Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 14
abríela er ein af þeim sem hafa ótrú- lega þægilega nærveru. Hún tekur á móti mér í íbúðinni sinni á Þórsgötu, sest niður og fær sér sígarettu og kók. Þegar hún byrjar að tala hefur hún frá svo miklu að segja og er með báða fæt- ur á jörðinni þrátt fyrir mikla velgengni í alþjóðlega listaheiminum. Það er búið að vera brjálað að gera hjá henni síðan verkið hennar Versations/Tetralógía var sett upp á Feneyjatvíæringnum, stærstu og elstu lista- sýningu í heimi, í byrjun sumars. Síðan þá er hún búin að ferðast um heiminn þveran og endilangan og eign- ast marga aðdáendur í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún er nýkomin heim frá Feneyjum, varla lent enn þá, þar sem hún var að taka niður verkið af sýningunni. Fyrir Tetralógíuna, sem eru fjögur myndbandsverk, hlaut hún nýlega heiðursverðlaun Myndstefs, samtaka myndhöfunda. „Það er auðvitað mikill heiður að fá þessi verðlaun og ber að þakka fyrir. Þetta er líka hvatning fyrir aðra, verðlaunaféð kom sér mjög vel. Ég gat notað það til að flytja verkið heim frá Fen- eyjum. Þetta er líka svo mikill heiður fyrir hönd allra þeirra sem tóku þátt í verkinu með mér og staðfesting á að það skiptir einhverju máli.“ Versations/Tetralógía er risastórt verkefni og Gabríela fékk fjölda listamanna til samstarfs við sig, arkitekt, myndlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn, Ernu Óm- arsdóttur í dansinum og Björk og Daníel Ágúst í tón- listinni. „Sýningin gekk með afbrigðum vel, þetta var svo frábært fólk sem ég var með. Ég vinn yfirleitt ein og hef aldrei unnið með svona mörgum áður en það er alveg frábært að setja upp svona stórt verk og gef- ur mikla möguleika.“ Vel undirbúin Gabríela er nýflutt heim frá Brussel þar sem hún hefur búið síðastliðin þrjú ár. Hún flutti þangað þegar hún var farin að sýna það mikið í Evrópu að hún þurfti að komast auðveldlega á milli staða. Það er dýrt að fljúga alltaf frá Íslandi. „Þegar áhuginn á myndlistinni var að byrja á meginlandinu þá skipti svo miklu máli að geta skotist og hitt fólk.“ Það er rosalega mikil vinna að kynna listina sína og Gabríela hefur Gallerí i8 hérna heima og gekk svo til liðs við Spielhaus Morrison galleríið í Berlín. „Það skiptir mjög miklu máli þegar maður fær tækifæri eins og á tvíæringnum að fólk viti hver ég er. Ég var búin að sýna mikið í Evrópu og vera á listkaups- stefnum sem eru mjög mikilvægar til að hitta fólk og mynda tengslanet sem hjálpar manni að koma sér á framfæri. Það er líka mikilvægt að hafa gallerí sem fylgir eftir þessum áhuga sem skapaðist í kringum tvíæringinn. Það yrði mér algjörlega ofviða að sjá um þetta ein. Þetta er hörkubisness.“ Það er ákveðinn hópur af fólki sem fylgist með mynd- list en svo eru aðrir sem vita ekki neitt? „Já, en þetta er að breytast mjög hratt alls staðar og líka á Íslandi. Einkageirinn hefur komið á harðahlaup- um inn í þennan heim samtímalistar og núna er í tísku að safna myndlist. Það er eins og fólk hafi fengið leiða á að veðja á hesta og farið að veðja á listamenn í stað- inn. Myndlist hefur líka breyst úr því að vera alvarleg og akademísk yfir í það að vera skemmtileg.“ Listamaðurinn Gabríela Hvernig listamaður er Gabríela? „Ég er í raun og veru á mjög skrítnum stað. Fyrst þeg- ar ég fór að hitta fólk út af myndlistinni minni í Evr- ópu þá hlupu sumir í burtu, fannst ég svo hrikaleg, alltof umfangsmikil og vaða úr einu í annað. Þeim fannst ég alltof óhrædd við að nota tónlist, dans, gjörning, málverk, skúlptúra og teikningar. Gallerí eru oft svo snyrtileg, smart og hvít. Það finnst ekki öllum smart að vera með moldarköggul og einhverja fígúru með trjágreinar inni hjá sér þannig að ég passa ekkert alls staðar inn. Ég finn það strax hvar ég passa,“ segir Gabríela og bætir við að það sé kannski svolítið ís- lenskt að vera óhrædd og þora öllu. Hún tekur fram að henni þyki vænst um vinnuna sjálfa, hún sé aðal- atriðið og sýningarnar bara sýnishorn af vinnunni. „Ég hef alltaf verið mjög vinnusöm og er alveg til í að vinna fram í rauðan dauðann. Fyrir þá sem eru ekki duglegir að vakna á morgnana og eru ekki vinnuglað- ir, þá er þetta ekki þeirra starf.