Tíminn - 09.01.1971, Side 14

Tíminn - 09.01.1971, Side 14
14 TIMINN LAUGARDAGUR 9. janúar 1971 Stjórn Háskólahappdrættisins, *,forstjóri og háskólaritari. Sitjandi fr. v. prófessorarnir Bjarni Guðnason, GuSlaugur Þorvaldsson formaSur, og Þór- ir ÞórSarson. Aftar t, v. er Jóhannes L. L. Helgason háskólaritari og Páll H, Pálsson forstjóri Háskólahappdrættisins. Happdrættisgróði Framhald af'l. síðu. ekkert án stúdenta, það væru þeir sem mynduðu háskóla. * MIKLAR FRAMKVÆMDIR AÐ HEFJAST A VEGUM HÁSKÓLANS. Til þessa hefur Happdrætti H. í. staðið að mestu leyti undir kostnaSi við byggingar skólans og stoifnana hans, frágangi og viðhaldi lóðar og vitihaldi háskóla toygginga, ásamt ýmsum tækja- kaupum. Hin gífurlega aukning stúdentafjöldans, sem orðið hefur allra síðustu árin og mun halda áfram með vaxandi hraða á næstu árum, krefst stórfellds átaks í byggingamálum Háskóla íslands og tækjakaupum til hans, og með fjölgun bygginga fer sífellt meira fé til viðhalds. Á síðastliðnu ári fór mikið fé í það a& ljúka Árnagarði, í fram lag til byggingar stúdentaheim- ilis A&..til þqss að hefj> bygginga- fratptkvæmdir í’ þáguv-erkfræði- og raunvisindadeildar við Hjarð- arhaga . og byggingu í þágu al- mennrar kennslu, sem þó er ætl- uð lagadeild í framtíðinni, og fleirá mætti telja. Á þessu ári er áætlað að ljúka að miklú leyti þeim tveim miklu byggingum, sem byrjað er á, enda þörfin brýn, og gert er ráð fyrir, ao‘ fjárfesting Háskólans á þessu ári verði ailt að 100 níilljónir króna. Af happdrættisfé verða einnig greiddar á árinu 5 millj. króna til að renna stoðum undir vænt- anlegt stórátak Félagsstofmunar stúdenta við byggingu hjónagarðs. Sérstök ástæða er til þéss að vekja athýgli á því, að undirbún ingur að byggingarframkvæmdum fyrir Iæknadeild á lóðinni fyrir neðan Lándsþítalann er nú í full- um gangi, og tannlæknadeild þarf nauðsynlega að fá nýtt hús- næði hið fyrsta, þvi að hún er senn á götunni. Loks má benda á það, að 20% af brúttóhagnaði Happdrættis Há- skólans (ríkissjóðshlutinn) renna til uppbyggingar rannsóknarstarf- seminni í landinu. Af tekjum síð- asta árs munu þannig yfir 7J millj. kr. renna til þessa þýðing- armikla verkefnis. Af þessu ætti að vera Ijóst, að viofekiptavinir Happdrættis H. í. búa í haginn fyrir sig og börn sín og bæta menntunarað- stöðu þeirra í firamtíðinni með iþví að kaupa happdrættismiða jafnframt því, sem þeir eignast möguleika á miklum fjárhagsleg- um ávinningi. MILLJÓNERAR f HAPPDRÆTTISBOÐI. f gærkvöldi voru sérstakir heiðursgestir Háskólahappdrættis ins, þrk aðilar sem fengu hæst^ vinninginn í desember, en það voi-u ung hjón ■ úp ^Hafnarfirðh- sem fengu milljón, og nýgift hjón og eldri hjón austan úr Rangár- vallasýslu, sem skiptu með sér milljón. Hafnfirðingarnir eru þau Páll Andrésson og Ólína Jónasdóttir, en þau höfó'u fyrir nokkru selt íbúð sína, þar sem húsbóndinn er á förum til Bandaríkjanna að læra flugumferðarstjórn. Sagði Póll að einhvern veginn hefði það nú kvisazt, að hann hefði feng ið milljón í Háskólahappdrsgttinu, og ekki hefði staðið á fasteigna- sölum aö bjóða honum nýja íbúð, eða mönnum sem vildu gjarnan ávaxta fé hans. Rangæingarnir sem fengu millj-- ónina, eru þau Guðlaug Einars- dóttir, og cnaður hennar Sæmund- ur Úlfarsson bóndi á Heylæk í Fljótshlíð, en það er Guðlaug f sem á miðann og hefur átt frá upphafi happdrættisins, enda ber hann númerið 864. Dóttir þeirra Elín á miðann á móli foreldrum sínum, en hún gifti rig á annan