Tíminn - 09.01.1971, Page 2
2
LAUGARDAGUR 9. janúar 1971
TÍMINN
IifsaðstaSan skapar landið í hug-'
om fólksins sem >að byggir. Og fyr-
irkomiuilag vegakerfis og annarra
ferðaleiða eiga ekiki lítinm þátt í því
að sikapa mynd þess, sem á eikikert
sfeyffit við landaibréf. Maður sem aldrei
fer út úr götumni, sem hann býr við,
eða burt úr dalnium símim; honum er
iandið þessi gata eða þessi dialur. Og
þeir sem eiga þess eklki kosit að ferð-
asit nema í eina átt í la-ndi sínu, fá
ósjálfrátt þá huigmynd, að iandið sé
aðeins til þeirrar áttarinnar sem þeir
ferðast. Þammig geta fólki verið skap-
aðir þrömgir gluggar, þótt það lifi í
sjálfu víðerninu.
Hringur, sem er
1476 kílómetrar
Vegakerfið á íslandi ræður miklu
um hvað fólk fær að sjá af lamdimu
og hverndg það fær að sjá það. Þeg-
ar um einikaferðalög er að ræða fara
flestir orðið í eigin bílum, og marg-
ur hefur lagt iand undir bíl á iiðrnum
árum til að kynnasit landi sínu og
koma í fjörr byggðariiög. Þeim hefur
bamnski fundizt að þeir sæju full-
mikið af sumum svæðum, vegna þess
að þótt Isiiand sé eyja, þá hefur enn
ekki tekizt að koma vegamálum ofek-
ar í það horf, að hægt sé að aka
hringinn við venjulegar aðstæður.
Vegur í kringum landið mundi verða
1476 kílómetra lamgur eða þar um
bil. Nú vantar ekki nema rúma þrjá-
tíu kílómetra veg til að loka hringn-
um.
Eyja eða 1443
kílóinetra langur tangi
Þegar fólk ekur norður og austur
á land kemst það lengst 1443 km. frá
Reykjavók, eða að Skaftafeili í Ör-
æfum. Þegar þangað er kornið verð-
ur að snúa við og hefja ferð að nýju
í slóðina sína hinn langa veg um
Austfirði og Norðurland. Við búurn
því við sömu kjör og fólk á lömigum
tanga, sem á ekki annars úrkosta en
aka í sífellu sama veginn fram og
aftur. Þrátt fyrir al'lt erum við ey-
þjóð, og von er að margur veigri
sér við því að fara svo langan veg að
heiman, og eiga svo stutt heim, en
vera tvo til þrjá daga að komast
til baka. A þeirri bilaöld sem nú er
uppi, mundu allir fara hringimn ef
hann opnaðist. Upp mundi hefjast
ný alda ferðalaga innan lands, og
enn nánari kynni við landið. Vonandi
hefst þetta mál í gegn fyrir baráttu
manna á Alþingi, manna eins og
Eysteins Jónssonar, sem höf baráttu
fyrir þvi að hrimgmum yrði lokað.
Það er nefnilega kominn tími til að
við förunj að njóta þess að vera ey-
þjóð, með þeim þægindum sem því
fylgir, en ekki langabúar hjakkamdi
í sama farinu ár og síð.
Svarthöfði.
Afhugasemd frá
Lofíleiðum
í tilefni af frétt í blaðinu í gær,
vill Sigurður Magnússon, blaða-
fulltrúi Loftleiða, koma eftirfar-
andi á framfæri:
„Áhafnir Loftleiða fá dagpea-
inga þegar þær eru erlendis á
vegum félagsins. Þær greiða sjálf-
ar allan dvalarkostnað, þar með
talin gjöld vegna gistingar í hótel-
um. Áhafnirnar ákvarða sjálfar,
hvar þær dveljast, og er hverjum
og einum í sjálfsvald sett, hvort
hann kýs sér eitt hótel öðrum
fremur. Áhafnir Loftleiða, sem
þurfa að dveljast í New York, hafa
sjálíar valið að búa á Mc Alphin
hótelinu. f upphafi vora þær
ánægðar með það, en upp í síð-
kastið hefur gætt vaxaxndi ó-
ánægju, og-þess vegna eru fyrir-1'
liðar áhafnanna að leita sér að
öðru hóteli. Loftleiðir munu að
sjálfsögðu veita þá hjálp, sem
unnt er til þess að finna betra
hótel, en lokaákvörðun í því efni
verður vitanlega tekin af fluglið-
unum.
Mér vitanlega hefur engin flug-
freyja Loftleiða kært til hótel-
stjórnar Mc Alphin eða lögregíum
ar í New York, vegna nauðgunar.
Hitt má vel vera, að stúlka, sem
ef til vill hefur ekki verið nógu
varkár hafi sagt, að hún hafi
verið beitt ofbeldi, en það lætur
að líkum, að nauðgunar-
mál er i flestum tilfellum örðugt
að sanna á sakborning, þótt kærð-
ur sé svo fljótt, sem verða má.
Annars man ég ekki betur, en
að nokkur nauðgunanmál í hinu
náttúrulitla og friðsæla íslandi
séu nú á döfinni. Mál, sem mér
skilst að hafi verið kærð til lög-
reglunnar. Ée held, að þau hljóti
að vera traustari umræðugrund-
völlur, en hin, sem aldrei hafa
verið kærð, hyorki til húsráðenda
né lögreglunnar".
Siguiður Magnússon.
Tíminn sér ekki ástæðu til að
taka annað fram vegna yfirlýs-
ingar fulltrúa Loftleiða, en það,
að ofbeldisverk, eins og nauðgun,
á ekki að liggja í þagnargildi,
hyort sem hún hefur verið kærð
eða ekki.
Ritstj.
Sex fulltruar héðan
á fund Norður-
landaráðs æskunnar
Dagana 7. og 9. janúar er
haldinn í Stokkhólmi fundur Nörð
urlandaráðs æsku.nnar. Helztu við
fangsefni fundarins eru samuor-
rænn vinnumarkaður og byggða-
stefna, Norðurlönd og þróunin til
aukinnar samvinnu Evrópuþjóða
í efnahagsmálum, Norðurlönd og
þriðji heimurinn, Norðurlönd og
öryggismál Evrópu og umhverfis-
vandamálið. Auk þessa verður
fjallað m.a. um skipulagsmál Norð
urlandaráðs og norræna æskulýðs-
sióðinn. Fulltrúar fslands, sem
ráðstefnu þessa sækja eru: Jén
Steinar Gunnlaugsson og Sigurður
Hafstein frá SUS. Baldur Óskars-
son og Elías Jónsson frá SUF,
Guðríður Þorsteinsdóttir frá SUJ
og Guðmundur Jónsson frá Alþýðu
bandalaginu. Auk þeirra sækir
Hrafn Bragason fundinn, en hann
er formaður norrænu æskulýðs.
nefndarinnar, sem er samstarfs-
nefnd Æskulýðssambands íslands
og Norrænu félaganaa.
Góð og
falleg bifreið
lckoJ
þarf góðar og
hagkvæmar
TRYGGINGAR.
I
Tryggið bifreið yðar
hjá stóru og traustu ^TR\y
fyrirtæki -
Tryggið hjá okkur.
5
7MM M
SAMVIIMVUTRYGGINGAR
ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500
S. V.