“ Hefurðu alltaf vitað hvað þú vildir gera? „Já, ég er fædd undir einhverri heillastjörnu, bæði kynnist ég bara frábæru fólki og fjölskyldan mín er frábær og ég hef alltaf verið leidd áfram og hef alltaf ratað á þá staði sem ég vil vera á. Ég ætlaði örugglega að verða læknir eða eitthvað mjög mikilvægt þegar ég var lítil, en ég var alltaf að gera eitthvað og gat ekki hugsað mér annað en að framkvæma eigin hug- myndir.“ Það eina sem Gabríela passar sig á er að vera aldrei hrædd. Hrædd um að eitthvað seljist ekki eða hrædd um að eiga ekki pening því óttinn loki fyrir mögu- leikana. „Maður verður alltaf að passa sig að hafa hjartað gal- opið. Ég verð að vera alveg sannfærð um að þetta sé það sem ég vilji og það sem ég geri best og þannig virkar þetta. Það er auðvitað ekkert öruggt að einhver þurfi endilega að hafa listaverkið mitt uppi á vegg hjá sér en það er þetta tilgangsleysi, þó það virki neikvætt orð, sem gerir myndlistina svona töfrandi. Hún er eitt- hvað sem hefur alltaf verið til staðar og er hálfgerð þörf en svo má alveg tala um hana sem eitthvert al- gjört aukaatriði. Hún er eitthvert dásamlegt rugl sem er alveg óútskýranlegt. Þess vegna má í rauninni allt í myndlistinni. Það er eitthvað mjög töfrandi við þetta.“ Mikið að gerast í myndlist Gabríela útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskól- anum árið 1997 en tekur fram að hún hafi aldrei verið neinn sérstakur nemandi. Í náminu hitti hún samt mjög gott fólk sem hafði mikla reynslu sem er mjög dýrmætt. „Listaháskólinn hér er líka alveg frábær og hann er orðinn miklu betri en hann var og nemend- urnir eru miklu betri. Allur andi í skólanum er orðinn miklu þroskaðri.“ Gabríela talar um að það sé mikið af góðu ungu myndlistarfólki á Íslandi og þó að við getum ekki búist við því að vera stöðugt á spjöldum sögunnar þá sé nóg pláss fyrir góða íslenska myndlist á alþjóðavísu. Galleríin hér heima þurfa að hugsa fyrir því líka og kynna sitt fólk á erlendum listkaupsstefnum. Það er ekki nóg að vera bara með húsnæði og halda sýn- ingar. „Markaðurinn hér heima er mjög lítill og bara örfáir sem geta lifað af þessu. Það má ekki uppfylla mark- aðinn af samtímalist sem stoppar hér, þá verður hún bara þræll markaðarins. Það þarf að koma þessari list áleiðis.“ Aukinn áhugi á íslenskri menningu Finnst þér eins og það sé aukin áhugi á íslenskri menn- ingu? „Já, af því að það er áhugi á þessu landi þá er auð- veldara að kynna listina, það er meiri byr með henni. Það þykir ekki eins athyglisvert að vera frá New York eða París. Það hefur verið mikið um uppgötvanir á listamönnum frá fjarlægari slóðum. Það er eitthvað ferskt við það.“ Íslenskir tónlistarmenn hafa sannað sig á erlendri grundu og það er eins og það opni fyrir fleiri mögu- leika fyrir aðra, kvikmyndagerðarmenn og myndlist- armenn? „Já, ég held það. Þau umbyltu þessu, fyrst Sykurmol- arnir og síðan Björk. Viðhorfið breytist frá því að Ís- land sé eitthvert eskimóaland í það að það sé einhver menning hérna. Þessi hugmynd er komin út á al- þjóðamarkaðinn að Ísland sé að framleiða stórkost- lega listamenn hvort sem það eru tónlistarmenn eða myndlistarmenn. Þegar búið er að ljúka þessari sann- færingarvinnu, þá eru allir vegir færir.“ Gabríela minnist á að hún hitti oft fólk í Evrópu sem talar um Dag Kára og Sigur Rós. „Það gleður mig alltaf. Þetta eru auðvitað ótrúlegir sigrar sem þessir listamenn hafa unnið, ég er mjög stolt af þessu fólki og þakka því fyrir. Eins hefur Ólafur Elíasson hjálpað okkur mjög mikið í myndlistinni. Maður heyrði alltaf talað um Halldór Laxness og Vigdísi Finnbogadóttur áður en núna veit fólk um unga listamenn og það er gaman. Þetta tekur allt tíma. Það hefur tekið okkur allan þennan tíma að opna hjartað okkar fyrir því að hugsa á stærra,“ segir Gabríela og leggur áherslu á að það þurfi að halda utan um unga myndlistarmenn og virkja galleríin til að kynna þá á erlendum listkaups- stefnum og mynda tengslanet. „Þetta snýst ekki um að vera frægur í útlöndum. Það þarf að létta á mark- aðnum hérna heima og bera út þessa íslensku hugs- un.“ Hvað er svo næst? „Ég er að fara til Los Angeles núna að hitta fólk. Það sem er næst á dagskrá eru svo stórar sýningar í Am- eríku og Sviss. Ég er búin að pakka árinu inn og næsta ári líka, ég er samt mjög rög við að segja að svona sé þetta, þá finnst mér ég svo föst.“ G Hún er eitthvert dásamlegt rugl sem er alveg óútskýranlegt 14 VIÐTALIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.