í jólum Einari Árnasyni starfs- manni á bifreiðaverkstæði kaupfé- lagsins á Iívolsvelli, og sat hann hófið í gær. Búa ungu hjónin á Hvolsvelli, og sagÖi Einar að það yrðu sjálfsagt engin vandræði að koma hálfri milljón í ló í upp- hafi búskapar, og væntanlega færu peningarnir í íbúðakaup. Frú Guðlaug á tvo miða í Há- skólahappdrættinu, vinningsmið- ann góða númer 864 og svo 862. Einu sinni kom hæsti vinningur á miðann númer 863, en það var þá sárabót að hún fékk báða auka- vinningana. Sæmundur sagc'ist hafa verið einn heima, þegar um- boðsmaðurinn, sem er Frímann !í Hafnarhúsiniý í Roykjavilk, hringdi austur til að tilkynna um vinninginn, og ekki sagðist Sæ- mundur nú hafa fundið mikla breytingu á sér, og honum hefði eiginlega meira þótt til þess koma, er einn af sýslumönnum Rangæ- inga færði honum sjö krónur, sem fundarlaun fyrir að Sæmundur fann úr hans. Á víðavangi Innilegar þakkir færi ég venzlafólki mínu, sveitung- um og öðrum vinum, sem glöddu mig margvíslega á 70 ára afmæli mínu 1. janúar. Guð blessi ykkur öll. Guðmunda Þ. Stefánsdóttir, Geirakoti. Una Sigtryggsdóttir, Hjúkrunarkona andaðlst hinn 29. desember a3 Reykjalundi. Útförin hefur farið fram. AuSsýnd vinátta við andlát og útför er innilega þökkuð. I Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna Jón Sigtryggsson. Sigríður Hansen, fædd Hannesdóttir, frá Stóru-Sandvík. Lézt í Kaupmannahöfn þann 7. janúar. Fyrlr hönd eiginmanns, barna og systkina hennar, Magnús Hannesson. Framhaid at bls 3 arinnar og rak þó engar nauð- ir til, því að við höfðum unnið fullan sigur í landhelgismálinu, þrátt fyrir liarða andstöðu stærsta stjórnmálaflokks lands- ins, Sjálfstæðisflokksins, við út- færsluna í 12 mQur á árinu 1958 og landrá'ðaskrif Morgun- blaðsins áður en þetta örlaga- ríka spor var stigið til verndar lífshagsmunum þjóðarinnar. Nú finna allir að þessi samn- ingur við Breta, sem kallaður var „sigur“ í málgögnum stjórn arflokkanna, er sá drómi, sem Framsóknarmenn sögðu að pjoðfn ydði drepin í í landheíg- ismálinu, yrði samningurinn gerður. " Nú eru kosningar á næsta leyti og stjórnin hefur enn grip ið til þess ráðs að setja á svið kosningaverðstöðvun mcð niður greiðslum, sem þó er ekki til fyrir nema til 1. sept. n.k. Fari slíku fram í næstu 3 til 4 al- þingiskosningum, endar það með því, að menn fá ókeypis að éta 3 til 4 mánuði fyrir kosningar, en svo kemur reikn- ingurinn fyrir matnum eftir kosningar í formi nýrra álaga, kjaraskerðingar og gengisfell- ingar. Stjórnarstefnan, sem hér liefur verið fylgt, er í ýmsu öðru líka algert einsdæmi mið- að við þau lönd, a.m.k. sem menn vilja bera sig saman við. Það er hvergi neina hliðstæðu að finna. Þessi úrelta stefna, sem enn er fylgt, er í því fólgin að reyna áð viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum með því að takmarka sem mest peninga- magn í umferð, draga úr láns- fjármagninu, hækka álögur til að draga úr kaupmætti og bæta síðan við gengislækkunum eftir þörfum til þess „að bjarga“, eins og það heitir á máli stjórn arinnar. Svo er höfuðið bitið af skömminni mcð því að dást afi því hve vel liafi tekizt eftir að hafa hækkað Verð á erlendum gjaldeyri um 104% á 11 mánuðum eftir verðstöðv- unina 1967. Menn vita hverju þeir eiga von á eftir næstu kosningar. haldi þessi ríkis. stjórn velli. —TK íþróttir Framhalrl af bls 13 Er það leikur Vals og FH og verður hann „hápunktur hátíðarinnar". Valsmenn hafa þegar sigrað Fram og Hauka, og með sigri