Tíminn - 05.01.1971, Blaðsíða 1
... - . .— m MÉm— MftL JHL
‘~y*£f7rz- pwsyikístmh »
FRYSTlSKÁRftB *
Z2u*jéí££*xStJiréJUxJ*’ h-£ *
sunoKMeauk, tMHMsnuirn ai dp 1
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Fyrir dyrum stendur a'ð
gera gangskör að því að Ieita
uppi 100 bíla og eigendur
þeirra, sem enn hafa ekkj ver
ið skoðaðir, en átti að skoða
og greíða gjöld af þeim á síð-
asía ári. Hefur hvorki Bifreiða-
eftirlitinu né Tollstjóraskrif-
stofunni tekjzt að hafa uppi
á þessum bílum og mun nú
lögreglan leita þeirra og gera
böana upptæka hvar sem þeir
finnast. Sjálfsagt eru margir
^essara bíla í gangi, en víst er
aj búið er að selja einiiverja
þeirra sem varahluti og veit
Bifreiðaeftirlitið eða Tollstjóra-
skrifstofan ekkert hvar númer
þeirra eru niðurkomjn. Hefur
RU TYNDIR
oft komið í ljós, þegar bíl-
ar liafa ekki komið til skoðun-
ar og farið er að grennslast
fyrir um hvar þeir eru, að bíl-
arnir eru hreinlega horfnir af
sjónarsviðinu.
Töluvert er um þaó', að menn
selja gamla bíla meðan þeir eru
enn með númerum. Eru bílar
þessir stundum gangfærir og
stundum ekki. Ef kostnaður
kann að vera mikill við að gera
við þá, selja eigendurnir bílana
til niðurrifs, og hverfa bæði
bílar og númer. Sé númerum
skilað inn, eins og vera ber,
þarf ekki að greiða gjöld af
bílunum nema fram ag þeim
degi, sem númerunum er skil-
ad.
Það sem þessir rnenn ætla
sér, er að segja að þeir hafi
selt garmana sína og týnt núm-
erunum, eða gleymt að skila
þeim inn miklu fynr en raunin
er. En mönnum getur orðið
hált á slíku háttarlagi. Kaupi
maður, sem svona hagar sér,
annan bíl, er bitastætt í honum
fyrir tollinn.
Þeir árgangar, sem nú eru að
hverfa úr umferð eru 1955,
1956 og 1957 af amerískum bíl-
um, og af austur-evrópskum
bílum allt fram að 1962 til 1063
sem verið er að afskrá sem
ónýta.
Það eru sérstaklega amer-
ísku bilarnir sem týnast af skrá
núna, því lítio' er orðið til af
varahlutum í þá. Er því auðvelt
að selja þá til niðurrifs, og
bílarnir hreinlega hverfa með
númerum og öllu saman.
Ekki liggja enn fytrir tölur
um hve margir bílar voru af-
skrifaðir á síðasta ári. Er ekki
enn alveg búið að loka skránni.
Nú er verið að leita að þeim
sem ekki finnast, hvorki menn
né bílar. Eru um 100 menn sem
tollurinn er í eltingarleik við,
það eru eingöngu þeir sem ekki
hafa veriö skoðaðir né gjöld
greidd af þeim. Vitað er um
að eitthvað af þessum bílum
eru enn í akstri. Eigendurnir
fara af stað að heiman snemma
á morgnana og koma heim seint
á kvöldin. Þannig tekst þeim
að losna vig starfsmenn tolls-
ins.
En nú er vetrið að útbúa lista
yfir þá bíla sem ekki hefur
verið greitt af og númerin eru
ekki fyrir hendi hjá opinberum
stofnunum. Þegar listinn er til-
búinn verður hann afhentuir
lögreglunni og verður þá ekki
tekið mjúkiega á flóttamönnum
og bílum.
Þao' er gömul hefð að greiða
ekki gjöld af bílum fyrr en
að skoðun þeirra kemur. Var
það viðráðanlegt þegar bifreiða
skráin í Reykjavík var undir
níu þúsundum, en nú er verið
að skoða fram að jólum. —
Gjaldárinu á að skila 31. jan.
Yfirlit Halldórs Pálssonar, búnaðar málastjóra um landbúnaðinn 1970:
Grasbresturinn mesti ógn-
valdur bænda síðustu árin
Halldór Pálsson
KJ—Reykjavík, mánudag
— Ekkert hefur ógnað eins af-
komu bænda á undanförnum ár-
um, og grasbresturinn á tún-
um, segir Ifalldór Páisson búnað-
armálastjóri í yfirliti sínu um land
búnaðinn 1970, og hann heldur á-
fram: „Að slíkt kæmi fyrir, hefði
enginn trúað fyrir 6—8 árum. Kal-
ið er aðalorsök grasbrestsins, en
þótt tún hafi verið ókalin, þá hafa
þau víða sprottið illa undanfarin
ár. Höfuðorsök þessa er að sjálf
sögðu hið kalda tíðarfar, sem ein-
kennt hefur síðustu 6 árin, en
fleira kemur án efa til, sem dregið
hefur úr mótstöðu gróðursins, og
sprettu á ýmsum túnum.
