Tíminn - 09.01.1971, Blaðsíða 16
Stal peningum,
ávísunum,
bankabók og
tákkheftum
OÓ-Reykjavík, föstudag.
Skjalatösku og kvenveski var
stolið á skrifstofu að Skúlagötu 63
í gær. í töskunni og veskinu voru
10—12 þúsund krónur í pening-I
um, tvær ávísanir, að upphæð |
samtals um 20 þúsund krónur,!
Þrjú tékkhefti og bankabók með
200 þúsund króna innstæðu. 1
Þjófnaðurinn var framinn milli
kl. 5 og 6 í gær. Skrifstofunutn -
var lokað kl. 5, en einn af starfs-
mönnum varð eftir. Skömmu fyrir
kl. 6 brá starfsmaðurinn sér frá,
og þegar hann kom aftur skömmu
síðar var búið að stela töskunum.
Ekki hefur enn hafzt uppi á þjófn
um ,en lögreglan rannsakar málið.
Sunnlendingar —
Sunnlendingar
Framtíð Suður-
lands í atvinnu-
og menningar-
málum, verður
umræðuefnið á
almennum fundi
á Hvoli, laugar-
daginn 9. janúar
kl. 3. — Fram-
sögumenn Ágúst Þorvaldsson,
Björn Fr. Björnsson og Helgi
Bergs Allir velkomnir
FUF-félögin á Suðurlandi.
Opinn fundur
um verkalýös
mál
Á þriðjudaginn 12. janúar kl.
20,30 verður opinn fundur um
verkalýðsmál að Hringbraut 30.
Er hér um að ræða undirbúnings
ftind að ráðstefnu sem FUF efnir
til um verkalýðstnál o& á að
standa dagana 30. og 31. janúar
næstkomandi. Frummælandi á
fundinum á þriðjudaginn verður
Baldur Óskarsson. Verkalýðsmála-
ráðstefnan 'verður nánar auglýst
síðar.
Kópavogur
Fundur í Fulltrúaráði Fram-
sóknarfélaganna í Kópavogi verð-
ur haldinn mánudaginn 11. jan.
n.k. klukkan 20,30 að Neðstutröð
4. Dagskrá: 1. Uimræður um fjár-
hagsáætlun kaupstaðarins 1971. —
2. Önnur mál.
Stiórnin.
IGÞ-Reykjavík, föstudag.
Á þriðjudaginn kemur hefst
dagblaðakeppni í skák á milli
Taflfélags Reykjavíkur og Skák
félags Akureyrar. Verður teflt
á fitnm borðum og leikinn einn
leikur . á hverjum. degi, þegar
blöð koma út. Blöðin sem taka
þátt í þessu eru Þjóðvlljinn,
Morguniblaðið, Alþýðublaðið,
skákkeppni í vændum
Vísir og Tíminn. Þeir sem tefla
fyrir Tímann eru Trausti
Björnsson og Gunnar Gunnars-
son. Andstæðingar þeirra
nyrðra eru Margeir Steingríms-
son og Jóhann Snorrason og
hafa þeir svart. Tíminn býst
við harðri keppni. Mun tafl-
staðan verða birt daglega í blað
inu, svo lesendur geti fylgzt
rneð sínum mönnum.
I j ir Þjóðviljann tefla Bragi
Kristjánsson og Ólafur Björns-
son, gegn Jóni Björgvinssyni og
Stefáni Ragnarssyni. Akureyri
hefur svart. Fyrir Morgunblað-
ið tefla Jón Kristinsson og
Stefán Þormar, gegn Guðmundi
Búasyni og Sveini Hrafnssyni.
Akureyri hefur hvítt. Fyrir
Vísi tefla Leifur Jósteinsson
og Björn Þorsteinsson, gegn
Gunnlaugi Guðmundssyni og
Sveinbirni Sigurðssyni. Akur-
eyri hefur hvítt. Fyrir Alþýðu-
blaðið tefla Jón Þorsteinsson
og Guðmundur S. Guðmunds-
son, gegn Júlíusi Bogasyni og
Jóni Ingimarssyni. Akureyri
hefur hvítt.
HERFÖR HANNIBALS
FRUMSÝNT í IÐNÖ
SJ—Reykjavík, föstudag.
A þriðjudagskvöld frumsýnir
Leikfélag Reykjavíkur „Herför
Hanníbals“, leikrit eftir bandarísk-
an höfund, Robert Sherwood, í
þýðingu Ásgeirs Hjartarsonar.
Leikstjóri er Helgi Skúlason, leik
tjöld og búninga teiknaði Stein-
þór Sigurðsson. Aðalhlutverk
leika þau Helga Bachmann, Jón
Sigurbjörnsson og Steindór Hjör-
leifsson. Rúmlega 20 leikendur
koma firam á sýningunni, og fer
Guðrún Á. Símonar með eitt hlut-
verkið.
Sherwood er eitt af þekktustu
leikslkáldum bandarílskum, en
leikrit þetta, sem heitir á frum-
málinu „Road to Rome“, samdi
hann um 1920—30, og er það að
verða klassískt, bandarískt leik-
húsverk. Efni leiksins er sögulegt,
fjallar um átök Rómverja og Kar-
þagómanna, og gætir þar tölu-
verðrar gamansemi. Boðskapur
þess er þó enn í fullu gildi, og
efni leiksins minnir mjög á víg-
búnaðarkapphlaup okkar tíma.