yfir FH er stór hindrun úr vegi að íslands- meistaratitlinum. FH-ingar eru þó ekkert lamb ag leika sér við frekar en fyrri daginn, og gefa þeir örugglega ekkert eftir. Síðasti leikurinn annað kvöld verður á milli þjálfaralausu liðanna ÍR og Fram, og getur það orðið góður leikur. Fram er öllu sigurstrangleg, en ÍR getur hæglega átt síc/asta orð- ið á þessári „handbolta há- tíð“ um helgina. Bensín Framhald af bls. 8. íslendingar nota er flutt inn frá Sovétríkjunum, 85—95% af díselolíu, 12—22% af timtori, 8—13% af þungum málm-jtn o.s.frv. Olíuvörur eru grund- vallarvörutegund í þessum við- skiptum, og þeir, sem að þeim standa skilja, að þróun viðskipt anna veltur að miklu leyti á verzlun með þær vörur. Á síðari árum hefur innflutn ingsvöram frá íslandi til Sovétríkjanna einnig fjölgað. Samkvæmt ákvæðum samnings ins frá 1053 var aðeins gert ráð fyrir innflutningi fiskflaka og saltsíldar. Nú kaupa Sovét- ríkin auk þéssarar vöru freð- síld og freðfisk, fiskimjöl, nið- ursuðuvörur og ullarvörur — um 50—60% af freðfiski, 50— 70^. af útflutningi niðursuðu, um 100% af prjónavöru, veru- legan hluta af fiskflökum o.s. frv. Þá bættust árið 1968 við innflutningur á málningarvör- um, netum, köðlum úr gervi- efnum. Sovétríkin hafa aukið útflutning á ýmsum tegundum véla — og þess má geta, að Moskvítsj er í þriðja sæti af bifreiðategundum á íslandi. Horfur á verzlunarviðskipt- um milli íslands og Sovétrikj- anna eru góðar. Þegar hefur verið minnzt á samning þann sem gerður var í september um olíusöiu, og ýmislegt jákvætt er að gerast á öðrum sviðuin 'úð- skipta og samstarfs. — APN. Þverá Framhald af bls. 16 verði um að vera í laxveiðimál- unum á næstunni, ýmsir hagsmun- ir rekist á, laxveiðilögin rifjuð upp o.s. frv. Sú á sem hæsta leigu hefur á næsta sumri er Laxá í Kjós, sem þá verður leigð á 3,6 mil.'j. kr. mm WÓÐLEIKHÚSIÐ FÁST sýning í kvöld kl. 20. ÉG VIL, ÉG VIL sýning sunnudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 13.15 — 20.00. Sími 11200. Dtl UM Uftl Jörundur í kvöld Hitabylgja sunnudag. Herför Hannibals eftir Robert Sherwood Þýðandi: Ásgeir Hjartarson. Leikmynd: .Steinþór Sigurðss. Leikstjóri: He'gi Skúlason. Frumsýning þriðjud. kl. 20,30. Önnur sýning fimmtudag. Jörundur miðvikud. 70. sýning Kristnihaldið föstudag. Aðgöngumiðasa.'an í Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. Hvítur mátar í tveimur .'eikjum. Skákþrautin er eftir Svíann Hal- var Rermanson. Lausnarleikurinn er 1. Rfl! RIDGI Grikkir veittu íslendingum harða keppni í fyrri hálfleik á EM í Portúgal og höfðu yfir 26/22, en síðari hálfleik vann ísland 63/20 og leikinn 18—2. Þetta spil, nr. 26, átti mikinn þátt í því. A ¥ ♦ ♦ K-10-7-2 K-7-4-2 K-D-4 Á-K A ¥ ♦ * 9-8-4 D-6-5 7 D-G-5-4-3-2 A Á-G ¥ ♦ ♦ D-6-5-3 G-9-8 9- 8-2 10- 9-7 Á-10-3 Á-G-10-6-5-3 8-6 Á borði 1 opnaði Símon Símonar son á 1 Hj. • (Róman) og eftir 2 gr. hjá Þorgeiri Sigurðssyni í V tvísagði Símon svo tígu.’. Þorgeir vissi því, að 6 T-slagir voru fyrir hendi, og þegar hann spurði um ása og fékk svarið 5 Sp. — 3 ása — gat hann talið 12 slagi, auk þess, sem A gat átt eina D. Þor- geir sagði þvi 7 gr. Út kom L og Þorgeir tók síðan 6 T-slagi, og L- Á. N kastaði m. a. 2 Sp. og ríghélt i Hj. Þorgeir spilaði þá á Sp.-Á og svínað síðan Sp-G. 2220 til ís- lands. Á borði 2 varð misskilning- ur hjá Grikkjum og lokasögnin 5 Sp. í V, slétt unnin. 650 til Grikk- lands og 17 stig til ís.’ands.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.