í yfirliti sínu segir búnaðarmála
stjóri að ekki liggi enn fyrir end-
anlegar tölur um heyfeng lands-
manna á s.l. sumri, en telur, að
hann sé 10 — 15% minni en árið
1969, eða minni að vöxtum en um
alllangt árabil. Um allt land eru
hey óvenju góð, bæði vel verkuð
og víða slegin áður en grös trén-
uðu. Geigvænlegur uppskerúbrest-
ur varð í þeim sveitum þar sem
mest var af nýkölnum í túnum.
Grænfóðuruppskera varð mun
minni en efni stóðu til, og korn-
rækt var aðeins stunduð í Rangár-
valfasýslu. Á árinu var framleidd
801 lest af grasmjölskögglum í
Gunnarsholti og 470 lestir af gras-
mjöli. Áætlað er að kartöfluupp-
skeran hafi verið um 60 þús. tunn-
ur sem er um helmingur af árs-
neyzlunni. Gulrófnauppskeran mun
hafa verið svipuð og 1969, en fram
leiðs’uaukning varð á tómötum,
gúrkum og blómkáli, en minna
framleitt af hvítkáli og gulrót-
um. Sölufélag garðyrkjumanna
seldi grænmeti fyrir um 34 mill-
jónir, sem er um 8 milljónum
meira en árið 1969.
Þá ræðir búnaðarmálastjóri um
aðstoð við bændur á öskufalls-
svæðunum, en aðstoð ríkissjóðs
við þessa bændur nemur nú orðið
34.2 milljónum. Þá hefur verið
greitt úr Bjargráðasjóði 5.8 Tl-
jónir í heyflutningastyrki sam-
kvæmt tillögum Harðærisnefndar,
en nefndin hefur lagt til að :ánað-
ar verði úr sjóðnum 54.6 mil.’jónir
til fóðurkaupa í þær sveitir þar
sem heyskortur er mestur.
I ársbyrjun 1970 sagði búnaðar
málastjóri að í landinu hefðu verið
53.370, nautgripir, þar af 35.994
kýr og hafði þcim fækkað um 891
en nautgripum í heild fjölgað um
1.096 frá því árið áður. Sauðfé
fækkaði um tæp fjörutíu þúsund
miðað við ársbyrjun 1969, og hross
um fækkaði um 173, en alls voru
í ársbyrjun 1970 780.589 sauðkind-
ur í landinu og 34.498 hross.
Innvegin mjólk til mjólkursam-
Framhald á bls. 14.
r——-------------^
Úr Dræftim
að Klaustri
— til að ná í áætlunar-
bílinn til Reykjavíkur
KJ—Reykjavík, mánudag.
Það er ekki á hverjum degi
sem farið er meS farþega úr \
Öræfasveit til Kirkjubæjar-
klausturs, í veg fyrir áætlun-
arbílinn til Reykjavíkur, en
þetta gerðist í gær, er farið
var á þrem jeppum vestur yf-
ir vötnin á Skeiðarársandi.
Um tíu manns beið þess, í
Öræfasveit ag komast á vertíð
eða í skóla eftir áramótin, og
þegar ekki var flogið til Fag-
urhólsmýrar, varð að bregða á
önnur ráð til að koma fólkinu
á áfangastað. Var lagt upp á
þrem jeppum vestur yfir vötn
in, og fylgdi trufekur þeim
vestur yfir Skeiðará, en all
mikið vatn var í henni. Tveir
jeppanna fóru aðeins að Kirkju
bæjarklaustri, þar sem farþeg- ;
ar þeirra stigu í áætlunarbíl
Austurieiðar til Reykjavíkur.
Héldu jepparnir tveir síðan
aftur austur í Öræfi, en þriðji
jeppinn hélt áfram til Reykja-
víkur.
HÖRKUFR0ST I EVR0PU
KJ—Reykjavík, mánudag.
Það er ekki aðcins hér á ís-
landi, sem vetur konungur hef-
ur látið landsmenn vita ræki-
lega af sér í byrjun ársins, því
í Mið-Evrópu hafa verið gífur-
legir kuldar, og frostið mælzt
allt í 40 gráður í Sviss, sem okk
ur hér þætti mikið, en mesta
frost mældist hér á landi í dag,
á Grímsstöðum á Fjöllum, 24
gráður.
Hitamismunurinn hér á landi
var 19 gráður í dag, en minnst
frost mældist á Stórhöfða í Vest
mannaeyjum og Reykjanesvita,
eða 5 gráður. Víða hefur snjó-
að á landinu, eins og til að
mynda á austanverðu Suður-
landi, en á Kirkjubæjarklaustri
var í dag kominn ökkladjúpur
snjór, en umferð stærri bíla um’
Mýrdalssand tepptist þó ekki.
í Evrópu er víða vandræða-
ástand vegna veðursins. Á Spáni
er talið að um 50 bæir séu
einangra@ir vegna snjóa, en
norðan til í ,'andinu hefur ver-
ið álíka mikið frost og á Gríms
stöðum, eða um 24 gráður. Mikl
ir samgönguerfiðleikar eru
bæði á Ítaiíu og í Frakklandi,
og jafnvel suður á Kanaríeyj-
um hefur þessa mikla vetrar-
veðurs gætt, þótt ekki sé það
þó í miklum mæli. Vegna mik-
ils hvassviðris á eyjunum er
talið að stór hluti bananaupp-
Framhald á bis 14
Hross stóðu í hópum og sneru rössum i vindinn á Suðurlandi á sunnudag, enda blés napurt þá.
(Tímamynd Haukur Már Haraldsson)
i