga-
vél me® lit.'um fyrirvara.
Vélarnar sem Vængir voru að
kaupa eru 16 ára gamlar, smíðað-
ar 1954. Hafa þær verið notaðar
til farþegaflutninga vestan hafs til
þessa. Verð flugvélanna er 3,5
millj. ísl. króna, en einnlg voru
keyptar þrjár samskonar flugvél-
ar, sem notaðar verða í varah.'uti,
og eru þær innifaldar í verðinu.
Ragnar Kvaran, hjá Fraktflugi,
flaug Beechcraftvélinni til íslands
og var hálfan annan sólarhring á
leiðinni. Mun hann einnig ná í
hinar flugvélarnar, sem búið er
að festa kaup á.
Framkvæmdastjóri Vængja er
Hreinn Hauksson. Yfirflugmaður
er Þórólfur Magnússon, og flug-
maður er Erling Jóhannesson. Ráð
gert er að bæta fleiri flugmönn-
um við hjá félaginu þegár áætlun
arferðir hefjast í vor.
AGATHA CHRISTIE HEIÐRUÐ
EJ—Reykjavík, mánudag.
Um áramótin var hin þekkta
Agatha Christie sæmd heiðurs-
nafnbótinni „dame commander
of the Order af the British
Empire“. Agatha, sem er einn ‘
þekktasti höfundur glæpasagna;
sem um getur, er nú áttræð að
aldri og hefur nýverið gefið
út 80. skáldsögu sína.
Hún er gift Sir Max Mallow-
an, og er því formlega þekkt
undir nafninu Lady Mallowan,
en getur nú vafið á milli þess
nafns og hins nýja titils „Dame
Agatha".
Best í 6 vikna bann
George Best, Manchester Utd.,
var í gær dæmdur í 6 vikna skil-
orðisb. kepppnisb. af dómstól knatt
spymusambandsins. Hann var einn
ig dæmdur til að greiða 250 punda
sekt (50 þús. ísl. kr.).
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta meS
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — ReykjaVík — Sími 30688
Sólun
HJÖLBARÐAVIÐGERÐIR
|1 snjómunstur veitir góða spyrnu
W í snjó og htílku,.
önnumst allar viðgerðir hjólbarða
með fullkomnum tækjum.
Snjóneglum hjólbarða.
GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN.
BARÐINN HF.
Ármúla 7. - Sími 3050T. — Reykjavík