„Herför Hanníbals" áitti a&
verða jólaleikrit Leikfélagsins, en
frumsýningu var frestað vegna
mikillar aðsóknar að öllum sýn-
ingum félagsins. Var ekki hægt
EB-Rvík, föstud. Kristján Sigur-
mundss. frkvstj. Crystal hefur nú
gert tilboð í Þverá í Borgarfirði
fyrir sumarið 1972, er hljóðar upp
á 5,4 millj. kr. Er hér um að
ræða 3,4 milljón kr. hærri upp-
hæð en núvcrandi leigutaki ár-
innar þarf að greiða fyrir leigu
næsta sumar. Er ljóst af þessu
tilbo'ði, að beztu laxveiðiár lands-
ins hækka mikið í verði á næst-
unni.
VLsir birti í gær, fimmtudag,
óstaðfesta frétt, þess efnis, að
6,2 milljónir kr. hafi verið boðnar
í Þverá fyrir sumarið 1972. Tím-
inn fékk í dag staðfestingu á því,
að formaður yeiðifélags Þverár,
Magnús Kristjánsson í Norður-
tungu, hefur enn ekki fengið það
tilboð í hendurnar.
5,4 millj. kr. tilboð Kristjáns leic/ir
til þess að leiga Norðurár í Borgar
firði hækkar 1972 í 5,4 milljónir
króna, taki veiðiéigendur Þverár
fyrrnefndu tilboði, en þessar tvær |
ár fylgjast að hvað leiguna áhrær-1
ir. Það er veiðimönnum reyndar
SEMJA VERDUR AFT-
UR VID SJÓMENNINA
OÓ-Reykjavík, föstudag.
Samningaviðræður vegna báta-
kjarasamninganna verða nú að
hefjast á ný, þar sem Farmanna-
og fiskimannasambandið hefur
hafnað þeim samningum, sem
búið var að gera með þeim fyrir-
vara, að sjómenn samþykktu þá.
Auk yfirmanna, höfnuðu þrjú sjó
mannafélög samningunutn. Eru j
það félögin í Vestmannaeyjum,
Hafnarfirði og í Höfn í Horna-
firði.
Sjómannafélögin á Akrandsi, í
að bæta einni við, þar sem ekki
var hægt að geyma leiktjöld úr
fleiri sýningum í Iðnó, en þegar
voru þar í gangi. Nú eru að hefj
ast sýningar á Hitabylgju í ná-
grenni borgarinnar og verða leik
tjöldin úr því verki geymd í bíl,
sem félagið hefur fengið vegna
ferðalaga þessara. Var þvi unnt
aó' hefja sýningar á þesgu nýja
viðfangsefni, Hitabylgja hefur ver
ið sýnd 17—18 sinnum, þar af 4
sinnum í Hafnarfirði. Á næstunni
verður önnur hver sýning í Iðnó
en hin utan Reykjavíkur.
Frumsýningin á „Herför Hanní
bals“ er daginn eftir 74 ára af-
mæli Leikfélags Reykjavíkur, 11.
janúar. Aðsókn hefur verið mjög
góð að öllum sýningum félagsins
í vetur. Spanskflugan er sýnd í
Austurbæjarbíói við góða aölsókn
til ágóða fyrir leikhúsbyggingar-
sjóð. Um 12.000 áhorfendur hafa
séð hana.
Næsta verkcfni Leikfélagsins
er Mávurinn eftir Tsjekov og hefj
ast æfingar í næstu viku. Leik-
stjóri verður Jón Sigurbjörnsson.
5,4 MILLJONIR
BOÐNAR I ÞVERÁ
kunnugt, að árnar tvær vora á
s. 1. sumri beztu laxveiðiárnar
í landinu. Veiddust yfir 2100 laxar
í Norðurá og um 2000 í Þverá.
Þess ber þó aö' gæta, að laxinn sem
veiddist í Þverá var ef á heildina
er litið mun stærri, en sá er veidd-
ist í Norðurá.
Ljóst er að sú þróun, sem nú
er að verða í sambandi við leigu
á laxveiðiám landsins, getur leitt
til þess, að erlendir auðmenn geti
einir leyft sér að renna í árn-
ar. Má því búast við því, að mikið
Framhald á bls. 14
Keflavik, Sandgerði og Grindavík
samþykktu samningana. Ekki er
hægt að segja að svo stöddu hvort
málinu verður vísað til sáttasemj
ara. Enn hafa engin verkföll verið
boðuð \og verður róðrum haldið
áfram þar til annað kann að
verða ákveðið.
Kastaði
ú þrett-
ándanum
EB—Reykjavík, föstudag.
Er heimilisfólkið í Hallgeirs-
ey í Austur-Landeyjahreppi
lcit út um glugga á þrettánda-
dagsmorguninn, uppgötvaði það,
að hryssa ein í hrossastóði
þess, var búin að kasta úti á
túninu. Er það sjaldgæfur at-
burður, að slíkt gerist um miðj
an vetur.
í viðtali við Tímann í dag,
sagði Guðjón Jónsson bóndi í
Hallgeirsey, að hann hefö*i ekki
vitað um, að hryssan væri fyl-
full, og folaldið því komið
honum mjög á óvart. Guðjón
sagö'ist eðlilega hafa þegar í
stað drifið hryssuna og fol-
aldið í hús, svo að folaldið fái
einhverja móðurmjólk.
Folaldið cr jarpt að lit og
í alla staði mjög fallegt sem
móðir þess, þótt hún sé komin
nokkuð til ára sinna, og er
líðan þeirra mæðgininna mjög
góð, að sögn Guðjóns. Þá
fræddi Guðjón blaðið á því, að
fyrir mörgum árum hefði ein
hryssa hans eignazt folald um
sumarmál, sem eðlilega þyk-
ir mjög snemmt. og fór það
einnig allt saman vel.
Mjög gott veður hefur verið
i Rangárvallasýslu undanfarna
daga, „alltaf gott veður“, að
sögn Guðjóns Jónssonar.
t